Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ I FARTESKINU Breska sendiheirafrú- in, dr. Elisabeth Bal- mer, er læknir. Hún hefur farið víða um lönd og hvarvetna unn- ið í sínu fagi, þar til hún kom til íslands. Hún hefur mikinn áhuga á að kynna sér heilbrigðisstofnanir á íslandi ogtjáði Elínu Pálmadóttur að hún teldi heilbrigðiskerfið hér mjög gott. Eiginkonur sendiherra fylgja mönnum sínum, hvert sem störfin bera þá. Sendiherrafrú hefur þar vissum skyldum að gegna. Hefðbundin ímynd hennar er að hún standi með reisn fyrir gestaboðum, hvar sem er og hvenær sem er, ef það mætti að gagni koma hennar þjóð, fyrir utan að halda heimili þar sem menntun barnanna getur orðið flókin þegar oft er flutt milli landa. Hennar eigið starf verð- ur oftast að víkja, sem hefur reynst mörgum nútímakonum erfítt eftir langt nám í sínu fagi. Dr. Elisabeth Balmer, eiginkona breska sendiherrans á íslandi, Michaels Hone, er læknir og sam- fara þessum skyldum hefur hún getað unnið í sínu fagi hvar sem hún hefur farið, þar til nú á ís- landi. Því hefur hún mikinn áhuga á heilsugæslukerfinu hér og hefur heimsótt heilsugæslustöðvar, rann- sóknarstofnanir og sótt fyrirlestra og ráðstefnur. Nefnir t.d.mjög áhugaverða norræna ráðstefnu um brjóstakrabbamein og eins mjög áhugaverðar krabbameinsrannsókn- ir. Hún varð t.d. mjög hrifín af þjón- ustunni I heilsugæslustöðinni sem hún heimsótti í Hafnarfírði. Nefndi að þótt fleiri sjúklingar komi í hlut hvers læknis í Bretlandi þá skýri það ekki að fullu þá staðreynd, að ís- lenskir læknar gefí hverjum og ein- um rýmri tíma og að auðveldara sé að komast hér fljótt að. Sjálf kvaðst hún hafa mjög góða persónulega reynslu af sjúkraþjálfara, sem hún þurfti að sækja til. Ferðafjölskylda „Eg hefi ferðast síðan ég var 6 vikna gömul og held að ég hafi fengið ferðabakteríuna snemma," sagði Elísabeth Balmer þegar haft var orð á því hvort ekki sé þreyt- andi að taka sig sífellt upp og sá holdsveiki, fór á báti upp fljót með mangrove-tijám á báðar hend- ur, eins og maður sá í kvikmynd- inni Afríkudrottningunni, að lækn- ingamiðstöð, sem kaþólskar nunnur ráku, sá í annarri læknamiðstöð born með uppblásinn belginn af malaríu í milta og naut sólarlags- ins, sem baðaði allt himinhvolfið rósrauðum bjarma.“ Hjálp við flóttamenn Eftir kandidatsárið á skurðdeild í Cornwall og á barnaspítala, þar sem hún lagði stund á barnalækn- ingar, stundaði hún sjálfstæðar al- mennar lækningar í Yorkshire. „Ég var þá ekki tilbúin til að setjast að og fór að vinna fyrir Barnahjálpar- sjóðinn 1977, fyrst í Beirut og síðar í Guatemala,“ segir hún. Fyrsti staðurinn, sem hún var send til, var Beirut í Líbanon, þar sem hún hitti Michel Hone. Hann hafði árið áður skipulagt brottflutn- ing Breta og annarra þjóða fólk í bílalest, sem í var fólk af 21 þjóð- erni. Hann var nú ári síðar kominn með lið til að opna þar aftur sendi- ráð. Þetta var á þeim tíma sem Jumblad, leiðtogi drúsa, var skot- inn. Þarna kynntust þau og héldu sambandi upp frá því, þótt ekki giftu þau sig fyrr en sex árum seinna. Frá Beirut fór hann skömmu seinna til Bagdad. „Mitt hlutverk var hjálp við flóttafólkið, einkum börn og mæð- ur,“ segir Elisabeth. „Því fylgdi aðstoð við illa farna lömunarveiki- sjúklinga. Við Michael vorum eitt sinn á gangi eftir ströndinni þegar við sáum litla stúlku sem dróst áfram á hnjánum og olnbogunum. Barnahjálpin kom henni í aðgerð á spítala, en til þess þurfti frænka hennar, sem sá um hana í flótta- mannabúðunum, að koma henni yfir átakalínuna milli kristna og múslimska hverfisins. Þetta var mjög dugleg telpa og ég fékk að sjá hana ganga áður en ég fór. Ef hún hefur svo lifað af blóðbaðið í flóttamannabúðunum, þar sem hún bjó, skömmu seinna hefur þetta gerbreytt lífi hennar. Slíkt verður manni mjög minnisstætt.