Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR SIG URJÓNSDÓTTIR 1945. Þau áttu tvö kjörbörn, Gunnar bónda á Hurðarbaki, kvæntan Ásthildi Thorsteinson og eiga þau tvö börn og eitt bamabarn, og Þóra, gifta Einari Sigurjóns- syni lögfræðingi, og eiga þau tvö börn. Útför Sigríðar fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. BÆRINN Hurðarbak í Reykholts- dal stendur undir fallegu felli, gömlu bæjarhúsin komin til ára sinna, líklega 150 ára gömul, hvera- reykurinn liðast upp úr bæjarhvem- um og segir heimilisfólkinu af hvaða átt vindurinn stendur eða hvort það er einfaldlega logn, hverabrauðin malla rólega í hvem- 'um og Hvítáin rennur straumþung niður fyrir Kljáfoss. Þær em marg- ar góðar minningamar frá þessu fallega umhverfi og því góða fólki sem þama hefur búið. í dag kveðjum við húsfreyjuna á Hurðarbaki, frænku okkar, Sigríði Siguijónsdóttur, en við vomm bræðradætur. Sigga frænka hefur búið á Hurðarbaki ásamt eigin- manni Sínum Bjama Þorsteinssyni í 50 ár en þau tóku við búi af for- eldrum Bjarna, þeim þorsteini Bjamasyni og Guðrúnu Sveinbjam- ardóttur árið 1945, sama ár gengu þau í hjónaband og áttu þau 50 ára hjúskaparafmæli þ. 21. apríl sl. Bjami er fæddur á Hurðarbaki 5. desember árið 1912. Sigga frænka fæddist í Reykja- vík 21. mars 1916, foreldrar hennar vom þau Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir, f. 31. mars 1892 á Akranesi d. 8. júní 1975 í Reykjavík og Siguijón Fjetursson iðnrekandi á Álafossi f. 9. mars 1888 í Skildinganesi d. 3. maí 1955 í Reykjavík. Hún var elst þriggja bama Sigurbjargar og Sig- uijóns, næstur er Pétur f. 30. júlí 1918, kona hans er Halldóra Guð- johnsen en yngstur var Ásbjörn f. 26. mars 1926, d. 7. júlí 1985, hans kona er Ingunn Finnbogadótt- ir, þá ólst upp á heimilinu fóstur- dóttirin Sæunn Jónsdóttir, f. 14. desember 1914, d. 26. mars 1990. Sigga ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík og á Ála- fossi. Hún gekk í Verslunarskóla ís- lands, útskrifaðist það- an árið 1933, lauk síð- an kennaraprófi með íþróttir sem sérgrein, stundaði framhalds- nám bæði í Englandi og Danmörku. Að námi loknu kenndi hún sund við íþróttaskóla föður síns á Álafossi en árið 1937 réðst hún sem sundkennari við Sund- höll Reykjavíkur og var skipuð forstjóri Sund- hallarinnar árið 1943, því starfi gegndi hún til ársins 1945, er hún giftist Bjarna og gerðist bóndakona í sveit. Heimilið þeirra Siggu og Bjarna á Hurðarbaki var sannkallað menn- ingarheimili, annálað fyrir gestrisni og höfðingsskap, gestagangur mik- ill enda hjónin mjög vinamörg, maður furðaði sig stundum á fjöld- anum sem komst fyrir í stofunum, húsfreyjan lék á als oddi, galdraði fram úr erminni á augabragði góm- sætar veitingar, virtist alltaf hafa nægan tíma til að spjalla við gesti sína, það var eins og hún gæti gert alla hluti samtímis og hefði ekkert fyrir því. Já, það sópaði svo sannarlega að henni Siggu frænku. Hún var hávaxin og virðuleg í fasi, einstak- lega glaðvær, smitaði alla með sín- um dillandi hlátri, það leiddist eng- um í návist hennar. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir og lét þær í ljós, hún læddist ekki með veggjum held- ur kom til dyranna eins og hún var klædd, hún var mjög traust og trygglynd, maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. Áhugamálin voru íjölmörg, þú komst hvergi að tómum kofanum hjá henni, hún var víðlesin og greind kona. Hún starfðai mikið að félags- og menningarmálum, hún átti um árabil sæti í skólanefnd Húsmæðra- skólans á Varmalandi, sat í mörg ár í stjórn Sambands borgfirskra kvenna og var formaður þess 1962- 1968. Hún var virkur félagi í Kven- félagi Reykdæla og í Kvenfélaginu Hringnum í Reykjavík. Við erum mörg sem minnumst með hlýhug sumardvalar á Hurðar- baki, þetta heimili var okkar annað heimili þá og ævinlega síðan. Árið 1956 komu tveir sólargeisl- ar inn í líf Siggu og Bjama er þau tóku að sér bömin tvö, Gunnar og Þóru. Þau ólust þar upp við mikið ástríki foreldra sinna. Gunnar hefur nú tekið við búinu á Hurðarbaki, kvæntur Ásthildi Thorsteinsson og eiga þau 4 börn og eitt barnabam. Þóra er hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Einari Siguijónssyni + Sigríður Sigur- jónsdóttir hús- freyja á Hurðar- baki, fæddist 21. mars 1916. Hún lést 30. apríl sl. Foreldr- ar Sigríðar voru hjónin Siguijón Pétursson á Ála- fossi og kona hans, Sigurbjörg Ás- björasdóttir. Sig- ríður giftist Bjaraa Þorsteinssyni bónda á Hurðar- baki hinn 21. maí t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTBJARGAR BJARNADÓTTUR frá Gerðistekk i Norðfirði, til heimilis í Víðimýri 8, Neskaupstað. Sigurður Önundarson, börn, tengdabörn og barnabörn. Lýður Pálsson, Steinn Þorgeirsson, Svanhildur Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR lögfræðingi og eiga þau 2 börn. Síðustu mánuðina hafa Sigga og Bjarni dvalið á Dvalarheimilinu í Borgarnesi. Hverareykurinn heldur áfram að liðast upp úr bæjarhvernum á Hurð- arbaki, næstu kynslóðir munu fylgj- ast með vindáttinni og baka hvera- brauðin á sama hátt og forfeðurnir. Við kveðjum Siggu frænku með söknuði. Unnur og Guðrún Einarsdætur. Við fráfall æskuvinkonu minnar Sigríðar Siguijónsdóttur rifjast upp margar góðar minningar. Sigga, eins og hún var kölluð af vinum sínum, ólst upp á merkisheimili for- eldra sinna, Sigurbjargar Ásbjörns- dóttur og Siguijóns Péturssonar, ásamt bræðrum sínum Pétri og Ásbirni og fóstursysturinni Sæunni. Milli fjölskyldna okkar voru góð tengsl og vinátta. Á heimili hennar ríkti andi þjóðhollustu og var kjör- orð Ungmennafélags íslands, „Heil- brigð sál í hraustum líkama“, í heiðri haft. Siguijón var þjóðkunnur maður, ekki síst fyrir áhuga sinn á íþrótt- um, sjálfur var hann afreksmaður á því sviði. Hann stofnaði íþrótta- skóla á Álafossi, en þar starfrækti hann Klæðaverksmiðjuna Álafoss. Sigga var snemma stoð og stytta pabba síns og kenndi við íþrótta- skólann og sundlaugina. Árið 1929 var hún kjörin Sunddrottning ís- lands eftir að hafa sigrað í bringu- sundi, sem þreytt var í sjónum við Örfírisey. Eftir að hafa lokið prófí frá Verslunarskóla íslands lá leiðin til London og síðan til Danmerkur á íþróttaskólann í Ollerup. Hún