Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 19 LISTIR Sumarauki í Leikni og frábært spil TONLIST Hafnarborg TVÍLEIKUR Á FIÐLUR Guðný Guðmundsdóttir og Sigfrún Eðvaldsdóttir léku tvíleiksverk eftir Jean-Marie Leclair, Bela Bartók, Sergei Prokofiev og samleiksverk fyrir tvær fiðlur og píanó eftir Maurice Moszkowski og Pablo de Sarasate, með Peter Maté á píanóið. Sunnudaginn 28. maí, 1995 ÞAÐ er langt síðan haldnir hafa verið tónleikar í Hafnarborg, hvað sem því veldur en Tríó Reykjavíkur hefur í samvinnu við Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, haldið þar tónleika. Síðustu tónleikar vetr- arins voru um margt sérstæðir, því Guðný Guðmundsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir stilltu saman strengi sína og hófu tónleikana á dúósónötu nr. 5, eftir Jean-Marie Leclair (1697- 1764) en um 19 ára aldur var hann orðinn leikinn á fiðlu, góður ballett- dansari og snillingur í kniplingagerð. Hann lærði fiðluleik hjá Somis,-er var nemandi Corelli og var einn af þýðingamestu frumkvöðlum í gerð franskrar fiðlutónlistar og meðal þeirra fyrstu er ritaði að fullu út hljómborðsröddina (continuo). ÞESSI fallega tónlist var mjög vel leikin og sama má segja um tíu dúetta, úr safni 44 dúetta, eftir Bela Bartók. Dansarnir voru skemmtilega leiknir og eftirtektar- verður var leikur þeirra í kátlegum dansi moskítoflugnanna ( nr.5) sér- kennilegri útfærlu á arabísku þjóð- lagi (nr,7) og einstaklega elskulegu vögguljóði, er var fjórða lagið í þess- ari makalausu þjóðlagasyrpu. Besta verk tónleikanna var fiðludúó-sónata op.56, eftir Prokofiev, er hann samdi 1932 en þá bjó hann í París. Þetta er um margt glæsilegt verk og var það í heild vel leikið, þó annar þáttur- inn, Allegro moderato og sá þriðji, Lento assai, væru sérlega glæsilega útfærðir. Eftir hlé var á efnisskránni svíta eftir Moszkowski og spánskur dans eftir Sarasate. Þarna gat að heyra þá strengjaleikni af „virtuósa" gerð- inni, sem er ekki allra að útfæra, sérstaklega í spönsku dönsunum, sem er í raun sýningarverk í fiðlutækni og fóru þær Guðný og Sigrún á kost-. um, þó í heiid væri leikur þeirra stundum nokkuð um of ákafur. í heild voru þetta glæsilegir tón- leikar, þar sem saman fór afburða tækni, frábært samspil og víða ágæt túlkun, þó oft mettuð kappsemi og ákafa og vantaði því stundum að slaka ögn á hinni „metronómísku" spennu. Jón Ásgeirsson Bústaðakirkju KÓR Bústaðakirkju heldur tón- leika á morgun, fimmtudag, í Bústaðakirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Tónleikarnir, sem nefndir eru Sumarauki, eru í léttari kantinum og verða flutt verk úr óperettum og léttum óper- um. Má þar nefna Kátu ekkj- una, Leðurblökuna og Meyjar- skemmuna. Á efnisskránni eru kórverk, einsöngslög, dúettar, tríó og kvintettar, þar sem kórfélagar eru í aðalhlutverki og margir þeirra að spreyta sig í fyrsta sinn sem einsöngvarar. Stjórnandi er Guðni Þórarinn Guðmundsson og undirleikari Guðrún Guðmundsdóttir. Miðaverð er 500 kr. Finnsk textíl- listakona í Umbru FINNSKA listakonan Ulla-Maija Vikman opnar textílsýningu í Gallerí Umbru, Bernhöftstorfu, á morgun fimmtudag kl. 17-19. Verkin á sýningunni eru unnin úr viskósþráðum, sem listakonan litar í sterkum litum. í þeim má sjá minni úr náttúrunni, svo sem hreyfingar stráanna, fjaðranna og dýraháranna. Ulla-Maija hefur oft verið fulltrúi fmnskrar textíllistar og meðal merk- ustu textílsýninga sem hún hefur tek- ið þátt í er alþjóðlegi tvíæringurinn í Lausanne árið 1992. Sama ár var hún valin textíllistamaður ársins í Finn- landi og fékk fimmtán ára starfslaun. Síðastliðna tvo mánuði hefur hún dvalið í gestaíbúð Hafnarborgar í Hafnarfirði. Sýningin er opin þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-18, sunnudaga