Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Mokfískur
í fírðinum
ÞEIR eru að fá þetta allt
upp í fjögur tonn á dag,
trillukarlarnir sem róa frá
Sandgerðisbótinni á Akur-
eyri en síðustu daga hefur
verið einkar líflegt í bót-
inni. Grétar Gíslason var í
gær að mála bátinn sinn en
þeir eru margir að dytta
að bátunum, gera þá klára
fyrir sumarið. Eymundur
Lúthersson var nýkominn
að landi með um 300 kíló
af vænsta þorski sem hann
fékk á línu úti á Eyjafirði.
Hann sagði að netabátamir
væru að gera það gott,
menn mokuðu upp aflanum,
sumir kæmu inn til að landa
allt að þrisvar á dag, væm
með allt að fjómm tonnum
í allt yfir daginn.
VOfi
AHURE
50 ára afmæli
Ólafsfjarðarbæjar
íslandsmót í dorgveiði
á Ólafsfjarðarvatnl 6.-7. maí
Dorgveiðifélag (slands og Ferðamálaráð Ólafsfjarðar efna til
íslandsmóts í dorgveiði á Ólafsfjarðarvatni 6.-7. maí nk. í tilefni
50 ára kaupstaðarafmælis Ólafsfjarðarbæjar.
Dagskrá:
Laugardagur 6. maí:
Kl. 10.00 -11.00 Mæting keppenda á Hótel Ólafsfjörður.
Kl. 11.00 Veiði fyrri dags hefst.
Kl. 16.00 Veiði fyrri dags lýkur.
Kl. 21.00 - 23.30 Veiðisögur og gaman.
Sunnudagur 7. maí:
Kl. 10.00 Veiði síðari dags hefst.
Kl. 15.00 Veiði síðari dags lýkur.
Kl. 16.00 Kaffihlaðborð og mótsslit á
Hótel Ólafsfirði.
Keppni fer fram í tveimur flokkum:, unglinga og fullorðinna.
Þátttökugjald er kr. 1.000. Þrenn verðlaun eru veitt í hvorum
flokki fyrir þyngsta afla og auk þess verðlaun fyrir stærsta
fiskinn.
Upplýsingar og skráning er á Hótel Ólafsfirði í síma 96-62272.
Ferðamálaráð Ólafsfjarðar.
Dorgveiðifélag íslands.
Sjö sækja um
að sljórna
Giljaskóla
SJÖ umsóknir bárust um stöðu
skólastjóra við Giljaskóla, en skól-
inn tekur til starfa næsta haust í
Giljahverfi á Akureyri.
Þeir sem sóttu um eru Andri
Marteinsson, Hafnarfirði, Garðar
Karlsson, Mývatnssveit, Halldóra
Haraldsdóttir, Akureyri, Hólmfríð-
ur Guðmundsdóttir, Þelamörk, Jón
Einar Haraldsson, Eiðum, Rainer
Lorenz Jessen, Akureyri, og Svein-
björn M. Njálsson, Dalvík.
Skólanefnd kemur saman í næstu
viku og mun þá taka ákvörðun um
með hverjum verður mælt, þá mun
fræðslustióri fá umsóknir til um-
fjöllunar en menntamálaráðherra
ræður í stöðuna.
Giljaskóli tekur til starfa í haust,
til að byija með eða fyrstu tvö árin
verður hann undir sama þaki og
leikskólinn Kiðagil sem nú er í
smíðum í Giljahverfi. Þar munu
verða tveir bekkir, 1. og 2. bekkur,
en eldri börn í hverfinu munu ganga
í Glerárskóla eins og verið hefur
síðustu ár. Gert er ráð fyrir að fyrsti
áfangi Giljaskóla verði tilbúinn
haustið 1997.
Fjórar nýjar bensínstöðvar í
burðarliðnum
Um 1.400 íbúar
um hverja stöð
SÓTT hefur verið um lóðir eða
aðstöðu til að setja upp þijár
bensínstöðvar á Akureyri. Áð.ur
hefur aðalskipulagi verið breytt til
að hægt yrði að setja bensínstöð
upp við Hlíðarbraiit þannig að inn-
an tíðar gætu fjórar nýir bensín-
sölustaðir risið í bænum og yrðu
þeir þá ellefu alls.
Hagkaup hefur sótt um leyfi til
að setja upp bensínsölu á lóðinn
við Furuvelli 17, þar sem verslun
fyrirtækisins er og jafnframt var
sótt um nýja aðkomu að lóðinni
til móts við Fiskitanga fyrir bens-
ínsöluna.
Kaupfélag Eyfirðinga hefur sótt
um heimild til að koma upp að-
stöðu til sölu á bensíni og olíum
á verslunarlóð félagsins við Óseyri
2, þar sem KEA Nettó er.
Þá hefur Höldur hf., umboðsað-
ili Esso á Akureyri, sótt um lóð
við Viðjulund fyrir bensínstöð og
skyldan rekstur.