kenndi svo leikfími við Kvennaskól- ann í Reykjavík og sund í Sundhöll Reykjavíkur. Árið 1943 var hún skipuð forstjóri Sundhallarinnar. Þegar ákveðið var að senda böm í sveit á stríðsárunum var hún beð- in um að fara í Reykholt í Borgar- fírði ásamt Þórhildi Ólafsdóttur, sem var forstöðukona Sumargjafar, með hóp bama til dvalar. Þetta urðu tvö sumur. Á þeim tíma kynnt- ist hún myndarlegum og elskuleg- um manni, Bjarna Þorsteinsáyni frá Hurðarbaki í Reykholtsdal. Þau giftu sig 1945 og tóku við búi að Hurðarbaki. Þar hefur höfðingleg gestrisni og alúðlegt viðmót ráðið ríkjum og hafa margir notið þess, ekki síst böm og unglingar, sem mörg hafa dvalið sumarlangt og eiga þaðan góðar minningar. Þar á meðal em dætur okkar Hannesar, Una og Guðrún, sem nutu þar frá- bærrar hlýju og vináttu hjónanna og barna þeirra Þóru og Gunnars. Vinkona mín var mjög félagslynd kona og tók virkan þátt í framfara- málum sveitar sinnar, svo sem skóla- og íþróttamálum. Formaður Sambands borgfirskra kvenna var hún árin 1962-1968. Hér í Reykjavík höfum við nokkr- ar vinkonur starfað saman í sauma- klúbbi um árabil og söknuðum við Siggu þegar hún flutti í Borgar- fjörðinn. Sambandið rofnaði þó ekki, síður en svo. Hún var dugleg að drífa sig í bæinn og vera með okkur alltaf þegar tilefni og tæki- færi gafst. Eins var tekið rausnar- lega á móti okkur að Hurðarbaki alla tíð. Til liðs við Kvenfélagið Hringinn gekk hún ásamt okkur vinkonunum fyrir meir en 50 árum, og hún bar hag félagsins og málefni þess mjög fyrir bijósti og veitti því styrk og stuðning. Það hefur aldrei verið deyfð í návist Siggu vinkonu minnar. Með sínum glaða hlátri og Ijúfa viðmóti hreif hún fólk með sér og var oft hrókur alls fagnaðar. Á góðra vina fundum, þar sem mikið var hlegið og sungið, settist Sigga gjaman við píanóið, henni var margt til lista lagt. Hún hafði yndi af söng og tók þátt í kórstarfi, meðal annars sungu þau Bjarni í kirkjukór Reykholts- kirkju. Á okkar yngri árum fórum við Sigga í ferðalög í hópi vina með Ferðafélagi íslands eða í skíðaferð- ir. Þá var oft glatt á hjalla og margs að minnast frá þessum dögum. Sigga og Bjarni voru einstaklega höfðingleg hjón og sópaði að þeim hvar sem þau fóru. í heilsuleysi vinkonu minnar síðustu árin var Bjami henni stoð og stytta og mat hún það mikils. Elsku Bjarni, við Hannes og börnin okkar viljum að lokum þakka ykkur Siggu tryggð og vináttu lið- inna ára um leið og við vottum þér, Þóm, Gunnari og fjölskyldum innilega samúð. Kærri vinkonu óskum við Guðs blessunar. Anna Hjartardóttir. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Siguijón Pétursson og Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir, sem kennd voru við Álafoss í Mosfellssveit. Þar hafði Siguqon á árinu 1919 keypt klæða- verksmiðju og rak hana til æviloka. Þessi verksmiðja var stofnsett fyrir aldamót af Birni Þorlákssyni bónda á Varmá, en hann setti niður tó- vinnuvélar við fo'ssinn. Þarna í dalverpinu við Varmá reis svo nokkur húsaþyrping og höfðu flestir íbúanna framfæri sitt af verksmiðjurekstrinum. Þarna var leyst af hendi