Morgunblaðið - 31.05.1995, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Formannsskipti í
Iðju, félagi verksmiðjufólks
Þorsteinn tekur
við af Kristínu
ÞORSTEINN E. Am-
órsson hefur tekið við
formennsku í verka-
lýðsfélaginu Iðju, fé-
lagi verksmiðjufólks á
Akureyri.
Hann tók við af
Kristínu Hjálmarsdótt-
ur sem verið hefur for-
maður félagsins síð-
astliðin 14 ár en hún
gaf ekki kost á sér til
endurkjörs. Formanns-
skiptin fóm fram á
aðalfundi Iðju nýverið
og voru Kristínu þar
þökkuð vel unnin störf
í þágu félagins og
verkalýðshreyfingar-
innar.
„Eg hef starfað á skrifstofu Iðju
frá því í ágúst á síðasta ári og því
farinn að kannast ágætlega við mig
hér,“ sagði Þorsteinn en hann er
Akureyringur, fæddur árið 1947.
Hann starfaði í 15 ára hjá Sam-
bandsverksmiðjunum á Gleráreyr-
um, en nú síðast eða frá 1988 í
bruggverksmiðjunni Viking. „Þetta
starf leggst ágætlega í mig, ég
hefði ekki gefið kost á mér í það
öðruvísi," sagði hann, en á síðustu
árom hefur hann haft nokkur af-
skipti af verkalýðsmálum.
Hægur bati
Þorsteinn sagði að
sér virtist sem heldur
væri að birta til í at-
vinnulífinu í bænum,
ástandið virtist vera að
batna. „Það má
kannski orða það svo
að þetta sé hægur bati,
mér finnst nokkuð vera
um að atvinnurekendur
séu að bæta við sig
mannskap," sagði Þor-
steinn og bætti við að
heldur hefði saxast á
atvinnuleysisskránna
hjá félaginu, færri
væm á skrá en vora í
vetur.
Um 700 félagsmenn era nú í
Iðju, félagi verksmiðjufólks en vora
þegar mest var á bilinu 12-1400
talsins. Hrun iðnaðarins í sam-
bandsverksmiðjunum settu sitt
mark á félagið, en að sögn Þor-
steins eru málin heldur að mjakast
upp á við á ný.
Auk Þorsteins eru aðrir í stjórn
Iðju, Arndís Sigurpálsdóttir, vara-
formaður, Margrét Marvinsdóttir,
ritari, Ingunn Pálsdóttir, gjaldkeri
og Jóhann s. Baldursson, með-
stjórnandi.
Þorsteinn E.
Arnórsson
HÁ8KÚUNN
ÁAKUREYRI
HÁSKÓLINN Á
AKUREYRI
Auglýsing um innritun nýnema
Heilbrigðisdeild:
Kennaradeild:
Rekstrardeild:
Sjávarútvegsdeild:
Hjúkrunarfræði
Kennaranám
Rekstrarfræði
Iðnrekstrarfræði
Gæðastjórnun
Sjávarútvegsfræði
Reglulegri innritun nýnema lýkur 1. júní nk.
Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum.
Ef prófum er ekki lokið skal senda skírteini um leið og
þau liggja fyrir. Við innritun ber að greiða 25% skrásetn-
ingargjalds, kr. 5.750 og er þessi hluti óafturkræfur fyrir
þá nemendur sem veitt er skólavist. Bent er á, að auðveld-
ast er að leggja þessa upphæð inn á póstgíróreikning Há-
skólans á Akureyri, reikningsnúmer 0900-26-156876.
Skilyrði fyrir inntöku í háskólann er stúdentspróf eða
annað nám sem stjóm háskólans metur jafngilt. í
gæðastjómunarbraut rekstrardeildar gilda þó sérstök
inntökuskilyrði um tveggja ára rekstramám eða annað nám
sem stjóm háskólans metur jafngilt. Á fyrsta ári í heil-
brigðisdeild er gert ráð fyrir að fjöldatakmörkunum verði
beitt. Þannig verði fjöldi þeirra 1. árs nemenda sem fá að
halda áfram námi á vormisseri 1996 takmarkaður við
töluna 25.
Umsóknarfrestur um húsnceði á vegum Félagsstofnunar
stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1995.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu
háskólans, Þingvallastræti 23, 600 Akureyri,
sími 96-30900, frá klukkan 9.00 til 14.00.
