Morgunblaðið - 06.05.1995, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR ÖRN
WILLIAMSSON
+ Gunnar Örn var
fæddur 12. jan-
úar 1974. Hann lést
af slysförum .28.
apríl sl. Gunnar Örn
var jarðsunginn frá
Dómkirkjunni i
Reykjavík 5. maí sl.
NÚ ER hann Gunnar
Öm frændi ekki lengur
á meðal okkar.
Það er svo erfitt og
sárt að sætta sig við
það, svo ótrúlegt að fá
aldrei aftur að sjá
brosið hans bjarta. Það var svo
bjart yfir honum Gunnari frænda,
hann var svo hlýr og hjálpsamur.
Hann átti jafn auðvelt að vinna
hylli bama sem fullorðinna. Enda
var alltaf spurt hvort Gunnar Örn
kæmi ekki örugglega í matarboðin
hennar ömmu Tótu. En nú kemur
hann ekki oftar, nema í huga okk-
ar og þar mun hann ávallt vera
hjá okkur í minningunni.
Allt frá bemsku og ætíð síðan
var hann yndið í æskuranni
Óx hann sem fagur fífill í túni
brosti mót sólu sálin hreina.
Elskaði sonur, ástkæri bróðir
ástvinir þínir þig sífeilt trega
þökk fyrir líf þitt, ljúft og fagurt
ljómandi dæmi þinna vega.
(Fr.Fr.)
Þessi fallegu erindi leituðu á
huga okkar núna og fannst okkur
þau eiga svo vel við elskulegan
frænda okkar.
Síðustu minningar mínar af sam-
vistum við Gunnar frænda voru
tveimur dögum fyrir andlát hans.
Fyrir hveija keppni, sem hann tók
þátt í, heimsótti hann frænda sinn
til að fullvissa mig um að allt væri
tilbúið og um að hann myndi núna
standa uppi sem sigurvegari. Ég
varð þeirrar ánægju aðnjótandi að
fá að taka þátt í og styðja frænda
minn í þeirri íþrótt sem hans líf
snerist um og okkar síðasta samtal
snerist upp í umræðu um að á
næsta ári skyldum við gera enn
betur.
Elsku frændi, í okkar augum
ertu sigurvegarinn en þetta varð
alltof dýrkeyptur sig-
ur.
Elsku Kristín, Villi,
Eðvarð, Sigrún, Stef-
anía og elsku amma
Þórunn, megi guð gefa
ykkur styrk á þessum
dimmum dögum.
Blessuð sé minning-
in um góðan dreng.
Anna María
ogBjarni,
Ingimar og Isak.
Það er undarlegt og
jafnframt sorglegt að
hugsa til þess að Gunnar Orn Will-
iamsson eigi ekki eftir að koma inn
á skrifstofuna til mín, með örlitlum
fyrirgangi og þetta stríðnislega
bros á andlitinu, sem hann setti
stundum upp og spyija hvernig
gangi, hvort ég hafí nú eitthvað
að gera eða illt sé nú í efni með
félagið okkar, Stjörnuna í Garða-
bænum, eða einhveijar aðrar
hnyttnar athugasemdir.
Gunnar Öm hóf störf hjá Guð-
mundi Jónassyni hf. fyrir um það
bil tveimur ámm, fyrst á verkstæð-
inu en eftir að hann tók meirapróf-
ið þá stundaði hann eingöngu akst-
ur. Honum fórst það vel úr hendi
og varð hann brátt vinsæll og eftir-
sóttur bílstjóri, einkum af ungu
kynslóðinni, og var það gagnkvæmt
því að Gunnar hafði yndi af að
umgangast böm og var mjög barn-
góður.
Gunnar Öm var á unglingsaldri
þegar við kynntumst, þá átti skíða-
íþróttin hug hans allan og náði
hann góðum árangri í þeirri íþrótta-
grein og vann til margra verðlauna
með félagi sínu, Ármanni. Seinna
beindist áhugi hans að vélsleðum
og keppni á vélsleðum og hafði
hann getið sér gott orð á þeim
vettvangi og var að undirbúa
keppni á íslandsmótinu í ár þegar
hann féll frá.
