Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ í SVEIFLU MYNPOST Gallerí Borg MÁLVERK VALGARÐUR GUNNARSSON Opið virka daga kl. 12-18 og kl. 14-18 umhelgartil 21. maí. Aðgangur ókeypis EINN er sá áhrifaþáttur í mynd- listinni sem oftar en ekki er áhorf- endum hulinn, einkum varðandi samtímalistamenn, en kann þó að varða miklu um framþróun þeirrar listar sem sýnd er hveiju sinni. Hér er um að ræða persónulega hagi sem ráða aðstöðu viðkomandi til að sinna myndlistinni; þannig getur m.a. verið lykilatriði hvort verið er að vinna að listinni í góðu tómi og við bestu aðstæður, eða hvort listin er íhlaupaverk, þar sem vinnuaðstaðan er lítil kytra eða afmarkað hom á heimilinu, þar sem truflun hins daglega lífs er ætíð nærri. Léttur leikur Þannig markar ævi og aðstaða listamanns ætíð þá myndlist sem hann skapar að meira eða minna leyti, og er nýleg breyting í tilviki Valgarðs Gunnarssonar nokkuð ljós út frá þessari sýningu. Verk- in sem hann sýnir hér eru öll frá þessu ári og hinu síðasta, en það mun vera sá tími sem liðinn er frá því hann flutti í nýja og rúm- góða vinnustofu, þar sem aðstað- an er öll eftir hans höfði og ekk- ert trufiar hann frá listsköpun- inni. Þetta kemur einkum fram í málverkunum, sem eru nokkru stærri en fyrr, auk þess sem í þeim má fínna léttan leik og sveiflu, sem ekki var þar í jafnrík- um mæli áður. Sem fyrr eru til staðar helstu einkenni þess per- sónulega stfls, sem Valgarður hef- ur tamið sér: Vandvirk uppbygg- ing litflata í hijúfu yfirborði, margþætt mynstur sem fela í sér mikla hreyfíngu sem togast á við staða myndbygginguna, þar sem teikning er mjög einfölduð og stfl- færð hvað varðar allt myndefni, en vönduð úrvinnsla heildarinnar er aðalatriðið. Eins og fyrr segir er meiri létt- leiki og sveifla í málverkum Val- garðs nú en t.d. á síðustu stóru sýningu hans hér heima (Nýhöfn 1991). Sveigðar línur og hring- form bijóta upp fletina, eins og t.d. í „Röndótt fjarvera" (nr. 1), „Blindur hundur" (nr. 2) og „Stefnuhægur búningur“ (nr. 10), og mótun listamannsins á fígúrun- um sækir að nokkru til hinna flötu ímynda Matisse; þetta línuspil verður einkum skemmtilegt þegar borin eru saman þau verk sem eru af sama meiði, en eru hér bæði unnin í olíu á striga og með gou- ache og saumum á pappír, eins og t.d. má sjá af verkum nr. 13 og 22. Formbrot og léttleiki Formbrot auka einnig á þá létt- úð, sem markar sumar myndanna, eins og t.d. „Óbærileika skuggans" (nr. 14), en slík verk gera saman- burðinn við stilltari ímyndir einnig áhugaverðan. Málverkið „Yfirveg- un“ (nr. 7) dregur fljótt að sér athygli áhorfandans, og er þessi mynd góð tenging við þá kyrrð sem var aðal verka Valgarðs um langt skeið. Þessir tveir þættir, kýrrð og sveifla, sameinast loks með ágætum í myndum eins og „Sæktu“ (nr. 5) og „Bogin Iína“ (nr. 9). Höfuðkostur málverkanna felst eftir sem áður í vinnslu litanna og samsetningu þeirra. Á þessu sviði er Valgarður ekki að binda sig við of þröngan ramma, heldur má sjá fjölbreytt litaspjald í grunni myndanna og þeim mynstrum, sem hann byggir á. Þannig stend- ur sýningargesturinn frammi fyrir litskrúðugri heildarmynd, sem þó verður hvorki ofhlaðin né tilgerð- arleg, heldur hæfír viðfangsefnum og vinnulagi listamannsins hið besta. Af sýningunni er ljóst að betri aðstaða til listsköpunar hefur orð- ið Valgarði mikil hvatning; þessi verk hans geisla af fjöri um leið og hann heldur áfram að þróa þá vandvirku myndgerð, sem hann hefur orðið kunnastur fyrir. Er rétt að hvetja listunnendur til að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. Eiríkur Þorláksson Heymarlaus slagverksleikari með Sinfóníunni TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit- arinnar verða í Háskólabíói fimmtudaginn 18. maí kl. 20.00. Einleikari er Evelyn Glennie en hljómsveitarstjóri Osmo Vanska. Á efnisskrá eru verk eftir Magnus Lindberg, Áskel Másson og Claude Debussy. Þótt ung sé að árum hefur Evelyn Glennie náð þvi að standa framarlega meðal slagverksleik- ara. Evelyn sem er aðeins 29 ára gömul er fædd í Aberdeen í Skot- landi. Foreldrar hennar eru þar bændur og ólst hún upp við öll venjuleg sveitastörf. Tónlist var í hávegum höfð á heimilinu, móð- ir hennar var organisti í kirkju sveitarinnar, faðirinn leikur á harmoniku og bræður hennar tveir á blásturshljóðfæri. Ung að árum lærði Evelyn á píanó og klarinett en tólf ára göm- ul hóf hún nám á pákur og slag— verk