Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ovönduð vinnubrögð og villurök listrýnis ÞANN 18. mars sl. er einni síðu Morgunblaðsins varið ti! að „svara“ stuttri grein minni sem birtist 28. febrúar sl., þar sem ég mótmælti ósanngjamri og órökstuddri gagn- rýni Braga Ásgeirssonar sem birtist á Sjónmenntavettvangi Morgun- blaðsins þann 4. febrúar sl. Sem fyrr hefur listrýnirinn ekki gert minnstu tilraun til að leita sér upplýsinga máli sínu til stuðnings. Skrif hans eru dæmigerð ólgandi ringulreið gagnrýnislausrar hugsunar. Hann hikar ekki við að hamra á meiðandi ummælum um Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, stjómendur hans, nemendur og starfsmenn, sem hann viðhafði í grein sinni 4. febrúar sl. Ég verð hins vegar að stytta mál mitt því um birtingu skrifa minna gilda reglur Morgunblaðsins um há- markslengd aðsendra greina, á með- an hinn fasti listrýnir blaðsins getur látið dæluna ganga á „Sjónmennta- vettvangi" og endurtekið sig í sífellu, óháður takmörkunum um lengd. Bragi heldur því fram að ég hafí ekki lesið grein hans nógu vel er ég get þess að hann telji að um 50% nemenda við MHI sé ofaukið og þar með halli ég réttu máli með útúr- snúningi og ómerki þar með skrif mín. Hann telur sig í þessu tilfelli hvorki hafa „alhæft" né „fullyrt" og því til stuðnings birtir hann hluta eigin ummæla innan gæsalappa, en fer reyndar rangt með þau. Af þessum sökum þykir mér rétt að birta þessi ummæli Braga í heild svo lesendur geti séð hversu ómældan vel- vildarhug hann ber til skólans, en honum fa- rast svo orð: „Það er þó meginmarkmið hvers metnaðarfulls listaskóla, að rækta og halda í hæfileikafólk, og afdráttar- laus skylda kennara að leggja ekki einstaka nemendur í einelti fyrir aðr- ar skoðanir í listum og pólitík. Að mínu mati eru þeir kennarar óhæfir í starfi sem þannig ganga að nem- endum, og eins og vinnubrögðum og viðveru er háttað í sumum fram- haldsdeildum er allt að 50% nemenda ofaukið. Þokukenndar reglur fundar- haldafíklanna, sem heiðra meðal- mennskuna, skoðanale- ysið, þrælsóttann og þýlyndið halda þessu fólki því miður innan dyra. “ (leturbr.mín). Þetta eru ekki aðeins stóryrði heldur einnig ótrúlega rætin fullyrð- ing, sem beinist fyrst og fremst að ótilteknum fjölda samkennara hans og öllum yfirmönnum skólans. Endurteknum lítils- virðandi fullyrðingum um kennslu- og náms- fyrirkomulag í forná- msdeild skóláns hirði ég ekki um að svara, enda svaraði ég þeim í fyrri grein minni og standa þau svör óhögguð. Bragi mótmælir því að hann hafi tekið þátt í ákvörðun um að flytja annað ár fomámsdeildar til sérdeilda haustið 1981. Telur mig fara með klaufaleg ósannindi og seg- ist hafa á þeim tíma verið í leyfi frá skólanum. Það verður að teljast hlá- legt að hann skuli einnig í þessu til- felli slysast til rangrar staðhæfíngar því samkvæmt vinnuskýrslum starf- ÍSLENSKT MÁL ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 795. þáttur íslenskir höfundar voru orð- snjallir sem fyrr og síðar, þegar þeir bjuggu til orðið þágufall til þess að tákna það sem í lat- ínu er nefnt dativus. Sögnin do í latínu merkir að vísu að gefa, en sú athöfn verður erfið í fram- kvæmd, ef enginn er þiggjand- inn. Þágufall táknar auðvitað í hvers þágu eða óþágu eitthvað verður. Mjög oft er hægt að finna þágufall með því að setja handa framanvið. Ef ég segi: Hann smíðaði mér borð, gæti ég allt eins sagt: Hann smíðaði borð handa mér. Stundum fer þó illa á því að troða handa inn í slíkar setningar: Hann gat sér góðan orðstír. Þama á handa ekki heima, en merkingin er söm. Sér er þama þágufall til þess að tákna hver þiggur orðstírinn. Um þetta ætla ég ekki að gera langt mál né flókið að sinni. Tilefnið er hins vegar það, að mönnum virðist sjást yfír þessa gmndvallarmerkingu þágufalls: ins og fara þá að tala skakkt. í fréttum heyrði ég oftar en einu sinni að menn hefðu verið dæmdir fyrir að „draga að sér fé“. Þarna er forsetningunni að fullkomlega ofaukið, og hún er til bagalegra lýta. Menn draga sér(=handa sér) fé, ef þeir taka til sín meiri fjármuni en þeir hafa rétt til. Þetta er held ég dæmi um að fræðsla um grund- vallaratriði íslensks máls þarf að vera meira í tísku en hefur verið um sinn. Ég ætla í fram- haldi af þessum hugleiðingum að gefa orðið Eiríki Rögnvalds- syni málfræðingi sem segir það máli skipta ..að málkerfið haldist óbreytt í aðalatriðum. Þar er það líklega beygingakerf- ið sem við þurfum að beina at- hyglinni að. Það er vegna þess að eins og allir vita hafa beyg- ingar minnkað mikið í flestum Umsjónarmaður Gísli Jónsson 795. þáttur skyldum málum, og mætti því búast við tilhneigingu til sömu þróunar í íslensku. Það væri mikill skaði - ekki vegna þess að málið yrði eitthvað ljótara eða ófullkomnara við missi beyging- anna, heldur vegna þess að þá er hætta á að við myndum missa tengsl við allt sem hefur verið skrifað í landinu. Það er reyndar ekki gott að sjá að hve miklu leyti slíkt myndi gerast, og lík- lega myndi missir sjálfra beyg- ingarendinganna ekki vera aðal- atriðið í því máli, heldur þær breytingar aðrar sem óhjá- kvæmilega hlytu að fylgja í kjöl- farið á setningagerð og e.t.v. hljóðkerfi." (Sjá Andvara, 119. ár.) ★ Ósköp leiðist mér, þegar menn slá um sig hvað eftir annað með orðum sem ekki er vitað hvað merkja. Orðið ögurstund er allt í einu komið í tísku. Um merk- ingu þess er fullkomin óvissa. Það er í ævafomu kvæði, Völ- undarkviðu, einu stórbrotnasta og glæsilegasta dæmi íslenskra fommennta. Þar er slungið sam- an grimmd og blíðu, hrottaskap og nærfæmi og mörgu, mörgu öðm, sem aðeins veðmr skynjað. Þar er líka þessi alfræga mynd: Nóttum fóru seggir, negldar vóru brynjur, skildir bliku þeirra við inn skarða mána. Undir lok Völundarkviðu trúir Böðvildur föður sínum fyrir því að þau Völundur sætu saman „eina ögurstund" sem æva skyldi, því að eftir það gekk hún bami aukin. Ég hef enga útleið nema birta orðrétt það sem í bókum stendur, og er þá fyrst Ásgeir Blöndal: ögurstund ... Orðið kemur fyrst fyrir í Völund- arkviðu og merking þess um- deild. Til hefur verið að það merkti angursstund og væri sk. ögur ‘mæða,...’ og so. öfra ‘erta, ógna’ eða frygðar- eða losta- stuna sk. lo argur og gr. órkhis ‘hreðjar’. En orðið fínnst enn í mæltu máli og merkir stutta stund, stund tengda sjávarföll- um, einkum útfalli. Orðið er líkl. sk. ögur (5) ‘útfall’ (s.þ.) og ögra s. ‘falla út; lóa við stein,...’.“ Þá Árni Böðvarsson: „tíminn frá því hálffallið er út og þangað til fer að falla að aftur; liggjandinn um háfjöru: ótrygg er ögurstundin; stutt stund. 2 *angursstund, -yrði H (FT) ögrunarorð, hótanir." ★ Jón Hilmar Jónsson hefur þann viturmannlega hátt á, að taka orðið ekki upp í Orðastað. Ég bið menn svo að gaspra ekki með þetta orð, enda á Völund- arkviða annað og betra skilið. ★ Vilfríður vestan kvað: í Belgsey var Brynjólfur kantaði sem bláspólusamstaeðu pantaði, svo gekk hann af trúnni, og guðlausri frúnni hann gerði allt sem dömuna vantaði. ★ „Var hann maðr meðallagi á hæð, toginleitr, grannlegr ok óstyrkr, smágjörr um alla hluti, en þó nokkut hvatvís ok ætlaði sér meira en hann var vel færr um ... þeir frændr voru bólu- grafnir allir ok rómdigrir. Bjöm hafði verit við kaupmannsskap ok græðt fé mikit, hann var djarfr ok hvatr til alls, ok snarpr atgöngu, heldr lítill vexti.