Morgunblaðið - 31.05.1995, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Almannavarnir
gagnrýndar
á ráðstefnu
Neytendasamtök um innfluttar búvörur
Fyrirhugaðar bensínstöðvar Irving Oil
Morgunblaðið/Þorkell
Bóka-
brennur í
borginni
LÖGREGLAN var á varðbergi í
gær og fyrradag vegna árvissra
bókabrenna víða um Reykjavík.
Samræmdum prófum í 10. bekkj-
um grunnskóla lauk í gær. •
Að sögn lögreglu virðast
grunnskólanemar hafa tekið upp
þann sið undanfarin ár að brenna
skólabækur sínar að loknum
prófum, líklega til að fagna því
að hafa lært efni þeirra svo vel
að aldrei gefist ástæða til að
fletta upp í þeim að nýju.
í gær var tilkynnt um bóka-
brennur í Grafarvogi, Árbæ og
Breiðholti, en engin meiðsli urðu
eða skemmdir á öðrum eignum.
Nokkurt ónæði varð í Kringl-
unni og Borgarkringlunni síð-
degis í gær vegna óláta í ungling-
um. Borgarkringlunni var lokað
klukkustund fyrr en vanalega
vegna þessa og sex unglingar
voru færðir á lögreglustöð vegna
óláta og ölvunar.
Lögreglu var ekki kunnugt um
vandræði í miðborginni, enda
fögnuðu flestir próflokum frið-
samlega eins og blómarósimar á
myndinni. í gærkvöldi var þó
orðið mjög margt um manninn
þar og talsverð ölvun.
RÁÐSTEFNA á vegum Almanna-
varna ríkisins hófst í Hnífsdal í
gær. í henni taka þátt um 90
manns sem tengdust snjóflóðun-
um í Súðavík og á Grund í Reyk-
hólasveit í janúar sl. með ýmsum
hætti. í starfshópum kom fram
margvísleg gagnrýni á fjölmarga
þætti.
Þátttakendur í ráðstefnunni
koma m.a. frá björgunaraðilum,
almannavörnum, lögreglu, áfaila-
hjálparhópum og heilbrigðisstétt-
um. Ráðstefnunni er ætlað að
vinna skýrslu og verður hún samin
af starfshópum sem hver um sig
fer með einstaka þætti málsins.
Brotinn samningur
í gær kom fram hörð gagnrýni
frá Landsbjörgu, Landssambandi
björgunarsveita, í skýrslu sem
samin hefur verið á vegum sam-
bandsins. Þar er harðlega gagn-
rýnt hvernig staðið var að því af
hálfu Almannavama ríkisins að
boða Landsbjörgu til þátttöku í
björgunarstarfinu. Fram kemur að
forsvarsmenn Landsbjargar telja
að þar hafi verið brotinn samning-
ur, sem gerður var um síðustu
áramót, um það hvernig standa
skuli að boðun á viðbúnaðarstigi.
Þá var gagnrýnt hvernig staðið var
að undirbúningi og framkvæmd
liðsaukaflutnings og hversu seint
hann fór af stað.
Á ráðstefnunni var ekki tekin
afstaða til þessara athugasemda.
Jón Gunnarsson, ritari Landsbjarg-
ar, sagði að samtökin myndu setja
fram tillögur um breytt fyrirkomu-
lag og vinna þeim brautargengi á
öðrum vettvangi.
Niðurstöður ráðstefnunnar
verða notaðar til að gefa út endan-
lega skýrslu sem tekur til allra
sviða sem tengjast björgunarað-
gerðum og aðhlynningu eftir snjó-
flóðin í Súðavík.
íslensk lyfjaverk-
smiðja í Litháen
LYFJAFRAMLEIÐSLA hefst um
mánaðamótin júní-júlí í nýrri lyfja-
verksmiðju í Litháen í eigu ís-
lenska heilsufélagsins hf., Lyfja-
verslunar ríkisins, íslenskra aðal-
verktaka auk sænskra og lithá-
ískra aðila. íslenskir aðalverktak-
ar, ÍAV, reistu verksmiðjuhúsið en
sænsku aðilarnir útvega tækjabún-
aðinn en uppsetningu á honum
lýkur í næsta mánuði. Forstjóri
verksmiðjunnar er Ámi Ámason
og markaðsstjóri Gunnar Hinz.
