Morgunblaðið - 31.05.1995, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 27
ingaráhugi Húsvíkinga er rómaður.
Dóra sat ekki mörg ár á skólabekk
umfram skyldunám, en fékk í
föðruhúsum þann áhuga á listum
er hélst ævilangt. Dóra hafði bjarta
og tæra söngrödd líkt og bræður
hennar og kunni mikinn'fjölda laga,
þar á meðal nokkrar perlur sem
eru orðnar hluti af sjálfum mér.
Þá sótti hún leikhús alla tíð með
Þórði af miklum áhuga og las mik-
ið.
Það var gott að koma til Dóru
og Þórðar. Andrúmsloftið var nota-
legt og móttökurnar ávallt hlýjar,
og voru vinir mínir ekki síður vel-
komnir þar en ég. Þórður og Dóra
voru meðal frumbyggjanna á Flöt-
unum í Garðabæ. Þar naut smekk-
vísi Dóru sín út í æsar. Ég mynn-
ist þess er erlenda gesti bar að
garði fór pabbi ævinlega með þá í
ökuferð um Reykjavík og ná-
grenni. Endaði ferðin oftar en ekki
á Stekkjarflötinni án þess að gerð
væru boð á undan sér. Það var
stoltur tengdafaðir sem sýndi gest-
unum þetta fallega heimili.
Dóra var snögg í hreyfingum og
rösk til verka. Hún hafði ríka
kímnigáfu og átti iðulega til smell-
in tilsvör. Hún var lagleg og glæsi-
leg, lágvaxin en samt stór. Hún
var stór í reisn sinni. Fráfall henn-
ar er sviplegt og sárt. En minning-
in um tígulega, kjarkmikla og góða
konu lifir.
Ragnar Einarsson.
Börn finna hvar þau eru velkom-
in og hvar ekki. Hjá Dóru voru þau
alltaf sérstaklega velkomin. Það
var ekki bara súkkulaðikakan,
notalegar stundir með allri fjöl-
skyidunni á sunnudagsmorgnum
og bíltúrar til ömmu og afa sem
þarna skiptu sköpum. Það var
umhyggja Dóru og sá eiginleiki
hennar að láta alltaf sem við vin-
konur Jakobínu værum hluti af fjöl-
skyldunni. Frá sex ára aldri fengum
við að vera með í einu og öllu á
sama hátt og börnin hennar Qögur
og fannst okkur það heiður að hún
skyldi hafa skoðun á tilveru okkar
og framkomu.
En þessi umhyggja var ekki bara
bundin við litlar skottur í teygju-
tvisti. Heimili Dóru og Þórðar stóð
okkur alltaf opið. Eftirminnilegar
eru stundirnar frá unglingsárunum
þegar vinahópur Jakobínu sat í
stofunni, spjallaði um heima og
geima og spilaði plötur Bjama og
Asgeirs fram eftir nóttu - oftar
en ekki með húsráðendum.
Þegar farið var í Kerlingarfjöll
á sumrin eða Skálafell að vetrar-
lagi nutum við góðs af því er fjöl-
skyldubíllinn var troðfylltur svo að
allir fengju sinn .skerf af útiveru
og hollustu. Þá hvatti Dóra okkur
óspart til að nýta tímann vel ... við
áttum ekki að hangsa og kjafta í
brekkunum. Kaffitímamir voru til
þess.
Og þegar kom að skólaútskrift-
um og síðar brúðkaupum voru
Dóra og Þórður ómissandi. Þau
töldu ekki eftir sér að skella sér
landshlutanna á milli til að fylgja
vinkonu í hnapphelduna, eftir að
vera búin að kanna ráðahaginn
gaumgæfilega áður.
Fjölskyldan stækkaði og barna-
börnin fóru ekki varhluta af um-
hyggjunni. Samband Dóru við þau
var einstakt. Það var ekkert verið
að fjölyrða um hlutina, þau voru
einfaldlega sótt til að fara í sund
eða á skíði. Svo voru þau líka stund-
um sótt bara til að komast í nota-
lega andrúmsloftið hjá ömmu og
afa, borða góðan mat, kúra og
hvíla sig. Þessar stundir eru fjár-
sjóður sem þau munu búa að alla
tíð.
