Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 33 _________BRÉFTILBLAÐSINS______ Geta sjúkraþjálf- arar nuddað að gagni? Frá Ágústi Jörgenssyni: ÉG VARÐ undrandi er ég las þessi orð við lestur Morgunblaðsins með morgunkaffinu 10. maí síðast- liðinn. Ekki varð’undrun mín minni er ég sá að Rafn Geirdal, skóla- stjóri í nuddskóla, hafði skrifað greinarstúfinn sem hafði þessa fyr- irsögn. Rafn talar þar um að honum berist vikulega kvartanir frá sjúkl- ingum sem hafi farið í nudd til sjúkraþjálfara og hafi svo verið til margra ára. Er miður að heyra þessa yfirlýsingu án þess að hún sé betur skilgreind. Ef sjúklingar þessir hafa farið til sjúkraþjálfara í þeim tilgangi að fá heilnudd eða partanudd sér til afslöppunar og vellíðunar hefur misskilningur ráðið ferðinni. Með þessum orðum er ég alls ekki að gera lítið úr slíku nuddi, að mínu áliti á það fyllilega rétt á sér fyrir þá sem það kjósa. Sjúkra- þjálfarar beita nuddi hins vegar fyrst og fremst til meðhöndlunar á kvillum í stoðkerfi og þá oftast stað- bundið á þeim svæðum sem þarfn- ast meðhöndlunar við. Ég er þess þó fullviss að með sína menntun myndu flestir sjúkraþjálfarar standa sig vel ef þeir réðu sig sem nuddara á nuddstofu. Góð menntun Sjúkraþjálfarar eiga að vera prýðisgóðir nuddarar upp til hópa og fá staðgóða menntun á því sviði! Rafn gagnrýnir að einungis skuli vera varið 48 kennslustundum til nuddkennslu í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands og til samanburðar nefnir hann að kenndar eru 520 kennslustundir í nuddi við nudd- skóla hans.og því til viðbótar 1500- •1750 stunda starfsþjálfun. Vekur það furðu mína að Rafn skuli gera samanburð af þessu tagi án nánari útlistunar og virðist það endur- spegla að hann er alls ekki nógu vei að sér í því hvernig nám í sjúkra- þjálfun við Háskóla íslands er byggt upp. Þessar 48 kennslustundir eru ... var ókvæntur og barn- laus... Frá Maju Loebell: ... sem sagt skaðinn frekar lít- ill. Á þessa leið hugsaði ég fyrir 25 árum þegar andlátsfregn end- aði á ofangreindum orðum. Þá var ég nýgift og ætlaði mér að eign- ast börn. í dag er ég þó enn barnlaus og í viðbót ekkja, sem sagt ógift. Setningin sem mér þótti í eina tíð þægileg huggun hljómar núna eins og nöturlegt mat á gildi einstakl- ingsins. Er ekki nægilegt að greina frá því sem hin(n) látni/látna var eða átti. Af hverju þarf líka að taka fram hvað hann eða hún var ekki og átti ekki og velja þá þessi tvö atriði? Iðulega er starf viðkom- andi nefnt en engum dettur í hug að telja upp hvaða störf hann vann ekki. Ég legg eindregið til að sleppa ölhim upplýsingum um það sem viðkomandi átti ekki eða var ekki. MAJA LOEBELL, Kópavogsbraut 47, Kópavogi. .. .blabib - kjarni máhinv! fyrst og fremst til að kenna nem- endum hin ýmsu nuddhandtök og síðar beita nemendur í sjúkraþjálf- un þeim tökum ásamt, öðru sem lært er, í verklegri kennslu sem fram fer á spítölum og stofnunum. Þessi verkmenntun tekur