Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Eiga konur að una glaðar við sitt? FYRIR kosningar vorum við kon- ur í sviðsljósinu og allir flokkar slóg- ust um athygli okkar og náttúrlega fylgi. Loforð voru gefm um betri tíð með blóm í haga. Mikið var í húfi. Okkar atkvæði gátu ráðið úrslitum. Loforð um jafnrétti í Jaunamálum hljómuðu í eyrum okkar. Konur í Sjálfstæðisflokknum fylltust nýrri von um að nú væri þeirra tími loksins kominn. Fullar bjartsýni gengum við til kosn- inga. Mikil áhersla var lögð á að höfða til kvenna og væntingar voru miklar um að nú væri flokkurinn okkar loks farinn að nálgast nútíðina og viður- kenndi að konur væru marktækar og gætu staðið jafnfætis körl- um. En á skammri stund skipast veður i lofti: Þegar atkvæðin voru í höfn fengum við skýr skilaboð. Stærsti flokkur landsins með langstærsta þingflokkinn á Alþingi á enga fram- bærilega konu til ráðherraembættis! Hann er fátækari en ætla mætti. Hér er ekki verið að kasta rýrð á þá sem valdir voru til starfa sem ráðherrar, þetta eru allt mætir menn, en þegar margir eru kallaðir eru fáir útvaldir. Skilaboðin urðu enn skýrari! Kosningaumræðan beindist mikið að miklum launamun karla og kvenna og fjölrætt var um að gegn slíku óréttlæti skyldi beijast. En hvað skeður? Um leið og karl í þing- flokknum á að taka við embætti þingforseta af konu í þingflokknum verður auðvitað að hækka launin! Eftir að hafa haft kosningarétt í 80 ár höfum við konur náð þetta langt! Hvað þarf konan að hafa til að bera til þess að vera talin standa jafnfætis hinu sterka kyni? Á hverju byggist hæfileikamatið, þegar kon- ur eru annars vegar? Við erum ekki að fara fram á nein forréttindi vegna þess að við erum konur en við viljum heldur ekki gjalda þess. Þegar litið er til annarra flokka má sjá, að mikið er upp úr því lagt að fá kon- ur til starfa og einnig forystustarfa. Er verið að vísa hæfileikum sjálf- stæðiskvenna þangað? Auðvitað verðum við að taka inn í myndina, að þetta geti verið okkur konunum sjálfum að kenna. Hefur flokkurinn aldrei þurft að reikna með, að við konur gerðum neinar kröfur um að okkar hlutur væri annar en að fá bara að greiða flokknum at- kvæði og hita kaffi á fundum? Heyra má á formanni okkar, að hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að kon- ur séu eitthvað að nöldra, það tapist ekki mörg atkvæði þess vegna. Mótmæli okkar eru ekki eru ekki álitin alvarlegri en stormur í vatnsglasi. Ekki erum við nú metnar hátt. Höfum við verið of eft- irgefanlegar eða van- metið okkur sjálfar? Sé svo er það óþarfi. Allar skulum við muna, að við stöndum körlum jafnfætis og samþykkjum aldrei annað. í kosningastefnuskránni var stefnt að því að fara bjartsýnn inn í 21. öldina. Hvemig eiga konur í Sjálfstæðisflokknum að fara að því, þegar flokkurinn er fastur í viðhorf- um 19. aldarinnar? Karlar skulu vera hið ráðandi afl og konur eiga að lúta þeim. Það er ekki nema von að „sjálfstæðar konur“ séu vinsælar hjá forystunni þegar þær kyngja öllum ákvörðunum orðalaust. Þær fá klapp á kollinn fyrir tillegg sitt til mála eftir kosningar. í sömu andránni gera þær lítið úr sjálfstæð- iskonum og segja þær vera að fara fram á eitthvað sem