Það er erfitt að sætta sig við
það þegar ungur maður er hrifinn
á brott á morgni lífsins og framtíð-
in virðist blasa við eins og óskrifað
blað. Minningar um góðan dreng
standa þó eftir og ylja um hjarta-
rætur.
Gunnar Öm Williamsson mætti
BRIDS
Umsjön Arnór G.
Ragnarsson
Kjördæmakeppnin
á Egilsstöðum
20.-21. maí
KJÖRDÆMAKEPPNI Bridssam-
bandsins verður haldin á Egilsstöð-
um dagana 20. og 21. maí nk. og
verður spilað og gist í Hótel Vala-
skjálf. Spilað er í tveimur deildum,
spilaðir 20 spila leikir og spilar
hver sveit 120 spil.
Mótssetningin verður á laugar-
dag kl. 12.45 en verðlaunaafhelding
á sunnudag kl. 18.15.
Ef spilarar þurfa að fá gistingu
er boðið upp á sumarhús þar sem
nóttin kostar 1.200 kr. með
morgunverði. Ef gist er á hótelinu
kostar gistingin 2.000 kr. Hægt er
að fá mat frá föstudagskvöldi til
sunnudagskvölds fyrir 4.000 krón-
ur.
Hvert svæði sendir 4 sveitir á
mótið og skulu þær vera frá a.m.k.
4 félögum. Svæðastjóm ákveður
hvernig þær eru valdar og raðar
niður á borð. Farið verður eftir
meistarastigaskrá frá í febrúar þeg-
ar ákvörðun er tekin um fyrir hvaða
félag viðkomandi spilari spilar.
Bridsdeild
Barðstrendinga
Áfram spilum við. Mánudags-
kvöldin 8., 15. og 22. maí verður
spilaður tvímenningur. Veitt verða
kvöldverðlaun. Þá verða einnig veitt
verðlaun fyrir samanlagðan árang-
ur tvö kvöld og þijú kvöld. Spilað
í Þönglabakka 1, stundvíslega kl.
19.30. Skráning á staðnum.
Bridsdeild Félags
eldri borgára, Kópavogi
Spilaður var tvímenningur föstu-
daginn 28. apríl ’95. 14 pör mættu.
Úrslit urðu:
Jósef Sigurðsson — Júlíus Ingibergsson 184
GarðarSigurðsson-CyrusHjartarson 180
Ásta Erlingsdóttir - Gunnþórunn Erlingsdóttir 178
Einar Einarsson - Helgi Vilhjálmsson 169
Helga Ámundadóttir - Hermann Finnbogason 169
Spilaður var tvímenningur þriðju-
daginn 2. maí ’95. 19 pör mættu, spil-
að var í 2 riðlum, úrlsit urðu:
A-riðiU
Ásta Erlingsdóttir—Ámi Jónssson 121
BergurÞorvalddson-ÞórarinnÁmason 120
GarðarSigurðsson-CyrusHjartarson 117
Heiður Gestsdóttir—Karl Adolfsson 116
B-riðill
ÁstaSigurðardóttir-MargrétSigurðardóttir 96
HannesAIfonsson-EinarElíasson 91
Jón Friðriksson - Steinn Sveinsson 91
ÞórhallurArnason-SveinnSæmundsson 91
Bridsfélagið Muninn,
Sandgerði
Miðvikudaginn 26. apríl hófst ís-
landsbankamótið, tveggja kvölda tví-
menningsmót á vegum íslandsbanka
í Keflavík, í Samkomuhúsinu, Sand-
gerði. Þátttaka var heldur minni en
menn reiknuðu með (en fámennt og
góðmennt). Alls mættu 14 pör til leiks
frá fimm félögum innan vébanda BSÍ.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þtjú
efstu sætin, 15.000, 10.000, 5.000.
örlögum sínum á sólbjörtum vor-
degi 28. apríl sl. þegar hann dó í
hörmulegu vélsleðaslysi á Akur-
eyri. Enginn ræður sínum nætur-
stað. Blessuð sé minning hans.
Kæru Kristín og Willi og fjöl-
skylda, ég votta ykkur dýpstu sam-
úð.
Jón M. Björgvinsson.
Harmafregn berst heim að
Skarði. Gunnar Örn er dáinn.
