Morgunblaðið - 31.05.1995, Side 15

Morgunblaðið - 31.05.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 15 VIÐSKIPTI Tryg og Balt- ica sameinast Stærsta trvggingafélag Danmerkur Kaupmannahöfn. Rcutcr. DÖNSKU tryggingafélögin Baltica Forsikring og Tryg Forsikring til- kynntu á þriðjudag að þau hefðu sameinazt í stærsta tryggingafyrir- tæki Danmerkur. Nýja tryggingafélagið, Tryg- Baltica Forsikring, fær 20% mark- aðshlutdeild og verður stærsta fyr- irtæki á sínu sviði í Danmörku í stað Codan Forsikring, sem Sun Alliance í Bretlandi á 65% hlut í og er með 15-16% markaðshlut- deild. Alf Durch-Pedersen, aðalfram- kvæmdastjóri Tryg, sagði að samr- uninn mundi stuðla að stöðugleika og traustara skipulagi i greininni. Nokkur stórfyrirtæki og mörg önnur fyrirtæki mundu starfa hlið við hlið, samkeppni mundi halda áfram og viðskiptavinir mundu njóta góðs af. Codan varð öflugt fyrirtæki 1993 þegar það keypti Hafnia, keppinaut sinn, þar sem eignarhaldsfélagið Hafnia Holding varð gjaldþrota. Eignarhaldsfélag Baltica Forsi- krings, Baltica Holding, varð gjald- þrota og stærsti banki Danmerkur, Den Danske Bank, tók við fyrirtæk- inu. Bæði Hafnia og Baltica færðust of mikið í fang í baráttu um að verða öflugasta tryggingafyrirtæki Norðurlanda á sama tíma og hrun varð á fasteignamarkaði og verði hlutabréfa í tryggingafélögum. Samkvæmt flóknum samningi um sameininguna selur Danske Bank Tryg meirihluta sinn í Baltica fyrir 5.7 milljarða danskra króna og kaupir um leið líftryggingar Baltica aftur fyrir 6.8 milljarða d. króna — og heldur þeim. Aðrir helztu aðilar á dönskum tryggingamarkaði eru Topdan- mark, sem Tryg á meirihluta í, og Alm. Brand. Skandia fór halloka Samkvæmt góðum heimildum fékk Tryg harða keppni frá sænska tryggingafélaginu Skandia í bar- áttu um að kaupa Baltica. Líta verð- ur svo á að Skandia hafi beðið lægri hlut í togstreitu um markaðshlut- deild í Danmörku samkvæmt heim- ildunum. Sérfræðingur í Kaupmannahöfn kvað samrunanna „góðan fyrir Tryg jafnt sem Danske Bank.“ Hann kvað verðið sanngjarnt og spáði því að Tryg-Baltica Forsikring yrði ábatasamt fyrirtæki. Framkvæmdastjóri Danske Bank, Knud Sörensen, sagði að afkoma bankans fyrstu sex mánuð- ina 1995 mundi batna um 800 millj- ónir danskra króna. Bílaiðnaður Milljarða tap Niss- an en bata spáð Tókýó. Reuter. NISSAN, annað stærsta bifreiða- fyrirtæki Japans, hefur skýrt frá 2 milljarða dollara tapi vegna sterkrar stöðu jensins, en segir að aukin sala í ár muni leiða til þess að móð- urfyrirtækið verði rekið með hagn- aði í fyrsta sinn í fjögur ár. Nettótap Nissans nam 166 millj- örðum jena á fjárhagsári fyrirtækis- ins til 31. marz, samanborið við tap upp á 86,92 milljarða jena ári áður. Sterk staða jens gegn dollar kom niður á útflutningi og gengisfelling- in í Mexíkó kostaði Nissan 50 millj- arða jena. En fyrirtækið kveðst vera á batavegi og spáir því að móðurfyr- irtækið muni skila hagnaði upp á 10 milljarða jena eða 119 milljónir dollara á yfirstandandi fjárhagsári, samanborið við tap upp á 74,81 milljarð jena eða 891 milljón dollara í fyrra. Refsitollar Boðaðir refsitollar Bandaríkja- manna eru ekki teknir með í reikn- inginn. Sérfræðingur við Nikko- rannsóknarstöðina telur að þeir muni minnka sölu Nissans um 30 milljarða jena eða 357 milljónir doll- ara og auk þess hefur dregið úr bílaeftirspurn í Bandaríkjunum að undanförnu. ------♦---------- , Málmar hækka í verði London. Rcuter. VERÐ á málmum virðist fara hækkandi á ný, en sérfræðingar hvetja til varkárni. Sumir telja að aðeins sé um leiðréttingar að ræða eftir mikla verðlækkun fyrr á þessu ári í kjölfar 75% hækkunar í fyrra. Á1 hefur hækkað um 7,2% síðan það lækkaði í 1.712 dollara 1. maí. Það seldist á 1.830 dollara á mið- vikudag. Kopar hefur hækkað um 5% síðan aðeins fengust 2,688 dollarar fyrir tonnið 5. maí, lægsta verð á þessu ári. Á miðvikudag komst verðið í 2,815 dollara. Aðrir málmar hafa fylgt á eftir. Til dæmis hefur nikkel hækkað um 15,2% í maí. Hvaö heitir þó? - hverra manna ertu? ER ÆTTARMÓT í UPPSIGLINGU? A stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn þótttakenda í barm þeirra. I Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig fóst þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar: 562 8501 og 562 8502 AEG AEG AS AEG , Ai.veg EinstökGædi SUMARTILBOD Þegar gamla ryksugan sýgur sitt síðasta, þá er kominn tími til oð endurnýja. Er þá ekki tilvalið að skoða AEG möguleikana. EG ACG AEG A! AEG Ryksuga Vampyr 7400 1400 w. Þrjór sogstillingar. Sexföld síun.Ultrafilter skilar 99.97% hreinu lofti. Pokastærð 4 L. Inndraganleg snúra. Lengjanlegt sogrör. Fylgihlutageymsla. Verð áður 18.720,- eða 17.789,- stgr. Verð nú 15.900,- stgr. B R Æ. Ð U R N I R =)] ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 AtG AEG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.