Morgunblaðið - 31.05.1995, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Birtist einstaklingur-
inn fyrst á miðöldum?
Heimspekideild Háskólans efndi um sl. helgi
til umræðna undir heitinu „Einstaklingurínn
á miðöldum“.Elín Pálmadóttir fylgdist með
því semframfór.
AUNDNFÖRNUM árura hef-
ur í Evrópu og víðar verið
mikil umræða um það hve-
nær í sögunni einstaklingurinn hafi
orðið til í þeirri merkingu sem við
leggjum í orðið í dag, hvort sem
heldur er sem siðgæðisvera, samfé-
lagsvera eða sjálfsvera. Margir
sagnfræðingar hafa haldið því fram
að slíkur einstaklingur hafi ekki
orðið til fyrr en á 12. og 13. öld
eftir langa og flókna þróun.
Vegna íslendingasagna með öll-
um sínum góðkunnu persónum og
rannsókna á þeim í HI er hér mik-
ill áhugi á þessu máli. Heimspeki-
deild bauð því til fyrirlestrahalds
og umræðna tveimur mjög þekktum
miðaldasérfræðingum, Jacques le
Goff frá Frakklandi og Sverre
Bagge frá Noregi, sem hafa verið
að íjalla um þessa spurningu og
hugmyndir miðaldamanna um ein-
staklinginn. Le Goff út frá því
hvernig þær birtast í ævisögum
Frakklandskonungs á 13. öld, og
Hafið til
vegs og virð-
ingar
MÁLVERK frá Viktoríutímanum
sem eigendurnir gátu ekki með
nokkru móti losnað við á sjöunda
áratugnum seldist fyrir skömmu
á rúmar 170 milljónir kr. ísl. á
uppboði hjá Christie’s í New
York. „Fundur Móse“ eftir Sir
Lawrence Alma-Tadema, sem
var uppi 1836-1912, er nú talin
einstakt listaverk.
Eftir dauða hans fóru verk
hans úr tísku og um áratuga
skeið þóttu þau ekkert listrænt
gildi hafa. Gekk það svo langt
að eigandi verksins reyndi að
losna við verkið. Það var boðið
til sölu í Bretlandi og síðan sett
á uppboð en enginn leit við því.
Þá bað eigandinn um að uppboðs-
fyrirtækið byði verkið að gjöf
þeim sem vildu en enginn þáði.
Að endingu tókst að selja það
fyrir smáaura í Bandaríkjunum
árið 1973, en kaupandinn var
AUen Funt, sem stýrði sjónvarps-
þáttunum „Falin myndavél“.
Þetta varð til þess að auka áhuga
á verkinu, sem var flutt að nýju
til Bretlands. Listunnendur fóru
að kunna að meta verkið og and-
virði er, eins og áður segir, talið
í hundruðum milljóna.
Bagge í Konungasögum, sem samd-
ar voru hér á landi á sama tíma.
Innri maður í Laxdælu og Eglu
Hér hafa menn verið að leita
svara við því hvort þessi áhugi á
einstaklingnum, hans innra manni
eins og hann kemur fram í sögum
okkar Laxdælu, Egils sögu og
Njálu, hafi orðið til á ritunartíma
sagnanna á 13. öld eða hvort ein-
staklingarnir í sögunum eigi tilvist
allt frá því í fornöld. En í sögunum
eru sem kunnugt er ekki bara ytri
lýsingar á útliti og athöfnum, held-
ur líka ástæðunum, því sem lýsir
innra lífi persónanna. Þar gætir
áhrifa af kristnum viðhorfum, sem
leiddu til breyttra viðhorfa á ritun-
artíma þeirra. Þessi tímí, miðaldim-
ar, eru almennt talinn mjög mikil-
vægur tími á þróunarferli mannsins
sem einstaklings, því að þá eru tal-
in mótast mörg þau fyrirbæri sem
munu hafa haft úrslitaáhrif á sjálfs-
skilning Vesturlandabúa.