þær skorti hæfileika til og eigi þar með engan rétt á. Sjálfstæðiskonur hafa ekki verið að fara fram á nein fórréttindi. Það eina sem þær fara fram á er að þær séu metnar að verðleikum og til jafns við karla. „Sjálfstæðar konur“ gefa skýrt í skyn, þegar þær lýsa yfir ánægju sinni yfir röðun í ráðher- rastólana, að engar konur séu til í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem séu frambærilegar. Það er frekleg móðgun við vel menntaðar og þaul- reyndar þingkonur flokksins. Það yrði flokknum frekar til framdráttar að sameina þau öfl sem innan hans eru, en að sundra konum á þennan hátt og skemmta þannig púkanum á fjósbitanum. Við konur, sem erum væntanlega um 45%. kjósenda flokksins, höfum fengið þau skilaboð að vera ekki marktækar. Atkvæði okkar í nýaf- stöðnum kosningum eru í höfn. Við okkur þarf ekki að ræða meir fýrr en rétt fyrir næstu kosningar. Það er of seint. Varaformaður flokksins sagði nýlega að undirbúningur - Við verðum sjálfar að standa fast á rétti okk- ar, segir Margrét K. Sigurðardóttir, og berjast fyrir því, sem við viljum fá áorkað. næstu kosninga væri þegar hafinn. Spurningin er, hvað við gerum eftir fjögur ár? Við skulum vona að við séum ekki of fastar í uppeldinu. Samkvæmt því áttum við að líta upp til karlanna, sterkara kynsins, en fengum aldrei nein skilaboð um að við gætum staðið þeim jafnfætis. Það getum við þó svo sannarlega! Við verðum sjálfar að standa fast á rétti okkar og beijast fyrir því sem við viljum fá áorkað. Það gerir eng- inn fyrir okkur. Við höfum ekki verið að skilgreina okkur sem sér- stakan hóp. Það er arfleifð frá fyrri tíma, sem karlar hafa yndi af að halda í. Konur hafa einfaldlega fengið nóg af að fá að tölta á eftir körlum og vinna verkin. Að una glaðar við sitt er það sem okkur konum er ætlað að gera framvegis sem hingað til. Nú er mælirinn full- ur. Hingað og ekki lengra áður en út úr flóir. Við viljum fá að verða samferða á jafnréttisgrundvelli. Að öðrum kosti má búast við, að hæfí- Ieikar þeirra kvenna sem vilja styðja flokkinn nýtist honum ekki. Höfundur er viðskiptafræðingvr. Margrét K. Sigurðardóttir Er fálkaorðan óþarfa glingur? i. FÁLKAORÐAN var stofnuð með konungs- bréfí árið 1921 af Kristjáni X. Nú er í gildi forsetabréf um hina íslensku fálkaorðu frá 11. júlí 1944, nr. 42 ásamt síðari breyt- ingum og um starfs- háttu orðunefndar gild- ir forsetabréf frá 31. desember 1945, nr. 114, ásamt síðari breytingum. II. Alla tíð frá stofnun orðunnar hefur verið deilt um nauðsyn þess að veita slíkar viðurkenningar og hefur sýnst sitt hveijum. Þegar frú Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forseta árið 1980 mælti hún að því er mig minnir mjög á móti þess- um orðuveitingum og sagðist ekki myndu eiga hlut að slíku, ef hún yrði kjörin forseti. Hún skipti þó fljótlega um skoðun eftir að hún var kjörin forseti, en forseti íslands er stórmeistari orð- unnar. í orðunefnd eru auk hennar Ijórir menn. ra. í 12. gr. forsetabréfsins nr. 42/1944 segir svo: „Við andlát þess, er orðunni hefur verið sæmdur, ber tafarlaust að skila aftur til orðu- ritara orðunni eða orð- unum“. Nokkur mis- brestur mun þó vera á því, að eftir þessu sé gengið, því