Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 Stóra sviðið: • STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson 5. sýn. í kvöld örfá sæti laus - 6. sýn. fim. 18/5 nokkur sæti laus - 7. sýn. lau. 20/5 örfá sæti laus - 8. sýn. sun. 21/5 nokkur sæti laus. Ath. ekki verða fleiri sýningar á þessu leikári. Söngleikurinn • WEST SIDE STORY e. Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bernsteins Kl. 20.00: Fös. 19/5 örfá sæti laus - mið. 24/5 örfá sæti laus - fös. 26/5 nokk- ur sæti laus - lau. 27/5 nokkur sæti laus. Sýningum lýkur i júní. íslenski dansflokkurinn: 0HEITIR DANSAR, frumsýning 17. maí kl. 20.00 Á efnisskránni eru: Carmen eftir Sveinbjörgu Alexanders við tónlist eftir Bizet/ Shedrin, Sólardansar eftir Lambros Lambrou við tónlist eftir Yannis Markopou- los, Til Láru eftir Per Jonsson við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar, Adagietto eftir Charles Czarny við tónlist eftir Mahler. 2. sýn. sun. 21/5 kl. 14 - 3. sýn. fim. 25/5 kl. 20 - 4. sýn. sun. 28/5 kl. 20. Smíðaverkstæðið: • TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jlm Cartwright Kl. 20.00: Mið. 17/5 uppselt - fös. 19/5 uppselt. Sfðustu sýningar á þessu leikári. Listaklúbbur leikhúskjallarans mán. 15/5 kl. 20.30 • TÓNLEIKAR Leikin verður spænsk, suður-amerfsk og íslensk tónlist. GJAFAKORT ÍLEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00 til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Grtena linan 99 61 60 - greiðslukortaþjónusta. STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • VIÐ BORGUM EKKI - VID BORGUM EKKIeftirOario Fo Sýn. fös. 19/5, lau. 20/5, fös. 26/5, lau. 27/5. Takmarkaður sýningafjöldi. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30: Leikhópurinn Erlendur sýnir: • KERTALOG eftir Jökul Jakobsson. Sýn. f kvöld, fim. 18/5, lau. 20/5. Allra sfðustu sýningar. Miðaverð 1.200 kr. ÍSLAND GEGN ALNÆMI, tveir verðlaunaeinþáttungar: • ÚT ÚR MYRKRINU eftir Valgeir Skagfjörð. • ALHEIMSFERÐIR ERNA eftir Hlín Agnarsdóttur. Sýning til styrktar átakinu „fsland gegn alnæmi" í dag kl. 16. Aðeins þessar sýningar. Miðaverð kr. 1.200 kr. MuniÖ gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Miðapantanir í síma 680680 alla virka daga kl. 10-12. - Greiðslukortaþjónusta. LEIKFELAG AKUREYRAR • DJÖFLAEYJAN eftir Einar Kára- son og Kjartan Ragnarsson. Sýn. fös. 19/5 kl. 20.30, lau. 20/5 kl. 20.30. • GUÐ/jón f safnaðarheimili Akureyrarkirkju Sýn. í kvöld kl. 20. Sfðasta sýning. Miðasalan opin virka daga kl. 14-18, nema mánud. Fram að sýningu sýning- ardaga. Sími 24073. KðíííLeiklinsíí Vesturgötu 3 I HLADVARPANUM Sápa tvö; Sex við sama borð í kvöld ki. 21 fös. 19/5 uppselt lau. 20/5, fös. 26/5 Miði m/mat kr. 1.800 Hlæðu, Magdalena, hlæðu mið. 17/4sun. 21/5 mið. 24/5 lau 27/5 siðustu sýningar Miði m/mat kr. 1.600 Herbergi Veroniku eftir Ira Levin Frumsýning 25. mai Eldhúsið og barinn Iopinn fyrir & eftir sýningu Uiðasala allan sólarhringinn i sima 581-9088 S Nemendaleikhúsið Lindarbæ, sími 21971 MARÍUSÖGUR eftir Þorvald Þorsteinsson í leik- stjórn Þórs Túliníusar. 9. sýn. í kvöld kl. 20. F R Ú E M I I, í A ■LEIKHÚSl Seljavegi 2 - sími 12233. RHODYMENIA PALMATA Ópera í 10 þáttum eftir Hjálmar H. Ragnarsson við kvæða- syrpu eftir Halldór Laxness. 