Minningabrotin streyma fram
við andlát Dóru. Við vinkonurnar
viljum þakka fyrir allt. Það voru
forréttindi að njóta leiðsagnar
hennar og hvatningar. Elsku Þórð-
ur, Jakobína, Ásgeir, Bjarni, Ás-
mundur og íjölskyldur. Hugur okk-
ar og fjölskyldna okkar er hjá ykk-
ur á þessum erfiðu tímum. Guð
veri með ykkur.
Fyrir hönd starfsmanna í Garða-
skóla langar okkur að senda Dóru
dálítla kveðju, nú þegar leiðir skilja.
Dóra starfaði sem gangavörður
í Garðaskóla um árabil. Starfsheitið
gangavörður er ef til vill ekki sér-
lega tilkomumikið en veruleikinn á
bak við starfsheitið er þeim mun
foiyitnilegri.
í stórum skóla þar sem margir
ærslafullir og glaðbeittir unglingar
eru saman komnir er þörf á góðum
húsaga. Þar kemur harður járnagi
og einstrengingsháttur þó að litlu
haldi en þeim mun betur gefst að
sýna hlýlegt aðhald, lempni og
skilning. í stórum hópi unglinga
verða oft margvíslegir árekstrar,
tilfinningarnar eru í uppnámi og
erfitt að ná áttum í umróti þessa
mikla breytingaskeiðs. Þá er gott
að geta leitað til einhvers sem kann
að hlusta og hughreysta.
Á þessum starfsvettvangi nutu
mannkostir Dóru sín ákaflega vel.
Hún kenndi nemendunum að bera
virðingu fyrir öðrum og gæta þann-
ig sjálfsvirðingar. Hún sýndi þeim
fram á nauðsyn þess að umgangast
vinnustað sinn, skólann, þannig að
það bæri þeim gott vitni. Oft þurfti
Dóra líka að hugga og hughreysta
nemendur sem orðið höfðu fyrir
mótlæti eða áttu í einhveijum
vanda. Öll þessi vandasömu störf
fórust henni vel úr hendi vegna
þess að hún var þeirrar gerðar.
Eflaust hefur það oft gert Dóru
auðveldará um vik að hún hafði
búið hér í Garðabæ í tugi ára og
þekkti því foreldra og jafnvel afa
og ömmu þeirra nemenda sem hér
eru við nám. Sjálf átti hún mörg,
mannvænleg börn og barnabörn,
þannig að starf hennar snerist
lengstum um börn og unglinga,
heima og í skólanum.
Eflaust læra unglingarnir margt
nytsamlegt í skólabókunum en hitt
er þó engum vafa undirorpið að
þeir sem eiga traust og skilning
nemendanna kenna með viðmóti
sínu og verkum sumt það sem aldr-
ei verður sett í bók en kemur mönn-
um samt að mestu haldi í lífinu.
Þannig miðlaði Dóra miklu til þeirra
mörgu nemenda sem hér hafa átt
lengri eða skemmri dvöl í liðnum
árum.
Dóra, þessi brosmildá og hrausta
kona, sem ævinlega bar með sér
andblæ gleði og atorku, féll frá
fyrr en okkur uggði. Við sem bárum
gæfu til að kynnast henni þökkum
samfylgdina á þessari kveðjustund.
Aðstandendum hennar, eiginmanni,
bömum og öðru venslaliði sendum
við dýpstu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsmanna í Garða-
skóla,
Ársæll Friðriksson,
Gunnlaugur Sigurðsson.
Við vinamissi leita minningarnar
á hugann, svo ótal margt rifjast
upp frá liðnum stundum. Dóra, vin-
kona mín, sem lést langt um aldur
fram, var nágranni minn á
Stekkjarflötinni í Garðabæ um þtjá-
tíu ára skeið. íbúar Stekkjarflatar
voru nokkurs_ konar frumbyggjar
þesf> hverfis. Á fyrstu árunum var
engin verslun þar, en bíll frá Kaup-
félagi Hafnarfjarðar kom einu sinni
á dag í götuna. Þá hittumst við
konurnar í götunni og þar hófust
líka kynni sem með tímanum urðu
að traustri vináttu.
