Morgunblaðið - 31.05.1995, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
L
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
VIÐ tæmdar skúffurnar stendur Guðmunda Matthíasdóttir af-
greiðslustúlka í Úri og skarti við Bankastræti.
Klaus Kinkel væntan-
legnr til Islands
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra átti í gær viðræður við
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, í tengslum við fund
utanríkisráðherra Atlantshafs-
bandalagsins sem nú stendur yfír.
Ákveðið var á fundi þeirra að Kin-
kel kæmi hingað til að kynna sér
sjónarmið fslendinga vegna þróun-
arinnar innan Evrópusambandsins
en ekki er búið að dagsetja heim-
sóknina, að sögn Halldórs.
„Ég vonast til þess að hann
geti komið til íslands og kynnt sér
okkar mál en hann hefur verið
hvatamaður að því að íslendingar
gengju í Evrópusambandið," sagði
Halldór í samtali við Morgunblað-
ið. „Ég tel nauðsynlegt að ræða
þessi mál betur við Þjóðverja til
að fá fram betri skilning á okkar
afstöðu og aðstöðu okkar. Mér
fmnst að þegar við útskýrum okk-
ar aðstöðu komi fram góður skiln-
ingur á því hvers vegna við höfum
ekki sótt um aðild.“
Þjóðverjar vilja veita
Islendingum aðstoð
„Einnig ræddi ég við hann um
þau vandamál sem uppi eru hvað
okkur varðar vegna stækkunar
Evrópusambandsins en það á ekki
síst við um síldarmarkaði okkar,
sem við höfum verulegar áhyggjur
af. Það er alveg ljóst að Þjóðveijar
vilja gera það sem þeir geta til að
aðstoða okkur en það liggja ekki
fyrir neinar skuldbindingar í því
sambandi, enda ekki hægt að gefa
þær,“ sagði Halldór.
Halldór kveðst einnig hafa notað
tækifærið og átt samtöl við Bjom
Tore Godal, utanríkisráðherra Nor-
egs, um deilu þjóðanna. „Við erum
ákveðnir í að vera áfram í sam-
bandi og leita leiða til að missa
þessa deilu ekki úr böndum en við
erum í sjálfu sér ekkert nær sam-
komulagi en áður,“ sagði Halldór.
Skarti fyrir 2
milljónir stolið
Mannvirkjasjóður NATO
Stórt verkefni
vonandi boðið út
„HURÐIN hafði verið spennt upp,
líklega með stóru kúbeini og greini-
legt að þjófamir gátu áthafnað sig
héma inni í töluverðan tíma, því
bókstaflega öllum hringjum, úrum
og öðm skarti var stolið," sagði
Haraldur Komelíusson gullsmiður í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Sýningarborð tæmd
Rannsóknarlögregla ríkisins
rannsakar _nú innbrot í verslun
Haraldar, Úr og skart, í Banka-
stræti 6, en það uppgötvaðist þegar
starfsfólk verslunarinnar kom til
starfa í gærmorgun. Talið er að
verðmæti þýfísins sé um 2 milljónir
króna.
Innbrotið var tilkynnt til lögregl-
unnar í Reykjavík kl. rúmlega 9 í
gærmorgun, en rannsóknarlögregl-
an tók strax við rannsókn málsins.
„Ég á erfítt með að meta verðmæti
þýfisins, en ætli það sé ekki um
tvær milljónir króna,“ sagði Harald-
ur. „Við verslunina háttar svo til
að gengið er inn í hana um dyr í
undirgangi og fremst í þeim undir-
gangi er jámgrind. Ekki er ljóst
hvort sú jámgrind var læst þessa
nótt. Héma hefur aldrei verið brot-
ist inn á þennan hátt. Ég hef orðið
fyrir því að menn hafí brotið rúðu
og hrifsað eitthvað úr glugganum,
en núna vom öll sýningarborð
tæmd.“
Haraldur sagði að hann væri
tryggður gegn tjóni af þessu tagi.
24 FYRIRTÆKI sóttust eftir því
að taka þátt í útboði um viðhald á
ratsjárstöðinni á Stokksnesi á veg-
um Mannvirkjasjóðs Atlantshafs-
bandalagsins. Samkvæmt upplýs-
ingum frá varnarmálaskrifstofu ut-
anríkisráðuneytisins taka níu fyrir-
tæki þátt í endanlegu útboði. Vonir
standa til að eitt stórt viðhaldsverk-
efni fyrir mannvirkjasjóðinn verði
boðið út næsta vor auk nokkurra
smærri verkefna.
