Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HANNA ÞORLÁKSDÓTTIR + Hanna Þorláks- dóttir fæddist á Siglufirði 11. júní 1937. Hún lést á Borgarspítalanum 25. apríl siðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Asta Júlíusdóttir og Þor- Iákur Þorkelsson. Systkini hennar eru Sigurður, Stella, Valbjörn, Anna (tví- buri við Hönnu) og Róbert. Hálfsystk- ini hennar sam- mæðra eru Unnur, Brynhildur og Reinhart Harry. Utför Hönnu fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í DAG kveðjum við hinsta sinni vinkonu okkar og samheija Hönnu Þorláksdóttur, sem er látin eftir langvarandi veikindi. Hanna ólst upp á Siglufírði í stór- um systkinahópi við hið glaðværa og áhyggjulausa líf æskunnar. Ský dró þó fyrir sólu er hún aðeins 12 ára gömul lenti í bflslysi og var bundin við hjólastól upp frá því. Þetta var þung byrði, sem á hana var lögð en hún bar hana af reisn og með mikilli þolgæði. Hún var trúuð kona og trúin veitti henni styrk svo mikinn að hún gat miðlað öðrum af honum. Hanna var mjög félagslynd. Hún var dyggur félagi í Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, og sótti þar einatt fundi er heilsan leyfði, enda var hennar saknað ef hún gat ekki mætt. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lét hún aldrei fram hjá sér fara og var dugleg að vinna fyrir flokkinn í kosningum. Hanna lét sig ekki einungis hag Hvatar skipta heldur bar hún einn- ig hlýjan hug til félagskvenna. Hún var oft í símasambandi við okkur til að inna fregna og láta vita um sig. Við munum sakna hennar og minnast með hlýhug. Hver sem á himneska auðinn, frá honum stelur ei dauðinn þó eigi hann ekki á sig kjólinn er hann samt ríkari en sólin. (Matth. Jochumsson). Við þökkum Hönnu samfylgdina. Það var lán að kynnast henni. Anna Kristjánsdóttir, fyrrv. formaður Hvatar. Kær vinkona, Hanna Þorláksdóttir, er látin. Að morgni fyrsta sum- ardags hringdi Hanna með sumarkveðju á vörum, bjartsýn að vanda og taldi sig vera að ná sér á strik eftir mikil veikindi og að brátt mundum við sjást á ný. Nokkrum dögum síðar slitnaði lífsþráður Hönnu og hún kvaddi sátt við allt og alla. Hanna var fædd á Siglufirði og ólst þar upp fyrstu árin. Barn að aldri slasaðist hún alvarlega og var bundin við hjólastól æ síðan. Margs konar veikindi hijáðu Hönnu á síðari árum en samt gat hún hlúð að og hughreyst þá sem áttu undir högg að sækja í lífinu. Sjálf treysti hún Guði og ófáar eru bænir hennar fyrir vinum og vandamönnum. Örlögin fara misjafnlega mildum höndum um mannanna börn en Hanna var eins og grenitréð í ljóði Stephans G., hún bognaði aldrei. Að sjálfsögðu átti hún sínar erfíðu stundir, en kjarkurinn var ótrúlega mikill. Þegar Hanna heyrði fólk kvarta af Iitlu eða engu tilefni var hún vís til að segja: „Ætli þetta fólk vildi vera í mínum sporum?" Hanna kunni að rækta garðinn sinn. Hún átti fjölda góðra vina sem hún sinnti vel og lét þá ekki gleyma sér. Hún efldi og treysti vináttuna og margir þessara vina eiga lista- verk sem gerð voru af smáu en sterku höndunum hennar Hönnu. Hekluðu dúkarnir og gardínumar eru hvarvetna heimilisprýði. Við Sophus þökkum Hönnu margar góðar samverustundir. Fjöl- skyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Áslaug Friðriksdóttir. Þegar ég frétti andlát Hönnu vin- konu minnar hvarflaði hugur minn mörg ár aftur í tímann heim á Siglu- fl'örð. Ég fór með móður minni Sig- urbjörgu út á sjúkrahús í heimsókn. í einu rúminu lá lítil stúlka sem orðið hafði fýrir bfl. Þaðan í frá steig þessi litla stúlka aldrei í fæt- uma og var bundinn við rúmið og síðar hjólastól upp frá