Morgunblaðið - 06.05.1995, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ
20 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
ERLENT
Reuter
Bretadrottn-
ing minnist
fómarlamba
stríðsins
FORSÆTISRÁÐHERRAR, kon-
ungar og forsetar frá 60 ríkjum
koma saman í London um helg-
ina í tilefni af 50 ára afmæli
loka síðari heimsstyrjaldarinn-
ar í Evrópu. Elísabet Breta-
drottning hóf hátíðahöldin með
ræðu á breska þinginu þar sem
hún hvatti landsmenn til að sýna
þakklæti vegna þeirra fórna
sem voru færðar í stríðinu og
minnast þeirra sem féllu. A
myndinni færir forseti lávarða-
deildarinnar drottningunni
ávarpið og við hlið hennar situr
Karl Bretaprins.
Clinton full-
vissar
Tékka um
stækkun
NATO
Rússar rjúfa ein-
hliða vopnahlé
Grosní. Reuter.
Washington. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
sagði Vaclav Klaus, forsætisráð-
herra Tékklands, á fimmtudag að
Bandaríkin myndu standa að
stækkun Atlantshafsbandalagsins,
NATO, hvað sem mótmælum
Rússa liði, að sögn tékkneska leið-
togans. „Ég var fullvissaður um
að forsetinn er fylgjandi stækkun
NATO,“ sagði Klaus eftir fund
hans með Clinton í Hvíta húsinu.
Klaus sagði Clinton viðurkenna
að Tékkland tilheyrði þeim hópi
ríkja sem yrði veitt aðild að NATO.
Bandaríkjaforseti hefði sagst
myndu ræða málið við Borís Jelts-
ín Rússlandsforseta á fundi þeirra
í Moskvu í næstu viku. „Hann stað-
festi að staða hans væri sterk og
að ekki yrði hægt að hafa neikvæð
áhrif á hana,“ sagði Klaus.
Clinton og Jeltsín munu eiga
fund í Kreml á miðvikudag þar sem
þeir munu ræða ýmis mál sem rík-
in deila um, m.a. um stækkun
NATO, sem Rússar telja ógnun við
öryggi sitt.
Klaus lagði á það áherslu er
hann ræddi við fréttamenn í Was-
hington að ósk Tékk um aðild að
NATO væri ekki beint gegn Rúss-
um heldur lægi að baki ósk um
að tilheyra Evrópu í einu og öllu.
RUSSNESKAR herþyrlur gerðu í
fyrrinótt og í gær harðar árásir á
helsta vígi uppreisnarmanna í
Tsjetsjníu, borgina Bamut, að sögn
borgarbúa. Þar með hefur einhliða
vopnahlé Rússa verið rofið en það
var sett vegna hátíðahalda í tilefni
þess að fimmtíu ár eru liðin frá
stríðslokum í Evrópu. Uppreisnar-
menn segjast ætla
að halda bardögum
í lágmarki á meðan
hátíðahöldunum
stendur.
Rússar hafa neit-
að að tjá sig um
málið en að sögn
fólks sem býr í borg-
inni og skammt fyrir
utan hana, vörpuðú
Rússar sprengjum og skutu eld-
flaugum á borgina á fimmtudags-
kvöld og fram eftir nóttu. Þá hófust
árásir að nýju í gærmorgun.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
Iýsti yfír tveggja vikna hléi á bardög-
um í tilefni hátíðahalda í Moskvu,
sem leiðtogar rúmlega fimmtíu ríkja
munu vera viðstaddir.
Pavel Gratsjov, varnarmálaráð-
herra Rússlands, sagði í gær að
tsjetsjenskir skæruliðar hefðu huns-
að vopnahléð og að þeir hefðu gert
að minnsta kosti tíu árásir á dag á
rússneska herliðið frá því að vopna-
hléð tók gildi.
Skæruliðar Tsjetsjena kváðust í
gær myndu halda bardögum í lág-
marki á meðan hátíðahöldin stæðu
yfir.
AMERÍKUBIKARINN ’95
JUpphafiö: Fimm mínútum áöur en ræst er af
staö hringsigla bátarnir viö marklínuna af kappi
til aö skapa sér bestu stöðu er skotið hveður viö.
JBeitivindsleggur: Þegar siglt er gegn vindinum
reynir báturinn sem á undan fer aö stjórna því
hve mikinn byr hinn fær í seglin meö þvi aö
kross-sigla fyrir framan hana.
Vannæring
skerðir
námsgetu
milljóna
barna
Boston. Morgunblaðið.
VÍSINDAMENN við Tufts-háskóla
í Boston greindu frá því í vikunni,
að milljónir fátækra barna í Barida-
ríkjunum byggju við næringarskort,
sem gæti haft alvarleg áhrif á náms-
getu þeirra og framtíðarmöguleika.