Heilagur Lúðvík
Fyrirlestur Jacques Le Goff
nefndist „Heilagur Lúðvík sem ein-
staklingur og fyrirmynd í meðförum
ævisöguritara 13. aldar“ en i haust
kemur út eftir hann um 1.000 síðna
rit um heilagan Lúðvík, sem hann
kvaðst hafa verið að vinna að í 15
ár og beðið hefur verið eftir. Jacqu-
es Le Goff hefur um all langt skeið
verið í fremstu röð miðaldafræðinga
og raunar einn af þekktustu sagn-
fræðingum Frakka í dag. Hann
stýrði lengi hinni virtu rannsókna-
stofnun École des hautes études en
sciences sociales, þar sem starfa
heimsfrægir andans menn. Hans
þekktustu verk eru um evrópska
miðaldamenningu, um hina nýju
stétt menntamanna sem varð til í
borgum á 12. og 13. öld og um
hreinsunareldinn sem hugmynd er
varð til á 12. öld og svarar til
breyttra viðhorfa til mannssálarinn-
ar sem einnig koma fram í nýjum
samfélagshugmyndum. Le Goff
hefur sýnt íslenskri miðaldamenn-
ingu mikinn áhuga.
Hlátur í Njálu
í stuttu samtali við blaðamann
Morgunblaðsins sagði hann að grein
sem hann skrifaði um „Hlátur í
Njálssögu" hafí verið þýdd úr
frönsku og gefin út á ensku og fleiri
tungumálum, en hann hefur stúder-
að og haldið sérstök námskeið í
rannsóknum á hlátri í vestrænni
miðaldamenningu, einkum byggðri
á'frásagna-, hirðingja- og skoptext-
um úr latneskum og fornfrönskum
textum. Hann kvaðst hafa komið
hér þrisvar sinnum til fyrirlestra-
halds. Talaði 1988 um hvað það
þýddi að vera miðaldamaður, 1992
um hláturinn í Njálssögu og nú um
heilagan Lúðvík sem einstakling. í
þetta sinn hafði hann konu sína með
í för og þau fóru strax að fyrirlestri
loknum norður til að skoða landið.
Fyrirlesturinn flutti hann á
frönsku, en hann lá frammi í ís-
lenskri þýðingu Torfa Túliníusar
háskólakennara, sem hafði veg og
vanda af ráðstefnunni. Tók Le Goff
þar fyrir Lúðvík 9. Frakkakonung
eða heilagan Lúðvík, sem var kon-
ungur 1226 til 1270 og tekinn í
dýrlingatölu 1270. Velti m.a. upp
þeirri spurningu hvort hægt sé að
nálgast einstaklingseðli hans, hvort
samfélag það sem hinn helgi kon-
ungur tilheyrði hafi haft áhuga á
einstaklingseinkennum, hvort ævi-
sagnaritarar hans og vitni hefðu
búið yfír hugtakasafni til að gera
grein fyrir þeim og hvort tíðarand-
inn og aðferðir við að minnast fólks
gerðu ráð fyrir sérkennum einstakl-
ingsins, jafnvel konungs. Vitnaði
hann í skrif fjöldamargra fræði-
manna um einstaklinginn í meðför-
um sagnaritara og sneri sér svo að
heilögum Lúðvíki eins og honum
sýnist hann birtast í heimildum, sem
þó voru búnar til í því skyni að
fela hann undir fyrirmyndum og
fyrirframgefnum hugmyndum.
Hann sagði að úr ævisögu Lúðvíks
mætti lesa eins konar sjálfsævisögu
konungs, innra líf persónu hans og
af orðum sem höfð eru eftir honum
greindist einstaklingur, sem gerir
grein fyrir persónulegum ástæðum
sínum.
