Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 45. _ BRÉF TIL BLAÐSINS Hvað hefur mest áhrif á árangur af fræðslu? Frá Birni Dagbjartssyni: í KENNARAVERKFALLINU á dögunum féllu mörg þung orð frá kennurum í garð ráðamanna menntamála og núverandi þingmeiri- hluta vegna skilningsleysis þeirra á gildi peningaútláta til skólamála. Mikið var vitnað til útlanda í þessum efnum og valin dæmi tekin. Nýlega er komin út skýrsla frá Alþjóðabankanum: „Priorities and Strategies for Education" (For- gangsröð og stefnumið í menntamál- um) sem er árangur mjög ítarlegrar könnunar á öllum þáttum sem snerta málefnið. Vitnað er til yfir 200 fræði- greina í skýrslunni. íslands er getið eins og vera ber í hópi þjóða með hæsta menntunargráðu og bestu nýtingu fjármagns til menntunar. Eitt af mörgum athyglisverðum súluritum í skýrslunni er Morgun- blaðið beðið að birta en þar er fjallað um árangur af „menntunarviðleitni" (fræðslu) m.t.t. ýmissa áhrifaþátta. I trausti þess að áhugamenn um þessi mál séu vel að sér í ensku er ekki hirt um að þýða textann en aðeins skal vakin athygli á því að af þeim áhrifaþáttum sem rannsak- aðir voru skiptir minnstu máli upp á árangur fræðslu að hækka laun kennara og fækka í bekkjardeildum. BJÖRN DAGBJARTSSON. Hugleiðingar 1 tilefni 1. maí göngunnar Frá Maijöttu Isberg: 1. MAÍ bernsku minnar stendur upp úr í huga mínum sem sérstakur hátíðisdagur, janfvel meiri hátíð en jólin voru. 1. maí var dagur gleðinn- ar og samstöðu manna. Þá klæddu allir sig í bestu fötin sin, fengu jafn- vel gjarnan ný föt í tilefni dagsins. Svo fylktu þeir liði kringum rauðu fánana. Hvert iðnaðarmannafélag hafði sinn eigin fána, og að sjá þessa fánaborg var í huga okkar barnanna eins og að mega líta inn I paradís. Svo lengi sem ég gat munað, hafði ég alltaf mætt í þessi hátíðarhöld með foreldrum mínum. Á fullorðinsárum mínum hefi ég ekki tilheyrt félögum sem taka formlega þátt í 1. maí göngunni, en mér hefur fundist það sjálfsagt að mæta á staðinn sem áhorfandi. í nærri öld eftir að flest þessara félaga voru stofnuð, virðist breyting hafa orðið á hátíðarhöldunum. Frá heimalandi mínu, Finnlandi, berast þær fréttir, að jafnaðarmenn (Sós- íaldemokratíski flokkurinn) og Vinstrabandalag taka ekki þátt í kröfugöngunni í Helsinki. Ástæðan ku vera sú, að nú eru þessir flokk- ar komnir í ríkisstjórn og geta þess vegna ekki stillt kröfur á sama hátt og þegar þeir voru í stjórnar- andstöðu. Enda virðist ríkisstjórn Paavo Lipponens vera með ná- kvæmlega sömu stefnu og ríkis- stjórn Daviðs Oddssonar, sem mað- ur hefur þó ímyndað sér að hafi frekar hægri en vinstri stefnu. í Reykjavík var þó ganga með hefðbundnum hætti. - Eða þó. Lúðrasveit verkalýðsins var á sínum stað. Svo og Svanurinn. Á eftir þeim blakti fáni Alþýðusambands Islands og svo fánar verkamanna- og iðnaðarmannafélaganna. En það sem sló áhorfandann var, hve fá- mennt var kringum þessa fána - oft bara örfáir menn, hugsanlega launaðir starfsmenn viðkomandi félaga. Á eftir aðildarfélögum Al- þýðusambandsins komu svo tveir fánar Alþýðúbandalagsins. Þétt á eftir þeim var borið merki Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, svo Starfsmannafélags ríkisstofnana og fleiri félaga sem tilheyra BSRB. Þessi hluti göngunnar var mun fjöl- mennari en alþýðusambandsmenn, sýndist mér. Kröfuspjöld þeirra voru öll handmáluð, ekki prent- smiðjuunnin eins og undir rauðu fánunum. Þetta voru heldur ekki menn í bestu fötum sínum. Þetta voru menn sem fundu ekki til gleð- innar sem samstaðan veitir. Þeirra 1. maí var frekar dagur gremjunn- ar. Með látbragði vildu þeir sýna, að kjörum þeirra mætti líkja við kjör þræla, og að nú væri tími kom- inn til að þrælar kasti af sér hlekkj- um. Þegar ég horfði á þessa sýn 1. maí, fór ég að hugsa, hvort hreyf- ingin undir rauðu fánunum væri orðin svo steinrunnin, að hún varði enga nema starfsmenn sem þiggja laun af þessum félögum. Og hvort 1. maí mun í huga barna minna verða baráttudagur hinna bláu fána ríkisstarfsmanna. - Og hvað skyldi vera orsökin? Hafa flestir verka- menn það svo gott, að engin þörf sé að sýna samstöðu út á við? Eða eru menn í erfiðisvinnu orðnir svo fáir, að ekki er hægt að mynda almennilega kröfugöngu af þeim? Eru ríkisstarfsmenn orðnir fjöl- mennasta stétt þjóðarinnar? Eru þeir öreigar nú- og framtíðar? Gilda hér markaðslögmál, sem segja að of mikið framboð - í þessu tilviki á ríkisstarfsmönnum - leiðir til verð- iækkunar? Og hvað gera hinir flokkarnir? Láta þeir þessa fjölmennu stétt Alþýðubandalaginu orðalaust í té? Lýsandi dæmi um þetta er að einn aðalræðumaðurinn í hátíðardag- skrá „Rauður 1. maí“ var Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags. Eigum við ekki að breyta nafninu í „Blár 1. maí“? MARJATTAISBERG, Miklubraut 58, Reykjavík. Vorleikur fyrir viðskiplavini Kringlunnar 27. apríl - 5. maí 1995 Ef þú verslar lyrir 2.000 krónur eða mcira á einum stað í Kringlunni, þá fylgir einn Ilappadráttarmiði. Þú fyllir iniðann út og setur í llappadráttarkassa sem eru við aðalútganga Kringlunnar. 100 góðir vinniiigar frá fyrirtækjum Kringlunnar Aðalvinningurínn en þúsund krúna verslunarferð í Kríngluna Stærsti vinningurinn er verslunarferð í Kringluna þar sem vinningshafinn verslar í glæsilegum verslunum og þjónustu- fyrirtækjum Kringlunnar fyrir samtals 300 þúsund krónur. Bylgjan sér uni kyiiningu og útdrátt daglcga kl. 14. Daglega er dregið um Qóra góða vinninga og tíu aukavinninga og nöfn hinna heppnu lesin upp á Bylgjunni. Síðasta daginn fara allir miðarnir í stóra pottinn. Aðalvinningurinn, 300 þúsund króna vöruúttekt, verður dreginn út laugardaginn 6. maí kl. 14.00. Komdu í Kringluna og kynntu þcr nánar lcikrcglumar I RINGW -heppilegur staöur- Afgreiðslutími Kringlunnar. Máuudaga - fininitudaga 10-18:30 föstudaga 10-19 laugardaga 10-16 HÓTEL ALEXANDRA AUGLÝSINGASTOFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.