Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 33 Gerald Rainhold Hasl- er var fæddur á ísafirði 28. septem- ber 1929. Hann lést í Inzell í Þýskalandi 25. mars sl. Minn- ingarathöfn um hann fór fram í Inz- ell 29. mars sl. en útför hans fór fram frá Fossvogskirkju 19. apríl. FRAM í hugann ryðj- ast ýmsar æskuminn- ingar frá því hlýinda- tímabili sem yfir ísafjörð gekk á fertugasta og í byijun fimmtugasta áratugarins, þegar smápúkar hlupu um á stuttbuxum frá því í maí og fram á haust og sumarið var eilíft sólskin, ekki var enn búið að finna upp dagheimili, leikskóla, leikvelli og annan óþarfa og orðið barna- heimili hafði allt aðra merkingu í málinu, en það hefir í dag. Athafna- svæði fullorðna fólksins var leikvöll- urinn ' okkar, bátar, bryggjur, fjaran, og klifurgrindin var háar byggingar og húsaþök. Á góðviðris- dögum léku allir sér saman, Albolt- inn var leikinn ýmist í Brunngöt- unni eða Aðalstrætiriu og boltinn sleginn alla leið frá Ólafs Skjaldar- búð og upp að Óla Kára eða Prófess- or, allir léku með, fullorðið fólk jafnt sem smá börn, þau yngstu voru ýmist ST eða Gullið hennar mömmu sinnar. 1 Á þessum friðsælu árum voru nær öll börn á ísafirði fátæk og þeir sem meira máttu sín reyndu að gæta þess að láta það ekki koma fram, hvorki í klæðaburði né óhóf- legu eftirlæti, við fundum því ekki eins fyrir nöturlegri fátæktinni og vorum sæl og glöð og undum vel við okkar. En svo kom stríðið. Á þeim heim- ilum sem ég umgekkst mest var stuðningurinn við Þjóðverja yfir- gnæfandi og menn biðu þess eins að þeir lykju styrjöldinni með sigri. Á stofuvegg í því húsi, sem ég undi mest, hékk risastórt landakort af vígvellinum í Evrópu, alsett smáum pijónum, ýmist merktum með hakakrossinum eða þjóðfánum andstæðinganna, pijónamir voru síðan færðir til eftir því sem fréttir bárust af vígstöðunni. Radíóamat- örar vöktu næturlangt til að fá nýjustu og réttustu fréttir og ákveð- ins trega gætti við það að færa til baka pijónana sem merktir vom með hakakrossinum, ef svo bar undir að undanhald hefði orðið, — helst ekki fyrr en fréttir hefðu feng- ist staðfestar og þá jafnvel ekki færðir alveg strax. ísafjörður var hernuminn af tveim Bretum sem aðsetur höfðu á Hjálpræðishernum til að byija með. Isfirðingar sniðgengu þá yfirleitt enda fyrirsjánlegt að þeir mundu ekki sigra í þessu stríði. Á fjöida húsa var límd aflöng pappírsörk með breiðri rauðri ör og undir stóð: Til næsta loftvarnarbyrgis. Við krakkarnir gerðum grín að þessu, eins og að það kæmi einhvern tím- ann til mála að ísafjörður drægist inn í stórveldaátökin — en við vorum svo sannarlega börn. Góðviðrisdag þann 10. júlí 1940 flaug sú frétt um bæinn að enskur tundurspillir væri að sigla inn Sund- in, allir sem rólfærir voru fleygðu frá sér verkum sínum og hlupu til að fylgjast með eins og þá var lenzka, ungir sem gamlir, fremstir fóru þeir sem sprækastir voru, böm drógust aftur úr, gamalmenni síð- ust; þegar þeir fyrstu voru komnir niður á Hæstakaupstaðarbryggju var einfættur maður enn við BP tankinn. Ég hljóp eins og aðrir eins og ég ætti lífið að leysa, þegar ég kom á móts við Mjósundin sá ég skipið, — þvílík boðaföll og ógnar- hraði ábyggilega ekki minna en 17 eða 18 mílur. Þegar ég var kominn niður fyrir olíuportið varð mér und- arlega við, skipið hafði rétt silast inn fjörðinn, þrátt fyrir þessi líka boðaföll, þarna upplifði ég fyrstu reynsluna af stríðsleik, boðaföllin voru máluð á skipið til að villa um fyrir and- stæðingunum. Ég hljóp áfram, rétt fyrir fram- an mig var stálpaður strákur sem ég þekkti og þekki enn, mikill ágætis maður; öll þvagan þyrptist niður eftir tanganum. En einn var sá sem barðist á móti straumnum, 10 ára gamall drengur á litla hjólinu sínu, sem var löngu orðið allt of lítið, hann hjólaði þarna allt hvað hann mátti á móti straumnum, þegar hann kom til móts við þennan stálp- aða pilt hrópaði sá til hans: „Já, flýttu þér heim, þeir eru komnir til að taka hann pabba.