Kóngnr sem einstaklingnr
. Af tilfinningalegum viðbrögðum
Loðvíks og viðhorfum til dauðans
megi gera sér í hugarlund sérstakan
kristinn konung, sem hann telur sig
Franski sagnfræð- Morgunblaðið/Sverrir
ingurinn Jacques Norski sagnfræð-
Le Goff. ingurinn Sverre
Bagge.
geta nálgást - ekki í gegnum skáld-
skap, ekki sem blekkingu, heldur
sem sögulegan raunveruleika. Hann
kvað heilagan Lúðvík hafa verið til
og hægt að fá af honum fjölþætta
og sanna mynd. Það sem gefi mynd
hans þennan raunveruleikablæ sé
að á ævidögum hans byijaði að
koma fram almennur áhugi á ein-
staklingnum sem slíkum. Tvö öfl
virðist takast þar á. Mynd af yfir-
burða konungi, sem breiddist skjótt
út, flýtti fyrir því að menn sýndu
einstaklingseinkennum hans áhuga,
hins vegar tafði konungsríkið, þ.e.
stjórnarfyrirkomulag sem lagði
meiri áherslu á kórónuna en mann-
inn sem bar hana, fyrir því að
hægt væri að draga upp mynd af
konunginum sem einstaklingi.
Spennan milli hins pólitíska líkama
og hins náttúrulega líkama konungs
varð til þess að einstaklingeinkenn-
in gátu gægst fram, án þess þó að
fá í frásögninni fyllilega að njóta
sín, sagði Le Goff.
Á grundvelli Konungasagna
Seinni fyrirlesturinn um hug-
myndir miðaldamanna um einstakl-
inginn flutti Norðmaðurinn Sverre
Bagge. Hann hefur um nokkurra
ára skeið stýrt norsku rannsóknar-
verkefni um sögu einstaklingshug-
myndarinnar í evrópskri menningu
og m.a. stuðst við íslenskar fornsög-
ur, einkum konungasögur. Bagge
er prófessor í miðaldasögu við
Björgvinjarháskóla. Hann hefur rit-
að mikið um norskar miðaldir og
ekki síður um íslenska og norska
sagnaritun á 13. öld. M.a. hefur
hann ritað þijár bækur, sem fjalla
um hugmyndir um stjómmál í Kon-
ungsskuggsjá, um hugmyndir
Snorra um samfélag og stjórnmál
eins og þær birtast í Heimskringlu
og um hugmyndir um konungsvald
sem koma fram í þessum tveimur
sögum.
Fyrirlestur hans fjallaði um þær
hugmyndir um manninn, sem lesa
má úr Heimskringlu, Sverrissögpi
og Hákonarsögu, m.a. um Sverri
konung sem einstakling og konung.
Einnig um aðra konunga, einkum
Ólaf helga eins og hann kemur fram
hjá Snorra. En Bagge hefur verið
að skrifa Sögu Sverris konungs,
sem kemur út í haust.
Fyrirlestrarnir voru öllum opnir
og sýndi aðsóknin að mikill áhugi
er á þessu efni. Á sunnudag var
efnt til málstofu um efnið í Odda.
Nýjar bækur
• NÝLEGA kom út hjá bókafor-
laginu Les Belles Lettres í París
ritið Le miroir. Naissance d’un
genre littéraire. Höfundur er dr.
Einar Már Jónsson sagnfræð-
ingur og er bókin byggð á dokt-
orsritgerð sem hann varði við
Parísarháskóla haustið 1985.
í ritinu, sem er 235 bls. að
lengd, ijallar höfundur um upp-
runa þeirrar bókmenntagreinar
miðalda sem kennd er við
„skuggsjá" eða „spegil“. Er kon-
ungsskuggsjá eitt þekktasta rit-
ið af þeirri bókmenntagrein.
Höfundur rekur fyrst það tákn-
mál sem tengt er hugmyndinni
um spegil og á rætur sínar að
rekja allt aftur í fomöld. Síðan
lýsir hann því hvemig fyrstu
ritin sem bera heitið „skuggsjá"
verða til upp úr þessum bak-
gmnni á fyrri hluta 12. aldar.
