Morgunblaðið - 31.05.1995, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
1-
i
FRÉTTIR: EVRÓPA
Reuter
HIN NÝJA bygging ráðherraráðs Evrópusambandsins í Brussel.
Fundir ráðsins eiga nú að verða aðgengilegri almenningi og verð-
ur sjónvarpað beint frá Justus Lipsius, eins og byggingin er kölluð.
Fundir ráðherraráðsins opnaðir
Danir og Svíar telja
of skammt gengið
í lýðræðisátt
Brussel. Reuter.
________________ERLEMT_______________
Spá stærri jarðskjálfta á Kamtsjatka en á Sakhalín ^
Reynt að ná lifandi
fólki úr rústunum |
Neftegorsk. Reuter.
RÁÐHERRARÁÐ Evrópusam-
bandsins samþykkti í fyrrakvöld
að opna fundi sína í auknum
mæli fyrir almenningi og fjölmiðl-
um. Þannig verður nú umræðum
um sumar tillögur að nýrri Iöggjöf
sjónvarpað beint. Danir og Svíar,
sem einkum hafa beitt sér fyrir
breytingum í lýðræðisátt, telja þó
of skammt gengið.
Ráðherraráðið er helzta lög-
gjafarstofnun ESB, enda hefur
Evrópuþingið enn takmörkuð
völd. Utanríkisráðherrar ESB-
ríkjanna samþykktu á mánudag-
inn að sjónvarpa umræðum um
ýmis helztu löggjafarmálefni.
Jafnframt vöktu þeir athygli á
að ráðherrar notuðu ekki lengur
rétt sinn til að halda leyndum
úrslitum atkvæðagreiðslna og
hygðust ekki nota hann í framtíð-
inni.
Bætt upplýsingaflæði til
fjölmiðla og almennings
Samþykkt var að bæta upplýs-
ingaflæði til fjölmiðla og almenn-
ings fyrir ráðherraráðsfundi um
þau mál, sem yrðu á dagskrá.
Danir höfðu lagt fram tillögu
um að fundargerðir ráðherraráðs-
funda yrðu gerðar opinberar. Sam-
þykkt var að fela nefnd fastafull-
trúa aðildarríkjanna (COREPER)
að meta það með hvaða skilyrðum
slíkt mætti gerast.
Utanríkisráðherra Danmerkur,
Niels Helveg Petersen, sagði að
árangur hefði náðst á fundinum
og stefnan væri í rétta átt, en
ekki hefði verið gengið nógu langt.
Hann sagði að Danmörk myndi
halda áfram að þrýsta á breyting-
ar.
Lena Hjelm-Wallén, utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar, sagði að
árangur fundarins væri ófullnægj-
andi og breytingarnar gengju of
hægt fyrir sig.
Á dagskrá
ríkjaráðstefnunnar
Báðir ráðherrarnir sögðu að
opnari ákvarðanataka og lýðræð-
islegri vinnubrögð yrðu áreiðan-
lega á dagskrá ríkjaráðstefnu ESB
um framtíðarskipulag sambands-
ins, sem hefst á næsta ári. „Málið
snýst um grundvallaratriði í lýð-
ræðislegri ábyrgð stjórnvalda,"
sagði Helveg Petersen.
Andstæðingar tillagna Norður-
landanna benda á að með því að
opna fundi ráðherraráðsins muni
hinar raunverulegu umræður um
erfiðustu málin einfaldlega færast
eitthvert annað.
BJORGUNARMENN unnu að því í
gær að bjarga fólki, sem er lokað
lifandi undir rústum fjölbýlishús-
anna, sem hrundu í jarðskjálftunum
í Neftegorsk á Sakhalín á sunnu-
dag. Embættismenn telja samt, að
meira en 2.000 manns hafi farist.
Rússneskur jarðskjálftafræðingur
spáði því í gær, að stór skjálfti yrði
á Kamtsjatkaskaga bráðlega og
stærri en sá, sem eyddi Neftegorsk
á Sakhalíneyju.