Þrenns konar framkvæmdir hafa
almennt verið skilgreindar sem verk
fyrir bandaríska varnarliðið, þ.e.a.s.
verkefni á vegum Mannvirkjasjóðs
NATO, byggingaframkvæmdir á
vegum vamarliðsins og í þriðja lagi
kaup á vöru og þjónustu fyrir vam-
arliðið. íslenskir aðalverktakar
höfðu einkarétt á öllum bygginga-
framkvæindum fyrir NÁTO og
varnarliðið til 1. apríl sl. en þá var
einkaréttur fyrirtækisins á bygg-
ingaframkvæmdum fyrir NATO'
afnuminn. Fyrirtækið heldur ennþá
einkarétti á bygginga- og viðhalds-
framkvæmdum fyrir varnarliðið
ásamt Keflavíkurverktökum.
Einnig voru samningar um kaup
á vöm og þjónustu gefnir fijálsir
1. apríl en áður hafði utanríkisráðu-
neytið tilnefnt einstök fyrirtæki.
Símamenn
sömdu
FÉLAG íslenskra símamanna og
samninganefnd ríkisins undirrituðu
nýjan kjarasamning hjá ríkissátta-
semjara í gærkvöldi. Að sögn Birg-
is Guðjónssonar, sem stýrði samn-
inganefnd ríkisins í viðræðum, felur
samningurinn í sér svipaðar hækk-
anir og önnur félög hafa verið að
semja um að undanförnu.
Samningnum fylgja bókanir um
endurmenntun símamanna og frí.
Tekist var á um nokkur smærri
atriði samningsins og á endanum
hjó sáttasemjari á hnútinn með inn-
anhússsáttatillögu.
í gær ákvað samninganefnd rík-
isins að vísa kjaradeilu þeirra við
Félag íslenskra náttúrufræðinga til
ríkissáttasemjara. Félög náttúru-
fræðinga og símamanna eru meðal
stærstu félaga innan BHMR.
Vinnustöðvun í álverinu í Straumsvík yfirvofandi náist ekki samningar fyrir 10. júní
SAMNINGAFUNDUR verður í dag
hjá ríkissáttasemjara í deilu ÍSAL
og starfsmanna álversins en lítill
árangur varð á fyrsta fundi deiluað-
ila sem haldinn var sl. föstudag.
Gylfí Ingvarsson aðaltrúnaðarmað-
ur starfsmanna í álverinu segir að
á fundinum hafí komið fram hjá
fulltrúum vinnuveitenda að Alusu-
isse muni ekki taka ákvörðun um
hugsanlega stækkun álvers fyrr en
kjarasamningar við starfsfólk hafí
verið endurskoðaðir.
Kurt Wolfensberger, fulltrúi
Alusuisse í samningaviðræðunum
um stækkun álversins í Straumsvík
vildi ekki tjá sig beint um hugsan-
legt verkfall. „Lausn vinnudeilunn-
ar er í höndum framkvæmdastjóm-
ar ÍSAL. Það er ekki í mínum verka-
hring að blanda mér inn í það.
Menn eru enn að tala saman og á
meðan þeir gera það er óþarfi að
tala um verkfall," segir Wolfens-
berger. Hann viðurkennir hins veg-
ar að verkfallshótun starfsmanna
ÍSAL kemur á slæmum tíma fyrir
samningaviðræðumar um stækkun
álversins í Straumsvík. Wolfensber-
ger segir að hann hefði kosið að
ljúka því verkefni við eðlilegar að-
stæður og hann muni taka verk-
fallshótunina með í reikninginn
þegar hann gerir upp dæmið um
stækkun álversins áður en það verð-
ur lagt fyrir stjórn Alusuisse.
„Ófriðurinn á vinnustaðnum
veldur mér vonbrigðum af því að
það skiptir einmitt núna meginmáli
að gagnkvæmt traust og öryggi
ríki í álverinu," segir hann. „Af-
staða verkalýðsfélaga og vinnufrið-
ur eru að sjálfsögðu tekin með í
reikninginn þegar um svona stóra
fjárfestingu er að ræða. Við lítum
til baka og búumst við að ástandið
verði svipað í framtíðinni. Það hafa
ekki verið nein vemleg vandræði í
ÍSAL undanfarin ár og ég trúi ekki
öðm en að vinnudeilan verði leyst
Akvörðun um stækkun
sögð bíða samninganna
Verkfall er yfirvofandi í álverinu í Straums-
vík 10. júní verði ekki samið áður. Aðal-
trúnaðarmaður starfsmanna kveðst telja
að ISAL vilji ná fram breytingum á samn-
ingum til að auðvelda innflutning erlendra
verktaka. Talsmaður Alusuisse segir að
verkfallsboðun hafi áhrif á ákvörðun um
stækkun álvers.
Morgunblaðið/Þorkell
FULLTRÚI Alusuisse í samn-
ingaviðræðum um stækkun ál-
vers segir tillit verða tekið til
afstöðu verkalýðsfélaga áður
en ákvörðun verður tekin.
friðsamlega að þessu sinni. Ég hef
alltaf verið þeirrar skoðunar að
stækkunin skipti alla miklu máli og
allir vilji gera sitt til að af henni
verði."
Gylfi vill tengja tilkomu þessara
krafna í sáttaviðræðunum nýlegum
fregnum um endurvakinn áhuga
Atlantal-hópsins á byggingu álvers
á Keilisnesi.
