Morgunblaðið - 14.05.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.05.1995, Qupperneq 4
£ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/5 - 13/5 ►VERKFALLI mjólkur- fræðinga iyá KEA og yfir- vinnubanni mjólkurfræð- inga við mjólkurbú í land- inu var aflýst um miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Samið var um hliðstæðar hækkanir og aðrir hópar iðnaðarmanna hafa fengið. ►RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað til fundar í kjaradeilu sjómanna á mánudaginn. Það er annar fundur, sem haldinn er síð- an sjómenn boðuðu verk- fall, sem á að koma til fram- kvæmda 25. maí hafi ekki samizt fyrir þann tíma. ►ATHUGASEMDIR bár- ust vegna áfengisauglýs- inga á veggspjðldum á HM’95 í Laugardalshöll. í reglugerð segir að hvers konar auglýsingar á áfengi og áfengistegundum séu bannaðar. Þar er átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar séu í máli eða myndum áfengistegundir eða áfeng- isvöruheiti. Niðurstaðan varð sú að límt var á vegg- spjöldin orðið „létt“. ► KARFAAFURÐIR urðu mikilvægasta framleiðslu- vara Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna á síðasta ári. Tók karfinn við af þorskin- um sem lengi hafði verið í fyrsta sæti. Endurskoðendur ábyrgir fyrir skattskilum FRAMKVÆMDANEFND gegn skattsvikum hefur skilað áfanga- skýrslu til fjármálaráðherra. Þar er meðal annars lagt til að löggiltir end- urskoðendur og aðrir, sem taka að sér gerð skattframtala, verði gerðir ábyrgir fyrir skattskilum og verði þannig framlenging á skatteftirliti í reynd. Fram kemur að viðhorf lög- giltra endurskoðenda sé almennt það að þeir beri ekki ábyrgð á skattskilum sem slíkum, heldur aðeins reiknings- haldslegri vinnu sinni. Húsavíkurbær nýtir sér forkaupsrétt BÆJARRÁÐ Húsavíkur hefur sam- þykkt að nýta sér forkaupsrétt í hluta- íjárútboði Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. og þar með verður haldið áfram viðskiptum við íslenskar sjávarafurðir. Harðar deilur urðu í bæjarráði og sagð- ist fulltrúi minnihlutans efast um að ákveðin atriði f samningi ÍS og FH stæðust lög. Bæjarráð samþykkti til- lögu minnihlutans um að leitað yrði eftir áliti lögfræðings á því hvort salan stæðist lög. Ekki verði veitt í Síldarsmugunni SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hef- ur gefíð út tilmæli til íslenskra skipa á síldveiðum að halda sig innan lög- sögu íslands og Færeyja og veiða ekki í Síldarsmugunni. Sjávarútvegsráð- herra og utanríkisráðherra segja að þar með sé sýndur samningsvilji gagn- vart Norðmönnum og Rússum um leið og staða íslands sé styrkt í lokasamn- ingunum um stjómun veiða og kvóta úr norsk-íslenska stofninum. Lagt að Jeltsín að stöðva stríðið BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaðst hafa lagt að Borís Jeltsín Rúss- landsforseta að binda enda á herförina í Tsjetsjnfju og fínna lausn á deilunni um uppreisnarhéraðið sem fyrst. Lítill árangur náðist á fjögurra klukku- stunda fundi leiðtoganna í Moskvu á miðvikudag. Rússar féllust á að falla frá hluta umdeilds kjamorkusamnings við Irani en öðrum ágreiningsmálum var vísað til nefndar. Jeltsin sam- þykkti að undirrita samning við Atl- antshafsbandalagið um samvinnu í þágu friðar, en leiðtogana greindi á um áform bandalagsins um stækkun þess til austurs. Oánægja er meðal Evrópuríkja í NATO með bréf sem Clinton afhenti Jeltsín þar sem hann lýsir því yfír að aðild Rússa að banda- laginu