Morgunblaðið - 31.05.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.05.1995, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- É VIÐSKIPTI : * Arsskýrsla OECD um íslensk efnahagsmál Verður að hlíta alþjóð- legriþróun vaxtakjara í niðurstöðum nýrrar ársskýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, um íslensk efna- hagsmál, segir um vaxtamál að ís- lensk stjórnvöld hafi stuðlað að of mikilli lausafjármyndun framan af árinu 1994. Það hafi haft í för með sér óeðlilega lága skammtímavexti á vormánuðum síðasta árs og treg viðbrögð við erlendum vaxtahækk- unum. Ennfremur segir að eftir af- nám hafta á fjármagnsviðskiptum sé óhjákvæmilegt annað en að hlíta niðurstöðum alþjóðlegra fjármagns- markaða um vaxtakjör. Árið 1994 er sagt hafa reynst peningayfirvöldum þungt í skauti. í ljósi fjármagnsútstreymis sem svar- aði til allt að 5% af landsfram- leiðslu, þurftu þau að ákveða að hvaða marki væri um að ræða eðli- lega aðlögun verðbréfaeignar inn- lendra fjárfesta vegna afnáms hafta á fjármagnsflutningum. Fyrir vikið hafí verið auðvelt að réttlæta gagn- aðgerðir án þess að grípa til vaxta- breytinga og því hafi vaxtalækkunin frá 1993 staðið óhögguð framan af árinu 1994. Þá segir að við óeðlilega lága skammtímavexti og treg viðbrögð við erlendum vaxtahækkunum hafi bæst að stjórnvöld heimiluðu ekki hækkun langtímavaxta til samræmis við erlenda vaxtaþróun. Því hafi ekki reynst unnt að leysa Qárþörf ríkissjóðs á innanlandsmarkaði með útgáfu langtímaskuldabréfa þegar leið á árið. „Margir fjárfestar völdu þann kost að greiða niður erlendar skuld- ir sem hafði í för með sér að Seðla- bankinn varð að nýta umtalsverðan hluta gjaldeyrisvarasjóðsins til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar félli niður fyrir viðmiðunarmörk. Vera kann að peningayfirvöld hafi teflt trúverðugleika sínum í tvísýnu með því að auka ríkisverðbréfaeign sína um allt að 14 milljarða (% % af landsframleiðslu). Þetta sam- svaraði um tveimur þriðju hlutum af hreinni iánsíjárþörf ríkissjóðs á síðasta ári,“ segir í niðurstöðunum. Varðveita trúverðugleika Helstu ástæður íjármagnsút- streymisins eru raktar til óvenju lít- ils vaxtamunar á langtímavöxtum miðað við útlönd og vaxandi ótta við aukna verðbólgu í kjölfar kjara- samninga á árinu 1995. Sá ótti hafi aukist eftir því sem leið á árið 1994. „Eftir að stjómvöld hafa afnumið höft á fjármagnsviðskiptum er óhjá- kvæmilegt annað en að hlíta niður- stöðum alþjóðlegra íjármagnsmark- aða um vaxtakjör. Við slíkar aðstæð- ur og fastgengisstefnu er það mark- aðurinn sem ákveður vexti en ekki ríkissjóður og lækkun vaxta verður að byggjast á trú manna á að efna- hagsstefnan samræmist lágri verð- bólgu og stöðugu gengi,“ segir í niðurstöðunum, og ennfremur að tækist að koma í veg fyrir vaxandi verðbólgu fylgdi trúverðugleikinn í kjölfarið. Þetta yrði best tryggt með því að hindra að heildareftirspum ykist meira en framleiðslugetan leyfði sem gæti orðið afleiðing af of mikilli aukningu ráðstöfunartekna heimilanna. Trúverðugleiki stjórn- valda gæti beðið hnekki ef framhald yrði á óbeinni ijármögnun halla rík- issjóðs í Seðlabankanum. <$PSeagate Seagate®er skrásett vörumerki Seagate Technology Inc. Hágæðadiskar á betra verði * Islandsbanki sam- sendir peninga Peningasendingar með litlum tilkostnaði ÍSLANDSBANKI hefur sett á lagg- imar nýja þjónustu við að koma peningasendingum í erlendri mynt til móttakanda innan Evrópu. Þjón- ustan nefnist Samsending og er sér- staklega ætluð þeim sem vilja koma fjárhæð undir ákveðnu hámarki til skila á skömmum tíma án mikils til- kostnaðar. Hámarksfjárhæð er á bilinu 200-700 þúsund eftir löndum. „Til þessa hefur verið algengast að nota símsendingar sem kosta 950 krónur, en samsendingar kosta 400 krónur,“ sagði Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi íslandsbanka. „Ef sendandi vill tryggja að enginn bankakostnaður falli til í viðtöku- landi er kostnaður 800 krónur. Það hefur verið samið um þessa þjónustu við banka í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Þýskalandi, Bretlandi og Hol- landi. Reynslan sýnir að 80% af sím- greiðslum fara til þessara landa.