Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4, MAÍ, 1995 MORGUNBÍAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX 900 bátar og skip á sjó SJÓSÓKN í gær var sú mesta, það sem af er þessu ári. Um hádegishilið voru 770 bátar á sjó samkvæmt upplýsingum Tilkynningarskyldunn- ar, en þar á bæ töldu menn að alls kæmu um 900 bátar og skip á skrá frá upphafi gærdags- ins til loka hans. Krókabátar voru fjölmennir á sjó, enda trillukarlar óþolinmóðir eftir langvar- andi banndaga og ógæftir. Töluvert var um báta á Faxaflóa, en þeir voru mjög dreifðir. Litlar fréttir voru af aflabrögðum síðdegis, en víða hafa bátarnir verið að fá vel á krókana og í netin. Bjarnacey^ Jan Mayen \(N^REGUR) Veiðislóð íslensku skipanna í síðustu viku ISLANI) / 65 FÆREYJAR BRETtiAND Síldin veiðist í færeyskri landhelgi TVEIR færeyskir bátar fengn síld í gær, á milli fímmtu og sjöttu lengd- argráða, um fjörutíu mílur sunnan marka færeysku landhelginnar og Síldarsmugunnar. Samkvæmt upp- lýsingum frá Útgerðarmannafélagi Færeyja voru það skipin Júpíter og Finnur fríði, sem höfðu fengið sæmi- lega góð köst. Að minnsta kosti tveir bátar til viðbótar ætla á miðin í dag. Síldin hefur verið á leið til suðvest- urs undanfarna daga. Að sögn Sveins Sveinbjömssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun, hefur síldin færzt mun nær íslenzkri lögsögu með göngu sinni inn í færeysku lögsög- una, en ómögulegt er að fullyrða hvort hún gengur inn í íslenzka lög- sögu. Sveinn segir að minnsta kosti tvennt gera það ólíklegra að síldin komi inn í íslenzku lögsöguna. Ann- ars vegar sé vitað að Austur-íslands- straumurinn sé sterkur og kaldur um þessar mundir og því geti verið kuldaskil austan við lögsöguna, sem síldin hætti sér ekki í gegnum. Hins vegar sé nú ískaldur sjór á hinum gömlu slóðum síldarinnar fyrir Norð- urlandi. „En það eru allir mjög spenntir,“ segir Sveinn. írar á leið í Síldarsmuguna Skipstjómarmenn á hátt í tíu ís- lenzkum síldveiðiskipum gera ráð fyr- ir að verða komnir í Síldarsmuguna í dag, en í síðustu viku veiddu íslenzk skip talsvert af síld syðst á svæðinu. Mikill áhugi er á meðal útgerðar- manna á síldveiðunum og má búast við að fleiri skip bætist í hópinn á næstu dögum. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að frétzt hafí af írskum skipum, sem séu á leið á veiði- slóðina í Síldarsmugunni. Tvö færeysk skip fengu síld um 40 sjómílur inni í færeyskri lögsögu Fullyrðing innlends bjórframleiðanda um að ríkið niðurgreiði innfluttan bjór Fjármálaráðu- neytið telur ekki um mis- munun að ræða INDRIÐI H. Þorláksson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, vísar þeirri fullyrðingu Baldvins Valdimarssonar, framkvæmdastjóra Vik- ing hf. á Akureyri, á bug að ríkið niðurgreiði innfluttan bjór. Bald- vin sagði í Morgunblaðinu í gær að ríkið greiddi götu innflutts bjórs á óeðlilegan hátt, m.a. með fyrirkomulagi á flutningi. Indriði segir að áður en inn- flutningsgjald á bjór hafi verið afnumið 1. maí sl. hafi ráðuneyt- ið rætt við innlenda bjórframleið- endur á vettvangi Samtaka iðn- aðarins. Bjórframleiðendur hafi þar lagt fram gögn um skoðun sína á þessum málum þar sem m.a. hefði komið fram að þeir teldu að í þeim viðskiptum sem ÁTVR ætti við innflytjendur fæl- ust ákveðin fríðindi sem þeir nytu ekki. Eftir að hafa farið yfir þær ábendingar hefði verð- ákvörðunarreglum ÁTVR verið breytt. Þá hefðu innlendir fram- leiðendur strax komið þeirri skoðun sinni á framfæri að þeim þætti ekki nógu langt gengið. ÁTVR nýtur stærðar sinnar Indriði segir ekki rétt sem kemur fram í máli Baldvins að ÁTVR kosti innflutning bjórs að langmestu leyti. „Það er ekki hið rétta í málinu heldur kaupir ÁTVR þennan bjór af innflytj- endum erlendis, sér um flutning- inn og bætir flutningskostnaði við grunnverð. Hins vegar má benda á að flutningskjör sem ÁTVR fær vegna stærðar sinnar eru hagstæð og kemur það fram í verði til neytenda," sagði Indr- iði. Indriði segir að þeir þættir, sem eðlilegt var talið að kæmu inn í verðmyndun, hefðu verið metnir og hefðu það fyrst og fremst verið lagerkostnaður og fjárbinding vegna hans og vinna við innflutninginn. „Þessum lið- um er ásamt flutningskostnaði bætt við þegar verð á erlenda bjórnum er ákveðið og áður en álagning kemur á hann með sama hætti og innlenda bjórinn, þ.a. við teljum að með þessum