þinn“. Dreng- urinn stöðvaði hjólið sitt hjá mér, enda vinur minn, hann sat á hnakknum og stóð í báða fætur á þessu allt of litla hjóli, ég lagði höndina á stýrið, hann beit í neðri vörina, og efri vörin titraði dálítið, það voru einhvetjar viprur við munnvikin og það var ekki laust við að það væri raki í augnhvörmun- um. Við stóðum svona dágóða stund, mig langaði til að segja eitt- hvað hughreystandi við hann, en ég átti engin orð, hann rauf síðan þögnina og sagði: „Far þú niður eftir og gáðu hvað skeður." Ég hljóp áfram eins og allir hinir. Skipið lagðist að Hæstakaup- staðarbryggjunni, landgangi var skotið á land, hermaður með byssu um öxl tók sér stöðu við landgang- inn, Isfirðingar fylltu bryggjuplanið og þeir mynduðu stóran hálfboga umhverfis landganginum, — best að hætta sér ekki of nærri, maður- inn var með byssu. Frakkur dreng- ur gekk upp að hermanninum, hló og benti á húfuna. H.M.S. stóð gullnu letri á henni, drengurinn tók sér stöðu við hlið hermannsins sló saman hælunum að hermannasið, svo stóru stígvélin hennar systur hans slömpuðust um granna legg- ina. „H.M.S. Heimsins Mesti Sauð- ur,“ sagði hann um leið og hann bar höndina upp að enninu. Þetta var spegill tíðarandans þá. Ein- hveijir fulltrúar heimsveldisins gengu um borð, annað skeði ekki. Það var svo ekki fyrr en seinni- partinn þennan miðsumardag, að hátt settur hermaður með þijá slíka að baki sér kvaddi kurteislega dyra hjá Hásler hjónunum til að tilkynna honum, konunni og börnunum að þeir væru komnir til að nema hús- bóndann á brott og færa hann í fangabúðir í Englandi. Þessi feiti góðlátlegi maður fékk nokkrar klukkustundir til að ganga frá ver- aldlegum eigum sínum, svo sem að selja bakaríið sem hann hafði kom- ið upp og var orðið frægt víðar en um Vestfirði og kveðja fjölskyldu sína, á miðnætti skyldi hann mæta til skips, engin vissi hvort hann ætti afturkvæmt til Isafjarðar. Það er svo ári síðar, það er laug- ardagskvöld 8. júní 1941 aðfaranótt sjómannadagsins. Það er dansleikur á Uppsölum, upp úr miðnætti ganga inn í danssalinn borðalagður sjóliðs- foringi og undirmenn hans, þeir ganga inn á dansgólfið, fólkið víkur til hliðar, það er óvant slíkum uppá- komum, þeir ganga inn á mitt dans- gólfið að ungu pari sem er að dansa, Ilse Hásler og Mugg. Sjóliðsforing- inn borðalagði klappar létt á öxl ungu stúlkunnar, rétt eins og hann sé að bjóða henni upp í dans, hún er leidd burtu í hermannafylgd, hún skal í fangelsi í Englandi. í Aðlstræti 20, húsi frú Hásler, vaknar fólkið af nætursvefni bjartr- ar sumarnæturinnar við það að knúð er dyra, nú er ekki bankað kurteislega, heldur barið í hurðina með skambyssuskefti, svo að glym- GERALD HÁSLER MINNINGAR ur undir í götunni. Lítill ellefu ára gamall drengur fer fram úr og gægist út um með gluggatjöldun- um, hann verður felmtri sleginn, úti fyrir er húsið umkringt af fimmtán eða tuttugu hermönnum með alvæpni, á grúfu við Aðal- stræti 15 liggur maður með hríð- skotabyssu og miðar á húsið, drengnum finnst að það sé miðað á sig, honum verður mikið um, — verðum við skotin? Það er lítill nið- urbrotinn drengur sem heldur sér í slopp móður sinnar þegar hún opnar dyrnar, að baki stendur syst- irin á fermingaraldri. Frúnni er les- in einhver stutt