Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 25 LISTIR Hver á sér fegra... HILMIR Snær og Tinna í Fávitanum, en allra síð- asta sýning verður á fimmtudag. Aukasýn- ingá Fávitanum AUKASÝNING á Fávitanum eftir Dostojevskí var sunnudag- inn 30. apríl sl. og komust færri að en vildu. Þjóðleikhúsið hefur því ákveðið að bæta við einni sýn- ingu enn, fimmtudaginn 4. maí nk. Þetta er 25. sýning en vegna þrengsla í húsinu er ekki hægt að hafa sýningar fleiri þó að full ástæða væri til, því uppselt hefur verið á flestar þeirra. Sýningin á fimmtudag verður því sú allra síðasta. Tónleikar í Hafnarfirði V ORTÓNLEIKAR strengja- deildar Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar verða í kvöld kl. 20 í Hafnarborg, þar sem bæði yngri og eldri sveitir skólans leika. Fimmtudaginn 4. maí verða síðan tónleikar söngdeildarinn- ar og eru þeir líka í Hafnarborg kl. 20. Föstudaginn 5. maí eru síðan vortónleikar forskólans í Hafn- arborg. Þeir hefjast kl. 20 en á tónleikunum verður m.a. flutt verkið Mjallhvít og dvergarnir sjö. Dagana 8.-12. maí verða síðan fjölmargir aðrir vortón- leikar á vegum skólans. Rangæinga- kórinn með afmælistón- leika AFMÆLISTÓNLEIKAR Rangæingakórsins í Reykjavík verða haldnir í Fella- og Hóla- kirkju, fimmtudaginn 4. maí kl. 20.30; Stjórnandi kórsins er Elín Ósk Oskarsdóttir. Á efnis- skránni eru íslensk og erlend sönglög. Einsöngvarar eru Kjartan Ólafsson og Elín Ósk Óskarsd- ótir. Píanóleikari Hólmfnður Sigurðardóttir og þverflautu- leikari Maríanna Másdóttir. Vorsveifla Kvenna- kórsins KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur vortónleika í Langholts- kirkju í kvöld kl. 20.30 og á laugardag kl. 17. Auk kórfélaga koma fram smærri hópar, þ.m.t. Vox Fem- inae og Gospelsystur ásamt Signýju Sæmundsdóttur sópr- an. Svana Víkingsdóttir leikur undir á píanó. Einnig leikur tríó Aðalheiðar Þorsteinsdóttur skipað Aðalheiði Þorsteinsdótt- ur sem leikur á píanó, Gunnari Hrafnssyni sem leikur á kontra- bassa og Ásgeiri Óskarssyni á slagverk. Stjórnandi kórsins er Mar- grét J. Pálmadóttir. Raddþjálf- ari kórsins er Björk Jónsdóttir. Á efnisskránni verða lög úr ís- lenskum leikritum, negrasálm- ar og auk þess lög úr óperum og söngleikjum. TONLIST Laugarncskirkja DRENGJAKÓR LAUGARNESKIRKJU Drengjakór Laugarneskirkju. Und- irleikari: Ástríður Haraldsdóttir. Stjórnandi: Friðrik S. Friðriksson. Laugarneskirkja, mánudaginn 1. maí, 1995. DRENGJAKÓR Laugarneskirkju er eini starfandi drengjakór landsins og hefur hann þegar getið sér gott orð fyrir góðan söng. Tónleikar kórsins hófust á tveimur fallegum verkum eftir Faure, Tantum ergo og Ave verum, sem voru ágætlega sungin og sömuleiðis Praise the King, eftir Handel og Ave maris stella, eftir Urieg. Raddlega var margt vel gert hjá drengjunum, þó oft við mörk bijósttónsins, sem þarf að virkja til að auka styrk háraddarinnar. Þarna er vandrataður meðalvegurinn en oft gat að heyra hjá drengjunum sérlega fallega hátónun, bæði á sópran og alt sviðinu. Einsöngvarar kórsins voru Hrafn Davíðsson' er söng Behold a Virgin, eftir Handel, Ólafur F. Magnússon, er söng Che faro, úr Orfeusi eftir Gluck og Jón E. Guðmundsson og Ragnar Pétursson er fluttu Sólset- ursljóðin eftir Bjarna Þorsteinsson. Söngur drengjanna var framfærður af öryggi en með nokkuð mismun- andi raddtækni, þar sem stundum bar um of á bijósttónun en í annan stað gat aðeins að heyra tónveika háröddina. Máríuvers Páls ísólfsson- ar var failega sungið og erfiðustu verkin á efnisskránni, tveir enskir madrigalar, eftir Wilbye og Morley, voru nokkuð vel sungnir. Eftir hlé voru sungin ellefu ætt- jarðarlög íslensk, byijað á ísland farsælda Frón og endað á ísland, ísland, eg vil syngja. Söngur drengj- anna var nokkuð misjafn, aðallega er varðar raddmótun og kröfur um tónstyrk, sem oft gerir tónstöðuna ótrygga og getur sært samhljómun- ina. Minni hljómur, hreinni sam- hljómur, er næstum regla og mikinn raddstyrk verður að byggja á mjög góðri þjálfun, því annars getur tónn- inn orðið svolítið kvalinn. Hvað sem þessu líður, var auðheyrt að vel hafði verið æft og oft glampaði á hinn fagra drengjakórshljóm. Jón Ásgeirsson 15 milljónir endurgreiddar ENDURSENDIST meðupplýsingum um nytt póstfang ef viðtakandier fluttur. __ SJ A /T*X S ÖC 5 'W* iSUKD 1995 Nú um mánaðamótin fá fjölmargir STOFN-félagar hjá Sjóvá-Almennum senda ávísun í pósti. Þennan glaðning hljóta þeir senr fullnægja skilyrðum um endurgreiðslu og fá því hluta af iðgjöldum ársins 1994 endurgreiddan. Endurgreiðslurnar nema alls 15 milljónum króna. STOFN er hagkvæm lausn fyrir einstaklinga og fjölskyldur og felur t sér verulegan afslátt og endurgreiðslu af tryggingaiðgjöldum. Flafðu samband og fáðu upplýsingar um STOFN - það borgar sig. STYRKIR STÖÐU Þ í N A SiOVAairrALMENNAR Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.