Morgunblaðið - 31.05.1995, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FERÐALÖG
Meistari drasl-
myndanna
KVIKMYNDIR
Bíóborgín
Ed Wood ★ ★ ★
Leikstjóri: Tim Burton. Aðalhiutverk:
Johnny Depp, Sara Jessica Parker;
Martin Landau, Bill Murray.
Touchstone Pictures. 1994.
BANDARÍSKI leikstjórinn Tim
Burton hefur í öllum myndum sínum
Qallað um fólk sem er utangarðs í
samfélaginu hvort sem það eru
draugar, leðurblökumenn eða upp-
vakningur með klippikrumlu og í
nýjustu myndinni, „Ed Wood“, hefur
hann fundið sinn utangarðsmann í
leikstjóra verstu b-mynda aldarinnar.
í samhengi fyrri mynda Burtons má
sjá hvað honum þykir svo heillandi
við Edward Wood yngri. Hann var
hinn eini og sanni utangarðsmaður
kvikmyndanna í senn einstaklega
hæfileikalaus og ástríðufullur leik-
stjóri, sem gerði hræðilegar drasl-
myndir á fimm dögum af ekkert
minni eldmóði en átrúnaðargoðið
Orson Welles gerði sín meistaraverk.
Burton lætur þá hittast fyrir tilviljun
í frábæru atriði og það kemur í ljós
að vandamál þeirra við kvikmynda-
gerðina eru hin sömu; eilífar málam-
iðlanir. En þar sem annar gerði
Blaðakónginn Kane gerði hinn vís-
indahrollvekjuna Áætlun 9 úr út-
geimi. Hvað skildi þá að? Ed Wood
kallaði það raunsæi ef leikari gekk
óvart á leikmyndina.
Burton hefur reist honum bauta-
stein við hæfi, svart/hvíta, angur-
væra kómedíu sem ber stundum
svipmót b-myndanna og maður fær
það jafnvel á tilfinninguna að mynd-
in hafi verið gerð á fimm dögum.
Leikur Johnny Depps í hlutverki
Woods er í talsvert ýktum stíl hins
ódrepandi fullhuga er mætir hveiju
fáránlegu vandamálinu sem upp
kemur með sigurbrosi. Helsti veik-
leiki Woods fyrir utan að velja sér
rangt lífsstarf var kvenfatnaður en
hann var klæðskiptingur og angóru-
peysur voru í sérstöku uppáhaldi.
Þannig leiddist hann inn í kvikmynd-
irnar. Fyrsta myndin var Gunni eða
Gunna („Glen or Glenda") um klæð-
skipting sem kom út úr skápnum
en af hveiju hann setti atriði í mynd-
ina af buffalóhjörð á harðahlaupum
er ráðgáta.
Vináttusamband Woods og hroll-
vekjuleikarans Bela Lugosi er í mið-
punkti myndarinnar og Martin Land-
au er stórkostlegur í hlutverki Bela.
Sagt er að Burton byggi það að ein-
hveiju leyti á sínu eigin sambandi
við hrollvekjuleikarann Vincent
Price, sem nú er látinn. Líklega hafa
fáir brugðið upp raunsærri mynd af
kvikmyndastjömu sem lifað hefur
sitt besta en Landau og Burton gera
hér. Grimmúðlegt andlitið í
svart/hvítu virkar eins og helgríma
á manni sem aðeins á eftir að deyja,
kominn að fótum fram í eiturlyfjafíkn
og öllum gleymdur. En gríman felur
líka einstakt ljúfmenni og Drakúla-
leikara fram í fingurgóma, sem
reyndar er kominn í hendumar á
versta leikstjóra sögunnar. Samband
þeirra tveggja er hjartað og sálin í
myndinni, ljúfsárt og gamansamt og
ekki síst hentugt því enn mátti nota
Bela í fjármögnun, sérstaklega þó
eftir lát hans.
í leiðinni fáum við unaðslega lýs-
ingu á starfsháttum b-mynda leik-
stjórans Ed Woods sem einkennist
af fullkominni smekkleysu og krist-
ailast í atriði þar sem allur kvik-
myndahópurinn er skírður í sundlaug
babtistasafnaðar, sem §ármagnar
Áætlun 9 úr útgeimi. Seinna kemur
í ljós að búið var að lofa kórstjóran-
um hlutverki. Þetta er aðeins ein
saga af mörgum í safaríkri mynd.
Yfirleitt fjalla ævisögulegar myndir
um fólk sem skarað hefur framúr
um sína ævi og sett mark sitt á sam-
tímann og þær verða of mikilfengleg-
ar og einhvem veginn falskar. Því
er ekki að heilsa hér. Ed Wood taldi
sig í raun framleiða snilldarverk þótt
aðrir litu það ekki sömu augum. Það
er einskonar hamingja.
Arnaldur Indriðason
LJósmynd/Golli
MEÐ nýrri samgöngntækni, jeppum og vélsleðum, upplifir margt ungt fólk ísland á áhugaverðan hátt.
