Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vímuvarnadagnr Lionshreyfingarinnar á íslandi
Athygli vakin á nauðsyn
vímuvarna meðal unglinga
í TILEFNI vímuvarnadags Lions
í dag, laugardaginn 6. maí, selja
Lionsfélagar sérstakt merki um
allt land auk þess sem Lionsklúbb-
ar standa í dag fyrir fjölskyldu-
og unglingasamkomum.
Á hverju ári vekur Lionshreyf-
ingin athygli á nauðsyn vímuvama
og því með hvaða hætti má koma
í veg fyrir að vímuefni valdi ungl-
ingum fjörtjóni.
Tekjum af merkjasölu verður
varið í að styrkja heilbrigt ungl-
ingastarf og til þess að taka þátt
í kostnaði við að þjálfa kennara í
kennslu námsefnisins Að ná tökum
á tilverunnieða „Lions Quest“ en
á sjöunda hundrað kennarar hafa
hlotið rétt til að kenna námsefnið
og áætlað er að nær 5.000 grunn-
skólanemar á landinu öllu njóti
kennslu f því á hveijum vetri.
Vímuvamahlaup Lions verður á
Víðistaðatúni í Hafnarfirði í tilefni
vímuvarnadagsins í dag og hefst
kl. 13.00 með boðhiaupi milli
grunnskólanna í bænum. Keppt
er í fjórum aldursflokkum (7-10
ára). íþróttakennarar skólanna
velja börnin sem keppa. Kl. 14 er
götuhlaup fyrir almenning.
Skráning er á staðnum frá kl.
12.30. Þátttakendur geta valið um
2 vegalengdir, 2,2 km eða 4,5 km
og er óformleg tímataka.
Innifalið í þátttökugjaldi er
kakóglas og ijómavaffla og allir
sem ljúka hlaupinu fá verðlauna-
pening sem Sparisjóður Hafnar-
fjarðar gefur. Hafnarfjarðarbær
gefur öllum keppendum frítt í
sundlaugina. Þegar allir eru
komnir í mark verða dregin út
aukaverðlaun, sem gefin eru af
fyrirtækjum í bænum, úr skrán-
ingarnúmerum þátttakenda.
Á svæðinu verður tjaldasýning
skátafélagsins Hraunbúa.
Morgunblaðið/Kristinn
BORGARSTJÓRA, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, var í gær afhent fyrsta barmmerki Lionshreyf-
ingarinnar en þau eru seld í tilefni vímuvarnadags. Frá vinstri: Bryndís Svavardóttir, formaður
vímuvarnadagsnefndar, með barnabarn sitt, Bryndisi Líf Olavsdóttur, Ingibjörg Sólrún og Ólafur
Briem, kynningarstjóri Lionshreyfingarinnar.
Framleiðsla og sala búvara í marsmánuði
Kindakj ötssalan
40% minni en í fyrra
Samdráttur í
Læri
Salan
síðustu
12 mánuði
kjötsölu, en þó mestur í
9,0m.kr. kindakjöti
-14,9%
6,8 m.kr.
April '93-
mars '94
Kindakjöt kr. 7.999.135 6.806.003 -14,9%
Nautakjöt 3.253.066 3.235.442 É>S%
Svínakjöt 2.915.998 3.175.072 8,9%
Hrossakjöt 637.541 624.269 -2,1%
Alifuglakjöt 1.523.960 1.376.703 -9,7%
SALA kindakjöts í marsmánuði var
39,7% minni en í sama mánuði í
fyrra, eða rúmlega 376,7 tonn á
móti tæplega 625 tonnum í fyrra.
Miðað við tólf mánaða tímabil hefur
salan dregist saman um 14,9%, eða
úr 7.999 tonnum í 6.806 tonn.
Heildarkjötsalan miðað við tólf
mánaða tímabil hefur dregist sarn-
an um 6,8%, eða úr rúmlega 16.330
tonnum í tæplega 15.217 tonn. í
marsmánuði var heildarsalan rúm-
lega 1.109 tonn á móti tæplega
tæplega 1.409 tonnum í fyrra, en
það er 21,3% minni sala en í fyrra,
sem skýrist að einhverju leyti af
því að páskaverslunin var í mars í
fyrra en í apríl núna.
Aukin svínakjötssala
Framleiðsla og sala svínakjöts
síðustu tólf mánuði hefur verið tals-
vert meiri en árið þar á undan.
Þannig hefur framleiðslan aukist
úr rúmlega 2.907 tonnum í rúmlega
3.205 tonn, eða um 10,2%, og salan
úr 2.916 tonnum í 3.175 tonn, eða
um 8,9%.
Framleiðsla á nautakjöti á síð-
ustu tólf mánuðum hefur aukist úr
tæplega 3.276 tonnum í rúmlega
3.502 tonn, eða um 6,9%, en salan
hefur hins vegar dregist saman um
0,5%, eða úr rúmlega 3.253 tonnum
í rúmlega 3.235 tonn.
Miðað við tólf mánaða tímabil
hefur framleiðsla alifuglakjöts
dregist saman úr tæplega 1.533
tonnum í tæplega 1.406, eða um
8,3%, og salan hefur dregist saman
úr 1.524 tonnum í tæplega 1.377
tonn, eða um 9,7%. í marsmánuði
var sala á alifuglakjöti hins vegar
8% meiri en í samamánuði í fyrra,
og framleiðslan 22,9% meiri.