samtals eitt skólaár af þeim fjórum sem námið samanstendur af. Ef einstaklingur kæmi óundirbú- inn til að læra nudd væru 48 kennslustundir að sjálfsögðu óvið- unandi. í námsbraut í sjúkraþjálfun er nuddkennslan aftur einungis einn þáttur í því langa ferli að gera nem- endur hæfa að loknu Ijögurra ára námi til að meðhöndla sjúklinga með margvísleg vandamál á árang- ursríkan hátt. Stoðkerfísvandamál eru þar stór þáttur en ekki er nóg að læra nudd til að meðhöndla slík vandamál, ekki einu sinni þó til þess sé varið 520 kennslustundum. Aðalatriðið í kennslunni verður að beinast að því að kenna nemendum að skoða sjúklinga með stoðkerfis- vandamál á árangursríkan hátt til að greina hvert vandamálið er. Til að það megi verða fá nemendur í sjúkraþjálfun við Háskólaa íslands ítarlega kennslu í líffærafræði og starfrænni líffærafræði, Hfeðlis- fræði, hreyfingarfræði og sjúk- dómafræði. Til að reka smiðshöggið eru svo kenndar skoðunaraðferðir á stoðkerfinu í heild, þar með töld- um vöðvum, liðum og taugum, og helstu meðhöndlunaraðferðir á stoðkerfiskvillum svo sem liðlosun, vöðvateygjur, nudd, æfingameð- ferðir ýmis konar og líkamsbeiting. ígrundunar þörf Það er með nudd eins og allar aðrar meðhöndlunaraðferðir að þó góð handtök séu mikilvæg eru þau til lítils ef meðferðin beinist ekki að hinum sjúka vef og til að nálg- ast hann verður meðferðaraðilinn hvort sem iiann er sjúkraþjálfari, nuddari eða eitthvað annað að hafa á valdi sínu að geta skoðað stoð- kerfið vel og nákvæmlega. Ekki er nóg að spyija sjúkling hvar hann finni til því mjög algengt er að sjúk- ir vefir leiði verki langt frá upptaka- staðnum og vöðvar geta stífnað og orðið aumir sem afleiðing af mörg- um kvillum í stoðkerfinu. Þá þarf að sjálfsögðu að gera fleira en að nudda vöðvann stífa og auma. Af þessu má augljóst vera að þegar borið er saman nám í nuddi í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands og nám í nuddi við nuddskóla Rafns Geirdals þarf að gæta þess að bera fleira saman en þá tíma sem ein- göngu er varið til nuddkennslu. Að mínu viti eru 48 kennslustundir nægjanlegar til að skila góðum nuddhandtökum þegar þær eru hluti af lengra námi þar sem færni í handtökum er æfð í mörgum öðr- um námsgreinum. Er það von mín að næst þegar Rafn grípur til gagnrýni á aðrar stéttir geri hann það að betur ígrunduðu máli en í þetta sinn. Virðingarfyllst, ÁGÚST JÖRGENSSON, löggiltur sjúkraþjálfari, liðfræðingur (manual therapist). Opið hús í dag kl. 14-17 Fagrahlíð 1 - Hafnarfirði Ný 3ja herb. íb. á 2. hæð í fjölbýli. Stærð 88,5 fm. íb. afh. m. fullb. baðherb., frágengnu rafmagni, parketi og öllu Ijósmáluðu. Áhv. 3,4 millj. húsbr. Verð 6,7 millj. Hrólfur verður á staðnum og sýnir. Ásgarður Reykjavík Mjög fallegt raðhús á 2 hæðum ásamt 1/2 kjallara, stærð 119 fm ásamt 24 fm bílskúr. Gott útsýni. Verð 10,9 miilj. Ath. skipti á 3ja-4ra herb. íb. mögul. 