Skipulagsnefnd jákvæð
Skipulagsnefnd hefur tekið já-
kvætt í erindi þessara þriggja að-
ila, enda starfsemin ekki í ósam-
ræmi við þá landnotkun sem skil-
greind er í aðalskipulagi. Árni
Olafsson, skipulagsstjóri Akur-
eyrarbæjar, sagði að umsækjend-
um væri gert að skila inn deili-
skipulagi af svæðinu, það yrði síð-
an að auglýsa og að fengnu sam-
þykki yrði hægt að hefjast handa
við framkvæmdir.
Á liðnu ári var aðalskipulagi
Akureyrar breytt þannig að land-
skiki, útivistarsvæði milli Hlíðar-
brautar og Borgarbrautar, var
gert að bensínstöðvarlóð. Sú
breyting var gerð í kjölfar um-
sóknar Olís sem sóttist eftir lóð í
bænum undir slíka starfsemi.
Framkvæmdir hafa tafist þar sem
nágrannar lögðu fram skaðabó-
takröfu, en bæjarlögmaður vinnur
að lausn málsins.
Ellefu sölustaðir
Sæki Olís um að byggja bensín-
stöð á umræddu svæði og áður-
nefndir þrír aðilar hefjist einnig
handa við að setja upp bensínað-
stöðu geta Akureyringar keypt
bensín á fjórum nýjum sölustöðum
sem bætast við þá sjö sem fyrir
eru. Því má gera ráð fyrir að inn-
an tíðar geti bæjarbúar valið milli
ellefu sölustaða og verður því ein
stöð á hveija 1.400 íbúa. Nú eru
um 2.100 íbúar um hveija stöð
en sambærileg tala í Reykjavík er
um 4.000 íbúar.
Olafsfjarðarbær 50 ára
*
Islandsmót
Ólafsfirði. Morgunblaðið.
ÍSLANDSMÓT í dorgveiði
verður haldið i Ólafsfjarðar-
vatni helgina 6.-7. maí næst-
komandi.
Mótið er liður í hátíðahöldum
vegna fimmtíu ára afmælis Ól-
afsfjarðarkaupstaðar sem er á
þessu ári. Mjög verður vandað
til mótsins í tilefni af afmælinu.
Keppt verður á laugardegi og
sunnudegi í tveimur flokkum,
unglinga og fullorðinna, og eru
vegleg verðlaun í boði.
Miðstöð mótsins verður Hótel
Ólafsfjörður og þar er hægt að
fá gistingu, allar veitingar og
skemmtidagskrá verður á laug-
ardagskvöldinu.
Frá náttúrunnar hendi er
í dorgveiði
Ólafsfj arðarvatn merkilegt fyr-
ir þær sakir að við botn þess
er saltur sjór en ferskt vatn
ofar. Sjávarfiskar eru í vatninu,
koli, þorskur og jafnvel síld.
Auk þess er mikil bleikja í vatn-
inu og einnig lax. Veiði er þar
jafnan góð.
Hótel Ólafsfjörður þar sem
miðstöð mótsins verður stendur
á vatnsbakkanum. Séð verður
um að feija þátttakendur út á
vatnið en traustur og góður ís
er nú á vatninu og aðstæður
fyrir dorgveiðimót hinar bestu.
Það er Ferðamálaráð Ólafs-
fjarðar í samvinnu við Dorg-
veiðifélag íslands sem stendur
að mótinu.
Kvennaskolaævintýrið
vekur mikla lukku
Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið.
LEIKRIT Böðvars Guðmundsson-
ar, Kvennaskólaævintýrið, sem
sýnt hefur verið undanfarnar vikur
í Freyvangsleikhúsinu, hefur feng-
ið mjög góðar viðtökur hjá áhorf-
endum og hefur verið uppselt á
flestar sýningar.
Um síðustu helgi voru fjórar
sýningar, þar af ein miðnætursýn-
ing á laugardagskvöldið. Uppselt
var á þá sýningu eins og hinar
þijár.
Mikið er um að hópar fyrrver-
andi námsmeyja við Húsmæðra-
skólann á Laugalandi komi hvað-
anæva að til að sjá sýninguna.
Leikfólkið lætur hafa eftir sér að
því fleiri sem fyrrverandi náms-
meyjar séu á hverri sýningu því
betri sé stemmningin í salnum.
Fréttaritari hitti nokkrar náms-
meyjar sem áttu 25 ára námsaf-
mæli á Kvennaskólacafé sem sett
var upp í tilefni sýningárinnar og
luku þær miklu lofsorði á sýning-
una og sögðu hana vekja upp
margar góðar minningar frá þess-
um árum.
Engar sýningar verða um næstu
helgi, en þráðurinn verður tekinn
upp aftur helgina 12. og 13. maí
næstkomandi. Sýningum fer síðan
fækkandi, en vegna aðsóknar væri
hægt að sýna allan maí og fram
í júní. Fyrirspurnir frá gömlum
stúdentum við MA um hvort hægt
yrði að sýna leikritið í kringum
þjóðhátíðardaginn 17. júní þegar
þeir heimsækja gamla skólann, en
óvíst er hvort því verði við komið.