Dóra var mikill skíðaunnandi,
eins og öll fjölsklda hennar. Við
hjónin áttum margar ánægjustund-
ir með þeim í Austurríki, á Akur-
eyri og í Skálafelli ásamt fjölmörg-
um vinum okkar í Garðabæ.
Fyrir nokkrum árum bytjuðum
við þijár vinkonur á Stekkjarflöt-
inni, Dóra, Þórdís og undirrituð að
synda daglega í sundlauginni hér í
Garðabæ. Núna erum við tuttugu
og fímm vinkonur sem synt höfum
daglega um árabíl. En nú er skarð
fyrir skildi, Dóra er horfin úr hópn-
um og söknum við hennar sárt. En
sárastur er söknuður Þórðar og
barna þeirra og votta ég þeim mína
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Dóru Sigur-
jónsdóttur.
Berta Eiðsdóttir.
Nú er komið að skilnaðarstund.
Skilnaðarstund sem kom of fljótt.
Elsku Dóra, þín er sárt saknað
í hópi okkar gangavarða Garða-
skóla. í okkar hóp hefur verið högg-
ið stórt skarð. Minningamar hrann-
ast upp, hvort heldur það eru
spaugilegu atriðin sem við upplifð-
um saman hér í skólanum eða þau
málefni sem þurftu góðrar úrlausn-
ar við. Samverustundirnar sem við
áttum utan vinnutíma eru ekki síð-
ur eftirminnilegar.
Góð er í minningunni stundin
sem við áttum þegar þú bauðst
okkur öllum heim á þitt fallega
heimili á Stekkjarflöt. Sárt er til
þess að hugsa að aldrei framar
mætir þú brosandi og hress til
vinnu nýkomin úr sundi svo glæsi-
leg og fín. En glæsileiki og sam-
viskusemi var þitt aðalsmerki. Ós-
érhlífni,' vönduð vinnubrögð og
heiðarleiki voru nokkrir af góðum
kostum þínum sem við nutum í svo
ríkum mæli. Oft eigum við eftir að
minnast þín og vitna í þig ekki síst
þegar vanda skal til verka.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Þórður, Ásgeir, Bjarni,
Jakobína, Ásundur og aðstandend-
ur, ykkur vottum við okkar dýpstu
samúð. Hafi Dóra hjartans þökk
fyrir allt. Guð geymi hana.
Gangaverðir Garðaskóla.
Það er ekki auðvelt að sætta sig
við fráfall Dóru. Hún var einhvern
veginn ímynd heilbrigðis, skíða-
maður mikill, göngugarpur og úti-
vistarkona, þróttmikil og hraust-
leg. Veikindi eða heilsuleysi höfðu
aldrei hijáð hana og þess vegna
var áfallið enn meira þegar hún
greindist með alvarlegan sjúkdóm
nú á vordögum.
Dóra var sannur Þingeyingur,
stolt af uppruna sínum. Hún var
hreinskiptin og traust og oft gust-
aði af þessari fínlegu konu.
Allt sem Dóra tók sér fyrir hend-
ur lauk hún með sóma. Hún var
afburða húsmóðir og bar heimili
þeirra Þórðar þess fagurt vitni.
Ég minnist þess að mamma tók
alltaf til hendinni heima hjá okkur
þegar hún kom frá Dóru mágkonu
sinni þó að við hin í fjölskyldunni
sæjum ekki nokkra ástæðu til til-
tektar. Mamma og Dóra voru góð-
ar vinkonur og ekki var haldið boð
hjá foreldrum mínum án þess að
Dóra aðstoðaði við undirbúning
enda hamhleypa til verka. Þegar
hún hafði lagt blessun sína á verk-
ið var óhætt að bjóða gestum S
bæinn. Það var gaman að fylgjast
með Dóru vinna og mátti margt
læra af kunnáttu hennar og verk-
lagni sem einkenndist af hrað-
virkni en samt ótrúlegri vand-
virkni.
