Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Aukafundur í bæjarstjórn á mánudag
Bjórsala í Iþrótta-
höllinni rædd
AUKAFUNDUR hefur verið boðað-
ur í bæjarstjórn Akureyrar á mánu-
dagsmorgun kl. 9.30 en þar verður
til umfjöllunar leyfi til áfengisveit-
inga í Iþróttahöllinni í tengslum við
heimsmeistaramótið í handknattleik.
Meirihluti bæjarráðs, þrír af fimm
fulltrúum, hafnaði á fundi á fímmtu-
dag umsókn Greifans, sem sér um
veitingasölu í höllinni, um að selja
bjór í íþróttahöllinni meðan á HM
stendur. Lokaafgreiðsla slíkra um-
sagna er á hendi bæjarstjórnar en
næsti reglulegi fundur hennar er 16.
maí næstkomandi.
Þriðjungur bæjarfulltrúa getur
óskað eftir að haldinn sé aukafundur
í bæjarstjóm og það gerðu fjórir
bæjarfulltrúar, þeir Björn Jósef Am-
viðarson og Þórarinn B. Jónsson,
Sjálfstæðisflokki, Gísli Bragi Hjart-
arson, Alþýðuflokki, og Guðmundur
Stefánsson, Framsóknarflokki.
Sorglegt
„Mér finnst þetta sorglegt," sagði
Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti
bæjarstjórnar, sem á bæjarráðsfund-
inum lagðist gegn því að bjór yrði
seldur í íþróttahöllinni. „Eftir því
sem menn best þekkja hefur aldrei
verið boðað til aukabæjarstjórnar-
fundar í bæjarstjórn Akureyrar og
það er að mínu mati sorglegt að það
sé gert nú út af slíku máli, mér
hefði þótt það nær ef boðað væri til
aukafundar vegna máls sem varðaði
virkilega hagsmuni bæjarfélagsins,"
sagði Sigfríður.
Hún sagði að það væri sitt mat
og margra annarra að íþróttir og
áfengi ættu ekki samleið. Það ætti
í sjálfu sér að vera næg skemmtun
í því fólgin að fara á kappleikina,
neysla áfengis þyrfti ekki til að koma
einnig.
Kúveitar fyrstir norður
Morgunblaðið/Rúnar Þór
LIÐ Kúveita kom til Akureyrar í
gærdag, fyrst liða sem leika í D-
riðli heimsmeistaramótsins í hand-
knattleik sem fram fer í íþrótta-
höllinni á Akureyri, en fyrsti leik-
urinn verður þar á mánudag.
Hagnaður upp á 61 mill jón króna af rekstri Mjólkursamlags KEA á liðnu ári
E^jafjarðarsveit. Morgunblaðið.
LJFLEGAR umræður urðu á aðal-
fundi Félags eyfirskra nautgripa-
bænda sem jafnframt var kynning-
arfundur Mjólkursamlags KEA, sem
haldinn var á fimmtudagskvöld, en
um 80 manns sóttu fundinn.
í skýrslu formanns Félags eyfir-
skra nautgripabænda, FEN, Stefáns
Magnússonar, kom m.a. fram að
helstu verkefni ársins voru að vinna
að undirbúningi kaupa á nýjum
mjólkurtönkum og kælivélum. Náð-
ust mjög hagstæðir samningar við
söluaðila vegna útboða sem félagið
í samvinnu við mjólkursamlagið lét
géra.
Fyrir liggur að töluvert hefur ver-
ið selt af kvóta úr héraðinu og var-
aði Stefán við þeirri þróun.