Drengurinn sem kom til sumardval-
ar að Skarði með afa sínum, Guð-
mundi Jónassyni, hinum kunna og
duglega fjallabílstjóra. Guðmundur
vinur okkar bað okkur fyrir lífs-
glaða dóttursoninn sinn og treysti
því að hér í Skarði mundi hann
njóta sín. í sveitinni var ávallt nóg
að gera og vélar áttu þegar hug
drengsins allan. Gunnar reyndist
okkur fljótt góður drengur og vann
okur vel og fór aldrei á haustin
fyrr en á síðasta degi, þegar skól-
inn kallaði og sumrin urðu níu.
Hann gekk röskur til allra verka
og sveitastörfin áttu vel við hann.
Ævinlega sýndi hann okkur virð-
ingu ög heila vináttu.
Gunnar Örn ljómaði af lífskrafti,
hár, grannur og bjartur yfirlitum.
Hann var góður vinur vina sinna
og einn þessara einstaklinga sem
börnin löðuðust að. Þegar mikið
var um að vera var hann stundum
kallaður „litli Guðmundur". Var
það gert til hróss og líkaði honum
það vel.
' Gunnar átti heimili sitt með for-
eldrum og systkinum í Víðilundi
1, Garðabæ, umvafinn ástúð þeirra
og hlýju alla tíð. Foreldrar hans
studdu hann til þess náms sem
áhugi hans beindist að og vann
hann nú við fyrirtæki fjölskyldunn-
ar.
Heimilisfólkið allt að Skarði
kveður með söknuði ungan vin, sem
frá götunni gekk allt of fljótt. Góð-
ar minningar eigum við frá þessum
sumrum og um leið og við þökkum
fyrir kynnin sendum við foreldrum
hans, systkinum og ömmu innileg-
ustu samúðarkveðjur. Kveðja okkar
verða ljóðlínur skáldsins okkar úr
Landsveitinni:
Þar englar engli fagna,
er allar sorgir þapa
og deyja’ í dýrðarhljóm.
Ó, mikli drottins dagur,
er dauðinn verður fapr,
hvert ár sem lífdögg laugi blóm!
Sigríður Th. Sæmundsdóttir.
Staðan eftir sex umferðir af þrett-
án:
GarðarGarðarsson-EyþórJónsson +22
Víðir Jónsson—Halldór Áspar +19
KjartanÓlason-ÓliÞórKjartansson +16
GunnlaugurSævarsson-Sverrir +15
ÞrösturÞorláksson - Anna Karlsdóttir +14
Gisli R. ísleifsson - Guðjón S. Jensen +14
Seinna kvöldið _var spilað 3. maí.
Keppnisstjóri var ísleifur Gíslason.
Bridsfélag kvenna
Mánudaginn 24. apríl hófst þriggja
kvölda tvimenningur hjá félaginu, ein-
ungis 10 pör mættu til leiks en hægt
er að bæta fleirum við vegna þess að
tvö bestu kvöldin telja. Félagar eru
hvattir til að mæta á þau tvö kvöld
sem eftir eru, karlmenn eru einnig
velkomnir, annars er staða efstu para
þannig:
Elín Jóhannsd. - Hertha Þorsteinsd. 132
Halldóra Magnúsd. — Bima Stefnisdóttir 119
HannaFriðriksd.-GuðrúnErlendsd. 115
SigrúnPétursd.-GuðrúnJöigensen 113
Bridsfélag Breiðholts
Sl. þriðjudag, 2. mai, iauk vortvi-
menningi félagsins. Úrslit urðu þessi:
LiljaGuðnad.-MagnúsOddsson 702
María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 696
Guðmundur Þórðarson - Þorvaldur Þórðarson 693
Þóranna Pálsd, - Ragna Briem 666
FriðrikJónsson-LúðvíkWdowiak 660
Hæstu skor kvöldsins hlutu:
Guðmundur Þórðarson - Þorvaldur Þórðarson 254
Maria Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 242
BaldurBjartmarsson-HelgiSkúlason 229
Næsta þriðjudag verður spilaður
eins kvölds tvímenningur. Þriðjudag-
inn 16. maí verður spilaður einmenn-
ingur sem er jafnframt firmakeppni.
Spilað er í Þönglabakka 1 kl. 19.30.