Undirritaður var samningur
milli hluthafa síðastliðið sumar og
þá var jafnframt gengið frá láns-
samningum. Þá er fýrirtækið Ger
GmbH, sem ÍAV eiga 80% í og
Ármannsfell 20%, að reisa 20 svo-
kallaðar permoform íbúðir í Stuttg-
art í Þýskalandi og er áætlað að
verkinu ljúki næsta haust. Þar er
töluverður fjöldi íslenskra iðnaðar-
manna í vinnu. Um frekari fram-
kvæmdir í Þýskalandi er ekki af-
ráðið, en Árni Grétar Finnsson,
stjórnarformaður ÍAV, segir að
gefist þessar framkvæmdir vel sé
hugsanlegt að ráðist verði í fleiri
verkefni þar. Ámi Grétar segir að
önnur verkefni séu í athugun, þar
á meðal í Víetnam. ÍAV á þriðj-
ungshlut I fýrirtækinu HeH Inter-
national sem hefur haslað sér völl
í landinu og hefur fomýtingarrétt
á lóð í miðborg Saigon þar sem
áætlað er að reisa skrifstofu- og
hótelbyggingu. Einnig hafa ýmsir
aðrir möguleikar verið þar í skoð-
un, að sögn Áma Grétars.
Dýrari en innlend-
ar nema kjúkling-
ur og kalkúnn
„GATT breytir nánast engu um
verð á búvöm í íslenskum verslun-
um til lækkunar, nema þá helst á
kjúklingakjöti og kalkún, enda er
himinhátt verð á þessum tegundum
hér á landi frægt,“ segir Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna.
Neytendasamtökin hafa tekið
saman tölur um hugsanlegt smá-
söluverð á innfluttum búvömm.
Jóhannes segir að þær forsendur,
sem samtökin hafí gefíð sér við
útreikningana væm að smásölu-
álagning á innlendar vömr væri
30%, en sama krónutala í álagningu
legðist á innfluttu vömna.
í þessum útreikningum er ein-
ungis miðað við að vömrnar séu
fluttar inn frá Danmörku og undir
ákvæði sem kveður á um að flytja
megi magn, sem nemur 3% af inn-
anlandsneyslu, inn á lægri tollum
en ella. Yrði flutt inn magn umfram
þessi 3% yrði það á hærra verði en
hér kemur fram. Jóhannes Gunn-
arsson var efíns um að meira yrði
Dæmi um verðmun á
innlendum og eriendum
iandbúnaðarafurðum
Verð, kr/kg.
Innlent Erlent
Svínakótilettur 1 .172 1.617
Svínalundir^—"fy 1 .556 2.596
Svínalærl ÉEjf 711 675
Nautahakk^ 889 1.241
Nautalundir |L 2 .734 3.395
Lambalæri 882 980
Kjúklingar^-,. 776 638
Kalkúnn «1 .042 710
Gauda ostur^f^ 734 1.270
Smjör 348 813
flutt inn en sem næmi 3%, enda
væri verðlagningin „út ár korti",
eins og hann orðaði það.
■ Tillit tekið til/6
Nytjamarkaður RKÍ
REYKJAVÍKURDEILD Rauða
kross íslands opnar Nytjamarkað
í Bolholti 6 í dag. Þar verða seld
notuð húsgögn sem annars færu í
eyðingu hjá Sorpu.
Sorpa hefur útvegað nokkmm
líknarfélögum notuð húsgögn og
tæki, að fenginni heimild þeirra
aðila sem í hlut eiga, sl. eitt og
hálft ár. Ekki hefur verið unnt að
halda því áfram með óbreyttum
hætti og var því leitað samstarfs
við Reykjavíkurdeild RKL
Reykjavíkurdeild RKÍ hefur
einnig áhuga á að bæta einni deild
við starfsemi Nytjamarkaðarins,
þ.e. sölu á notuðum fatnaði og þá
að fenginni heimild gefenda.
Andlát
GUNNAR HUSEBY
GUNNAR Huseby,
einn mesti afreksmað-
ur íslands í íþróttum,
lést á sunnudagskvöld
á gjörgæsludeild
Landspítalans eftir
stutt en erfið veikindi.
Hann var á 72. aldurs-
ári.