því. Það var ekki fyrr en mörgum + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, LÁRUS BJÖRNSSON frá Neðra-Nesi, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 28. apríl. Jarðarförin fer fram fré Hólaneskirkju laugardaginn 6. maí kt. 14.00. Jarðsett verður að Hofi. Svave Steinsdóttir, Sigrún Lárusdóttir, Sigurður Bjarnason og dætur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÚÐVÍG EGGERTSSON, Grandavegi 47, lést á hjartadeild Landspítalans 1. maí. Sigrún Jónsdóttir, Sonja Lúðvfgsdóttir, Helgi Þórisson, Hrefna Lúðvígsdóttir, William Coe, Ævar Lúðvfgsson, Guðrún Michelsen, Rikey Lúðvígsdóttir, Kristján Pétursson, Elsa Lúðvígsdóttir, Halldór Dagsson, Jóhannes Björn Lúðvígsson, Beth Rose, Edda Lúðvigsdóttir, Guðmundur Friðgeirsson, Ragnar Kristjánsson, Miidred I. Steinberg, barnabörn og barnabarnabörn. SIGURJONA GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR MINNINGAR árum seinna að kynni okkar hófust suður í Reykjavík þar sem við báð- ar höfðum sest að. Var það fyrir tilstuðlan vinkonu minnar á Siglu- fírði, Jóhönnu Venna, sem aldrei lét hjá líða að heimsækja Hönnu þegar hún var á ferð hér fyrir sunnan. Hanna átti heimili sitt í Sjálfs- bjargarhúsinu í Hátúni 12 þar sem hún m.a. vann við símavörslu og var henni mikils virði það traust sem henni var sýnt. Tilfinningar Hönnu heim til Siglufjarðar voru alla tíð mjög sterkar og talaði hún oft um æsku- stöðvamar. „Mér fínnst ég vera komin norður þegar ég sé ykkur,“ var hún vön að segja þegar Siglfirð- ingar heimsóttu hana. Hún sótti samkomur Siglfirðingafélagsins hér í bænum þegar heilsa hennar leyfði. Einnig hafði hún yndi af góðri tón- list og var löngum tíður gestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Hanna hafði nýlega flutt í stórt og bjart herbergi. „Eg er alsæl með þetta og sjáið þið skápinn sem systkini mín gáfu mér,“ sagði hún stolt og sýndi okkur Jóhönnu. Hanna var ákaflega þakklát öðmm fyrir það sem þeir gerðu fyrir hana. Hún notaði gjarnan þetta orðatil- tæki: „Ég er alsæl með þetta.“ I hennar huga voru það aðrir sem áttu bágt, ekki hún. Við, ég og vinkona mín Jóhanna, vottum systkinum Hönnu okkar dýpstu samúð. Við minnumst henn- ar með þakklæti og virðingu. Kristín Hólm. Kveðja frá KFUK Kær KFUK-félagi, Hanna Þor- láksdóttir, er látinn eftir erfíð veik- indi. Andlátsfregnin barst í þann mund er afmælisfundur félags okk- ar hófst þriðjudaginn 25. apríl síð- astliðinn. Þetta var síðasti fundur vetrarins og sannkallaður hátíðar- fundur. Við andlátsfregnina sló á gleðina, en orð Jesú: „Ég lifí og þér munuð lifa“, veittu huggun og frið. Oft hafði Hanna verið með á fundi sem þessum og glaðst í hópi góðra vina og á slíkum fundi gerðist hún félagi í KFUK. Ung varð Hanna fyrir erfíðri reynslu og frá þeim atburði var hún bundin við hjólastól. Leið hennar eftir það lá á ýmsar umönnunar- stofnanir. Við minnumst hennar fyrst er hún sem ung stúlka dvald- ist á Elliheimilinu Grund. Síðar lá leið hennar að Reykjalundi, en þar dvaldist hún í nokkur ár, en í húsi Sjálfsbjargar í Hátúni eignaðist hún sitt framtíðarheimili. Á öllum þessum stöðum naut hún umhyggju og ástúðar góðs starfs- fólks og eignaðist vini bæði meðal starfsfólks og vistmanna. Margir lögðu leið sína til Hönnu og fóru ríkari af þeim fundi og fyrirbænir og blessunaróskir hennar fylgdu þeim. Þótt Hanna hefði ekki heilsu til að stunda almenna vinnu um ára- bil féll henni sjaldan verk úr hendi á meðan heilsan leyfði. Hún var mikil hannyrðakona og lék flest í höndum hennar, og margir fengu að njóta þess. Loks kom sá tími að hún fékk tækifæri til