Miðað við tólf mánaða tímabil
hefur magn innveginnar mjólkur
aukist um 0,2%, eða úr rúmlega
100.8 milljónum lítra í rúma 101
milljón lítra. Sala mjólkurvara hefur
aukist um 1,8%, eða úr tæplega
98,5 milljónum lítra í tæplega 100,3
milljónir lítra. Innvegin mjólk í
rtiars var 3,8% minni en í mars í
fyrra og salan, mæld á grundvelli
mjólkurfitu, var 3,2% minni. Er tal-
ið að sölusamdrátturinn í mars stafi
af því að páskasalan var í apríl í ár.
Elín Agnarsdóttir og Ester Viðarsdóttir.
Hjartveik börn
Foreldrar barn-
annaþurfaá
stuðningí að halda
STOFNFUNDUR Félags
aðstandenda hjartveikra
barna verður haldinn í
Múlabæ, Ármúla 34, þriðjudag-
inn 9. maí kl. 20.30. Félagið er
stofnað til að styðja aðstandend-
ur barna sem greinast með
hjartveiki og til að berjast fyrir
úrbótum. Meðal þeirra er að
hjartaaðgerðir á bömum verði
gerðar hér á landi ef kostur er,
en til að svo megi verða þarf til
dæmis að ráðast í kaup á hjarta-
og lungnavél. Elín Viðarsdóttir
og Ester Agnarsdóttir hafa unn-
ið að undirbúningi stofnunar
félagsins.
Hve mörg börn greinast með
hjartveiki árlega?
„Hér greinast um 50-60 börn
með hjartveiki árlega og meiri-
hluti þeirra þarf að leita sér
lækninga í útlöndum. Alls eru
nú um eitt þúsund böm hér á
landi sem hafa greinst hjartveik.
Kostnaður við ferðir þeirra og
aðstandenda þeirra til útlanda
er mjög mikill og háar fjárhæðir
gætu sparast ef aðgerðimar
væru framkvæmdar hér á landi.
Til þess þarf hins vegar hjarta-
og lungnavél, sem ekki er til.“
Hver er tilgangurinn með stofn-
un félagsins?
„Fyrst og fremst verður fé-
lagið vettvangur fólks til að leita
sér stuðnings þegar barn grein-
ist hjartveikt. Fj'öldi fólks hefur
gengið í gegnum þá erfiðu
reynslu og tilfinn-
ingaálag sem fylgir
veikindum af þessu
tagi, en fæstir hafa
átt þess kost að fá
aðstoð annarra og
leiðbeiningar um hvert sé best
að snúa sér. Við hefðum viljað
eiga þess kost að fá skýr svör
við því, hvað í vændum væri,
þegar okkar börn greindust
hjartveik. Sumir þurfa aðeins
að fara einu sinni til útlanda
með barnið sitt í aðgerð, en aðr-
ir þurfa jafnvel að fara nokkrum
sinnum og í hvert skipti tekur
ferðin að meðaltali 2-3 vikur.
Við þetta bætist svo sjúkrahús-
dvöl barnsins fyrir og eftir að-
gerð. Allt reynir þetta mjög á
aðstandendur og þar við bætast
áhyggjur vegna fjárhagsins og
ef til vill stefnir fólk atvinnu
sinni í voða með miklum fjarvist-
um.“
Hvaða þátt tekur Trygginga-
stofnun ríkisins í kostnaði við
ferðirnar út?
► Elín Agnarsdóttir er 29 ára
húsmóðir. Hún á tvíburadætur,
tveggja ára gamlar, og greind-
ist önnur þeirra með þjartveiki
á fyrstu vikum ævinnar. Elín
Viðarsdóttir er þrítugur rönt-
gentæknir. Hún er móðir tæp-
lega þriggja ára telpu og fimm
ára drengs sem greindist hjart-
veikur skömmu eftir fæðingu.
Dóttir Esterar og sonur Elínar
hafa farið í hjartaaðgerðir í
úttöndum.
..Tryggingastofnun greiðir
ferðina og sjúkrahúsvistina fyrir
barnið, auk ferðar fyrir einn
aðstandanda og dagpeninga,
sem oftast nægja fyrir hótel-
dvöl. Þá er hins vegar allt uppi-
hald eftir. Reyndin er einnig sú,
að báðir foreldrar fara alltaf
með baminu ef þess er nokkur
kostur. Eins og áður sagði bæt-
ist svo sjúkrahúsdvöl bamsins
hér heima við, bæði fyrir og
eftir aðgerð og hún hefur í för
með sér vinnutap foreldra."
Hveijar eru úrbætumar, sem
þið teijið að þurfi að gera?
„Fyrst og fremst viljum við
að fleiri hjartaaðgerðir verði
gerðar hér á landi. Við eigum
menntaða lækna, en ástæða
þess að ekki em gerðar fleiri
aðgerðir hér er sú, að fjármagn
skortir. Það hefur hins vegar
verið reiknað út, að kostnaður
við að færa aðgerðim-
ar heim er um 30 millj-
ónir króna. Þar af
kostar hjarta- og
lungnavél um 10 millj-
ónir, en 20 milljónir til
viðbótar þarf til að koma upp
aðstöðu. Það er enginn spam-
aður fólginn í því að senda böm-
in út til aðgerða, því kostnaður
við hveija aðgerð er að minnsta
kosti 2 milljónir króna.“
Hafið þið rætt þessi mál við
heilbrigðisyfírvöld?
„Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra verður sérstak-
ur gestur á stofnfundinum á
þriðjudag og við vonumst til að
hún fái innsýn í okkar mál og
öðlist skilning á þeim.“
Eigið þið von á fjölmenni á
stofnfundinn?
„Já, við vonumst til þess að
aðstandendur hjartveikra barna
fjölmenni, því margir hafa lýst
því yfir að þeir vilji gjarnan taka
þátt í stofnun félagsins, sem sé
löngu tímabær."
Aðgerðirnar
verði gerðar
hér á landi