Einar Már Jónsson fæddist
1942. Að loknu stúdentsprófi
hóf hann nám í sagnfræði í
Frakklandi og lauk licence-és-
lettres-prófi með sagnfræði sem
aðalgrein frá Parísarháskóla
árið 1965. Hann hefur ritað
fjölda greina og ritdóma um
sagnfræði efni í íslensk og er-
lend tímarit og skrifað
kennslubækur. Hann hefur yerið
stundakennari við Háskóla Is-
lands. Frá árinu 1971 hefur Ein-
ar verið sendikennari í íslensku
við Parísarháskóla.
• ÚT er komið nýtt úrval smá-
sagnasafna eftir Þórarin Eldjárn
sem nefnist Á bandi sagna.
Sögurnar
eru í flutn-
ingi höfund-
ar og eru
hljóðbók á
tveimur
snældum,
samtals um
þijár
klukku-
stundir að
lengd. Efnið
er valið úr bókunum „Ofsögum
sagt“ 1981, „Margsögu" 1985
og,,Ó fyrir framan“ 1992.
I kynningu segir: „Þórarinn
Eldjám hefur um árabil verið á
bandi sagna og getið sér gott
orð fyrir hnitmiðaðan og
skemmtilegan stfl. Undir yfir-
borði gáska og gamans býr þó
oftar en ekki hárfín ádeila og
spumingar um lífíð og tilveruna.
Þessi einkenni skila sér vel í lestri
höfundarins og gefur það sögun-
um tvímælalaust aukið gildi.“
Útgefandi er Hljóðbókaklúb-
burinn. Á bandi sagna erhljóð-
rituð ogíjölfölduð iHljóðbóka-
gerð Blindrafélagsins. Kápu
hannaði Þórhildur Elín. Hljóð-
bókin er einungis seld félögum
íHljóðbókaklúbbnum ogkostar
1.390 kr.
Þórarinn
Eldjám
Snilldarleikur
_____TONLIST
Fclla- og Ilólakirkja
FLAUTU— OG PÍANÓ-
LEIKUR
Martial Nardeau og Guðrún Birgis-
dóttir flautuleikari og Petar Maté,
píanóleikari fluttu tónlist eftir J.S.
Bach, Georges Migot, Poulenc og
Bizet.
TÓNLEIKARNIR hófust á ein-
leikspartítu, BWV 1013, fyrir
flautu, eftir J.S. Bach, glæsilegu
tónverki, sem Martial Nardeau lék
af hreinni snilld, ekki aðeins án
þess að „slá“ feilnótu, heldur tókst
og að móta margslungið tónmál
verksins á einstaklega fallegan
máta. Sex litlar tvíleiksprelúdíur
eftir Georges Migot (1891),
franskt tónskáld, er lærði m.a. hjá
Vidor og var sérfræðingur í mið-
aldatónlist. Prelúdíumar eru
nefndar eftir ýmsum tegundum
lærvirkja og smáfuglum eins þúfu-
tittlingum og sandtittlingum.
Þetta eru afburða skemmtileg
smáverk og mjög krefjandi fyrir
flautuleikarana og var samspil
Guðrúnar Birgisdóttur og Martial
Nardeau aldeilis frábært og náðu
þau oft að laða fram sérlega
skemmtileg litbrigði og leika eftir
kvikt og fjörugt atferli þessara
smáfugla.
Á seinni hluta tónleikanna voru
sömu verk pg Nardeau og Peter
Maté léku í íslensku óperunni fyr-
ir skömmu, þ.e. Poulenc sónatan
og útfærsla Borne á lögum úr
Carmen, eftir Bizet. í raun er þar
við engu að bæta, sem nefnt var
gagnrýni um þá tónleika, nema
hvað þeir félagar léku þessi verk
enn betur, sérstaklega Bizetsvít-
una, sem Nardeau lék af virtúós-
iskri leikni.
Jón Ásgeirsson