Fullt afurðastöðvar-
verð fyrir umframframleiðslu
Fjörugar umræður hófust þegar
lokið hafði verið við að fjalla um
Mjólk verði
sótt á kostn-
að samlagsins
skýrslu stjómar og kom fram hjá
mörgum mjólkurframleiðendum að
þeir telji að í ljósi mjög góðrar af-
komu mjólkursamlagsins, sem rekið
var með 61 milljóna króna hagnaði
í fyrra, beri því að koma meira til
móts við bændur. Fluttar vora og
samþykktar tvær tillögur í þá átt,
sú fyrri um að mjólkursamlag KEA
greiði fullt afurðastöðvarverð fyrir
alla umframframleiðslu á þessu
verðlagsári. Tillaga sem flutt var að
stjóm FEN var samþykkt og sömu-
leiðis tillaga frá Benedikt Hjaltasyni
og Jóhanni Óiafssyni þess efnis að
í Ijósi góðrar afkomu Mjólkursam-
lags KEA á undanfömum áram
skoraði fundurinn á stjórn KEA og
FEN að semja um að mjólkursamlag
KEA flytji mjólk frá bændum til
samlagsins á eigin kostnað frá og
með 1. maí síðastliðnum að telja.
Mjólkurkvóti verði
ekki seldur af svæðinu
í skýrslu Þórarins E. Sveinssonar
mjólkursamlagsstjóra kom m.a.
fram að 3,13% aukning varð á inn-
veginni mjólk milli ára en aukningin
nemur tæpum 610 þúsund lítram
sem er kærkomin eftir samdrátt síð-
ustu tveggja ára. Þórarinn sagði
mikilvægt að ekki yrðu seldur mjólk-
urkvóti af svæðinu, frekar að ná inn
fleiri lítram á Eyjafjarðarsvæðið.
Nokkur aukning var í framleiðslu
á smjöri á liðnu ári, en flutt voru
úr landi 457 tonn, þar af 137 frá
Mjólkursamlagi KEA. Einnig var
nokkur aukning í framleiðslu osta,
en ostaneysla hefur aukist. Sala á
nýmjólk dregst enn saman og aukn-
ing í neyslu léttmjólkur nær ekki
að vega þann samdrátt upp. Jógúrt-
neysla hefur dregist saman en vera-
leg aukning var í skyrsölu.
Leiðsögumenn
Leiðsögumenn óskast til starfa í sumar.
Ensku- og þýskukunnátta áskilin.
Einnig vantar frönskumælandi í hlutastarf.
Sérleyfisbílar Akureyrar hf.,
sími 96-2 35 10.
Björn Sigurðsson, Húsavík,
sími 96-4 22 00.
sbai
SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR HF.
AKUREYRI BUS COMPANY
Dalbraut 1,600 Akureyri
Safnað fyrir sundlaug
við Kristnesspítala
Ytri-TjBrnum, Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið.
VEGLEG gjöf að upphæð
450.000 kr. barst nýlega frá Li-
onsklúbbi Akureyrar í söfnunar-
sjóð fyrir sundlaugarbyggingu
við endurhæfingardeild Krist-
nesspítala.
Alls hafa nú safnast 5,6 millj-
ónir í sjóðinn og sagði Stefán
yfirlæknir að fljótlega yrði farið
að huga að fyrstu framkvæmdum
við sundlaugina.
Héðinn Jónasson, formaður
klúbbsins, afhenti Stefáni Yngva-
syni yfirlækni deildarinnar upp-
hæðina. Auk þeirra voru við-
stödd afhendinguna Halldór
Jónsson, framvæmdasljóri FSA,
Lionsmennirnir Bjarni Kristjáns-
son, Magnús Tiyggvason, Jón
Stefánsson og Aslaug Magnús-
dóttir formaður söfnunarnefnd-
ar.
MVNDUSTASKÓUNN
A AKUREYRl
Kaupvangsstræti J 6, pósthólf 39, 602 Akureyri
Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku
nýrra nemenda veturinn 1995 - '96.
Umsóknarfrestur er til 21. maí.
Allar nónari upplýsingar veittar í síma 96-24958.
Skólastjóri.