tilkynning, sem fer fyrir ofan garð og neðan, síðan ryðjast inn offísérinn og nokkrir aðstoðarmenn hans, bækur eru rifn- ar úr hillum, gólfteppum er lyft, rifnar eru út skúffur og innhaldinu hvolft á gólfið, gramsað í öllu, leit- að alls staðar, — jafnvel saltstauk- urinn er tæmdur og gramsað í inni- haldinu, í vonlausri leit að einhveiju sem ekki er til. Frú Hásler er gefinn tveggja tíma frestur til að taka saman pjönkur sínar, hún skal í fengelsi í Eng- landi, dóttirin Guðrún á fermingar- aldri er send út í pakkhús til að ná í ferðatösku fyrir móður sína og ílse systur sína, — ein? Nei, ein fær hún ekki að fara, yfir henni stendur ógnvænlegur vopnaður hermaður, hún skal alls ekki fá tækifæri til að koma undan einhveijum gögn- um, leyna einhveiju, eða stínga af. Tæpum tveim tímum síðar gengur frú Hásler umkringd vopnuðum hermönnum upp Aðalstrætið á ísafirði, sonurinn situr einn heima og grætur, dóttirin neitar að verða eftir, hún ætlar með mömmu hvað sem það kostar, hún er komin hálfa leið til skips, rígheldur sér í kápu hennar, þegar að tilkynning berzt viðkomandi offiserum — engin börn. Við Fell er hún rifin með valdi frá móðurinni. Þegar skipið siglir út Sundin á ísafirði með ís- fírsku fangana, — alla saklausa af meintum skeytasendingum sem hjuggu stór skörð í skipalestir til Múrmansk, — sitja tvö lítil hnípin börn ein og yfírgefin heima, á heim- ilinu sem nú hefir verið lagt í rúst. Æskan er búin. Ekki er vitað til að neinar ráð- stafanir hafa verið gerðar vegna þeirra, ekki af ríkisstjórn íslands, ekki af bæjarstjórn Ísaíjarðar, til þess að ákvarða hvernig skuli kom- ið til hjálpar þessum tveim ungu einstaklingum. Það sem verður þeim til hjálpar er hugulsemi og góðvild nokkurra ísfirskra bæj- arbúa, fyrst og fremst ungs manns sem hafði verið sendisveinn í bak- aríinu hjá Hásler, Óla Sigmunds og Ástu systur hans, sem komu til bamanna um nóttina og tóku þau heim til sín. Sagt er að tíminn lækni öll sár, það er ekki rétt, svo djúp geta sár- in orðið að ekki dugi mannsaldur til að lækna þau. Gerald skóp sjálfum sér ákveðin lögmál að lifa eftir. Treystu engum — opnaðu ekki hjarta þitt fyrir nokkrum manni, — bijóttu aldrei allar brýr að baki þér — eyddu ekki um ráð fram, — safnaðu í sjóð, til að tryggja fjölskyldu þinni mögu- leika til að takast á við hið óvænta í þessari veröld sem engu eirir — gerðu engan að vini þínum eða trún- aðarmanni fyrr en þú hefir þraut- reynt trúmennsku hans. Það fór þó svo að vinur minn, Gerald, slakaði á þessum lífsskoð- unum þegar tímar liðu fram og vin- irnir urðu smá saman fleiri og fleiri, hann gat svo sannarlega virkað hryssingslegur í viðmóti, en þeir sem næst honum stóðu hlógu í huga, því þeir vissu að þetta viðmót var aðeins gríma, að undir niðri sló stórt viðkvæmt og auðsært hjarta og ef á reyndi var enginn fljótari upp með budduna til að hjálpa ef í nauðirnar rak. Faðir hans, Hans Georg Hásler, dvaldist í fangabúðum Englendinga þar til Samveldislöndin gerðu með sér Yalta samkomulagið, þá skyldi föngum og flóttamönnum hvers og eins skilað til síns heima, þar urðu einhver nöturlegustu skilin á stríðs- tímanum í lífi Hans Hásler, menn ætluðu að nú yrði hann sendur heim til íslands, þar átti hann fjölskyldu og þar hafði hann verið tekinn til fanga, en svo fór ekki. Þessi maður sem særst hafði í styijöldinni 1914-18 og fengið nóg af hörmung- um stríðsins settist að á ísafirði 1928 á hjara veraldar, í þeirri von að mega eiga friðvænlegt ævikvöld með fjölskyldu sinni, fjarri öllu hernaðarbrölti. Herveldin fundu út að hann mundi fæddur í Dresden, þangað skyldi hann