brautryðjandastarf í iðnaði, þar sem unnið var úr ís- lenskri ull, með vatnsafl og jarðhita sem orkugjafa. Sannarlega lofsvert framtak, sem sýndi glögglega um- bótavilja - og reyndar hugrekki að leggja allt undir. En Siguijón lét ekki sitja við verksmiðjureksturinn einan. Hann var einn af vormönnum íslands og vildi efla alla dáð. Ekki var nóg að tala um sjálfstæði. Líka varð að sækja að því í verki. Því var nauð- synlegt að efla hreysti og heilbrigði líkamans. Það gerði hann með því að koma á fót íþróttaskóla og byggja sundlaug. Þangað átti æsk- an að sækja sér þrótt og heilbrigði. Þetta var það umhverfi, sem Sig- ríður Siguijónsdóttir ólst upp í frá blautu barnsbeini. Hún var því enn á unglingsárum er hún byijaði að hjálpa föður sínum við íþróttastarf- semina og sundkennsluna. Sjálf var hún vel af guði gerð, hávaxin, styrk og tíguleg. En hún var líka iðjusöm við nám og vel gefin stúlka. Það þótti því Ijómi yfír Álafossi. Sigur- jón var glímukappi íslands og ólympíufari í London 1908 og Stokkhólmi 1912. Skautameistari íslands og marverðlaunaður frjáls- íþróttamaður. Sigríður snemma kunn fyrir sundafrek og leiðsögn í málum unga fólksins. Það var því ekki að furða að bæði foreldrar barna og unglinga og auðvitað ungviðið sjálft í ná- grenninu, sæktust eftir því að kom- ast í íþróttir og sund á Álafossi. Og þar var frelsinu ekki gleymt. Síðustu hömlur á sjálfstæði landsins þurfti að slíta, svo við yrðum al- fijáls. Gott veganesti fyrir ung- menni að bera að braut sinni. Það voru fleiri í þessari fjölskyldu, sem ekki töldu nægilegt að tala um sjálf- stæði. Tákn þess þurfti að sýna í verki. Lengi verður í minnum haft þegar Einar, bróðir Siguijóns, reri um Reykjavíkurhöfn með bláhvíta fánann í stafni og kóngsins menn af dönsku varðskipi reru lífróður á eftir honum að hindra slíka ögrun. Verst að hvítbláinn varð ekki end- anlegur fáni okkar. En svona var nú veröldin í þá daga. Árin liðu, þótt hægt færu. Sigríður ákvað að hefja framhalds- nám og það gerði hún með því að nema og Ijúka prófi í Verzlunar- skóla íslands vorið 1933 og síðan íþróttaskólaprófi með kennararétt- indum í íþróttum 1934. Hún hóf svo störf sem íþróttakennari og þá aðallega sundkennari. Hún kenndi áfram á Álafossi, við Laugames- skólann í Reykjavík 1936-1937. Síðan varð hún sundkennari við Sundhöll Reykjavíkur 1937-1943. En það ár var hún ráðin forstjóri Sundhallarinnar. Það var nú á þeim árum sem gata kvenna til slíkra stjómunarstarfa var ekki greið og voru það því ærin tíðindi þegar hún tók við þessari stöðu. Sjálf gladdist hún yfir þeim trúnaði, sem henni var þá sýndur og taldi réttilega að þama væri nokkurt fordæmi gefið. Ættu konur að sækja á brattann og leita jafnréttis við karla? Hún skildi vel að slíkt yrði að gerast í áföngum. Eftir aldahefð tæki lang- an tíma að breyta almenningsálitinu í þessum efnum. En þetta hefur reynst rétt. Staða konunnar í þjóð- félaginu hefur batnað, þótt hægt fari og á Sigríður sinn þátt í þeim ávinningi. Hún beitti sér fyrir mörgum góð- um málum til hagsbóta fyrir konur - reyndar fyrir alla, þegar hún var