Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Æft fyrir
opnunarhá-
tíð HM 95
UM FJÖGUR hundruð börn úr
íþróttafélögunum á Stór-Reykja-
víkursvæðinu tóku þátt í æfingu
fyrir opnunarhátíð Heimsmeist-
aramótsins í handknattleik sem
hefst á morgun. Þrír leikir verða
í Laugardalshöll, Sviss-Túnis kl.
15, Ungverjaland-Suður-Kórea kl.
17 og ognunarhátiðin hefst kl. 19.
Leikur Islands og Bandaríkjanna
hefst kl. 20 og er því sem næst
uppselt í sæti á leikinn. Keppni í
öðrum riðlum hefst á mánudag.
50 milljónir manna/28
og B-blað
-------♦ ♦ ♦---------
Kindakjötssala
Verulegur
samdráttur
SALA kindakjöts hefur dregist veru-
lega saman og var 40% minni í
i'narsmánuði en í sama mánuði í
fyrra. Kindakjötssala hefur dregist
saman um tæp 15% á tólf mánaða
tímabili.
Heildarkjötsala miðað við tólf
mánaða tímabil hefur dregist saman
um 6,8%, fer úr rúmlega 16.330
tonnum í tæplega 15.217 tonn.
Framleiðsla og sala svínakjöts hefur
hins vegar talsvert aukist síðustu
tólf mánuði miðað við sama tímabil
í fyrra, eða um 10,2%. Þá hefur
framleiðsla á nautakjöti á síðustu
tólf mánuðum aukist um tæp 7% en
salan dregist saman um 0,5%.
Miðað við tólf mánaða tímabil
hefur framleiðsla alifuglakjöts dreg-
ist saman úr tæplega 1.533 tonnum
í tæplega 1.406 tonn.
Miðað við tólf mánaða tímabil
hefur magn innveginnar mjólkur
aukist um 0,2% og sala mjólkurvara
aukist um 1,8%.
■ Kindakjötssalan/8
Morgunblaðið/RAX
Ráðherra ákveður úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga
Sól hf. í viðræðum um
framhald á starfsemi
GUÐMUNDUR Bjarnason, landbún-
aðarráðherra, hefur ákveðið að stað-
festa samning um úreldingu Mjólkur-
samlags Borgfírðinga. Páll Kr. Páls-
son, framkvæmdastjóri Sólar hf.,
hefur lýst yfir miklum vonbrigðum
með þá ákvörðun ráðherrans, en for-
ráðamenn Sólar hafa undanfama
daga rætt við stjóm Kaupfélags
Borgfírðinga um aðrar leiðir í málinu.
Viðræður forsvarsmanna Sólar og
Kaupfélags Borgfírðinga hafa falið
í sér að kannaður yrði möguleiki á
því að stofna nýtt hlutafélag í eigu
fyrirtækjanna tveggja og mjólkur-
innleggjenda hjá MSB um fram-
leiðslu á söfum og mjólkurafurðum
í stað þess þess að grípa til úrelding-
ar mjólkursamlagsins.
Guðmundur Bjamason staðfesti
að hann hefði vitað af áhuga for-
svarsmanna Sólar og að þeir væm í
viðræðum við Kaupfélag Borgfirð-
inga. Aðspurður hvað ylli því að
ákvörðun væri tekin um staðfestingu
samningsins um úreldinguna á sama
tíma, sagðist Guðmundur ekki hafa
fengið neinar óskir um breytingar á
því sem fyrir hefði legið um málið.
Sól hf. bað um frest
Páll Kr. Pálsson sagðist hafa ósk-
að eftir því við Guðmund að hann
frestaði því að skrifa undir úrelding-
una á meðan viðræður ættu sér stað
um sameiningu drykkjarvörufram-
leiðslu Sólar og mjólkurframleiðslu í
Borgamesi í nýju hlutafélagi. „Mér
skildist á ráðherranum að hann væri
jákvæður fyrir því að afstaða stjóm-
armanna kaupfélagsins yrði könn-
uð,“ sagði Páll. „Við emm rétt að
byija að ræða við þessa menn og
höfum til þessa fengið jákvæðar und-
irtektir. Eg get þvi ekki annað en
lýst furðu minni með þá ákvörðun
að ijúka til að skrifa undir úrelding-
una núna.“
Guðmundur Bjamason sagðist
ekki hafa fengið neina formlega ósk
varðandi þetta mál, enda hlyti að-
ganga forsvarsmanna Sólar að því
að vera í gegnum eigendur samlags-
ins. „Ég hef heldur ekki fengið neitt
frá kaupfélagsstjóm í dag [í gær]
með þeim hætti að það væri ástæða
til þess að breyta því sem hér lá
fýrir,“ sagði Guðmundur og neitaði
því að þrýst hefði verið á sig af utan-
aðkomandi aðilum að ganga frá
málinu.