Upplýsingar um húsnæði á vegum Félagsmálastofnunar
stúdenta á Akureyri eru veittar í síma 985-40787
og 96-30968.
Háskólinn á Akureyri.
Veruleg vandræði víða vegna kulda og gróðurleysis
Girt á og
við snjó-
skaflana
Grýtubakka. Morgunblaðið.
„ÞETTA er að verða hálf rosa-
legt,“ sögðu Flosi Kristinsson og
Þórdís Þórhallsdóttir bændur á
Höfða í Grýtubakkahreppi, en
þau þorðu ekki annað en sefja inn
allt lambfé á sunnudagskvöld.
Kalsarigning hafði verið allan
daginn og fram á kvöld. Þau búa
með tæplega 400 kindur.
Veruleg vandræði hafa skapast
vegna kuldanna í vor. Víða eru
mikil þrengsli orðin í fjárhúsum
en af þeirra völdum eykst hætta
á ýmsum sjúkdómum sem geta
m.a. valdið lambadauða, en sauð-
burði er víðast að ljúka.
Vegna kulda og gróðurleysis
er allt fé á gjöf og reynt er að
halda því innan girðinga. A flest-
um bæjum eru girðingar enn á
kafi í snjó. Vinnumennirnir á
Hóli, Tryggvi Jónsson og Sigurð-
ur Þorsteinsson, voru í gærmorg-
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
un í óða önn að setja upp girðing-
ar á og við snjóskafla. Þó maímán-
uði sé að ljúka er notkunartíma
vélsleða í byggð enn ekki lokið,
en Tryggvi og Sigurður fluttu
allt girðingarefni á vélsleða.
Myndlistaskólinn á Akureyri
Þijú námskeið
í júnímánuði
MYNDLISTASKÓLINN á Akureyri
verður með myndsmiðju í skólanum
dagana 6. til 14. júní, bæði fyrir
börn og fullorðna. Þetta er ný-
breytni í starfsemi skólans, nokkurs
konar tilraun sem efnt er til vegna
fyrirspurna þar um, m.a. erlendis
frá og einnig hefur fólk úr ná-
grannabyggðalögum Akureyrar
sýnt því áhuga að sækja námskeið
við skólann að sumarlagi að sögn
Guðmundar Ármanns og Rósu
Kristínar Júlíusdóttur kennara við
skólann.
Þrjú námskeið
Þijú námskeið verða í gangi á
þessu tímabili. Myndamótun fyrir
börn á aldrinum 5-8 ára og 9-11
ára, stendur hálfan daginn í sjö
virka daga og er þemað norræn
goðafræði. Kenndar verða margs
konar mótunaraðferðir og unnið
með ýmis efni auk þess sem farið
verður í vettvangsferðir út í nátt-
úrana og leitað þar fanga. Mynd-
smiðju barna lýkur með sýningu í
skólanum. Kennarar á þessu nám-
„MANNVERAN í blíðu og stríðu,“
er yfírskrift ráðstefnu á vegum
heilbrigðisdeildar Háskólans á Ak-
ureyri sem haldin verður í Odd-
fellowhúsinu á Akureyri dagana 12.
og 13. júní næstkomandi. Ráðstefn-
an er öllum opin.
Fjölmargir fyrirlestrar verða
fiuttir á ráðstefnunni. Dr. Sigur-
bjöm Einarsson biskup mun leitast
við að svara spurningunni „hvað
er maðurinn frammi fyrir eilífð-
inni?“ og Valgerður Valgarðsdóttir
hjúkrunarfræðingur og djákni fjall-
ar um áfallahjálp og líknarþjónustu.
Sigmundur Sigfússon yfirlæknir
geðdeildar FSA flytur fyrirlestur
um geðheilbrigði íslendinga og
Karólína Stefánsdóttir fjölskyldu-
ráðgjafi um fjölskylduheilbrigði. Þá
munu Ólafur H. Oddsson héraðs-
læknir og Kristín Aðalsteinsdóttir
háskólakennari fjalla um íslenska
karla og konur í blíðu og stríðu.
skeiði verða Jane Darowskikh frá
Bandaríkjunum og Rósa Kristín
Júlíusdóttir.
