Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 56
Afl þegar þörf krofurl
RISC System / 6000
cO> NÝHERJI
m
HEWLETT
PACKARD
HP Á ÍSLANDI H F
Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Merkið mál-
að á Höllina
HEIMSMEISTARAKEPPNIN í
handknattleik hefst á íslandi á
sunnudaginn en úrslitin ráðast
í 88. og síðasta leik keppninnar
21. maí. Leikirnir fara fram á
Akureyri, í Kópavogi, Hafnar-
firði og Reykjavík. Islenska
landsliðið leikur alla leiki sína í
Laugardalshöllinni og er hún
hin glæsilegasta eftir gagngerar
breytingar. í gær var byrjað á
að mála merki keppninnar á hið
geysistóra hvolfþak hallarinnar.
Augu íþróttaáhugamanna um
heim allan munu beinast að
þessu húsi næstu vikurnar.
Samningaviðræður um veiðar úr
norsk-íslenska síldarstofninum
Talsvert mikíð
ber enn í milli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HELGI Ágústsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, og
Stein Owe, formaður þeirrar norsku.
LAUSN í viðræðum íslendinga,
Norðmanna, Rússa og Færeyinga
um stjórnun veiða úr norsk-íslenska
síldarstofninum var ekki í sjónmáli
í gærkvöldi þegar fundi lauk í Borg-
artúni 6 eftir langa setu. Bar þá enn
mikið í milli. Hvorki Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra né Hall-
dór Asgrímsson utanríkisráðherra
Morgunblaðið/Kristinn
vildu í gærkvöldi tjá sig um viðræð-
urnar efnislega. Viðræðunum verð-
ur haldið áfram í dag og hefjast þær
kl. 9.
Þorsteinn sagði að unnið væri að
því að gera bráðabirgðasamkomu-
lag um fyrirkomulag veiða það sem
eftir lifði þessa árs en meginefni
viðræðna við Noreg yrði á síðara
stigi að ræða skiptinguna og sam-
eiginlega stjórnun. Aðspurðir um
hvaða áhrif það hefði á viðræðurnar
ef íslensk skip hæfu veiðar í Síldar-
smugunni í dag sögðust bæði Þor-
steinn og Halldór treysta því að
orðið yrði við tilmælum stjórnvalda
og veiðar hæfust ekki fyrr en að
viðræðum loknum.
Kvótaúthlutun ófrágengin
Þorsteinn sagði að ekki væri búið
að taka ákvörðun um hvernig kvóta
yrði úthlutað hér innanlands ef sam-
komulag næst. Líklegt má þó telja
að um síldarkvóta þann, sem úthlut-
að kann að verða, muni gilda ákvæði
8. greinar laganna um stjórn fisk-
veiða. Þar segir að sé ekki fyrir
hendi samfelld veiðireynsla á við-
komandi tegund skuli sjávarútvegs-
ráðherra ákveða aflahlutdeild ein-
stakra skipa. „Getur hann við þá
ákvörðun tekið mið af fyrri veiðum,
stærð eða gerð skips. Getur ráðherra
bundið úthlutun samkvæmt þessari
málsgrein því skilyrði að skip afsali
sér heimildum til veiða á öðrum teg-
undum,“ segir í lögunum.
Viðræðunum verður haldið áfram
í dag og sagði Þorsteinn að væntan-
lega kæmi í ljós fyrir hádegi hvort
einhver möguleiki væri á að ná
samningum.
■ Síldin veiðist/6
Borgarspítali
30 lágu á
göngum
RÚMLEGA 30 sjúklingar
þurftu að liggja á göngum
Borgarspítalans dag einn fyr-
ir skömmu. Sama dag vant-
aði 54 vaktir hjúkrunarfræð-
inga. Rekstur spítalans er á
öryggismörkum að sögn Sig-
ríðar Snæbjörnsdóttur hjúkr-
unarforstjóra.
Fagstjórnendur Borgar-
spítalans gera heilbrigðisráð-
herra grein fyrir vaxandi
vinnuálagi á spítalanum og
óviðunandi starfsumhverfí í
dag.
130 milljóna
niðurskurður
Spítalanum var gert að
skera rekstrarkostnað niður
um 180 milljónir á árinu.
Fyrir um mánuði fékkst hins
vegar 50 milljón króna fjár-
veiting svo niðurskurðurinn
verður 130 milljónir.