Messur á morgun
AKUREYRARKIRKJA: Fjöl-
skyldumessa kl. 11.00, formað-
ur sóknarnefndar, Guðrfður Ei-
ríkédóttir, setur Kirkjulistaviku
1995. Nýr héraðsprestur, Sva-
var AlfreðJónsson, prédikar.
Barnakór Akureyrarkirkju syng-
ur undir stjórn Hólmfrfðar
Benediktsdóttur og börn úr
Tónlistarskóla Akureyrar leika
á hljóðfæri. Að messu lokinni
er gestum boðið að þiggja veit-
ingar í safnaðarheimilinu. Þar
mun Rósa Kristín Júlíusdóttir
opna sýningu á myndverkum
barna sem eru við nám í Mynd-
listarskólanum á Akureyri.
GLERÁRKIRKJA: Messa verð-
ur í kirkjunni á morgun, sunnu-
dag, kl. 14.00. Fundur æsku-
lýðsfélagsins kl. 18.00.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálp-
ræðissamkoma kl. ?0.00 á
sunnudag. Heimilasamband
fyrir konur á mánudag kl.
16.00, hjálparflokkur kl. 20.30
á fimmtudag, flóamarkaður og
ellefu plús á föstudag.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam-
koma í umsjá ungs fólks kl.
20.30 í kvöld. Vakningarsam-
koma á morgun kl. 20.00,
ræðumaður Jóhann Sigurðs-
son. Biblíulestur á miðvikudag
kl. 20.30, Vörður L. Trausta-
son.
Alltaf má
fá annað
skip
SKAGALEIKFLOKKURINN
sýnir leikritið Alltaf má fá ann-
að skip eftir Kristján Kristjáns-
son í Deiglunni á Akureyri í
dag, laugardaginn 6. maí.
Kristján er leikstjóri verks-
ins, en leikurinn gerist um borð
í dagróðrarbáti þar sem miklar
sviptingar eiga sér stað milli
manna.
Skagaleikflokkurinn frum-
sýndi leikritið 1993 á Akranesi
og fór með það á ieiklistarhátíð
í Tonder á Jótlandi í fyrra.
Höfundurinn er Siglfirðingur
búsettur á Akureyri. Hann hef-
ur gefið út ljóðabækur og skáld-
sögur.
Tvær sýningar verða á verk-
inu, kl. 16.00 og 21.00. Miða-
pantanir era í Deiglunni.
Gullvíðir með
HM-tilboð
GULLVÍÐIR hf. sem á og rekur
orlofshús á Hrísum í Eyjafjarð-
arsveit býður sérstakt HM95
tilboð í maímánuði.
Tilboðið er hentugt fyrir þá
sem vilja fylgjast með HM-
keppninni á Akureyri, sem
stendur sem kunnugt er frá 8.
til 17. maí, en í því felst leiga
á orlofshúsi á Hrísum og Toy-
ota-bílaleigubíll. Orlofshúsin á
Hrísum era í kyrrlátu umhverfi
um 30 kílómetram frá Akur-
eyri.
Sem dæmi má nefna að að
miðað við fjóra í húsi í tvær
nætur, bílaleigubíl í þijá daga
með 100 km akstri innifóldum
hljóðar tilboðið upp á 19.830
krónur eða tæplega 5.000 krón-
ur fyrir manninn.
Vortónleik-
ar yngri
nemenda
VORTÓNLEIKAR yngri nem-
enda Tónlistarskólans á Akur-
eyri verða haldnir á morgun,
sunnudaginn 7. maí, kl. 14.00
í sal Tónlistarskólans, við Hafn-
arstræti.
A tónleikunum gefur að
heyra nokkurs konar þversnið
af því starfi sem unnið er með
yngri kynslóð nemenda við skól-
ann, en fram koma upprenn-
andi hljóðfæraleikarar á píanó,
strengjahljóðfæri og ýmis blást-
urshljóðfæri.