skransalar og erlendir myntsalar hafa haft fálkaorðuna til sölu, t.d. fann Pétur Hoffmann Salómons- son nokkrar slíkar á öskuhaugunum vestur við Selsvör og seldi hveijum sem hafa vildi. Kunningi minn á Akur- eyri, Páll A. Pálsson ljósmyndari, á stórt safn af orðum, sem hann hefur keypt af myntsölum erlendis og hefur það verið sýnt í sjónvarpinu. Fálkaorðan er þar í öndvegi. IV. Orðunefnd reynir auðvitað að vanda störf sín, en þó hafa slys orðið við úthlutanir og nú nýlega stórslys, þegar embættismanni ein- um, sem dæmdur hafði verið í Hæstarétti fyrir árás á Alþingi þann 30. mars 1949, var veitt fálkaorðan. Sakamaður þessi hlaut 4 mánaða fangelsi fyrir brot sitt, en sat aldrei af sér dóminn, var náðaður. Hér hefur tilgangur orðuveiting- arinnar snúist upp í andhverfu sína. Orðúnefnd reynir auðvitað að vanda störf sín, segir Leifur Sveinsson, en þó hafa slys orðið við úthlutanir og nú nýlega stórslys. í 11. gr. forsetabréfsins nr. 42/1944 segir svo: „Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt mann, sem hlotið hefur orðuna, en síðar gerzt sekur um misferli, rétti til að bera hana“. Á sama hátt er orðunefnd skylt að afturkalla úthlutun, ef nefndinni hefur ekki verið kunnugt um lög- brot manns áður. V. Við sem lögðum líf okkar að veði, svo Alþingi mætti starfa þann 30. mars 1949, sættum okkur ekki við það, að forsprakki árásarmanna sé heiðraður fyrir árás á Alþingi. Því ber að leggja niður þetta óþarfa glingur sem fálkaorðan er. Því fyrr, því betra. Heimild: Hæstaréttardómar árið 1952, mál nr. 62/1950, dómur upp kveðinn 12. maí 1952. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Leifur Sveinsson Morgunblaðið/Valdimar SVARTUR frá Unalæk. Fá hross enbetri FIMMTUDAGINN 27. apríi birt- ist í Morgunblaðinu dálítið sér- kennilegt viðtal við Þorkel Bjarna- son hrossaræktarráðunaut. Var við- talið þar ekki í samhengi við neina aðra umfjöllun og ekkert getið um tilefnið. Er því ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að góðviljaðir menn vilji auglýsa Fjórðungsmót okkar Austfirðinga sem haldið verð- ur á Fomustekkum í Hornafirði í sumar. Innihald viðtalsins er á þá Ieið að Austfírðingar séu á eftir öðrum landsmönnum í hrossarækt, þar séu fá góð hross og fáir góðir tamninga- menn. Ennfremur að á „Austur- landi sé bændaþjóðfélag sem sé svolítið á eftir, eins og allir viti.“ Auðvitað hefur Þorkell meint að á Austurlandi séu betri hross en aimars staðar, þó svo að þetta hafí komið svona út úr honum, en það getur alltaf gerst með gamla menn að þeim fatast og þeir verða gleymnir og svolítið á eftir, eins og allir vita. Þorkell getur þess að á síðasta landsmóti hestamanna hafí mætt fjórir stóðhestar af Austurlandi, sem sé vissulega gott, en engin meri. Rétt er að minna Þorkel á að hestamir voru fimm en ekki fjór- ir og er sú yfírsjón að sjálfsögðu fyrirgefín. í framhaldi af því er rétt að ítreka það sem Þorkell sagði að á Austurlandi eru fá hross, ekki nema um 5% allra hrossa á ís- landi, en þau eru nú talin nálgast 90 þúsund. Á landsmót 1994 mættu 60 stóðhestar, sem gerir 1 hest á hver 1.500 hross ílandinu. Austfirð- ingar sendu á landsmótið 5 stóð- hesta, eða 1 hest á hver 900 hross á