breytingum hafi verið skapað fullt jafnræði á milli innflutts bjórs og erlends hvað varðar við- skipti við ÁTVR. Við myndum því ekki ráðleggja innlendum framleiðendum að fara í kæru út af þessu máli,“ sagði Indriði. Enn hallar á innfluttan bjór Þorsteinn Halldórsson um- boðsmaður Bitburger-bjórs seg- ist furða sig á ummælum Bald- vins vegna þess að enn halli tals- vert á innfluttan bjór. Til dæmis sé áðurnefnd gjaldtaka vegna geymslu- og fjármagnskostnaðar 4 krónur á hvern lítra innflutts bjórs en 67 aurar á hvern lítra innlends bjórs. Þá dregur hann í efa fullyrð- ingar Baldvins um að innlendur bjór sé sambærilegur að gæðum og nefnir því til stuðnings að geymsluþol þess bjórs sem hann flytur inn, sem sé ógerilsneyddur og án aukaefna, sé margfalt á við innlenda bjórinn og þó sé bætt í hann rotvarnarefnum. Þá segist hann furða sig á því að innlendir framleiðendur hafi get- að lækkað sína vöru nú um leið og innflutningsgjald hafi verið fellt niður og bendi það til þess að á henni hafi verið okrað áður. Fagstjórnendur Borgarspítala ræða við heilbrigðisráðherra Rekstur spítalans á öryg-gismörkum Tugir sjúklinga hafa þurft að dvelja á göngum spítalans FAGSTJÓRNENDUR Borgar- spítalans hitta heilbrigðisráðherra í dag til að gera honum grein fyrir vaxandi vinnuálagi á spíta- lanum og óviðunandi starfsumhverfi, en að sögn Sigríðar Snæbjörnsdóttur, hjúkr- unarforstjóra, er rekstur spítalans nú á öryggismörkum. Borgarspítalanum var gert að skera niður rekstrarkostnað spítalans um 180 milljónir króna á þessu ári, en fyrir rúm- um mánuði fékkst 50 milljóna króna fjár- veiting þannig að niðurskurðurinn verður 130 milljónir króna. Dæmi er um það á síðustu vikum að tiltekinn sólarhring hafi rúmlega 30 sjúkl- ingar þurft að dveljast á göngum Borgar- spítalans og á sama tíma hafi vantað 54 vaktir hjúkrunarfræðinga. Þá hafi þurft að fresta öllum stærri skurðaðgerðum þennan dag vegna plássleysis á gjör- gæsludeild. Daginn eftir hafi svo verið framkvæmdar um 30 skurðaðgerðir á skurðstofum spítalans, sem gróft áætlað er 30-50% fleiri aðgerðir heldur en mannahald gerir ráð fyrir. Greinargerð send Iandlækni Sigríður Snæbjörnsdóttir og Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Borg- arspítalans, sendu landlækni síðastliðinn föstudag greinargerð um vinnuálag og starfsumhverfi á spítalanum. Þar kemur m.a. fram að starfsfóJk Borgarspítalans sé að sinna of mikilli starfsemi við of erfiðar aðstæður með of lágar fjárveiting- ar. Vísað er til þess að á árinu 1994 hafi um þriðjungur rúma skurðlækningadeilda verið lokaður í 8 mánuði af sparnaðará- stæðum, en það hafi engin áhrif haft á fjölda skurðaðgerða. Ótal tilraunir hafi verið gerðar til að fækka rúmum í notkun, en afleiðingarnar hafi fyrst og fremst verið þær að sjúkling- um á göngum hafi fjölgað og aðstaða til umönnunar og meðhöndlunar hafi versn- að. Af þessu megi ráða að ekki sé unnt að stýra innlögnum bráðveikra sjúklinga til fækkunar meira en nú þegar sé gert. Óvíst um mönnun lækna á vaktir Bent er á það í greinargerðinni til land- læknis að ofangreint ástand sé það sem ríkt hafi áður en áhrif yfirstandandi niður- skurður um 130 milljónir króna koma fram. í þeim tillögum sé meðal annars gert ráð fyrir að fækka starfsmönnum um 40 stöðuheimildir. Samkvæmt um- sögnum forstöðulækna hafai aðhaldsað- gerðir þau áhrif að ekki verði unnt að standa við við kjarasamninga varðandi orlof og óvíst verði um mönnun lækna á vaktir, og þá sérstaklega á slysa- og sjúkravakt. Hættulegar húsnæðisaðstæður í greinargerð fagforstjóranna til land- læknis er tekið sem dæmi um vandamál það sem stjórnendur spítalans standa frammi fyrir hvað varðar það sem þeir kalla hættulegar húsnæðisaðstæður sem sjúklingum þeirra sé boðið upp á. Þannig hafi þann 27. apríl síðastliðinn verið 8 sjúklingar með blóðsjúkdóma á Borgar- spítalanum og vegna aðstæðna í A-álmu spítalans hafi þeir legið inni á öldrun- arlækningadeild B-4, en blóðsjúkdóma- deild spítalans hefur verið lokuð síðan í fyrra. í greinargerðinni segir að mjög erfitt hafi verið að sinna hjúkrun þessara sjúkl- inga, þar sem deildin se rekin á tveim stöð- um í húsinu, þ.e. á A-6 og B-4, og segja megi að unmð sé á öryggismörkum. „Þetta gengur ekki lengur og þetta býður hætt- unni heim, segir orðrétt í greinargerðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.