Það var mér mikið áfall er mér
barst sú fregn til Þýskalands að vin-
ur minn Gunnar Örn Willaimsson
hefði látist af slysförum. Orð fá ekki
lýst þeirri sorg og þeim söknuði sem
ríkir þegar svo sviplegir atburðir
gerast, að ungur maður í blóma lífs-
ins er numinn á brott til annarra til-
verustiga.
Gunnar Erni kynntist ég ekki náið
fyrr en á síðasta ári, en sá skammi
tími var nægur til þess að hans per-
sónuleiki heillaði mig. Það var þessi
kraftur og sjálfstæðið sem í honum
bjó. Þegar við Gunnar hittumst var
iðulega um fátt annað rætt en vél-
sleðamennskuna. Hann var fljótur
að ná tökum á vélsleðaíþróttinni og
að skipa sér í hóp meðal þeirra
fremstu í þeirri grein. Þær eru eftir-
minnilegar stundirnar sem ég átti
+ Guðríður Hreinsdóttir
fæddist 22. desember 1902
að Kvíarholti í Holtum,
Rangárvallasýslu. Hún lést á
Borgarspítalanum 4. apríl sl.
Guðríðar var jarðsungin frá
Seljakirkju 12. apríl sl.
Af eilífðar ljósi bjarma ber
sem brestina þunp greiðir,
vort líf sem svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson)
ÓÐUM hverfur af sjónarsviðinu sú
kynslóð sem fæddist og sleit barns-
skónum um síðustu aldamót.
Okkur systumar langar með fáum
orðum að minnast kærrar móður-
systur, Guðríðar Hreinsdóttur eða
Gauju eins og við kölluðum hana.
Hún var síðust fimm systkina til
þess að kveðja þennan heim, en öll
voru þau fædd kringum aldamótin.
Margar eru minningar okkar um
þessa ljúfu, kyrrlátu frænku okkar
bæði frá bemsku okkar og síðan
eftir að hún giftist lífsförunauti sín-
um, Frímanni Jónssyni. Þau voru
einstaklega samrýnd og áttu sér
mörg sameiginleg áhugamál. þau
spiluðu brids við systkini Gauju, þau
voru bæði ákaflega bókelsk og gest-
risni var þeim báðum í blóð borin.
Öll böm löðuðust að þeim og elskuðu
að fara í heimsókn til Gauju og Frí-
manns. Þau uppskám líka eins og
til var sáð því bamalán þeirra var
einstakt. Fyrst synir þeirra Jón og
+ Ottó Jónsson fæddist á
Dalvík 1. janúar 1921.
Hann andaðist á Borgarspítal-
anum 9. apríl síðastliðinn og
var jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 19. apríl sl.
VINÁTTA setur sér ekki ávallt
landamæri aldurs og mismunandi
lífsviðhorfa, sem eiga sér rætur í
hröðum þjóðfélagsbreytingum þess-
arar aldar. Ottó Jónsson var þeirrar
gerðar að hann lét ekki talsverðan
aldursmun aftra sér frá því að rækta
stöðugt vináttu við þann sem hér
stýrir penna, svo að aldrei bar
skugga á.
Kynni okkar hófust í Menntaskól-
anum í Reykjavík fyrir rúmlega
þremur áratugum. Hinn kviki ensku-
kennari vakti athygli okkar nemenda
vegna hispurslausrar framkomu og
framúrskarandi framburðar. Sex
árum síðar lágu leiðir okkar beggja
saman á ný á kennarastofu MR og
áttum við eftir að vera samkennarar
í ensku um árabil. Þrátt fyrir tak-
markaða aðdáun Ottós á skipulögð-
um vinnubrögðum tókst ávallt far-
sællega að stýra hinu sameiginlega
fleyi í höfn. Þolrif hins helmings
undirritaðs, þ.e. þýskukennarans í
mér, voru þó aldrei svo þanin að
stórhætta væri á ferðum. Ottó hafði
nefnilega sérstakt lag á að skapa
stemmningu glaðværðar og hressi-
leika sem eru ómetanlegir eiginleik-
ar í öllu samstarfi. í þau skipti sem
með Gunnari og bróður hans Eðvarði
í vélsleðaferðunum á Langjökli og
Vatnajökli í fyrra. Sérstaklega er
ferðin sem við fórum inn á Hvera-
velli á milli jóla og nýárs mér enn í
fersku minni. Veður var afar slæmt
og verulega reyndi á samheldnina
hjá ferðafélögunum. Þar reyndist
Gunnar áreiðanlegur og traustur
ferðafélagi, hann var sérstaklega
ósérhlífínn og tók virkan þátt í öllu
því sem þurfti að gera.