■ Ráðherra staðfestir/14
Afliað
glæðast á
Reykja-
neshrygg
ÚTHAFSKARFAVEIÐIN á Reykja-
neshrygg hefur verið að glæðast
síðustu daga eftir lélega byijun
vertíðar. Sextán íslensk skip em
þar nú á veiðum og annar eins fjöldi
skipa frá öðram löndum.
Frést hefur af góðri veiði á
Reykjaneshrygg síðustu daga. Sjó-
menn og útgerðarmenn draga þó
fremur úr fréttum af góðri veiði,
segja að allar fréttir hafí áhrif á
verð afurðanna í Japan. Þórður
Magnússon, skipstjóri á frystiskip-
inu Þemey RE, segir aðspurður um
veiðina að hún sé „sóminn sjálfur“.
Skipið var í gær búið að vera þijá
daga á veiðum og hefur aflast nóg
til að fullnýta vinnslugetuna allan
tímann. Lengst af vertíð hefur ver-
ið fremur tregur afli, að mati ís-
lensku skipstjóranna, og segir Þórð-
ur að tími hafí verið kominn á betra
gengi.
Sextán íslensk skip
Sextán íslensk skip em á karfa-
veiðunum, samkvæmt upplýsingum
Tilkynningaskyldunnar. Auk þess
em þar nokkur skip sem íslending-
ar standa að útgerð á, rússnesk
skip, færeysk og norsk. Telur Þórð-
ur á Þerney að um 30 skip séu á
svæðinu. Veiðisvæðið er nú mun
sunnar en verið hefur, um 450 sjó-
mílur suðvestur af Reykjanesi, og
segir Þórður að karfínn sé á litlum
svæðum og órafjarlægð á milli.
♦ ♦ ♦---
Féll sjö
metra fram
af klettum
NÍU ára gamall drengur féll sjö
metra fram af klettum við Gufunes-
höfða í gær. Drengurinn meiddist
aðeins lítillega.
Lögreglunni var tilkynnt um slys-
ið kl. 17.40 í gær. Drengurinn var
fluttur með sjúkrabíl á slysadeild
og reyndust meiðsli hans minni
háttar.
Sjö síldarskip á land-
leið með fullfermi
ALLS vom 22 skip farin til veiða í
Síldarsmugunni í gærkvöldi sam-
kvæmt upplýsingum Tilkynninga-
skyldunnar. Heldur dró úr veiði í gær
frá því í fyrradag að sögn Grétars
Rögnvarssonar skipstjóra á Jóni
Kjartanssyni. Hann var á leið til
Norðfjarðar með 1.080 tonn af ágæt-
is síld til bræðslu þegar talað var
við hann í gærkvöldi. Aflinn fékkst
að mestu í þremur köstum og var
stærsta kastið 450 tonn.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
vora Júpiter, Súlan, Öm, Hólmaborg,
Börkur og Sighvatur Bjamason einn-
ig á landleið. Öll skipin munu hafa
verið með fullfermi eða því sem
næst. Grétar reiknaði með að allur
> loðnufiotinn yrði kominn á síldarmið-
in á næstu sólarhringum. Hann sagð-
ist ekki hafa orðið var annarra en
íslenskra skipa í Síldarsmugunni.
250 þúsund tonna kvóti
íslensk og færeysk stjórnvöld
náðu í fyrrinótt samkomulagi um að
löndin tvö setji sér einhliða 250.000
tonna veiðikvóta úr norsk-íslenska
síldarstofninum í eigin lögsögu og
Síldarsmugunni. Þetta samkomulag
var gert eftir að slitnaði upp úr við-
ræðum við Norðmenn og Rússa.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra og Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra segja óheppilegt að
hafa þurft að grípa til þessara ráða,
en telja að veiðamar muni ekki
ganga á hrygningarstofn síldarinnar.
Vex um meira en milljón tonn
Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði
til að veidd yrðu 520.000 tonn úr
norsk-íslenska síldarstofninum á
þessu ári til að tiyggja sem hraðast-
an vöxt hrygningarstofnsins. Jakob
Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar, segir að nú sé hrygning-
arstofninn 2,4 milljónir tonna. Ef
veidd verði 650.000 tonn verði stofn-
inn 3,7 milljónir tonna á næsta ári.
Þótt veiðin aukist um 250.000 tonn
muni stofninn engu að síður stækka
um meira en milljón tonn. Þessi
aukning komi til vegna mjög góðs
árgangs frá 1991 sem verði kyn-
þroska á næsta ári. Árið 1997 bæt-
ist svo við 1992-árgangurinn sem
er enn stærri.
Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, fordæmdi í gær
harðlega einhliða ákvörðun íslend-
inga og Færeyinga um síldarkvóta.
■ Hrygningarstofn/4