2. sýn. í kvöld, 3. sýn. mið. 17/5, 4. sýn. lau. 20/5. Sýningar hefjast kl. 21. Aðeins þessar fjórar sýningar. Miðasalan opnuð kl. 17 sýningardaga. Miðapantanir á öðrum tfmum f sfmsvara, sfmi 551 2233. blabið - kjarni málsins! Fær Hanks Oskar þriðja árið í röð? TOM Hanks fer með hlutverk geimfarans Dons Lovells í mynd- inni Apollo 13 sem frumsýnd verð- ur í Bandaríkjunum í sumar. Með önnur hlutverk fara Kevin Bacon, Bill Paxton og félagi Hanks úr Forrest Gump, Gary Sinise, en leikstjóri er Ron Howard. Myndin fjallar um ferð Apollo 13 árið 1970 þegar einn af súr- efnistönkum geimfarsins sprakk og eyðilagði aðaleldflaug geim- farsins, auk þess sem rafmagnið fór af. Fyrir mildi forsjónarinnar náðu geimfaramir aftur til jarðar, þrátt fyrir að hafa einungis súrefn- isbirgðir fyrir 45 klukkutíma. Þetta verður þriðja stórmynd Hanks á jafn mörgum árum og möguleikar hans á tilnefningu til Óskarsverðlauna þriðja árið í röð þykja vera miklir með þessari mynd. Newton- John o g Lattanzi skilja 0LTVIA Newton-John og eigin- maður hennar til tíu ára Matt Latt- anzi standa í skilnaði um þessar mundir. Á ýmsu hefur gengið þessi tíu ár. Newton-John lýsti sig gjald- þrota árið 1991 eftjr að Koala Blue fatalína hennar fór á hausinn og hefur unnið bug á bijóstakrabba- meini sem hún fékk árið 1992. Hinn 24. apríl síðastliðinn gáfu þau síðan út yfirlýsingu um að „með söknuð í hjarta og í fullri vináttu tilkynnum við skilnað okk- ar“. Ekki hefur enn verið ákveðið hvemig þau koma til með að skipta með sér eignum eða hvort þeirra fær forræði yfir níu ára dóttur þeirra Chloe. MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Leik- skólinn Smára- hvammur eins árs HALDIÐ var upp á eins árs afmæli lelkskólans Smára- hvamms I Kópavogi fimmtu- dagiirn 11. maí. í tilefni dags- ins undu krakkamir í Hvamm- koti, en það er yngsta deildin, sér vel við afmælistertu og kakó. Á milli tertusneiða fundu krakkarnir sér svo ýmislegt til dundurs, til dæmis að föndra eða mála. ELIZABETH Taylor árið 1956. Um- deildir þættir SHERILYN Fenn í hlutverki Elizabeth Taylor. SHERILYN Fenn sem birtist landsmönnum á sjónvarpskján um í þáttunum Twin Peaks fyr ir nokkrum árum fer með hlut- verk Elizabeth Taylor í nýjum framhaldsþáttum um líf leik- konunnar. Tökur eru komnar vel á veg og eins og sjá má af meðfylgjandi myndum er þó nokkur svipur með þessum tveimur leikkonum. Elizabeth Taylor er ekki allskostar sátt við þetta fram- tak, en þættimir eru byggðir á umdeildri ævi- sögu hennar „Liz: An Intimate Biography of Elizabeth Tayl- or“ eftir C. David Heymann. Hún höfðaði reyndar mál á hendur framleið- endum þáttanna til að reyna að stöðva gerð þeirra, en tap- aði vegna þess að ekki þótti sannað að þættirnir yrðu meið- andi fyrir hana. Til að koma í veg fyr- ir frekari málshöfðanir munu nokkur af umdeildum atriðum bókarinnar ekki koma fram í þáttunum. Þar á meðal að Taylor hafi sætt líkamlegu of- beldi frá Richard Burton og þriðja eiginmanni sínum Mike Todd. Eftir sem áður á eftir að koma í Ijós hvort Tayl- or sættir sig við þá mynd sem dregin verður upp af henni í þáttunum eða hvort hún höfðar mál aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.