“ (Jón Espólín, XIII, 8-9). ★ Unglingur utan -sendir, og umsjónarmaður birtir með sem- ingi: Úlfhildur keypti sér ullarband, úr því tókst henni að pijóna á Brand svo kostvæna brók, að hún kyijaði á bók: Hver á sér nú fegurra fóðurland? ★ Hátt settur maður sagði í sjónvarpsviðtali: „Ég er al- ménnt (auðkennt hér) þeirrar skoðunar. ..“ Umsjónarmaður spyr: Er þetta einum manni unnt? Ég er ósáttur við, segir Björgvin Sigurgeir Haraldsson, að Bragi Ásgeirsson noti aðstöðu sína sem útrás fyrir per- sónulega óánægju. aði Bragi einmitt við MHÍ veturinn 1981-1982. Þennan vetur var Bragi ekki einungis við kennslu heldur sat hann einnig í skólastjóm, eins og ég benti á í fyrri grein minni. Minni Braga er greinilega ekki óskeikult og má því ætla að annar málflutning- ur hans sé í samræmi við það. Bragi telur sig ekki vera að mis- nota stöðu sína sem „listrýnir, að segja frá staðreyndum sem við blasa og deila á það sem miður fer í mikil- vægasta sjónmenntaskóla landsins“ og telur það í fullu samræmi við málfrelsi. Það er ekki spurningin um málfrelsi sem málið snýst um. Eng- inn efast um málfrelsisrétt Braga. Það eru vinnubrögð hans við gagna- öflun og framsetning hans á gagn- rýni sem er á engan hátt samboðin föstum greinahöfundi sem vill láta taka sig alvarlega. Manni í slíkri stöðu er ekki samboðið að byggja aðfínnslur sínar á sögusögnum og órökstuddum fullyrðingum þegar honum er bæði fijálst og Ieikur einn að afla sér réttra upplýsinga. Sem fyrr verður Braga tíðrætt um brottrekna nemendur. Hann segir þijá nemendur hafa verið rekna af sama kennaranum í vetur. Ég á sæti í skólastjórn og veit því eins og allir aðrir yfirmenn deilda skólans, að enginn hefur verið „rekinn" úr skól- anum í vetur. Það er undarlegt hversu Braga er umhugað um að telja lesendum Morgunblaðsins trú um að innan veggja MHÍ sé að fínna kennara sem reki nemendur mis- kunnarlaust fyrir skoðanir þeirra, falli þeim þær ekki i geð. Einn nem- andi féll út af nemendaskrá sl. vor af ótilgreindum ástæðum og gat hann því ekki hafið nám á síðasta hausti þar sem honum láðist að anga frá sínum málum í tæka tíð. ljósi þess að umræddur nemandi er sonur Braga gerði ég það að umtalsefni í fyrri grein minni, að vafí gæti leikið á hlutleysi í „gagn- rýni“ hans á málefnum skólans. Enda benda stóryrði hans um að nemendur séu lagðir í einelti vegna skoðana sinna, brottrekstur þeirra af sömu ástæðum, ávirðingar um meðal- mennsku, þrælsótta og þýlyndi og umbúðavæðingu svo fátt eitt sé nefnt, til þess að orðavalinu ráði fremur tilfínningar en rökræn hugs- un. í fyrri grein minni andmælti ég á engan hátt rétti Braga til „að fá að viðra skoðanir sínar svo sem þekk- ing, vit og reynsla bjóða honum“, eins og hann orðar það. Mér finnst hins vegar að lesendur eigi rétt á að vita hver sú þekking, vit og reynsla er sem býr að baki skrifum gagnrýnandans. Ég benti á að Bragi kysi að ræða afgreiðslu skólastjórnar á tilteknu máli án þess þó að upp- lýsa lesendur um að þar gæti hann ekki komið fram sem hlutlaus gagn- rýnandi, enda þótt ég greindi þá ekki nánar hver þau tengsl væru. Lesendur geta nokkurn veginn getið sér til um „þekkingu" og „vit“ mynd- listarmannsins og