Gunnar Huseby
fæddist í Reykjavík 4.
nóvember 1923. Und-
anfama áratugi var
hann starfsmaður
Vatnsveitu Reykjavík-
aði í kúluvarpi á Evr-
ópumeistaramótinu í
Ósló 1946. Varði hann
titilinn fjórum ámm
síðar í Bmssel og setti
þá Norðurlandamet,
varpaði 16,74 metra,
sem var íslandsmet til
ársins 1967.
Gunnar varpaði kúlu
fýrstur íslendinga yfír
15 og 16 metra og
kringlu yfir 50 metra.
Hann varð margoft ís-
landsmeistari í báðum
ur. Gunnar Huseby var
fremstur íslendinga í
kúluvarpi og kringlukasti 1941-51
og vann fyrstur íslendinga Evrópu-
meistaratitil í íþróttum er hann sigr-
greinum. Hann vann
Konungsbikarinn fyrir
besta afrek 17. júní mótsins oftar
en nokkur annar eða 1941,1944-46
og 1948-51.
Borgarskipulag sam-
þykkir staðsetningu
BORGARRAÐ hefur samþykkt
umsögn borgarskipulags um að fall-
ist verði á breytta iandnotkun Vegna
staðsetningar á fyrirhuguðum bens-
ínafgreiðslum og verslunum kanad-
íska fyrirtækisins Irving Oil við
Hraunbæ og Eiðsgranda. Að sögn
Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta
borgarstjómar og formanns skipu-
lagsnefndar, mun samþykkt borg-
arráðs verða vísað til skipulags-
stjóra ríkisins til endanlegrar af-
greiðslu.
Athugasemdir bárust frá þremur
aðilum. vegna bensínafgreiðslunnar
við Hraunbæ og tvær vegna Eiðs-
granda. „Við teljum ekki að þær
athugasemdir sem bárust hindri að
þarna geti risið bensínstöðvar,"
sagði Guðrún.
Hugað verði að
umferðaröryggi
í athugasemdum vegna breytinga
á landnotkun í Hraunbæ við Bæjar-
háls í Árbæjarhverfi er lýst áhyggj-
um vegna aukinnar umferðar og
mengunar frá bensínstöðinni auk
þess sem bent er á að bensínstöð
sé fyrir í hverfínu.
í umsögn borgarskipulags kemur
fram að umferðasérfræðingar telji
að bensínstöð á þessum stað þjóni
nær eingöngu þeirri umferð sem fer
um hverfið. Bent er á að með teng-
ingu Suðurlandsvegar við Vestur-
landsveg í Smálöndum hafí dregið
töluvert úr umferð um Bæjarháls.
Við endanlega hönnun á aðkomu
að bensínstöðinni þurfí að huga vel
að umferðaröryggismálum og sjá
til þess að ekki myndist biðraðir á
nærliggjandi gatnamótum.
Tvö bréf bárust með athugsemd-
um vegna fyrirhugaðrar bensín-
stöðvar við Eiðsgranda. í bréfí frá
Sölusambandi íslenskra fískfram-
leiðenda er bent á að fyrirhuguð
bensínafgreiðsla verði í um 70-90
metra fjarlægð frá fískverkunarstöð
fyrirtækisins. í umsögn borg-
arskipulags segir að bensínstöðvar
og jafnvel olíubirgðastöðvar séu í
Reykjavík sem og um allt land í
innan við 100 metra fjarlægð frá
íbúðarbyggð og atvinnustarfsemi.
Ekki sé kunnugt um nein mengun-
arslys eða kvartanir yfir nábýli við
bensínstöðvar.
Útsýni og útivist
í erindi lóðasamtaka Keilu-
granda 2-J.O og Rekagranda 1-7,
er bent á að ekki sé þörf á þjón-
ustu á þessum stað og að bensín-
stöðin skerði möguleika á útivist
og útsýni. í umsögn borgarskipu-
lags kemur fram að engin algild
mælistika sé til að meta hvort of
mikið sé af ákveðinni tegund af
þjónustu eins og bensínafgreiðslu
í einstökum borgarhlutum. Um
staðsetningu bensínstöðvar á
strandræmunni sé það að segja að
á uppfyllingunni sé fyrirhuguð
dælustöð fráveitukerfis borgarinn-
ar og nauðsynlegt sé að hanna
mannvirkin samhliða.