Björgunarmenn töldu sig hafa
heyrt til 32 manna í rústunum og
var þá notkun vinnuvéla hætt og
reynt að grafa eftir fólkinu með
berum höndum. Er það erfítt verk
enda hrundu byggingarnar saman
eins og spilaborg. Voru þær illa
byggðar og alls ekki gerðar til að
standast jarðskjálfta auk þess sem
rekstri mælastöðva, sem hefðu
hugsanlega getað varað við hrær-
ingunum, hafði verið hætt.
Þjóðarsorg í dag
Um 800 sérfræðingar ýmiss kon-
ar eru nú við björgunarstörf í Neft-
egorsk og eru 18 flugvélar og 14
þyrlur notaðar til að flytja slasað
fólk á sjúkrahús. Skortur á stórum
krönum hefur hins vegar háð starf-
inu og einnig ástand fjarskiptamála
á Sakhalín, sem er slæmt. Borís
Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í
gær, að þjóðarsorg yrði í öllu land-
inu í dag og hét að greiða fjölskyld-
um þeirra, sem fórust, á sjöunda
hundrað þúsunda ísl. kr. í bætur.
Alexander Sídorín, yfirmaður
jarðskjálftastofnunar rússnesku
eðlisfræðistofnunarinnar, spáði því
í gær, að annar skjálfti og öflugri
en sá á Sakhalín myndi verða á
Kamtsjatkaskaga á næstu árum.
Telur hann upptökin munu verða
skammt frá borginni Petr-
opavlovsk-Kamtsjatskí og segir, að
treysta verði byggingar þar án taf-
ar. Borgarbúar eru um 300.000.
„Jarðflekavirknin á Sakhalín- og
Kamtsjatkasvæðinu verður mjög
mikil á árunum 1996-’98 og þá mun
verða þar stærri skjálfti en í Nefteg-
orsk,“ sagði Sídorín. í janúar sl.
sögðu rússneskir jarðskjálftafræð-
ingar, að stór skjálfti myndi verða
í Kyrrahafshéruðum Rússlands á
þessu ári.
Ottast „Stóra skjálftann"
Skjálftavirknin að undanförnu
hefur vakið upp ótta í Kazakhstan
og einkum í höfuðborginni, Almaty, [,
við að „Stóri skjálftinn" sé væntan- ^
legur. Jarðskjálftafræðingar spá P
því, að hann verði á næstu árum í p
héruðunum, sem liggja að Almaty,
en þau eru á flekamótum, þar sem
indverska meginlandið rekst á Asíu-
flekann.
Rússar lögðu grunn að Almaty
1854 en 1887 hrundi bærinn til
grunna í jarðskjálfta. Fyrir 80 árum
sagði breski ferðalangurinn Steph-
en Graham, að skjálftavirkni væri p
þar svo mikil, að útilokað væri að k
hafa þar höfuðborg enda ekki óhætt
að byggja þar tveggja hæða hús |
hvað þá meira. Á sovéttímanum var
þessum viðvörunum í engu sinnt
og nú býr meira en milljón manna
í Almaty, þar af margir í illa byggð-
um fjölbýlishúsum.
Reuter
MYNDIR, sem hafa borist frá Neftegorsk, minna helst á Hiroshima eftir kjarnorkusprenginguna
svo alger er eyðileggingin. Flest húsin voru reist á sjöunda og áttunda áratug aldarinna og hélst allt
í hendur, léleg hönnun, léleg smíð og lítið viðhald.
I
|
>
Í
>
í
Boðin vopn
upp í skuldir
Ecu-mynt í umferð
5 árum eftir ákvörðun
Brussel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins mun I dag gefa
út skýrslu, þar sem fram kemur
að Ecu-mynt og -seðlar muni
ekki verða í vösum almennra
borgara fyrr en allt að fimm
árum eftir að ákveðið verði að
koma á sameiginlegri Evrópu-
mynt.
