Morgunblaðið - 31.05.1995, Page 10

Morgunblaðið - 31.05.1995, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir ALFREÐ Þorsteinsson formaður stjórnar Innkaupastofnunar, Kristín Árnadóttir aðstoðarkona borgarstjóra, Sigfús Jónsson forstjóri Innkaupastofnunár, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, Gunnar L. Gissurarson borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og Kristinn Jör- undsson viðskiptafræðingur og starfsmaður útboðs- og innkaupanefndar. Innkaupastofnun ann- ist útboð á allri þjón- ustu og framkvæmdum Siglufjarðarvegur Arni Helgason með lægsta tilboð ÁRNI Helgason, Ólafsfirði, átti lægsta tilboð í gerð Siglufjarð- arvegar milli Reykjaár og Mán- ár, en alls bárust Vegagerð rík- isins sjö tilboð í verkið. Lægsta tilboðið var rúmlega 13,1 millj- ón króna, en það er 81% af kostnaðaráætlun. Njörður sf., Jakob Sigurðs- son, Borgarfirði eystra átti næstlægsta tilboðið sem var tæplega 13,2 milljónir króna, og þriðja lægsta tilboðið var frá V. Brynjólfssyni, Skagaströnd, sem bauð tæplega 13,3 milljón- ir. Hæsta tilboðið var frá Rögn- valdi Árnasyni, Sauðárkróki, sem bauð tæpar 19 milljónir króna í verkið. Tíu tilboð í Seyðis- fjarðarveg TÍU tilboð bárust Vegagerð ríkisins vegna lagningar Seyð- isfjarðarvegar frá Vegamótum að Lönguhlíð. Lægsta tilboðið var frá Vélási hf. Egilsstöðum, sem bauð tæplega 27,1 milljón í verkið, en það er 66% af kostnaðaráætlun. Næstlægsta tilboðið var frá V. Brynjólfs- syni, Skagaströnd, sem bauð rúmlega 31,3 milljónir. Þriðja lægsta tilboðið sem barst var frá Hjarðarnesbræð- rum hf. á Hornafirði, sem buðu tæplega 31,5 milljónir í verkið, Grefill sf. Breiðdalsvík bauð tæpar 32 milljónir, og Myllan hf. Egilsstöðum bauð 33,4 milljónir króna. Hæsta tilboðið var frá G. Hjálmarssyni hf. á Akureyri sem bauð 43,4 millj- ónir í verkið. NEFND um breytingar á innkaupa- málum hjá Reykjavíkurborg hefur skilað tillögum sínum. Nefndin var skipuð í kjölfar skýrslu Borgarend- urskoðunar sem leiddi í ljós að við- skipti fyrir um milljarð höfðu átt sér stað án útboða árið 1993. Lagt er til að Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar annist útboð eða samn- inga á allri þjónustu og öllum verk- legum framkvæmdum meðal annars viðhaldsverkefnum og hönnun. Fram kemur að þegar hafi tölu- verður árangur náðst og hefur Inn- kaupastofnun afgreitt um 50% fleiri mál fyrstu fjóra mánuði ársins en hún hafði gert á sama tíma í fyrra. Innkaupastofnun annist öll vörukaup Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir breytingum á samþykktum Innkaupastofnunar auk breyttra starfshátta hjá einstaka stofnunum. Nefndin leggur áherslu á að Inn- kaupastofnun annist öll vörukaup borgarstofnana sem eru hærri en 500 þúsund. Lagt er til að borgar- stofnanimar Borgarspítali og Hús- næðisnefnd Reykjavíkur, sem áður önnuðust sjálf sín innkaupamál, muni eftirleiðis fara með sín mál fyrir Innkaupastofnun. Þá er og gert ráð fyrir að hönnunarsamning- ar verði lagðir fyrir Innkaupastofn- un og er það nýlunda. Jafnframt er lögð áhersla á að fylgt verði þeirri meginreglu að verk verði boðin út í opnum útboðum eða samkvæmt forvali. Hæfi starfsmanna Nefndin leggur til að samþykktar verði tvær nýjar greinar í samþykkt- um stofnunarinnar sem varða hæfi starfsmanna. Lagt er til að engum starfsmanni borgarinnar verði heim- ilað að eiga aðild að ákvörðunum um innkaup eða útboð er varðar aðila sem hann er í hagsmuna- tengslum við. Jafnframt er starfs- mönnum ekki heimilt að þiggja boðsferðir sem tengjast viðskiptum fyrirtækja við borgina. Þá er for- stöðumönnum stofnana skylt að gera stjórn Innkaupastofnunar grein fyrir því ef samningsupphæð