frá kl. 14-18, en lokað á mánudög- um. Hún stendur til 21. júní. VERK eftir Ullu-Maiju Kammerhópurinn Camerarctica FÉLAG íslenska hljóm- listarmanna heldur tón- leika í sal félagsins að Rauðagerði 27, annað- kvöld kl. 20.30. Að þessu sinni er það kammerhóp- urinn Camerarctica sem leikur, en hann hefur meðal annars vakið at- hygli fyrir flutning sinn á verkum Mozarts. Camerarctica er hópur ungs fólks ineð tónlistar- menntun og reynslu að baki, en hann skipa; Hallfríður Ólafsdóttur flautu' leikari, Árinann Helgason klarinettuleikari, Hildi gunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Guðmundur KAMMERHÓPURINN Camerarctica. Á myndina vantar Þórunni Guðmundsdóttur sópransöngkonu Kristmundsson víóluleik- ari og Sigurður Halldórs- son sellóleikari. Þau fá nú í lið með sér hörpuleikarann Elísa- betu Waage, sópransön- konuna Þórunni Guð- mundsdóttur og fiðluleik- arann Sigurlaugu Eð- valdsdóttur og leika verk með ýmsum samsetning- um þessara hljóðfæra eft- ir Maurice Ravel, Manuel DelFalla, Heitor Villa- Lobos, Aaron Copland, Benjamin Britten og Igor Stravinskí. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Merki merkingarinnar MYNDLIST Kjarvalsstaðir MÁLVERK Kristján Steingrímur Jónsson Opið alla daga kl. 10-18 til 5. júní. Aðgangur (á allar sýningar) kr. 300 Sýningarskrá kr. 1.600 Á ÞESSARI öld hefur smám saman verið að dýpka sú gjá, sem hefur verið tii í einhverri mynd milli myndlistar hvers tíma og þeirra sem fengu fyrst notið henn- ar. Tilvist þessarar gjáar er að nokkru skiljanleg; ef listin á að vera einhvers virði þarf hún ætíð að vera fersk og leitast við að bæta einhveiju nýju í myndheim- inn, fremur en að ganga aðeins þær götur, sem þegar hafa verið troðnar. Smám saman hefur um- heimurinn lært að þekkja hið nýja og meta að verðleikum en slíkt hefur ætíð tekið nokkra stund, og ekki víst að nýjar hugmyndir iiafi fengið verðskuldaða viðurkenningu í tíð upphafsmannanna; ævi lista- manna eins og George Seurat og Vincent van Gogh eru klassísk dæmi þessa. Ástandið í þessum málum hefur versnað til muna á síðari hluta þessarar aldar hér á landi sem annars staðar, og má þar bæði kenna um lélegri list- fræðslu í menntakerfinu og lítilii þolinmæði listamanna við samfé- lagið, sem leitar skýringa. Hugmyndalist af einu eða öðru tagi er eitt það svið myndlistar sem hefur oftar en ekki staðið nokkuð í öllum almenningi síðustu áratugi. Hér hefur skort fræðandi umræðu, sem gæddi listina lífi og ferskleika í augum þeirra, sem áhuga hafa á að kafa undir yfirborðið. Með sýn- ingu Kristjáns Steingríms Jónssonar í miðrými Kjarvalsstaða gefst fág- ætt tækifæri til að sinna þessari þörf. Kristján Steingrímur hefur unnið á sviði hugmyndalistar um árabil, en hann útskrifaðist frá M.H.Í. 1981 og var síðar í framhaldsnámi í Hamborg 1983-87. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu 1981 og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga frá sama tíma, þannig að þeir sem fylgjast nokkuð með myndlistinni hafa haft gott tækifæri til að sjá list hans þróast í þann farveg sem getur að líta hér. Það má nálgast verk Kristjáns Steingríms á tvennan liátt. Annars vegar má einfaldlega njóta þess sem augað nemur. Myndimar eru flestar unnar í ál, sem ýmist er látið ósnert eða málað, en síðan er sandblásið eða þrykkt í flötinn þeim táknum, sem eru lykillinn að myndmáli lista- mannsins. Þar er komið að hinni hliðinni - þeim vangaveltum um tákn og merkingar, sem óhjákvæmi- lega fylgja þessu myndmáli, og setja þau á bekk hugmyndalistarinnar. í sem einföidustu máli er við- fangsefni listamannsins ástand veðurs á ákveðnum stað og tíma, eins og titlarnir bera með sér („Seyðisfjörður 02.08.1993“, „Yfir Esjunni 02.02.1995“ o.s.frv.), eða