að taka þátt í atvinnulífinu. Það voru henni dýr- mæt ár. Hanna átti bjargfasta trú á Jes- úm Krist og trúartraustið kom ber- lega í ljós í samtali við hana daginn fyrir andlátið. Þó hún væri sárþjáð gat hún sagt: „Drottinn gefur mér styrk". Trúin var fjársjóður hennar í lífínu og von í dauðanum. Hún trúði á mátt bænarinnar og átti að trúfastan hóp KFUK-kvenna, sem báðu reglulega fyrir henni og veitti það henni styrk á erfíðum stundum. Með Hönnu er góð og hugrökk kona gengin til fundar við Drottin. I orði Guðs segir: Vertu trú allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist! Við sendum ástvinum Hönnu ein- lægar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Hönnu Þor- láksdóttur. + Sigurjóna Guðrún Jóhanns- dóttir fæddist í Reykjavik 4. maí 1910. Hún lést á Landspít- alanum 11. april síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bú- staðakirkju 24. apríl Jarðsett var frá Kálfatjörn sama dag. ELSKU amma, langamma og langa- langamma okkar er dáin, hún hefði orðið 85 ára í dag, 4. maí. Það er svo skrýtin tilfínning að amma sé farin, enda hefur hugur minn reikað til þeirra stunda sem ég hef átt með Sillu ömmu. Fyrst af öllu vil ég þakka þá ómetanlegu hlýju og umhyggju sem ég hef orðið aðnjótandi frá ykkur afa og að ég skyldi fá að alast upp hjá ykkur frá því að ég var á fyrsta ári til sjö ára aldurs. Og sú hlýja hélst alla tíð á milli okkar. Ánægð varstu þegar ég byijaði að búa við sömu götu og þið afí bjugguð við á Sogaveginum og fyrsta langömmu- bamið fæddist á giftingardaginn ykk- ar 5. okt. og naut ég þess ekki síður að hafa ykkur svo nærri. Ekki gleymast aðfangadagskvöld- in sem við fengum að njóta með ykkur. Jólin komu með ömmu og afa þegar þau komu brosandi glöð frá jólamessu úr Bústaðakirkju. Aðdáun- arvert var að fylgjast með hvað amma og afí unnu að því af heilum hug að byggja upp Bústaðakirkju og láta gott af sér leiða hvar sem þau voru. Alla tíð hafa þau verið mjög samiýnd og hvort öðru stoð í gegnum súrt og sætt. Ég gleymi ekki eitt sinn þegar ég fór með afa í heim- sókn til hennar upp á Landspítala og fyrsta sem hún sagði var: Hvar hefurðu verið, Hannes minn? Ég er búin að kalla og kalla á þig og ekki fengið neitt svar. Þá var autt rúm við hliðina á hennar rúmi og henni hefur fundist að afí ætti að vera þar. Lýsir það hvað sameiningin var mikil og sterk. Gestkvæmt var hjá þeim ömmu og afa enda fjölskyldan orðin stór. Alltaf var eitthvað til með kaffinu, tala nú ekki um kieinumar sem róm- aðar voru víða. Amma hafði mjög gaman af að segja frá og var fróð- legt að hlusta, hún var af þeirri kyn- slóð sem man tímana tvenna. Dugleg var hún í handavinnu, alltaf var hugsunin að reyna gleðja og rækta tengsl við bæði stóra og smáa. Heim- ilið hennar einkenndist af eðlislægri reglusemi hennar sjálfrar. Bamaláni áttu þau amma og afí að fagna. Lífshamingja hennar var undirstrikuð þegar börnin jafnt sem bamabömin stofnuðu sín eigin heim- ili og hún fékk að sjá böm og bama- böm dafna. Síðustu andvörpin tók hún að morgni 11. apríl á sama tíma og ég hringdi til að vitja um líðan hennar. Og á kveðjustund kemur margt fram í hugann. Minningamar um hana lifa innra með okkur um ókomin ár. Við minnumst ömmu sem heiðurskonu með þakklæti og virðingu. Elsku afí okkar, við biðjum góðan Guð að styrkja þig í sorg þinni. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davíð Stefánsson) Kveðja frá börnum og bamaböm- um. Árný. Með þakklæti í huga kveð ég hana langömmu mína. Þegar sumar er að ganga í garð, virðist ekkert fjær manni en dauði og hin mikla sorg. Birta og ylur sumarsins eykur manni lífsþrek og löngun til leikja og starfa sem hugur og hönd eru bundin við. En björtum degi fylgir ávallt skuggi og nótt. Og líkt er um ævi manns, þar skiptast á bjartir geislar og skuggar sem bragðið getur skjótt yfir sviðið. En bjartar og geislandi góðar minningar eigum við þó alltaf eftir, minningar sem engin getur frá okkur tekið, minningar um ömmu og afa sem geisluðu alltaf af gleði og hamingju, styrkleika og kærleik, en nú er amma farin á vit forfeðra okk- ar. Glettnin var ævinlega í fyrirrúmi hjá Sillu ömmu, því hún gat alltaf séð eitthvað jákvætt við allt og alla. Allir sem vora svo lánsamir að eiga hana ömmu að, dáðu hana og virtu, og vora það ófáir, því hún á stóra fjölskyldu sem alltaf mun minn- ast hennar eins og hún var, hörku- kona. Hún gerði sér far um að kynn- ast öllum þeim sem nálægt henni vora. Þær vora ófáar stundimar sem ég átti með henni ömmu, en aldrei fékk maður nóg, því hún var svo greind og skemmtileg kona. Frásagnir hennar eiga engan sinn líka. Þær vora góðar stundirnar sem ég eyddi með ömmu og afa í Sig- túni, Ásgarði, sumarbústaðnum í Vogum, og á Hrafnistu sem hún dvaldi á þegar kallið kom. Alltaf hit- aði amma kakó og var ekki sparsöm á meðlætið handa okkur krökkunum og pijónaði handa okkur sokka, vettl- inga, dúkkur og margt fleira sem við eigum. Hlýtt viðmót hennar og hennar sterka fallega rödd er það sem ég mun alltaf sjá og heyra. Elsku langamma mín, með þessum örfáu orðum vil ég fá að þakka fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Harmur- inn er ættingjum þungur. Megi minn- ingin um góða konu vera okkur huggun á erfíðum tímum. Ég þakka ömmu Sillu allar þær ánægjustundir sem við áttum sarrían. Hannes afí, ég bið góðan Guð að styrkja þig og varðveita ykkur öll á þessum sorgar- stundum. Góði faðir gef oss skiljast kynni, gjörvalt líf vort er í hendi þinni. Hvað er dauðinn? Hann er sigurkrans; Hinsta þraut á vegi kristins manns. Þá er víst að vegir slitnir tvinnast, vinir skildir aftur munu finnast, þar sem engin þekkjast harmatár, þar sem engin blæða tregasár. (Tómas Snorrason.) Inga Hafdís Ólafsdóttir. Elsku amma og uppeldismamma. Hjá þér og afa ólst ég upp í nokkur ár. Svo skildust leiðir og ég fór burt í nokkum tíma, en svo kom ég aftur og eftir það höfðum við alltaf gott samband. Þú og afí vorað mér og mínum alltaf svo góð. Gaui frændi var mér sem stóri bróðir og er hann ennþá mér sem bróðir. Ég man þeg- ar ég og afí vorum að sækja þig í bingó og ég beið svo spennt í bílnum með afa eftir að þú kæmir út svo ég gæti fengið að vita hvort þú hefð- ir fengið eitthvað það kvöldið, því þá fékk ég alltaf smá hluta af vinn- ingnum. Eg minnist allra sunnudags- kirkjuferðanna sem var farið alla sunnudaga. Ekki þótti mér gaman að þeim þá og þurftir þú oft að halda fast í mig svo ég sæti kyrr, en ég er þakklát í dag fyrir þessar ferðir. Elsku amma, sárt mun ég sakna þín, en ég veit að þér líður vel í dag og við eigum eftir að hittast aftur og ég veit að þá munt þú taka á móti mér með útbreiddan faðm. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur mig dreymir þig svo lengi er hjartað slær og þegar húmið hylur allt sem grætur þín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros mér aldrei, aldrei gleymast þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þín tár hvert ráð, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast þín ástarminning, græðir lífs míns sár. (Þýð. Már.) Elsku afi, mikill er missir þinn. Ég bið Guð að styrkja þig í sorg þinni. Svanhildur Rúnarsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.