Nú er hann Gunnar horfínn á
braut til annarra hlutverka og það
sem eftir situr eru góðar minningar
sem munu lifa. Ég vil senda foreldr-
um og systkinum hans mínar dýpstu
samúðarkveðjur og megi góður guð
styrkja þau í sorginni.
Hreinn er kvæntust þeim Aðalheiði
og Birgit sem reyndust tengdafor-
eldrum sínum hinar bestu dætur.
Þeirra fjölskyldur hafa vaxið og
dafnað með efnilegum börnum og
bamabörnum. Þau sýndu Gauju og
Frímanni sérstaka umhyggju og eft-
ir að Frímann dó fyrir tæpum tveim-
ur árum hafa þau verið Gauju ómet-
anleg stoð. Lýsandi dæmi um elsku
og virðingu barnabarnanna er að
eitt af langömmubörnunum heitir
Guðríður. Gauja sagði okkur líka frá
því að í vetur sem leið er hún gat
ekki lengur gengið stiga, þá var hún
bara borin á „gullstól” til þess að
vera viðstödd skírn yngsta
langömmubarnsins.
Gauja lifði sannarlega tímana
tvenna. Hún ólst upp í torfbæ í
Kvíarholti í Holtum þar sem kulda-
bólga á höndum og fótum var ekki
óalgeng. Þvottur var þveginn í bæ-
jariæknum og staðið við engjaslátt
í votum mýrum. En mannlífið var
gott og fallegt og minntust Kvíar-
holtssystkinin með gleði, söngs og
harmonikuleiks í fjósinu þar sem
hlýjast- var. Gauja var víða kaupa-
kona á sínum yngri árum og alls
staðar eftirsótt vegna prúðmennsku
sinnar og verklagni.
Síðustu æviár sín dvöldust Gauja
og Frímann í Seljahlíð. Þar fannst
þeim gott að eyða ævikvöldinu og
höfðu þau með trúmennsku sinni
unnið fyrir þeim góðu dögum sem
þau áttu í Seljahlíð.
Blessuð sé minning góðrar konu.
við störfuðum saman sem skjalaþýð-
endur einkenndust vinnubrögð Ottós
af skarpskyggni og næmri tilfinn-
ingu fyrir íslensku og ensku máli,
en það eru vissulega eigindir, sem
prýða góðan þýðanda.
Á ferðalögum mínum um lönd
Suður- og Mið-Evrópu með Ottó sem
ferðafélaga eða sem fararstjóra dáð-
ist ég ávallt að því hve fljótur hann
var að komast í gott talsamband við
innfædda af öllum stigum. Þegar
einhver vandamál komu upp, sáu
persónutöfrar hans með leiftrandi
brosi í fararbroddi til þess að menn
áttuðu sig þegar á því að í raun
hafi verið vitlaust gefið.
Ottó var mikill og góður keppnis-
maður, enda þrautþjálfaður knatt-
spymumaður á yngri árum. Kapp
hans og sigurvilji við skákborðið og
í badminton komust iðulega á það
stig að mér fannst sem við mér blasti
ýmist hamhleypan Kasparov eða þá
endurborinn Glámur í glímum þeim.
En fyrst og síðast var það dreng-
skapurinn sem einkenndi mótheija
minn, hvemig sem glíman endaði
hveiju sinni.
Þakklæti er mér efst í huga fyrir
allar hinar ánægjulegu stundir sem
ég átti með Ottó, vini mínum. Dótt-
ir mín, Lena Rós, saknar vissulega
einnig góðs vinar, sem sýndi henni
ávallt mikla hlýju og traust.
Fjölskyldu Ottós og aðstandend-
um færi ég innilegar samúðarkveðj-
ur.
Ásmundijr Guðmundsson.
Þór Kjartansson.
GUÐRÍÐUR
HREINSDÓTTIR
Ingigerður og Unnur.
OTTÓ JÓNSSON