sendur í fanga- skiptum rétt fyrir stríðslok, á þeim upplausnartímum sem í hönd fóru fann hann enga ættingja í Dresden, þar var hann svo einn og yfirgefinn þegar þúsundum tonna af afgangs- sprengjum sigurvegaranna var hvolft yfír borgina og hún lögð í rúst, hvergi skjól að fá og engan mat. Hans Hásler komst ekki heim til ísafjarðar fyrr er 1947 og þá brotinn maður og tættur, nánast eins og gangandi beinagrind. Þó að fjölskyldan væri öll af vilja gerð til að hefja nýtt líf á rústum þess gamla tókst það ekki, styrjöldin hafði valdið þeim sárum sem ekki gátu gróið. Mér hefir orðið tíðrætt um for- eldra Geralds Hásler í þessum minningarorðum mínum um einn minna bestu vina og hin grimmilegu örlög þeirra og barna þeirra, ég vildi freista þess að leiða lesandann á vettvang þeirra níðangurslegu örlaga sem hann upplifði. Þeir sem ekki þekktu Gerald nema af stutt- aralegum kynnum gerðu sér oftast nær alranga mynd af honum, fannst hann harðneskjulegur og jafnvel hryssingslegur, héldu jafnvel að hann væri kaldur og tilfinninga- laus; þetta er röng mynd. Hann var mjög agaður maður og krafðist þess sama af öðrum, hann fyrirleit orð eins og aumingja- skap og uppjöf, þau orð voru hrein- - lega ekki til í hans orðabók. Fjölskyldur okkar Geralds flutt- ust suður um svipað leyti, hinn gamli vinskapur okkar óx með ár- unum, aldrei var haldin svo veizla hjá öðrum okkar, hvort heldur var ferming, skím eða brúðkaup, að ekki væru báðar fjölskyldur við- staddar. Margar stundimar áttum við saman bæði á heimilum hvors annars, í sumarbústað hans í Þrast- arskógi og síðan á heimili þeirra_* hjóna í Þýskalandi. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál og létum okkur ekkert mannlegt óviðkom- andi í samræðum okkar. Hjá því gat ekki farið að stundum hlypi okkur kapp í kinn og hitnaði stund- um í hamsi, þegar skoðanir okkar skömðust, og þá sérstaklega ef stjórnmál bar á góma. Ef Gerald varð reiður, eða sárnaði, stóð hann upp fór inn á snyrtingu og þvoði sér um hendurnar, — jafnvel tvisvar — ef mikið lá við, kom síðan bros- andi út aftur og þá var auðvelt að taka upp léttara hjal um annað efni. Með innilegt þakklæti og virð- ingu í huga kveð ég þennan vin minn og þakka fyrir samfylgdinar— Eftirlifandi eiginkonu, börnum og barnabörnum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ég sakna hans mjög, hann var drengur góður. Jón Aðalbjörn Bjarnason. t Guói þóknaðist að kalla aftur til sín þjón sinn, séra FRANS VAN HOOFF kaþólskan prest í Karmelklaustrinu, Hafnarfirði, sem andaðist þann 4. maí 1995 í St. Jósefsspítala í Jerúsalem. Prestarnir. t Elskulegur föðurbróðir minn, mágur og fósturfaðir okkar, GUÐMUNDUR JÓHANNESSON frá Skárastöðum, sfðast til heimilis á Nestúni 4, Hvammstanga, lést í Sjúkrahúsinu, Hvammstanga, aðfaranótt 5. maí. Unnur Sveinsdóttir, Ása Sigríður Stefánsdóttir, Herborg Ólafsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Pétur Seatran. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GÍSLI ÞORSTEINSSON fyrrverandi bæjarverkstjóri, sem lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 30. apríl, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju mánudaginn 8. maí kl. 14.00. María Hallgrímsdóttir, Elfn Gfsladóttir, Óskar R. Jakobsson, Gísli Þór Gfslason, Bylgja Möller, Þóra Steinunn Gísladóttir, Þórhallur Höskuldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Í Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Litlu Sandvík. Guðmundur Sæmundsson, Kristín Eyjólfsdóttir, Þorvarður Særnundsson, Ásta Lára Leósdóttir, Gunnar Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.