er utan fjárhagsáætlunar eða fer fram úr samþykktri fjárhagsáætlun. Hertar kröfur til verktaka Nefndin áréttar hertar kröfur til verktaka og birgja hvað varðar fjár- hagslega stöðu og skil á opinberum gjöldum og nefndin telur æskilegt að stjórn Innkaupastofnunar sjái til þess að skipulögð upplýsingasöfnun verði um árangur einstakra verka. Lagt er til að Innkaupastofnun í samráði við Vélamiðstöðina geri til- lögu að vinnureglum um val á aðil- um sem annast akstur og tækjaþjón- ustu fyrir borgina. Bent er á að fyrirkomulag Bygg- ingadeildar að auglýsa eftir verk- tökum á skrá sé spor í rétta átt að jafna verkefnum milli aðila. Talið er rétt að slík auglýsing birtist einu sinni á ári. Lagt er til að Innkaupa- stofnun vinni að auknum útboðum við matvælakaup borgarstofnana en áætluð hráefniskaup eru 400 millj- ónir á ári auk matarbakka sem stofnanir kaupa. Reyklaus dagur Tóbaks- verð sem vörn ALÞJÓÐLEGUR reyklaus dagur er í dag, 31. maí, og yfirskrift ársins 1995 er „tóbak kostar þig meira en þú heldur“, samkvæmt ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn ar. Halldóra Bjarnadóttir, formaður tóbaksvarnanefndar, segist vonast til að hægt verði að koma nýjum tóbaksvarnalögum í gegn á þessu ári og vill ennfremur að stjórnvöld hækki tóbaksverð. Árið 1992 var yfirskriftin „reyk- laus vinnustaður" og segir Halldóra að nú séu 1.018 vinnustaðir reyk- lausir hérlendis. „Verkefnið sem við höfum að leiðarljósi í ár er kostnaður sem hlýst af reykingum. Það sem við vonumst til að geta unnið að á þessu ári er að fá tóbaksvarnalögin í gegn í haust. í þeim er ósk um hækkun á tóbaksverði og þau gögn sem við höfum fengið frá Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni styðja við það að raunhæft sé að stjórna neysl- unni með verðlagi. Það hefur sýnt sig í yngstu aidurshópunum að neysl- an dregst mest saman þar ef tóbak hækkar,“ segir hún. Þrjár milljónir látast árlega Fram kemur í gögnum frá stofn- uninni að þijár milljónir manna látist árlega af völdum tóbaks, sem þýði að 30 milljónir manna munu láta líf- ið á einum áratug vegna tóbaks- neyslu og sé það á við að nokkrar stórborgir væru lagðar í eyði. „Ef ekki verður tekið í taumana er lík- legt að á 3. og 4. áratugnum á næstu öld muni 100 milljónir manna látast af völdum tóbaksneyslu. Líkurnar á því að reykjandi maður deyi af völd- um reykinga eru um 50%,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig að tóbaksiðnaður- inn fái ljárhagslegan stuðning. Evr- ópusambandið setji meira fé í að bæta tóbaksframleiðslu en í auglýs- ingar gegn tóbaksneyslu og tóbaks- framleiðslan sé dýrust uppskera í styrkjakerfi ESB. Árið 1991 hafí aðstoð vegna tóbaksræktunar verið 23 sinnum hærri en vegna ræktunar hafra svo dæmi séu tekin og einnig má geta þess að fjárframlög til tób- aksframleiðslu í Bandaríkjunum nema 3,8 milljónum á dag. ^ Þórsgata - einbýli ILítið steinhús á baklóð, hæð og ris, alls um 75 fm. Húsið er töluvert endurn. og laust nú þegar. Verð 6,9 millj. Fasteignasalan Séreign, Skólavörðustíg 38A, sími 552 9077. S2 1151-552 137 H LÁRUS t>. VALDIMARSSON, framkvamoasijori U KRISIJÁN KRISTJÁNSSON, ioggiltur fasieignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Á lækkuðu verði í Vogunum Stór og góð 2ja herb. íb. í kj. í þríbhúsi. Samþ. m. sérinng. Vinsælt hverfi. Laus fljótl. Tilboð óskast. Neðri sérhæð - frábært verð Rúmg. 5 herb. um 125 fm á vinsælum stað við Álfheima. Nýtt gler. Ný sérhitaveita. Suðursvalir. Sérþvhús v. eldhús. Þríbýli. Góft lán. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. í nágr. Fyrir smið eða iaghentan Meðal annars rúmg. 2ja herb. íb. í þríbh. v/Bræðraborgarstíg. Árg. 1976. Sérhiti, sérþvhús, sér bílastæði. Bráðabirgðainnr. í eldh. Gott verð. Hagkvæm skipti í Vesturborginni Skammt frá KR-heimilinu 4ra herb. sólrík íb. tæpir 100 fm. Vel með farin. Sólsvalir. Góð lán fylgja. Skipti mögul. á lítilli ib. helst í nágr. Sumarhús á Stokkseyri Timburhús rúmir 70 fm auk sólskála. Hitaveita. Lóð um 1100 fm. Vin- sæll staður í þorpinu. Hentar einnig til ársdvaiar. Tilboð óskast. Skammtfrá Keilisnesi á Vatnsleysustr. Nýl. og vandaður sumarbústaður á um 6000 fm eignarlandi. Uppsátur fyrir bát í fjöru. Ýmis konar skipti mögul. Húseign með tveimur íb. í Vesturborginni, Hlfðum eða nágr. óskast fyrir fjársterkan kaupanda. ALMENNA FASTEIGjjjASALAM LflUEaVEG118 S. 552 1150-552 1370 Formgallar á köllun prests til Hveragerðis DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur tilkynnt biskupi íslands að það sjái sér ekki fært að skipa nýj- an prest í Hveragerðisprestakall vegna formgalla á meðferð málsins. Helsti gallinn er talinn sá að ekki var haldinn sameiginlegur fundur kjörmanna í prestakallinu. Kjör- menn Hveragerðis og Kotstrandar- sóknar komu saman til að óska eftir því að fá að kalla prest tíma- bundið til starfa, en ekki til að rita undir sjálft köllunarbréfið eins og áskilið er í lögum. . Endurtaka verður ferlið Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, segir það hafa verið ljóst að þetta yrði niðurstaðan þegar í ljós kom að ekki hafí verið haldinn sameiginlegur fundur til að senda köllunarbréfið. Biskupi barst bréf um köllun séra Jóns með undir- skriftum allra kjörnefndarmanna. Síðan kom í ljós að Hvergerðingar höfðu undirritað köllunarbréfíð á fundi en kjörmenn Kotstrandar- sóknar síðar. Biskup segir að honum beri að fara að lögum og samkvæmt þeim sé það í höndum kjörmanna hvort prestakallið verði auglýst eða prest- ur kallaður tímabundið að hámarki til fjögurra ára. Velji kjörmenn köll- unarleiðina verður að endurtaka allt ferlið, halda sameiginlegan fund til að fá leyfi til að kalla prest og síðan annan sameiginlegan fund viku síðar til að kalla prestinn. Séra Geir Waage, formaður Pre- stafélags íslands, kvaðst vera mjög feginn yfir niðurstöðu ráðuneytisins og reyndar ekki hafa búist við neinu öðru. „Ég reikna með því að í fram- haldinu geti menn athugað sinn gang og auglýst prestakallið, eins og ég tel að lög standi til, allavega siðferði, í þessu máli,“ sagði séra Geir. Ekki auglýst Guðmundur V. Ingvarsson, for- maður sóknarnefndar í Hveragerði, sagði að hafi formgalli verið á málsmeðferð þá hafi það verið umboðsmaður biskups, prófastur- inn, sem sá um að boða hinn um- deilda fund. „Við höldum þá. bara kjörmannafund hérna aftur,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist ekki eiga von á að prestakallið yrði auglýst, það væri löngu búið að ákveða að kalla prest eftir gildandi lögum. Um niðurstöðu ráðuneytisins sagði Guðmundur að honum hafi verið ljóst að svona gæti farið. Málið verður væntanlega rætt á kjör- mannafundi í Hveragerðis- og Kot- strandarsóknum í kvöld. Óánægja með köllun Biskup óskaði eftir því hinn 11. apríl síðastliðinn að sr. Jón Ragn- arsson yrði skipaður í embætti sóknarprests í Hveragerði að feng- inni köllun kjömefndar í héraði. Mikil óánægja var í röðum presta með að prestakallið skyldi ekki aug- lýst laust til umsóknar og bæði bæjarstjórn og fjöldi íbúa Hvera- gerðis skoruðu á sóknarnefnd að auglýsa eftir presti. Prestafélagið kærði málsmeðferð til kirkjumála- ráðherra og séra Egill Hallgrímsson lagði fram stjórnsýslukæru. Með afgreiðslu ráðuneytisins fellur kær- an niður. u H C l t ( E i t i ( s I i f I I i I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.