sé „fullkomlega möguleg". Loka stríðsins í Evrópu minnst EVRÓPUMENN minntust þess í vik- unni sem leið að hálf öld er liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar í álf- unni. Hátíðarhöldin hófust í London á sunnudag og þeim lauk í Moskvu á þriðjudag. Um 50 þjóðhöfðingjar voru viðstaddir hátíðarhöldin í þessum borg- um, auk Parísar og Berlínar, og lögðu áherslu á nauðsyn þess að vinna saman að friði um ókomin ár. Stríðið í Tsjetsjníju varpaði skugga á hátíðar- höldin í Moskvu og margir þjóðhöfð- ingjar ákváðu að vera ekki viðstaddir hersýningu í mótmælaskyni við hemað Rússa. ►JACQUES Chirac, fram- bjóðandi hægrimanna, bar sigurorð af sósíalistanum Lionel Jospin i forsetakosn- ingunum í Frakklandi á sunnudag. Chirac hlaut 52,6% atkvæðanna og Josp- in 47,36%. ►UM 100 manns fórust í námuslysi í gullnámu í Suð- ur-Afríku á fimmtudag. Tólf tonna þung málmgrýt- islest féll þá niður um lyftu- op og ofan á tveggja hæða lyftu, sem féll síðan 500 metra. ►FYRSTI fundur bresks ráðherra með fulltrúum Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins (IRA), í 23 ár fór fram í Belfast á þriðjudag. Breska stjórnin sagði að Sinn Fein fengi ekki aðild að viðræð- um um framtíð Norður- írlands fyrr en IRA hefði nánast afvopnast. Fulltrúar Sinn Fein sögðu þessa kröfu óaðgengilega. ►BANDARÍSK sljórnvöld ætla að setja háa refsitolla á dýra fólksbíla og fleiri vörur frá Japan vegna óánægju með meinta tregðu Japana til að opna heimamarkað sinn fyrir bílainnflutning. ►TALSMAÐUR Yassers Arafats, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), mótmælti á þriðju- dag tillögu leiðtoga rep- úblikana á Bandarikjaþingi um að flytja bandaríska sendiráðið í ísrael til Jerú- salem. Hann sagði tillöguna geta stefnt friðarviðræðum í Miðausturlöndum í hættu. ►TUGIR manna hafa dáið af völdum Ebola-veirunnar í borginni Kikwit í Zaire. Veiran veldur blóðkrcppu- og hitasótt og engin lyf eru til við henni. Y Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson GUÐMUNDUR Jónsson bóndi á túninu, sem hann hefur borið á sand til að flýta fyrir að klakinn hverfi. Snjórínn bráðnar fyrr undir ábreiddum sandi Amameshreppur. Morgunblaðið. í ÁRSKÓGSHREPPI við vest- anverðán Eyjafjörð eru mikil snjóalög, sennilega þau mestu í um 20 ár. Enn sést þar vart á dökkan díl, nema vegi og hæstu hóla. Glöggir vegfarendur hafa tek- ið eftir óvenjulegu snjóalagi á hluta túnsins á Stærra-Árskógi. Þar hefur Guðmundur Jónsson bóndi tekið það til ráðs, að dreifa sandi yfír hjarnbreiðu á um fjög- urra ha túnspildu. Hann dreifði um einum rúm- metra af fíngerðum sandi á eins metra djúpan snjó 29. apríl og 13 dögum síðar er sumstaðar - farið að sjást í auða bletti. Fáir sólskinsdagar hafa verið þennan tíma, aldrei hlýindi og sumar nætur frost. Bílhlass af sandi Guðmundur sagði í samtali við fréttaritara að nauðsynlegt væri að fá hluta túnsins fyrr en annað til vormeðferðar, þannig að ekki allt túnið væri samtímis full- sprottið til sláttar í sumar. Hann sagðist ekki vilja.eyðileggja hús- dýraáburðinn með því að breiða harni á snjóinn, sótti þvi bílhlass af sandi og áburð. Nokkrir örð- ugleikar voru á dreifingunni, aðallega af þvi að sandurinn var of blautur og dreifarinn ekki gerður fyrir þess konar dreifí- efni, þó að búið væri að sigta allt gróft úr sandinum. Á spildunni má glöggt sjá, hvar lítill eða enginn sandur dreifðist, slíkar ræmur standa eins og