“ Ætlaði læknirinn að drepa barnið? Frá Beirut var Elisabeth Balmer send til læknisstarfa í aðra heims- álfu, til Guatemala. „Það var mjög óhkt,“ segir hún. Þar var á ferðinni íjölþjóðlegt 5 ára átak Barnahjálp- arinnar í þorpinu Goyabaj uppi í hæðunum þar sem eyðileggingin hafði orðið mest í jarðskjálftunum miklu árið áður. „Þarna býr fólk af miðamerískum indjánastofni og sumt blandað Spánverjum. Þeir klæða sig á mismunandi hátt. Indj- ánarnir eru í þessum marglitu ofnu „hvipil“, en þeir sem telja sig latn- eska í vestrænum fötum. Við vorum að reyna að hjálpa þeim til að byggja upp eftir jarðskjálftana. Húsin höfðu verið með leirsteina- veggjum og níðþungum tígulsteina- þökum, sem féllu inn vegna jarð- skjálftanna og slösuðu marga illa. Dr. Elisabeth Balmer Morgunblaðið/Kristinn SENDIHERRA Breta, Michael Hone, og dr. Elisabeth Balmer með börnín Barnaby og Rebeccu. flytja milli landa með börn og heimili. Þau hjónin eru búin að vera á íslandi í 20 mánuði og brottför ákveðin að ári. Þótt þau hafi víða farið hafa þau aldrei fyrr verið í köldu landi — utan heimalandsins, Bretlands! En þau nýta sér aðstæður eins og þau virðast hafa gert hvar sem leiðin lá. Fóru strax að læra á skíðum. Fyrsta veturinn hér fóru þau viku- lega á skíði með krakkana. Hvernig bar það til að Elísabeth lagðist í ferðalög? Hún fæddist í Bretiandi á árinu 1950, en mamma hennar fór svo með hana sex vikna gamla til Kuwait, þar sem faðir hennar starfaði við olíuvinnslu. For- eldrar hennar hittust í Burma þar sem þau voru bæði í þjónustu breska hersins eftir stríð, faðir hennar í gúrkasveitunum og móðir hennar í „hjúkrunarsveit Alexöndru drottingar". „Þegar móðir mín fór til Kuwait með sex vikna gamalt barn þurfti satt að segja töluverðan kjark til, því þá var það að fara út í eyðimörk- ina með þeim aðstæðum sem þar ríktu“, segir hún. „Þar ólst ég upp til 10 ára aldurs, þegar ég var send heim til Bretlands í heimavistar- skóla. Kom svo þangað eftir það í skólafríum til 18 ára aldurs.“ Þetta leiðir talið að skólagöngu barna sendiráðsfólks og annarra sem hafa útivist. Á íslandi geta börn sendiherrahjónanna, þau Barnaby, 11 ára, og Rebecca, 6 ára, gengið í bandaríska skólann skammt frá sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og notað sitt móður- mál. Elisabeth kveðst ekki myndi vilja senda börn sín í burtu jafn ung og foreldrar hennar þurftu að gera, því 3.000 mílna aðskilnaður reyni á samband barna við foreldrana. Sjálf fór hún tíu ára gömul að heim- an, í fyrstu með bestu vinkonunni frá Kuwait, í skóla þar sem voru 80 stúlkur í innan við 10 mílna fjar- lægð frá þar sem hún býr núna. Þarna var kona af hinni þekktu Huxley-fjölskyldu skólastjóri. Elisa- beth telur það sér til tekna að á þessum áhrifagjarna aldri var lað- aður fram áhugi hjá henni á sögu, grískri goðafræði og líffræði. „Þótt heimavistarskólinn veitti mér ágæta menntun, þá er ég svo heppin að við Michael þurfum ekki, þegar við förum heim til Sussex á næsta ári, að splundra fjölskyld- unni, en þar sem engan ensk-amer- ískan skóla var að hafa eftir 11 ára aldur í Kuwait áttu foreldrar mínir um það að velja að senda okkur í heimavistarskóla eða að mamma .væri með okkur heima í Bretlandi yfir skólatímann og hitti pabba þá aðeins í leyfum,“ segir hún. Elisabeth segir að öll hennar fjöl- skylda hafí ferðast mikið, tvíbura- bræður hennar ferðuðust um Aust- urlönd í níu vikur áður en þeir fóru í háskóla og þriðji bróðirinn fór 18 ára gamall á puttanum heim til Bretlands. Foreldrar hennar komu svo heim til Yorkshire um skeið, þar sem faðir hennar stofnaði fyrir- tæki, en héldu svo aftur til Abu Dabi við Persaflóa, eins og það hét þá, til að aðlaga gamlar lokur að nýrri tækni við olíuvinnsluna. For- eldrar hennar eru á lífi og búa í Yörkshire. Elisabeth fór 18 ár gömul í lækn- isfræðinám í háskóla í Bristol, þar sem hún lauk prófi 1973. Ferða- bakterían hafði ekki yfírgefið hana, svo að í lokaþjálfuninni skipti hún milli læknisstarfa á spítala í Bristol og starfa á Bomeo. „Á síðasta verklega áfanganum getum við eytt tveimur mánuðum í eitthvað á læknissviði sem við höfum sérstakan áhuga á,“ útskýr- ir hún. „Ég fór' til Norður-Borneo, þar sem ég kynntist berklastöðvum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.