formaður Sambands borgfirskra kvenna á árunum 1952-1968. Voru það ekki sízt mennta- og menning- armál kvenna sem hún lét til sín taka. Hún tók einnig talsverðan þátt í stjórnmálastarfí á Vesturlandi. Var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og einnig var hún fyrsti formaður Sjálfstæðiskvennafélags Borgar- fjarðar. Hún tók þá dijúgan þátt í störfum þessara samtaka og hafði alltaf mikinn áhuga á framfara- og velfarnaðarmálum landsmanna. Árið 1945 giftist Sigríður eftirlif- andi manni sínum, Bjarna Þor- steinssyni bónda á Hurðarbaki í Borgarfírði. Var það mikið gæfu- spor fyrir þau bæði. Þau voru ætíð einkar samrýmd hjón og samtaka um að leysa úr vanda dagsins og lífsins eins og hann birtist á hveij- um tíma. Þessi góðu hjón þroskuðu með sér þann virðuleika, sem aðeins verður til fyrir hreint hugarfar og mannkosti. Heimili þeirra á Hurðar- baki, í hjarta Borgarfjarðar, var þekkt fyrir gestrisni og myndar- skap. Lágu margra leiðir þar um garð. Kjörbörn eignuðust þau Sigríður og Bjami. Eru það þau Gunnar bóndi á Hurðarbaki, sem er kvænt- ur Ásthildi Thorsteinson og eiga þau fjögur börn. Og Þóra, hjúkmn- arfræðingur, sem er gift Einari Sig- uijónssyni lögfræðingi. Þau eiga tvö böm. Sigríður var vissulega glaðvær á góðri stund og gat hlegið hjartan- lega ef góðlátleg málefni voru efst á baugi. Það var því ætíð gott að vera í návist hennar. Vi$ Sigrún áttum þess oft kost að vera í félags- skap þeirra Bjama og Sigríðar. Fyrir það þökkum við og munum geyma vel minningu um hlýja, trausta og glaða vini, sem vom tengd okkur svo traustum böndum, í svo langan tíma lífs okkar. Eftir því sem árunum fjölgar líða þau hraðar. Hin mikla móða hrífur stöðugt fleiri samferðamenn og flytur þá með sér í hið óræða haf. Allir fara þá leið að lokum. En eitt mun þó lifa. Góður orðstír. Lengi mun því minning Sigríðar Sigur- jónsdóttur lifa. Þessum línum fylgja hjartanlegar samúðarkveðjur okkar hjóna til Bjarna á Hurðarbaki, barna hans og fjölskyldu allrar. Ásgeir Pétursson. Það var ekkert smátt við Sigríði á Hurðarbaki. Allt var stórt í kring- um hana. Hún var stór í viðhorfum sínum og gerðum, stór í lund og ekki sízt hjartað. Hún var glæsileg kona, hávaxin, en virtist alltaf stærri en aðrir vegna þess hvað hún hafði mikla reisn. Hún skar sig alls staðar úr, bar af öllum öðrum. Litla stofan í gamla bænum á Hurðarbaki varð stór, þegar þau Sigríður og Bjami settust niður yfir kaffibolla með gestum sínum innan um gamla muni og mikil lista- verk. Húsið virtist stækka, þegar Sigríður birtist á hlaðinu og fagn- aði manni, „má ekki bjóða ykkur inn?“. Jafnvel Borgartjörðurinn, sem breiddi úr sér fyrir fótum manns, virtist stækka, víðáttan aukast, loftið verða tærara. Sigríð- ur hefði getað búið í argasta koti og það hefði breytzt í höll, en hún hefði aldrei getað búið nema „þar sem víðsýnið skín“. Sigriði var eðlislægt að vera stór í sniðum. Það var hennar arfur og uppeldi frá báðum foreldrum. Sig- uijón á Álafossi, faðir hennar, var meira áberandi í þjóðlífínu, eins og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.