“ Sigurveig segir að með þessari þjónustu komist peningasendingin til skila einum til þremur dögum eftir að gjaldeyrir er keyptur hér á landi. Eftir sem áður sé hægt að senda greiðslur með tékka, símsend- ingfu eða hraðgreiðslu. Þegar hrað- greiðsla væri notuð gæti viðtakandi erlendis nálgast peningana í sínum banka daginn eftir að gjaldeyrir væri keyptur hér á landi. Morgunblaðið/Þorkell Penninn í samstarf við Steelcase Strafor PENNINN húsgögn hefur hafið samstarf við stærsta fyrirtæki heims á sviði skrifstofuhús- gagna, Steelcase Strafor í Bandarikjunum. Bæði verður um að ræða innflutning á skrifstofu- búnaði og framleiðslu á húsgögn- um hér innanlands undir merki Steelcase. Hefur Penninn samið við Trésmiðju Kaupfélags Árnes- inga um að annast framleiðslu ogsamsetningu á húsgögnum. I tilefni af hinum nýtilkomnu tengslum við Steelcase hefur sýningarsalur Pennans í Hallar- múla 2 verið stækkaður og end- urskipulagður, að því er segir í frétt. Húsgögn verða á afmörkuðu sýningarsvæði en að auki verður næstu dagana boðið upp á fjöl- breytta skrifstofuhúsgagnasýn- ingu í Hallarmúla sem opin verð- ur á sama tíma og verslunin. Steelcase Strafor rekur alls 25 verksmiðjur á tæplega 2,4 milljónum fermetra víða um heim. Skrifstofuhúsgögn Steelc- ase eru seld í yfir 70 löndum og árleg velta fyrirtækisins er yfir 150 milljarðar íslenskra króna. Fyrirtækið hefur um langan tíma lagt áherslu á vistvæna fram- leiðsluhætti og sérstaklega beint kröftum sínum í þeim efnum að því að draga eins og frekast er unnt úr mengun vatns og and- rúmslofts frá verksmiðjum sín- um. Einnig er kappkostað að vinna með náttúrulegt og endur- nýtanlegt hráefni hvar sem því verður við komið. Penninn húsgögn hefur á und- anförnum árum aukið verulega hlutdeild sína á íslenskum skrif- stofuhúsgagnamarkaði og selur nú skrifstofubúnað frá um 50 íslenskum og erlendum framleið- endum. Vonast er til þess að sam- starfið við Steelcase verði víð- tækri þjónustu Pennans við ís- lensk fyrirtæki mikil lyftistöng á komandi árum. Á myndinni eru f.v. Guðni Jónsson, Peter Jörgensen, og Gunnar Dungal. Myndin var tek- in þegar samstarf Pennans við Steelcase var kynnt á dögunum. ♦ ♦ ♦ Fleiri an vmnu 'ÍaUahjól og fylgihlutir] 1 Japan Tókýó. Reuter. ii... mhm—Mnrfnlffl SKIPHOLTI 17-105 REYKJAVlK SfMI: 91-627333 ■ FAX: 91-628622 Cj'_>(_1 Verslun og verl SSðiTmiðba^eykÍav'^r Týntíi hiekkurinn. Hafnarstraeti 16, sími 551-0020. P I í » » i » I i i t » FÖLKI án atvinnu í Japan fjölgaði í 3,2% í apríl vegna erfiðleika fyrir- tækja af völdum sterkrar stöðu jens og jarðskjálftans í Kobe. Samkvæmt opinberum tölum voru 2,14 milljónir atvinnulausra í Japan í apríl samanborið við 2,19 milljónir í marz og 1,94 milljónir fyrir ári. Þrátt fyrir að 3,2% séu atvinnu- lausir þegár tekið hefur verið tillit til árstíðarsveiflna er það lág tala miðað við önnur iðnríki, en mesta atvinnuleysi í Japan síðan talning þeirra hófst 1953. Fyrra met var 3,1% atvinnuleysi í maí 1987. í marz í ár voru 3% atvinnulausir. » i ft ft ! ft t ; ft I : I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.