Sögðu þeir að allt að helmingur
barna, sem byggju við fátækt, fengi
talsvert færri hitaeiningar og mikil-
væg næringarefni á borð við járn,
sink og vítamín, sem nauðsynleg eru
til náms og hugsunar, en sérfræð-
ingar mæltu með.
Þetta er sennilega fyrsta banda-
ríska rannsóknin á ólíku mataræði
barna eftir efnum og J. Larry
Brown, sem vann að henni, sagði,
að munurinn hefði komið sér veru-
lega á óvart.
Búast má við að þessar niðurstöð-
ur muni skjóta upp kollinum í um-
ræðu, sem repúblikanar hafa komið
af stað um það hvort hætta eigi að
afhenda matarmiða og láta hvert
ríki þess í stað fá ákveðna upphæð
til að ráðstafa að vild til félagsmála.
Ýmis hægri samtök, þar á meðal
Heritage-stofnunin, hafa þegar
dregið í efa að fátæk böm séu van-
nærð. Fijálslyndir hópar segja hins
vegar að könnunin sýni að niður-
skurður geti aðeins gert illt verra.
Deborah Frank, læknir við borg-
arspítalann í Boston, sagði að þetta
væri áhygjuefni vegna þess að starf-
semi heilans væri sérlega viðkvæm
fyrir næringarskorti. Skortur á
næringu drægi úr námsgetu, slævði
hugsun og skapaði hegðunarvanda-
mál alllöngu áður en hann hefði
áhrif á vöxt og líkamlegan þroska.
í könnuninni var miðað við, að
ijögurra manna fjölskylda teldist
fátæk ef árstekjur hennar hefðu ver-
ið undir 1,2 milljónum ÍSK árið 1993.
11
Snúiö viö baujur: Bátarnir veröa aö hafa
baujurnar á stjórnboröa, hægri hliö, er þeir
beygja viö þær og eru þá oft hörö átök um
stööur.
auja
Undanvindsleggur:
Þegar siglt er undan vindi
getur skútan sem attar fer
skýlt á hina svo vindurinn
fari úr seglum hennar
og hún missi ferö.
2. bauja
Vindátt
Rás- og
endamark
KYRRA- J h
HAF y
m m
W Kalifornía
Missionllói ■ Jj'i
.....' rFlugvöllur
\ Coronaao
í ' %
San
San
Skútuhöfn
San Diego
.SvϚl
á kortl v
“.../
Keppnis-
brautin
Diego
flói
mllur
Heimild: Chicago Tribune
Knight-Ridder Tribune
Conner keppir um Amer-
ikubikarinn í sjötta sinn
Úrslitaeinvígið um Ameríku-
bikarinn í skútusiglingum
hefst í dag undan San Diego
--------------*------"9------
í Kaliforníu. I grein Agústs
-9-----------------------——
Asgeirssonar kemur fram,
að á óvart komi að skútu-
stjórinn Dennis Conner skuli
keppa til úrslita í sjötta sinn.
LOKAÞÁTTUR kappsiglingarinnar
um Ameríkubikarinn hefst í dag á
safírgrænum sjónum undan San
Diego í Kalifomíu. Er það í 29. sinn sem
keppt er um silfurkönnuna, eftirsóttustu
verðlaun skútusíglinga, sem keppt hefur
verið um frá árinu 1851. Mikla athygli
vekur, að Dennis Conner, mesti kappsigl-
ingamaður fyrr og síðar, skuii veija bikar-
inn fyrir Bandaríkin. Gekk honum brösug-
lega framan af undankeppninni og komst
eiginlega í úrslit forkeppninnar fyrir mis-
kunnsemi keppinauta sinna. Gegn Conner
siglir nýsjálenski skútustjórinn Peter Blake
á skútunni Black Magic, eða Svartagaldri,
en þar er líka mikill afreksmaður á ferð.
Conner sigldi upp og ofan í forkeppn-
inni og kemur því á óvart að hann skuli
sigla til úrslita. Virðist hann hafa verið
SKIPVERJAR á Ungu Ameríku búa sig undir seglaskipti á æfingu fyrir lokaeinvíg-
ið um Ameríkubikarinn.
mun betur að sér um óvenjulega vinda og
sjávarstrauma undan San Diego því smám
saman vann hann á og stóð að lokum uppi
sem sigurvegari í undankeppninni sem hófst
12. janúar.
Sumir segja það til marks um einstaka
hæfileika hans sem skútustjóra en aðrir segja
hann kominn í úrslitin með klækjum og regl-
ur keppninnar hafi verið sniðgengnar er
skútufélögin þijú sammæltust um það fyrir
úrslitin í flokki veijenda, að allar þijár skút-
urnar sigldu í lokalotunni í stað tveggja
stigahæstu. Hefði það orðið raunin hefði
Conner setið eftir með sárt ennið. í staðinn