fjallgarðar eftir á meðan snjórinn með sandi bráðnar til hliðar. Vandalaust var að kom- ast um snj óinn á dráttarvél á loftlitlum hjólbörðum. Guðmundur er ánægður með árangurinn, sem hann segir vera tilraun, en hann vonar samt að slík snjóþyngsli láti á sér standa næstu árin. Málstofa um fram- tíðarleiðir MÁLSTOFA um 'leiðir til framtíðar verður haldin í húsi verkfræðideildar Háskóla íslands VRII á mánudaginn klukkan 16:15 - 18. Málstofan er haldin í tilefni af útkomu bókarinnar Við aldahvörf - staða íslands í breyttum heimi eftir Trausta Valsson og Albert Jónsson. Trausti Valsson sagði í samtali við Morgunblaðið að heiti málstof- unnar væri sótt í nafn síðasta kafla bókarinnar. Um efni bókarinnar og málstofunnar sagði Trausti: „Við athugum ytra umhverfið í heiminum. Þar hafa verið að gerast ýmsar breytingar og möguleikar opnast. I ljósi þessarar skoðunar á ytra umhverfínu þá breytast möguleikar íslendinga sjálfra og margt í ís- lenzkri þjóðfélagsþróun. Lok kalda stríðsins og ESB valda annars konar samskiptaaðferðum okkar við Evr- ópu. Umhverfísmálaþróunin og tækniþróunin breyta líkla ýmsu fyrir ísland. Það er í Ijósi skoðunar á þessu, sem við ræðum ýmsar breytingar á þeim leiðum sem okkur íslendingum eru færar í þróun og uppbyggingu í framtíðinni.“ I > i \ i > \ * Alþjóðaforseti ITC í heimsókn Morgunblaðið/Sverrir KRISTÍN Dagbjartsdóttir, fráfarandi forseti landssamtaka ITC á íslandi, Ruby Moon, forseti alþjóðasamtakanna, og Hjördís Jensdóttir, sem nú tekur við starfi landsforseta ITC á íslandi. UM ÞESSA helgi stendur yfír 10. landsþing ITC á íslandi og af því tilefni er Ruby Moon, alþjóðafor- seti ITC samtakamía, stödd hér á landi. Ruby Moon er frá borginni Blacktown í Ástralíu, en þar er hún heiðursborgari. Á landsþinginu tekur Hjördís Jensdóttir við sem forseti samtakanna hér á landi, en hún tekur við því starfi af Kristínu Dagbjartsdóttur, og hefur Ruby Moon undanfarið verið að þjálfa þá sem nú taka við stjórn lands- samtakanna. Ruby Moon hefur áður sótt ís- land heim, en það var í maí 1992. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið að þá hefði hún eignast marga vini hér á landi og væri kærkomið að hitta þá nú á nýjan leik. Mikilvægt að hafa ánægju af starfinu ITC samtökin, Intemational Training in Communication, voru stofnuð í San Francisco 1938 og hétu þau þá International Toast- mistress Club og voru eingöngu fyrir konur. Gerð var nafnbreyting á samtökunum 1985 og þau þá opnuð fyrir karla jafnt sem konur. Fyrsta íslenskumælandi deild sam- takanna hóf starfsemi 1975, og hétu samtökin þá Málfreyjur á ís- landi. Að sögn Ruby Moon starfa ITC samtökin nú í um 50 löndum víðsvegar um heiminn. „ITC samtökin sérhæfa sig í að efla tjáskiptahæfíleika fólks. Þau sameina fólk hvaðanæva að úr heim- inum til að fræðast frekar um sjálft sig og hvemig á að hafa samskipti við annað fólk. Við höfum mikla ánægju af starfinu í samtökunum og njótum félagsskaparins, og það er alveg sama til hvaða landa þú ferð í heiminum; þú getur alltaf hitt einhvem sem sem hefur sömu mark- mið og skoðamr og þú sjálfur, og þú ert allsstaðar velkominn. Lands- samtökin hér á íslandi eru alveg sambærileg við landssamtök í öðr- um löndum, og það er greinilegt að félagamir í þeim njóta starfsins, j en það er einmitt mjög mikilvægt ' að fólk hafi ánægju af starfínu inn-: an samtakanna,” sagði hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.