Þá verður námskeið í teiknun,
málun og þiykki fyrir börn og ungl-
inga í umsjá Kristjáns Jóhannsson-
ar og Guðmundar Ármanns. Það
stendur í sjö daga, hálfan daginn
og verður farið í vettvangsferðir,
gerðar skissur og þær útfærðar á
margvíslegan hátt í mismunandi
efni auk þess sem kenndar verða
ýmsar aðferðir, m.a. meðferð vatns-
lita.
Loks verður í boði námskeið fyr-
ir fullorðna í teiknun, málun og
þrykki sem þeir Kristján og Guð-
mundur sjá um. Um er að ræða
alhíiða myndsmiðju fyrir áhuga-
sama bytjendur. Byrjað verður á
grunnatriðum, teiknun grunn-
forma, Ijarvídd, litafræði og verk-
efnum þar sem teiknað er eftir
fyrirmyndum.
Innritun á þessi námskeið og
frekari upplýsingar eru gefnar í
Myndlistaskólanum en innritun lýk-
ur á föstudag, 2. júní.
Hópumræður um þema ráðstefn-
unnar verður seinni daginn og verð-
ur þá fjallað um eilífðina, áfalla-
hjálp, líknarþjónustu, geð- og fjöl-
skylduheilbrigði og íslenska karla
og konur í blíðu og stríðu.
Sex nýjar
rannsóknir kynntar
Einnig verða á ráðstefnunni
kynntar sex rannsóknir nýútskrif-
aðra hjúkrunarfræðinga frá Há-
skólanum á Akureyri en þær eru:
„Upplifun foreldra sem hafa eign-
ast barn með Down-heilkenni“,
„Einelti", „Þegar ástvinur skyndi-
lega deyr, upplifun aðstandenda á
bráðamóttöku“ „Reynsla offeitra
af samskiptum við heilbrigðisstarfs-
fólk,“ „Haustlíðan“, „Upplifun karl-
manna af hjúkrunarnámi og starfi".
Skráning og nánari upplýsingar
um ráðstefnuna er á skrifstofu
Háskólans á Akureyri.
Þróun í
fyrirtækj-
um og
stofnunum
ANETTE Wolthers flytur fyr-
irlestur á vegum endurmennt-
unardeildar Háskólans á Ak-
ureyri og fræðslunefndar Ak-
ureyrarbæjar í húsnæði skól-
ans við Þingvallastræti 23,
stofu 24, í kvöld miðvikudags-
kvöldið 31. maí kl. 20.30.
í fyrirlestrinum fjallar hún
um mikilvægi þróunar í fyrir-
tækjum og stofnunum, nám í
starfi, samskipti og ný hlut-
verk stjórnenda og starfsfólks.
Anette Wolthers er
kennslustjóri við Danmarks
Folvaltningshöjskole og hefur
þar umsjón með endurmennt-
un og þjálfun opinberra starfs-
manna, en einnig sinnir hún
ráðgjöf á sviði stjórnunar,
starfsmannastefnu og jafn-
réttismála víða um heim. Áður
starfaði hún m.a. við dönsku
járnbrautirnar bæði sem jafn-
réttisráðgjafi og verkefnis-
stjóri þróunarverkefnis í
stjórnskipulagi og starfs-
mannamálum.
Hún er stödd á Akureyri
vegna þróunarverkefnis Akur-
eyrarbæjar „Auður - nám í
starfi hjá Akureyrarbæ,“ en
hún er ráðgefandi við verkefn-
ið.
Dráttarvéla-
námskeið
NÁMSKEIÐ í akstri og
meðferð dráttarvéla fer fram
á Akureyri, dagana 2. og 3.
júní næstkomandi.
Innritun á námskeiðið fer
fram í dag, miðvikudag og á
morgun fimmtudaginn 1. júní
frá kl. 13 til 17 á skrifstofu
Vinnueftirlits ríkisins á Akur-
eyri, en það ásamt Umferðar-
ráði, Slysavarnarfélagi ís-
lands, Ökukennarafélagi ís-
lands og menntamálaráðu-
neytinu standa að námskeið-
inu.
Námskeiðin eru ætluð ungl-
ingum sem fæddir eru árin
1980, 1981 og 1982. Um er
að ræða fræðslu og þjálfun í
akstri dráttarvéla, en margir
bændur setja þátttöku að slíku
námskeiði að skilyrði fyrir
sveitadvöl. Námskeiðið kostar
3.500 krónur.
Ráðstefna heilbrigðisdeildar háskólans
Mannveran í
blíðu o g stríðu