Nýta á sögu þjóðar í
þágn ferðaþjónustu
„BRÁÐA nauðsyn ber til að veita þjónustu á Þingvöll-
um lengur en skamman tíma yfír sumarið. Þingvellir
eru helgasti staður þjóðarinnar og þarf að vera aðgengi-
legur allt árið. Þar vantar náðhús, gistiaðstöðu og
veitingasölu utan hásumars. Veitingahúsið Valhöll
ætti að vera opið yfír vetrartímann a.m.k. um helgar
eða samkvæmt pöntun."
Efnislega er þetta skoðun nefndar, sem skipuð var
til að setja fram hugmyndir um hvemig nýta má sögu
þjóðarinnar, sögustaði, þjóðhætti, verkmenningu og
bókmenntir til að efla og bæta ferðaþjónustu innan-
lands. Nefndin hefur nú skilað
skýrslu til Halldórs Blöndal, sam-
gönguráðherra og var hún kynnt
á blaðamannafundi nýlega.
íslenska leiðsögumenn fyrir
íslendinga
Skýrslan flallar einkum um ís-
lenska ferðamenn og í henni kem-
ur m.a. fram sú skoðun að auka
þurfi menntun íslenskra leiðsögu-
manna fyrir íslendinga á ferða-
lagi. Það mætti t.d. gera með
námskeiðum eða námsbrautum
við framhaldsskóla og/eða há-
skóla. Telur nefndin að með slík-
um undirbúningi ættu menn að
geta öðlast ákveðin réttindi, en
einnig þurfí að kalla til fleiri, þótt
þeir hafí ekki formleg réttindi
leiðsögumanns t.d. til að kynna listgreinar eða vinnu-
brögð.
Valgarður Egilsson, læknir, var formaður nefndar-
innar, en auk hans áttu þar sæti Erla Kristjánsdóttir,
kennslustjóri í Kennaraháskóla íslands, Gunnlaugur
Eiðsson, leiðsögumaður, Jón Böðvarsson, íslenskufræð-
ingur og Margrét Hallgrímsdóttir, fomleifafræðingur
og forstöðumaður Árbæjarsafns. Starfsmaður nefndar-
innar var Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmaður sam-
gönguráðherra.
Nútímalegri söfn
Brýnt er, að mati nefndarinnar, að huga betur að
móttöku ferðamanna á söfnum og færa þurfi söfn í
nútímalegra horf. Í skýrslunni kemur fram að fyrst
þurfi þó að koma til nokkur viðhorfsbreyting. Sérstök
sýningaraðstaða þurfi að vera fyrir hendi á söfnum
og leiðsögumenn, sem geta miðlað fróðleik. Merkja
þurfi muni með helstu upplýsingum á fjórum tungumál-
um og veita nánari fróðleik í bæklingum og á mynd-
böndum. Einnig að afdrep sé fyrir gesti, þar sem þeir
hafi aðgang að skrám, bæklingum og myndböndum.
Skortir skilti
Á sögufrægum stöðum skortir mjög merkingar, jafnt
skilti sem ritaðan fróðleik. Nefndin leggur áherslu á
að skilti séu gerð af smekkvísi og þau séu ekki lýti í
umhverfínu. Hún telur vanta myndbönd um sögustaði
og minjar í einstökum héruðum
og minnir á mikilvægi þess að
ömefni sem frásögur em tengdar,
séu skráð og vernduð.
„Mikill fjársjóður sagna er til,
sums staðar á hver þúfa og stein-
vala sér sögu,“ segir í skýrslunni.
„Hér þurfa ferðamiðstöðvar að
hjálpa til og veita góða upplýs-
ingaþjónustu." Göngustígar eru
víða nauðsynlegir og snyrtiklefar
við fjölfarna staði. Sérstök áhersla
er lögð á bætta aðstöðu á Þingvöll-
um.
Ungir íslendingar á ferð
Þá er þarft að vekja meiri áhuga
ungs fólks á þjóðháttum og menn-
ingarsögu. „Ungt fólk ferðast
mikið um landið. Með nýrri sam-
göngutækni, jeppum og snjósleðum, er upplifun þess
ný og áhugaverð. Ef kynning á ömefnum og sögu
fyrri kynslóða er vel fram borin, heillar hún ungt fólk.“
Nefndin bendir á að fyrirlestrar nái ekki alltaf athygli
unga fólksins, myndefni, tónlist og leikfærsla ákveð-
inna atriða gæti hentað betur.
Einnig vann nefndin að hugmyndum varðandi er-
lenda ferðamenn. Benti hún m.a. á Vestur-íslendinga
sem markhóp og ennfremur mikilvægi þess að kynna
heiminum að Leifur heppni var íslendingur, ekki Norð-
maður.
„Brýnt er að Leifur Eiríksson og venslafólk hans
njóti þess orðstírs sem þeim ber í Ameríku. Slóð þessa
fólks má rekja hér á landi bæ frá bæ. Og ættir margra
Vestur-íslendinga má rekja til Guðríðar Þorbjarnar-
dóttur, hinnar fyrstu evrópsku móður á amerískri
grund."