þá spá um framtíðina; titirnir bera þá vitni birtu og skýjafari, en tákn- in eru annars vegar veðurmerki og hins vegar teikningar rafrása, sem nú hafa tekið við hinu prent- aða orði sem undirstaða allra þekk- ingar- og samskiptakerfa manns- ins. Þessi verk eru þannig bæði ein- föld og flókin, þegar farið er að leiða hugann að merkingu hinna ýmsu tákna og merkja. Slíkt var upphaflega notað til að einfalda og skýra öll samskipti, en hefur með tímanum ekki síður orðið til að flækja merkinguna og drepa allri vissu á dreif fyrir þeim, sem ekki eru innvígðir í merkjakerfið. Ólafur Gíslason ræðir þessi vanda- mál merkja og merkinga á fróðleg- an hátt í ritgerð sinni í sýningar- skránni. Þar vísar hann bæði til Snorra Sturlusonar og goðafræð- innar til að sýna, að hér er í raun ekki óþekkt viðfangsefni á ferð- inni, heldur hið eilífa vandamál list- arinnar og tungumálsins, þar sem eðli tákns, hlutar og merkingar skarast í sífellu. Hann rekur um- ræðuna að nokkru með tilvísun í eitt ákveðið verk Kristjáns Stein- gríms, en hefði þess vegna getað tekið fyrir hvert þeirra sem er; vandamálið er ætíð hið sama, eins og Ólafur orðar það; „Hin ólíku myndmálskerfi takast á, og það er ekki fyllilega ljóst hvað merkir hvað. Merkir þokumerkið þokuna á myndinni eða merkir þok- BARNAKÓR Hafnar- fjarðarkirkju heldur í söngferðalag til Dan- merkur 21. júní nk. Sumar- söngvar í Hafnarborg BARNAKÓR Hafnaríjarðar- kirkju heldur sumartónleika ásamt Kór Hafnarfjarðar- kirkju í Hafnarborg á morgun, 1. júní kl. 20.30. Efnisskráin samanstendur af veraldlegri og trúarlegri tónlist eftir ís- lenska og erlenda höfunda. Barnakórinn heldur í söng- ferðalag til Danmerkur 21. júní nk. þar sem hann syngur í þremur kirkjum á Jótlandi. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Brynhildur Auðbjargardótt- ir. Á síðustu árum hefur Kór Hafnarfjarðarkirkju eflst mikið. Hann hefur verið ötull við að halda tónleika, nú síð- ast í apríl, þar sem Krýningar- messa Mozarts var flutt ásamt tveimur öðrum verkum eftir tónskáldið. Á síðasta ári kom út geisladiskur með söng kórsins í tilefni 50 ára afmæl- is lýðveldisins. Stjórnandi kórsins er Helgi Bragason orgelleikari. Hljómsveita- námskeið Nýja músík- skólans NÝI músíkskólinn verður með hljómsveitanámskeið sem hefst 12. júní. Fyrirkomulag námskeiðsins verður á þá lund að nemendum er raðað í hljóm- sveitir eftir því hvað hentar hveijum og einum og hljóm- sveitirnar æfa síðan undir leið- sögn kennara. I húsnæði skólans var ný- verið sett upp 24ra rása hljóð- ver og verður það nýtt í kennslu í Nýja músíkskólanum framvegis. an á myndinni þokumerkið? í fljótu bragði er eins og báðar merkingarn- ar séu jafngildar. Hvernig tengist þetta merkjamál síðan veruleika veðursins annars vegar og áþreifan- legri reynslu okkar af þessum sama veruleika hins vegar?“ Þannig er hægt að njóta mynda Kristjáns Steingríms ekíri síður fyr- ir þær vangaveltur, sem búa að baki, og hver og einn hefur giímt við í einhverri mynd um ævina. Hér er hugmyndalistin upp á sitt besta: hún setur fram spurningar, opnar leiðir, kannar möguleika - allt í samhengi við hina sjónrænu reynslu, sem ein og sér er einnig vel þess virði að sem flestir njóti hennar - en er um leið lykillinn að meiri dýpt og könnun en felst í flet- inum einum. Það er einkenni á góðri myndlist að hún vekur njótandann til um- hugsunar, kveikir spurningar frem- ur en að hún friði óróa og veiti endanleg svör; þannig lieldur mynd- listin áfram að vera virkur þáttur menningarinnar, en ekki aðeins skraut hennar. Þessi einkenni eru til staðar hér í átökum merkja og merkinga í myndheimi listamanns- ins, og er rétt að benda sem flestum á að njóta þeirra. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.