Austurlandi, sem er töluvert langt yfir meðaltali. Þetta vom hestarnir Svartur frá Unalæk, sem varð ann- ar í 6v. flokki, fékk 10 fyrir skeið, Kjarkur frá Egilsstöðum, hestur með 9,5 fyrir tölt, sló eftirminnilega í gegn í 5v. flokki, Þokki frá Bjarna- nesi með 9,5 fyrir tölt og brokk, einn hæst dæmdi klárhestur lands- ins í röðum stóðhesta, Hrannar frá Höskuldsstöðum í Breiðdal, kom á óvart og vakti mikla athygli fyrir mikla og jafna reiðhestskosti, og síðast skal nefna Hjörvar frá Ketils- stöðum, stóð sig með prýði í 5v. flokki. Þessu til viðbótar má geta þess að Seimur frá Víðivöllum, stóðhest- ur sá er stóð efstur í 5v. flokki á síðasta FM á Vesturlandi og var þar stjarna mótsins er Austfirðing- ur, því Víðivellir eru á Austurlandi og þar býr eigandi hestsins og rækt- andi. Efsti hestur í 5v. flokki á FM ’93 á Norðurlandi, Gustur frá Grund, sem þar sló eftirminnilega í gegn og var stjarna mótsins er undan Flosa 966 frá Brunnum í Hornafirði. Fyrir þá sem eru orðnir mjög gamlir og farnir að gleyma enn meiru má rifja upp eldri hesta og atburði. Á landsmóti 1990 stóð Muni frá Ketilsstöðum, Austfirðing- ur í húð og hár, efstur í A-flokki gæðinga. Systir hans Hugmynd frá sama bæ var þar einnig í úrslitum. Á landsmóti 1986 voru austfirsk hross mjög áberandi, svo sem Flosi frá Brunnum, Hrefna frá Höfn og Máni frá Ketilsstöðum með af- kvæmum. Að lokum má rifja það upp að Fáksmenn hafa alltaf verið vel ríðandi á austfirskum hrossum og virðast þá hafa hlaupið yfir Ár- nessýsluna og aðrar sýslur Suður- lands í hrossaleit. Man einhver eftir hestum- eins og Kjarna frá Egils- stöðum, margföldum meistara og sigurvegara í B-flokki i Fáki og Á Austurlandi eru fá hross, segir Jens Ein- arsson, en betri en annarsstaðar. íslandsmeistara í tölti, Fjalari frá Fossvöllum, sigurvegara í A-flokki hjá Fáki og í toppbaráttu í fimm- gangi á HM í Danmörku 1989, Ogra frá Skipalæk Gísla B. Björns- sonar, sigurvegara í A-flokki hjá Fáki, einum mesta gæðingi sem lamið hefur göturnar í Víðidal og víðar og lamdi þær vel og lengi og síðast en ekki síst Kolbak frá Forn- ustekkjum í Hornafirði Bergs Magnússonar, sigurvegara í B- flokki hjá Fáki og stolt félagsins í mörg ár. Staðreyndin er sú að á Austur- landi eru fá hross, það er rétt, en þau eru, miðað við fjölda betri en annars staðar og það var ábyggi- lega það sem hann Þorkell vinur okkar meinti þótt það kæmi svona öfugt út úr honum og kannski hef- ur það verið illkvittin blaðamaður sem sneri svona upp á þetta. Að tamningamenn séu vondir á Aust- urlandi er auðvitað alveg rétt og undirstrikar það enn frekar hve hrossin er eðlisgóð að þau skuli standa svona upp úr sollinum. Að lokum vil ég þakka Þorkeli hlýleg orð í garð okkar Austfirðinga og get fullvissað hann um að við misskildum alls ekki hvað hann meinti þótt það liti svona asnalega út. Enginn ráðunautur, sem hefur átt þess kost að bjarga málum í 30 ár myndi segja svoleiðis nokkuð um eigin verk. Vil ég að allra síð- ustu bjóða hann hjartanlega vel- kominn á Fornustekka og fullvissa hann um að þar verður tekið vel á móti honum. Höfundur er framkvæmdastjóri FM á Fomustekkum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.