4137. S: 5685009 - 5685988 ÁRMÚLA21 DAN V.S. WIIUM, HDL., LÖGG. FASTSALI ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI SÖLVISÖLVASON, HDL. BIRGIR GEORGSSON, SÖLUM. Álfhólsvegur 79 D - Opið hús frá kl. 20-22 í kvöld. 151 fm endaraðhús á þremur haeðum, á miðhæð er inng. 3 svefn- herb. og flísal. bað, parket, á efri hæð stofa og eldhús. Möguleg skipti á 3ja-4ra herb. íb. t.d. í Engihjalla. Verð 10,5 millj. Smáíbúðahverfi - einbýli 186 fm á tveim hæðum við Tunguveg, neðan Sogavegar. 4-5 svefnherb. Mögul. á að hafa 2ja herb. íb. í kj. Nýjar lagnir utan- húss. Bein sala eða skipti á 3ja herb. íb. með bílsk. Furugrund 42 - 4ra herb. 86 fm á 1. hæð, parket, endurn. bað. Vestursvalir. Áhv. 3,5 millj. Byggsj. ríkisins. Hrafnista - Hafnarfjörður - hús fyrir eldri borgara. 90 fm endaraðh. 2 svefnherb. Allar innréttingar sérlega vandað- ar. Eign í sérfl. Laust strax. Furugrund - 3ja 86 fm á 1. hæð. Suðursvalir. Nýlegt parket. íbúðin er mikið end- urnýjuð. Stórt herb. í kjallara með aðgangi að snyrtingu. Verð 6,9 millj. Opið í dag frá kl. 12 til 14. Fasteignasalan Eignaborg, Hamraborg 12, Kópavogi, sími 641500, fax 42030. Látraströnd Seltj. Parhús á 2 hæðum, ásamt innb. bíl- skúr, um 240 fm. Ekkert áhv. Til afh. strax. Verð 12,5 millj. 4656. Til sölu 3ja herbergja hús á Stokkseyri. Eignin stendur á sjávar- lóð. Frábært útsýni. Tilvalið sem sumarhús. Verð 3,2 millj. Upplýsingar í símum 98-31339 og 98-31329. Hallgrímur og Sonja. FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNA SVERRIR KRISrmSSOH lOCCIlTUR fAHEIGMSALI SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVIK, FAX 687072 MIÐLUN SÍMI 68 77 68 Gróðrarstöð í Reykjavík Til sölu þetta þekkta hús, áður gróðrarstöðin Alaska í Breiðholti. Húsið er laust strax ásamt hluta lóðarinnar. Ath. Þetta er eign sem gefur mikla möguleika til vist- vænnar atvinnustarfsemi. Láttu hugann reika - þarna eru miklir möguleikar fyrir hendi. Upplýsingar gefur Sverrir á skrifstofutíma. Ármúla 1, sími 882030 - fax 882033 Ægir Breiðfjörð, lögg. fastsali, hs. 687131. STARARIM116 og 20 Hagstætt verð - frábært útsýni Ca 190 fm hús á einni hæð með innb. bílskúr. Hús nr. 16 er tilb. til af- hendingar strax fullb. að utan og rúmlega fokh. að innan. Verð frá 8,4 millj. Hægt að fá lengra komið. Hús nr. 20 afhendist seinna í sumar fullb. að utan, fokh. að innan eða lengra komið. Teikningar á staðnum (við nr. 16). Austurberg 12,4. hæð - Opið hús Verð aðeins 4,9 millj. Skemmtil. skiþulögð ca 60 fm íb. með suðursvölum og glæsilegu útsýni í í vönduðu fjölbýlish. Stutt í alla þjón- ustu. Laus strax. Rúnar verður á staðnum milli kl. 14 og 17 í dag sunnudag. Allir velkomnir. Hlíðarvegur 53 - Kóp. - Opið hús Falleg nýuppgerð 2ja herb. ca 70 fm sérh. Glæsil. út- sýni. Allt nýtt. Parket. Áhv. húsbr. ca 3,6 millj. Verð 5,9 millj. Berglind og Guðmundur sýna eignina í dag kl. 14 til 17. Allir velkomnir. Valhöll, fasteignasala, Mörkinni 3, sími 588-4477.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.