í Konunglega tónlistar- háskólanum í London. Tónlistar- gáfur hennar komu fljótt í ljós og á námsárunum sópaði hún að sér viðurkenningum og verðlaunum. Frá 1986 hefur hún ferðast sem einleikari um nánast allan heim og komið fram með þekktustu hljómsveitum svo og ýmsum slag- verkshópum frá Indlandi, Indónes- íu og Japan. Finnst mönnum þetta furðu sæta þar sem hún hefur verið heyrnarlaus frá 12 ára aldri. Margir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir um Evelyn Glennie og hefur hún leikið inn á fjölda geisladiska, einnig hefur komið út ævisaga hennar sem nefnist á frummálinu „Good vibrations11. Evelyn Glennie og Áskell Másson hafa oft unnið saman og hefur hún flutt verk Áskels víða um heim, nú síðast lék hún verk hans, Konsertþátt fyrir litla trommu og hljómsveit, á tónleikaferðalagi um Kanada í febrúar sl. Tvö tón- verkana á efnisskrá tónleikanna eru helguð hafinu, það fyrra LISTIR VALGARÐUR Gunnarsson: Bogin lína. 1995. ■ TÆKNIMENN við Bastillu- óperuna í París hótuðu því á fimmtudag að fara í verkfall um helgina til að leggja áherslu á Iaunakröfur sínar. Við það myndi sýning á Töfraflautunni eftir W.A. Mozart falla niður. Fjár- hagsstaða Bastilluóperunnar hefur verið afar bágborin frá því að hún var vígð fyrir fjórum árum en kostnaður við húsið nam um 3 milljörðum franka. Á síð- asta ári Iömuðu verkföll starf- semi óperunnar hluta úr árinu eftir að tilkynnt var um áætlanir um að fækka starfsfólki til að draga úr taprekstrinum. ■ HLJÓMSVEITARSTJÓRINN Sergiu Celibidache fótbrotnaði á fimmtudag og getur því ekki stýrt Munchenarfílharmóniunni á árlegri tónlistarhátið í Flórens á Ítalíu. Zubin Metha mun hlaupa í skarðið fyrir Celibidache sem er 83 ára, fæddur í Rúmeníu en búsettur i Þýskalandi. Mun Metha stýra flutningi á fjórðu sinfóníu Bruckners. ■ NEKTARMYND eftir ítalska málarann Amedeo Modigliani var seld fyrir 12,4 milljónir dala á uppboði hjá Christie’s í New York fyrr í vikunni en ekki hefur áður fengist svo hátt verð fyrir mynd eftir hann. Myndin, „Nu assis au collier" var máluð árið 1917 og þótti samtímamönnum Modiglianis hún, eins og aðrar nektarmyndir hans, afar ósiðleg. Ljóðsöngvar píanósnillmganna Tónleikar í Lista- safninu á Akureyri SIGURÐUR Bragason söngvari og Vovka Ashkenazy píanóleikari halda tónleika í Listasafninu á Akureyri í dag, sunnudag kl. 20.30. Á efnis- skránni eru ljóðalög eftir Rachmanin- off, Frydryk Chopin og Franz Liszt en yfirskrift tónleikanna er „Ljóð- söngvar píanósnillinganna". Sigurður segir þetta allóvenjulega efnisskrá, „mörg þessara verka eru mjög sjald- an sungin og það er raunar ekki á færi allra píanóleikara að spila þessi verk, þetta eru virtúósaverk." Sigurður nam söng í Mílanó á ítal- íu og hefur sungið á fíölmörgum tón- leikum bæði hérlendis og erlendis. Sigurður Bragason Vovka Ashkenazy söngvari. pianðleikari. Vovka, sem er sonur hins kunna píanóleikara Vladimirs ^ Ashkenazy, nam píanóleik bæði á Islandi og á Bretlandi og hefur leikið með hljóm- sveitum og á einleikstónleikum í Astr- alíu, Nýja Sjálandi, Japan og í Norð- ur- og Suður-Ameríku. Segir Sigurð- ur að Vovka sé í fremstu röð píanó- leikara en hann hefur nýlega gert samning við plötuútgáfuna Naxos sem hafi dreifingu um allan heim. Sigurður segir að þeir Vovka hafi kynnst lítillega á unglingsaldri en þeir voru þá báðir í píanónámi hjá Rögnvaldi Siguijónssyni í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Tuttugu árum síðar hittust þeir svo fyrir tilviljun í Bonn í Þýskalandi þar sem þeir voru með tónleika og upp úr því ákváðu þeir að hafa með sér sam- starf. „Ætlunin er að halda sam- starfinu áfram eftir tónleikana í kvöld,“ segir Sigurður, „í næstu viku verður þetta efni tekið upp á geisla- disk sem á að koma út á næstunni en einnig er á dagskránni að halda nokkra tónleika í Evrópu á komandi vetri.“ Marea eftir Magnus Lindberg og það síðara La Mer eftir Claude Deebussy. Magnus Lindberg er fæddur í Finnlandi. Hann stundaði tónlist- arnám við Sibeliusar-tónlistarhá- Gautaborgar fyrir slagverksleik- arann Roger Carlson. Tónleikunum lýkur með flutn- ingi á Hafinu „La Mer“ eftir franska tónskáldið Claude De- bussy. EVELYN Glennie. skólann í Helsinki og síðar í Þýskalandi og Ítalíu. Lidnberg stofnaði tónlistarhópinn Toimi. Marimbakonsert eftir Áskel Másson er saminn árið 1987 að beiðni Sinfóníuhljómsveitar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.