gagnrýnandans, en fáum býður í grun að listrýnirinn og kennarinn eigi persónulegra hags- muna að gæta í þeim málum sem hann gerir að umtalsefni. Ég er ein- faldlega ósáttur við að Bragi, sem er launaður listrýnir Morgunblaðsins, leyfí sér að nota aðstöðu sína til að fá útrás fyrir persónulega óánægju undir því yfírskini að um sé ab ræða almenna umíjöllun listrýnis um mál- efni „mikilvægasta sjónmenntaskóla landsins" eða „rýni á mikilsverða hluti í þjóðfélagsuppbyggingunni", eins Bragi nefnir skrif sín. Bragi segir í upphafí greinar sinn- ar að í svargrein minni felist ekki „sú tegund rökfræði" sem hann aug- lýsti eftir í upphafsgrein sinni. Til- efni skrifa minna voru vinnubrögð Braga í umfjöllun hans um MHÍ og þá sérstaklega rökleysa skrifa hans. Ef Bragi telur að í greinum hans felist rökfræði, held ég að honum væri hollt að endurmeta skilning sinn á rökfræði og hafa þá í huga að mönnum er nauðsynlegt að geta fært rök fyrir máli sínu ef taka á mark á þeim. Mér er til efs að ég hafí nokkra löngun til þess að „rök- ræða“ við Braga hvorki um málefni MHÍ eða önnur. Enda sýnist mér full þörf á að Bragi styðji mál sitt haldbetri rökum en honum hefur tek- ist í skrifum sínum um Myndlista- og handíðaskóla íslands. Höfundur er myndlistarmaður og deildarstjóri fornimsdeildar Myndlista- og handíðaskóla íslands. Listsýning í Þingholt- unum — Hugleiðing Bullandi list er í geninu, segir Steingrímur St. Th. Sigurðsson, sem hér fjallar um sýningu Halldórs Kristinssonar. í ÞINGHOLTUM, þessu ástsæla hverfí margra gamalla Reyk- víkinga, við Hallveig- arstíg er silfursmiður- inn í hverfínu að sýna myndir eftir sig. Hann heitir Halldór Kristins- son og þykir listrænn á sínu sviði, í gull- og silfursmíðinni. Nú læt- ur hann málverkin tala, með því að sýna þau almenningi. Hann er að yfírgefa hverfíð og spilar því útgöngu- versið með þessari sýn- ingu sinni. Móðurbróð- ir hans var Ámi heitinn Óla, sem var listrænn penni og gerði Lesbók Halldór kristinsson ÞESS A mynd af lista- manninum teiknaði Gylfí Gislason myndlistarmað- ur fyrir nokkrum árum. í olíu, akríl, vatnslitum, ritblýi, túss og pastel. Þær eru sérstæðar, til að mynda Fallandi lauf, og ekki síður forvitnilegar eru myndimar Malargr- ús í Grímsnesinu, Bakgarður við Ránargötu, Kinnarfjöll (góð kom- pósisjón). Það er hljóðleiki yfír þess- ari sýningu og listrænn smekkur á köflum, enda hefur Halldór fengið orð á sig fyrir að vera listrænn í gull- og silfursmíði. Stundum hefur maður það á tilfinningunni, að Halldór sé skúlptúristi. Það vill svo til að undir- skráður var með vinnu- stofu öndvert við göt- una (nr. 7) en skyld- leiki við Halldór er mik- ill. Hann er þremenn- ingur við greinarhöf- und. Faðir Halldórs, Kristinn Jónsson kaup- maður á Húsavík, og móðir greinarhöfund- ar, Halldóra Ólafsdótt- ir, vom systkinaböm (Mýrarhús-Nýibær). í fyrra var vinnuslotið yfirgefíð og Halldórs frænda jafnframt saknað. Þess er að Morgunblaðsins að klassík. Bróðir Halldórs er Jón Kristinsson, sem gerði Rafskinnu úr garði af miklum drátthagleik eins og frægt er. Afi Halldórs var Jón Arason prestur, bróðursonur Matthíasar Jochums- sonar skálds. Það leynir sér ekki, að bullandi list er í geninu. Þessar myndir Halldórs em unnar vænta að þessi listamaður af guðs náð haldi áfram að skapa myndir enda þótt hann hafí yfirgefið Þing- holtin. Sýningu Halldórs lýkur laug- ardaginn 6. maí. Að Hæðardragi Höfundur er myndlistarmaður og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.