BLAÐAMANNAFUNDUR. Frá
vinstri: Þórhallur Jósepsson, að-
stoðarmaður samgönguráðherra,
Halldór Blöndal, samgönguráð-
herra, og Valgarður Egilsson, for-
maður nefndarinnar.
SÍÐASTA sýning íslenska dansflokksins á
„Heitum dönsum" verður á morgun
Síðasta sýning á „Hdtum dönsum“
SÍÐASTA sýning íslenska dans-
flokksins á „Heitum dönsum" í
Þjóðleikhúsinu verður á morg-
un fimmtudag kl. 20.
Á efnisskránni eru verkin
„Carmen“ eftir Sveinbjörgu
Alexanders, „Sólardansar“ eft-
ir Lambros Lambrou, „Adagi-
etto“ eftir Charles Czarny og
„Til Láru“ eftir Per Jonsson við
tónlist Hjálmars H. Ragnars-
sonar.
Lastafans Diddu
ÚT ER komin ljóðabókin
Lastafans og lausar skrúfur
eftir Sigurlaugu Jónsdóttur,
sem kallar sig Diddu.
Didda er fædd 1964 og
ólst upp í Reykjavík. Hún
hefur vakið nokkra athygli
fyrir ljóð sín, en Didda þyk-
ir berorð um vímuefna-
neyslu og kynlíf og er stíll
hennar oft harðsoðinn og
ögrandi.
í kynningu segir: „Ljóðin í bók-
inni eru, að sögn Diddu, enginn
skáldskapur heldur eru þau sann-
leiksbrot og svipmyndir úr lífi henn-
ar, sprottin af reynslu sem
flestir eru svo lánsamir að
þurfa ekki að ganga í gegn-
um á leið sinni til manns.
Þetta eru áleitin ljóð, sterk
og áhrifarík í umbúðaleysi
sínu, ljóð sem verða skiptar
skoðanir um en láta engan
ósnortinn."
Útgefandi er Forlagið.
Lastafans og lausar skrúfur
er fyrsta ljóðabók Diddu. Þórarinn
Leifsson gerði mynd á kápu. Bókin
er 49 bls. og er prentuð í prent-
smiðjunni Odda. Bókin kostar 1.690
kr.
Didda
Ferðir um hvíta-
sunnuhelgina
ÚTIVIST
SUNNUDAG 4.júní verður gengið
frá Gjábakka að Þingvöllum, eftir
Gjábakkastíg um Ölkofrastaði og í
Skógarkot. Þaðan verður gengið
að Oxarárfossi og loks austur Al-
mannagjá eftir Langastíg.
Þetta er létt og skemmtileg
ganga fyrir alla fjölskylduna. Frítt
fyrir böm yngri en 16 ára. Lagt
verður af stað frá BSÍ, bensínsölu
kl.10,30
FÍ
-v
Hvítasunnuferðir 2.-5. júní eru:
Snæfellsnes-Snæfellsjökull og er
gengið á jökulinn(7-8 klst.) annan
daginn. Famar skoðunarferðir á
láglendi eftir því sem tími vinnst
til. Litast um á Amarstapa, Djúpa-
lónssandi, Hellnum, Hólahólum og
víðar. Gist að Görðum í Staðarsveit
í svefnpokaplássi.
Þá verður ganga á Öræfajökul
(2119 m). Gangan fram ogtil baka
tekur um 14 klst. Dagur fer í að
kenna fólki að nota brodda og ísax-
ir en í þessari ferð eru slík hjálpar-
tæki nauðsynleg. Farin verður
„Virkisjökulsleið" á leiðarenda. Gist
í svefnpokapiássi að Hofí í Öræfa-
syeit. Brottför í þessar ferðir verður
kl. 20 föstud. 2.júní.
Ferð Þórsmörk-Langidalur.
Sniðin fyrir fjölskyldufólk; útivera,
gönguferðir, leikir. Einnig er ferð
á Fimmvörðuháls. Ekið að Skóg-
um og gengið yfir hálsinn. Gist í
Skagfjörðsskála og það á við um
Þórsmerkurfara líka. Brottför í
þessar ferðir er kl. 20 á föstudags-
kvöld.
Dagsferðir eru; sunnud.4.júní kl.
13 Gamla Krýsuvík. og mánudag
S.júní kl.13 Arnarfell-Þingvellir.
Loks má nefna að miðvikud. 7.júní
kl. 20 verður skógræktarferð i
Heiðmörk.
Hafnar-
ganga
í kvöld
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
rifjar í kvöld upp jarðsögu hafn-
arsvæðisins og verður þetta
kynnt í stuttu spjalli og í göngu-
ferð og sjóferð sem hópurinn
stendur fyrir í kvöld. Mæting
er við Hafnarhúsið að vestan
kl. 20.
Þaðan er farið um Miðbakka
og Ámi Hjartarson mun fræða
menn. Um kl. 20.30 er val um
að ganga eða sigla inn í Sunda-
höfn. Ókeypis er í gönguferðirn-
ar en 500 kr. kynningarverð í
sjóferðina. Allir eru velkomnir.
)
)
)
I
I
)
I
I
I
I
I