■ Rekstur spítalans/6
Sjómenn á fiskiskipum boða verkfall frá 25. maí
Meginkrafa sjómanna er
breytt verðmyndun á fiski
SJÓMANNASAMBAND íslands og
Farmanna- og fískimannasamband
íslands hafa boðað til verkfalls frá
og með miðnætti aðfaranótt 25.
maí. Vélstjórafélag íslands hefur
boðað til verkfalls frá hádegi 25.
maí. Verkfallið nær til sjómanna á
öllum fískiskipaflotanum utan Vest-
fjarða.
Að sögn Sævars Gunnarssonar,
formanns Sjómannasambandsins, er
meginkrafa sjómanna að verðmynd-
un á fiski verði breytt. _ Kristján
Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir
ótrúlegt að verkfallinu verði afstýrt
í samningaviðræðum enda virðist
kröfum sjómanna fyrst og fremst
beint að ríkisvaldinu og ætlað að
hafa áhrif á það hvaða mál verði til
umfjöllunar á vorþinginu.
Vilja að verðmyndun á fiski
verði breytt
Ákvörðun Sjómannasambandsins
kemur í kjölfar árangurslauss fundar
með útvegsmönnum í fyrradag.
Kröfunum fyrst og fremst beint að
ríkisvaldinu segir formaður LÍÚ
Sævar sagði að á þeim fundi hefði
komið berlega í ljós að útvegsmenn
vildu í engu koma til móts við kröf-
ur sjómanna.
„Við viljum fá ákvæði í okkar
samninga um ráðstöfun aflans og
það verð sem borgað er fyrir hann.
Við erum að beijast fyrir því að
verðmyndunin eigi sér stað með þeim
hætti að sjómenn geti unað við hana.
Við þekkjum dæmi þess að það er
verið að greiða allt niður í 20 krón-
ur fyrir kílóið af þorskinum, sem á
fijálsum markaði selst á 100-120
krónur. Fiskverðsákvörðun er í dag
einhliða ákvörðun útgerðarmanns
sem jafnframt er fiskverkandi. Það
er ekki hægt að líða það öllu lengur."
Sævar sagði að Sjómannasam-
bandið hefði bent á þá leið til lausn-
ar að allur fiskur færi á fiskmarkað,
en það væri jafnframt tilbúið til að
skoða fleiri lausnir.
„Ég hef oft tekið við verkfallsboði
en hef aldrei orðið jafnhissa og í
dag,“ sagði Kristján Ragnarsson, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann sagði að verðlagsráð sjávarút-
vegsins hefði á sínum tíma verið
lagt niður að ósk sjómannaforyst-
unnar en ef sjómannaforystan væri
nú spurð hvort hún vildi endurvekja
verðlagsráðið svaraði einn játandi
en annar neitandi.
Skýr ákvæði
um ráðstöfun aflans
„Þegar þeir eru spurðir hvort þeir
vilji setja allan físk á markað er svar-
ið að þeir geri sér grein fyrir að það
geti ekki gerst á þessari stundu.
Þegar við spyijum hvernig megi leysa
þetta þá hljóðar krafan sem við stönd-
um frammi fyrir þegar verkfall er
boðað á þá leið að skýr ákvæði verði
í kjarasamningi varðandi samskipti
sjómanna og útvegsmanna um ráð-
stöfun aflans og það fískverð sem
greitt er til sjómanna. Þegar við
spyq'um hvað þetta merki þá eigum
við að finna út úr því fyrir þá.“
Kristján sagði að ljóst virtist að
kröfum sjómanna væri beint að ríkis-
valdinu en ekki að útgerðarmönnum.
í verkefnaskrá sjávarútvegsráðu-
neytis eftir myndun ríksstjórnarinn-
ar komi fram að taka eigi verðmynd-
un á sjávarafla til endurskoðunar
og meta m.a. hvaða leiðir séu færar
til að leiðrétta það misgengi sem
orðið hafí innbyrðis á kjörum sjó-
manna. „Nú telur sjómannaforystan
að það þurfí að boða verkfall til að
ná athygli Alþingis í maí til að þrýsta
á að þetta mál nái framgangi á vor-
þingi,“ sagði Kristján og sagði að
þetta hefði samningamönnum út-
vegsmanna verið sagt berum orðum.