Alusuisse inn í kjaradeílur
„Höfuðáhersluatriði ÍSAL nú
voru ekki komin fram í viðræðum
okkar seinast í apríl þegar fyrirtæk-
ið kynnti lista yfír þau atriði sem
það teldi að yrði að vera í nýjum
kjarasamningi. Okkur hafði einnig
verið sagt í fyrri kjaradeilum að
Alusuisse blandaði sér aldrei í gerð
kjarasamnings en nú eru þeir komn-
ir þar inn á mjög afgerandi hátt
að því er virðist," segir Gylfi.
„Við tökum þessa menn alvarlega
og höfum vissulega áhuga á stækk-
un álvers og fjölgun starfa fyrir ís-
lenska launþega, en mig grunar að
tal Alusuisse um að auka þátt verk-
taka tákni að íslenskir launþegar
njóti kannski ekki góðs af.
Verktaka fyrir útlendinga?
Kröfur um þessar breytingar eru
hugsanlega settar fram til að koma
að erlendu vinnuafli að mínu viti.
Launaflokkabreytingin er mjög já-
kvæð en verði hún til þess að við
séum að semja um að tiltekinn fjöldi
starfsmana hér missi vinnu sína til
verktaka á lægri launum frá öðrum
svæðum Evrópu, er ekki um mikinn
ávinning að ræða fyrir okkur. Ný-
lega voru 3 þýskar konur ráðnar
til sumarafleysinga í almenna
verkamannavinnu í álverinu án þess
að þessar ráðningar væru bomar
undir verkalýðsfélögin eins og alltaf
hefur verið gert, á sama tíma og
yfir 200 manns sóttu um vinnu hér
í sumar og fengu ekki. Þetta er lít-
ið dæmi en eflaust fyrsta skrefíð í
þessa átt. Þess má jafnframt geta
að fjölgun starfsmanna með til-
komu stækkunar myndi aldrei ná
þeim fjölda starfsmanna sem hér
var, þegar þeir voru flestir."
Rannveig Rist talsmaður ÍSAL
kveðst ekki kannast við áform um
að auka þátt erlendra verktaka í
álverinu í framtíðinni. Málið snúist
um stjómunarrétt í fyrirtækinu og
hvort að fyrirtækið hafi leyfí til að
setja verktaka inn í störf eða ekki,
en tilgangurinn sé ekki að ráða
fremur erlenda verktaka en inn-
lenda.
Þýsku konurnar séu námsmenn
í heimalandi sínu, hver þeirra sé
aðeins ráöin í mánaðartíma og þar
af sé ein í starfsþjálfun en hinar
vinni á flutningadeild. Laun þeirra
séu sambærileg við laun annarra
starfsmanna og þær séu einungis
lítið brot af þeim hópi sem ráðinn
hafi verið til sumarafleysinga* alls
um 160 starfsmenn. Átvinnuleysi
sé margfalt meira í Þýskalandi en
hérlendis og dæmi séu um að ÍSAL
hafí útvegað íslendingum verkefni
erlendis til skamms tíma. „Það er
engin sérstök stefna hjá ÍSAL að
innleiða útlent vinnuafl, heldur
gegnir einfaldlega allt öðru máli
um flutninga á fólki milli landa nú
en áður fyrr í kjölfar milliríkjasamn-
inga. Margir íslenskir námsmenn
halda til dæmis til starfa erlendis
yfír sumartímann,“ segir Rannveig.
Vilja greiðslu vegna
I hagræðingar
Ekki er búið að ganga frá verk-
fallsboðun en Gylfi kveðst reikna
fastlega með að það verði gert 2.
júní nk. og yrði verkfall boðað frá
og með 10. júní eins og gert var
ráð fyrir. Fyrirtækið hefur tveggja
vikna frest til að hægja á og stöðva
starfsemi sína. Starfsmenn álvers-
ins sem verkfallsboðun nær til eru
um 500 talsins og tilheyra 10 verka-
lýðsfélögum er boða verkfall sam-
eiginlega. Gerðar er kröfur um
breytingar á launaflokkum og sam-
komulag um svo kallaða form-
greiðslu, en samsvarandi hagræð-
ingarsamkomulag hafa verið gerð
við starfsmenn álversins 1989 og
1991, þó ekki án nokkurs ágrein-
ings um túlkun þeirra. 1993 náðist
sátt um að leggja þetta samkomu-
lag til hliðar vegna slæms árferðis
á álmarkaði, en jafnframt samþykkt
að samið yrði um nýtt fyrirkomulag
á greiðslum vegna hagræðingar.
Gylfí segist ekki greina vilja hjá
ÍSAL að standa við þau fyrirheit,
þrátt fyrir aukin afköst seinustu
misseri með færri starfsmönnum.
I
I
I
>
>
í
>
>
>
>
>
i
\
>
\
>
I
>
i
\
>
>
\