Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 7
FRÉTTIR
Steinefni í slitlag
flutt inn frá Noregi
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Hlað-
bær-Colas hefur flutt inn 12 þúsund
tonn af steinefnum til framleiðslu
á malbiki frá Noregi. Efnið verður
notað í slitlag á 6V2 km kafla á
Reykjanesbraut í sumar og einnig
í slitlag á Höfðabakkabrúna.
Sigurður Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas,
segir ástæðuna fyrir því að efnið
sé sótt til Noregs þá að fyrirtækið
fær ekki það magn sem það þarf
hér innanlands.
Framleiðslan ekki næg til
að anna eftirspurn
Hann segir að Reykjavíkurborg
fái steinefni frá Seljadal í Mosfells-
bæ en framleiðslan þar sé ekki það
mikil að hún anni eftirspurninni.
Þess vegna flytji fyrirtækið inn
þriðjung af ársþörf af steinefnum.
„Við höfum flutt inn tvo 6 tonna
farma og eigum enn eftir að flytja
inn ljósu steinefnin í slitlag. Við
höfum flutt þetta inn undanfarin
ár í hluta af framleiðslunni. Þó að
á íslandi sé fullt af grjóti þá er
ekki mikið af nothæfum steinefnum
í nágrenni við höfuðborgina," segir
Sigurður.
Bygging mislægra gatnamóta á
mótum . Höfðabakka og Vestur-
landsvegar stendur nú sem hæst
og stefnt er að því að umferð verði
komin á gatnamótin í september
næstkomandi. Nú er bygging sjálfs
brúardekksins að hefjast.
í frétt frá Álftarósi og Hlaðbæ-
Colas, framkvæmdaaðilunum, seg-
ir að af þeim sökum verði að tak-
marka hæð ökutækja sem undir
brúarundirsláttinn fara, en há-
markshæð verður fjórir metrar.
Þeir bílar sem eru hærri verða að
fara til hliðar við gatnamótin. Sett-
ur verður upp sérstakur viðvörun-
arbúnaður, bæði hljóð- og ljós-
merki sem aðvarar ökumenn öku-
tækja sem eru hærri en 4 metrar.
Búast má við einhveijum töfum á
umferð, sérstaklega í byijun með-
an vegfarendur eru að venjast
breyttum aðstæðum. Jafnframt
verður hámarkshraði lækkaður í
45 km á klst.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
HLAÐBÆR-Colas hefur flutt inn 12 þúsund tonn af steinefnum
frá Noregi sem verða notuð i malbik á Reykjanesbraut og nýju
Höfðabakkabrúna.
Nýsköpunarsjóður
námsmanna
5 milljóna
aukafjár-
veiting
Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gær
var samþykkt að frumkvæði Bjöms
Bjamasonar menntamálaráðherra að
veita fimm milljónir króna til rann-
sóknarverkefna á vegum Nýsköpun-
arsjóðs námsmanna.
I fréttatilkynningu frá Stúdenta-
ráði Háskóla íslands segir, að þessi
aukaíjárveiting muni reynast stúdent-
um mjög dýrmæt og veiti að líkindum
um 25 nýjum verkefnum brautar-
gengi og að minnsta kosti jafn mörg-
um_ stúdentum sumarvinnu.
Áður hafði verið úthlutað 20 millj.
króna úr sjóðnum sem dugði aðeins
til að styrkja um helming þeirra rúm-
lega 200 verkefna sem sótt hafði
verið um styrk til. Aukafjárveiting
ríkisstjórnarinnar er í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
um eflingu nýsköpunarsjóðsins.
Stúdentar hafa einnig leitað til sveit-
arfélaga og fyrirtækia um framlög
til nýsköpunarsjóðs en svör hafa
ekki borist.
Gripnir
með grill
TVEIR menn voru vistaðir í
fangageymslum lögreglunnar
í fyrrinótt, eftir að þeir voru
gripnir með stolið gasgrill.
Mennirnir ætluðu í heim-
sókn í hús í Grafarvogi, en var
ekki hleypt inn þar sem þeir
voru undir áhrifum áfengis.
Þeir fóru í næstu götu og
fundu þar gasgrill, sem þeir
ákváðu að taka með sér. Grill-
inu drösluðu þeir með sér
nokkurn spotta og fylgdi þeim
flutningi töluverður hávaði,
sem gerði fólki rúmrusk. Lög-
reglan var kölluð til og þegar
annar mannanna sá til ferða
hennar reyndi hann að skríða
undir kyrrstæðan bíl, til að
fela sig.
Lögreglan vistaði báða
mennina í fangageymslu um
nóttina.
Ekið yfir fót
verkfallsvarðar
TÍÐINDALÍTIÐ var i verkfalls-
vörslu Sleipnismanna í gær að sögn
Óskars Stefánsssonar, formanns
félagsins. Tilkynnt var til lögreglu
að rútu hefði verið bakkað yfir fót
manns á Eiríksgötu í gærmorgun
og staðfesti Óskar að urn verkfalls-
vörð var að ræða. Hins vegar sé
atvikið einungis smávægilegt óhapp
en ekki átök.
Maðurinn var lítið meiddur og fór
sjálfur á slysadeild. Óskar sagði
verkfallsverði hafa fengið ströng
fyrirmæli um að leysa mál með við-
ræðum og forðast ofbeldi. Verk-
fallsbrotum hafi fækkað mjög frá
mánudegi til þriðjudags, sem hann
telji endurspegla að atvinnurekend-
ur taki mið af tilkynningum félags-
ins um að íekið verði harðt á þeim.
---------*-*-*----
Helgidagalög
endurskoðuð
DÓMS- og kirkjumálaráðherra hefur
skipað nefnd til að endurskoða lög
um almannafrið á helgidögum þjóð-
kirkjunnar.
Nefndina skipa Lára Margrét
Ragnarsdóttir alþingismaður, sem
jafnframt er formaður nefndarinnar,
Hjálmar Jónsson alþingismaður og
Valgerður Sverridóttir alþingismað-
ur.
■oOMARBLÖM
Flauelsblóm
Enn góð kau
Stjúpur
sumarblóm
í bakka:
JjolunJlauelsblóm,
stjúpur og skrautnál