Yves-Thibault de Silguy, sem
fer með efnahagsmál í fram-
kvæmdastjórn ESB, skýrði frá
því í síðustu viku að Evrópu-
myntinni yrði komið á í þremur
þrepum. Fyrsta skrefið yrði að
leiðtogar ESB ákvæðu hvaða
ríki tækju þátt í myntbandalag-
inu. Allt að ári síðar myndu
bankar, fyrirtæki og ríkis-
stjórnir byrja að nota myntina
í viðskiptum sín á milli. Þar með
yrði ekki aftur snúið. Þriðja
stigið kæmist í framkvæmd allt
að fjórum árum síðar; þá fengi
almenningur Ecu-mynt og
-seðla til almennrar notkunar.
De Silguy sagði að tíma tæki
að prenta seðla, slá mynt og
breyta peningavélum og því
þyrfti þetta langt aðlögunar-
tímabil.
Hins vegar sagði hann að
tæknilegu úrlausnarefnin væru
ekki stærsta vandamálið. Al-
menningsálitið væri víða á móti
sameiginlegri mynt, t.d. í Dan-
mörkku, Bretlandi, Þýzkalandi
og Austurríki. „Það verður að
kenna fólki að láta sér þykja
vænt um myntina,“ sagði de
Silguy. „Almenningsálitið er
stærsta hindrunin.“
Helsinkí. Morgunblaðið.
OLEG Davidov, varaforsætisráðherra
Rússa, sagði í Helsinki í gær að Rúss-
ar væru fúsir til að greiða allar skuld-
ir sínar við Finna í formi vopna.
Davidov lét þess getið að Finnar
gætu eignast hvað sem er úr vopna-
búri Rússa að kjamorkuvopnum und-
anskildum. Nefndi hann meðai annars
kafbáta en samkvæmt sérstökum
friðarsamningi Finnlands og Sovét-
ríkjanna voru vopn til árása líkt og
kafbátar á bannlista Finna.
Finna hafa þegar lýst yfir því ein-
hliða að þeir hyggist ekki lengur hlíta
ákvæðum friðarsamningsins hvað
landvamir varðar. Hefur yfirlýsing
Davidovs verið túlkuð sem viðurkenn-
ing Rússa á þeirri stefnu. Við hrun
Sovétríkjanna skulduðu þau Finnum
5,5 milljarða marka (rúma 80 millj-
arða króna).
Ole Norrback Evrópuráðherra
Finna segir að aðeins verði unnt að
taka við vopnum sem greiðslu í tak-
mörkuðum mæli.
Palestínumenn •
vilja aukin völd '
Kaíró, Jerúsalem. Reuter.
VIÐRÆÐUR fulltrúa Palestínu-
manna og ísraela í Egyptalandi
gengu treglega í gær en hinir fyrr-
nefndu vilja fá aukin völd á her-
numdu svæðunum. „Við viljum allt
og sættum okkur ekki við ábyrgð
á afmörkuðum málum,“ sagði
embættismaður úr röðum Palest-
ínumanna. Shimon Peres, utan-
ríkisráðherra ísraels, hét Yasser
Arafat, leiðtoga Palestínumanna,
því fyrir skömmu að staðið yrði
við áætlun um að auka völd stjóm-
ar Palestínumanna fyrir 1. júlí.
Viðræðumar em þáttur í Oslóar-
samkomulagi deiluaðila frá 1993
um takmarkaða sjálfstjórn Palest-
ínumanna á hemumdu svæðunum
en þá var kveðið á um að smám
saman fengju þeir full yfirráð á
svæðum sínum og þar yrðu haldn-
ar fijálsar kosningar. ísraelar vilja
fara hægar í sakirnar og vilja ekki
afsala sér æðstu völdum á Vestur- ■ >.
bakkanum strax.
Hernaðarsérfræðingar ísraels
og Sýrlands munu hittast í næsta |
mánuði í Washington til að ræða
möguleika á friðarsamningum ríkj-
anna. Yitzhak Rabin, forsætisráð-
herra ísraels, olli miklu írafári
meðal 13.000 landnema gyðinga á
Gólanhæðum fyrir síðustu helgi er
hann sagði koma til greina að flytja
þá á brott ef samningar næðust
við Sýrlendinga um frið. ísraelar
tóku Gólanhæðir af Sýrlendingum
í sex daga stríðinu 1967 en hæðirn-
ar em afar mikilvægar hernaðar- *
lega.