Hún var frábær matmóðir og
munaði lítið um að fæða fimm
manna fjölskyldu af Ægissíðunni
með engum fyrirvara. Fjölskylda
mín og fjölskylda Þórðar og Dóru
umgengust mikið hér á árum áður
og tengdumst við systkinabörnin
sterkum vináttuböndum sem vara
enn. Þær eru margar gleðistund-
irnar sem við áttum saman og í
" minningunni sé ég Dóru fyrir mér
geislandi af gleði sem smitaði alla
viðstadda, jafnt börn sem full-
orðna. Þannig man ég Dóru. Þórð-
ur og Dóra voru samhent hjón og
það verður ekki auðvelt fyrir
frænda minn að takast á við lifið
án hennar en minningin um góða
konu lifir.
ANNA EINARSON
+ Anna Einarson
fæddist í
Reykjavík 28. októ-
ber 1917. Hún lést
á heimili sínu hinn
21. maí 1995. For-
eldrar hennar voru
Egill Guttormsson,
stórkaupmaður í
Reykjavík og kona
hans Ingibjörg Sig-
urðardóttir. Systk-
ini hennar voru
Sigurður Helgi Eg-
ilsson, stórkaup-
maður og Elín Eg-
ilsdóttir, stórkaup-
maður er lést fyrir tæpum
tveimur árum. Ánna giftist
Birgi Einarson, fyrrum apó-
tekara í Vesturbæjarapóteki,
þann 28. júlí 1939, en hann
lést þann 30. nóvember síðast-
liðinn. Börn þeirra eru 1)
Magnús B. Einarson, f. 29. júní
1943, læknir á Reykjalundi,
kvæntur Dóru Þórhallsdóttur,
hjúkrunarfræðingi. 2) Unnur
Einarson Kawadry, f. 7. janúar
1947, apótekari í Frakklandi,
gift Eric Kawadry, kjarneðlis-
fræðingi. 3) Ingibjörg Ásta
Hafstein, f. 19. apríl 1953,
píanókennari, gift Pétri Kr.
Hafstein, hæstaréttardómara.
Barnabörn Birgis og Onnu eru
10 talsins.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
LÁTIN er í Reykjavík, Anna Einar-
son, föðursystir mín, eftir stutta
en snarpa sjúkdómsbaráttu. Heim
þennan kvaddi hún með þeirri reisn
sem einkenndi allt hennar líf.
Anna frænka mín var gift Birgi
Einarson, fyrrum apótekara í Vest-
urbæjarapóteki, sem lést 30. nóv-
ember sl. tæplega áttræður að
aldri. Ekki get ég sagt að það
hafi komið mér á óvart að svo stutt
yrði á milli þeirra sem
raun ber vitni. Þau
voru í raun óaðskiljan-
leg og ákaflega elsk
hvort að öðru.
Anna valdi sér það
hlutskipti í lífinu að
sinna húsmóðurstörf-
um, ala upp börn sín
og vaka yfir velferð
fjölskyldu sinnar allr-
ar. Állt þetta gerði
hún ákaflega veL
Segja má að hún hafi
verið einskonar leið-
togi stórfjölskyldunn-
ar, því að fátt mann-~
legt var henni óviðkomandi í vel-
ferðarmálum okkar allra.
Mikill menningarbragur var yfír
fallegu heimili þeirra Önnu og
Birgis. Þau hjónin voru alla tíð
unnendur fagurra lista, ekki síst
klassískrar tónlistar. Eitt síðasta
verk Önnu var að stofna minn-
ingarsjóð um eiginmann sinn, í því
skyni að styrkja píanóleikara til
framhaldsnáms.
Anna og Birgir lögðu mikla
áherslu á menntun og gildi henn-
ar, bæði við uppeldi barna sinna
og endranær. Éitt aðal áhugamál
Önnu var franska og franskar bók-
menntir og lagði hún mikla rækt'
við frönskunám fram á síðasta
dag. Frá 1970 var hún í frönskum
leshring ásamt nokkrum vinkonum
sem höfðu sama áhugamál. Þetta
veit ég að var henni mikil lífsfyll-
ing.
Eftir á að hyggja tel ég að Anna
frænka mín hafí verið mér um
margt fyrirmynd í lífinu. Sem barn
og unglingur sóttist ég mjög eftir
samneyti við hana og fjölskyldu
hennar og það samá á við um syst-
kini mín.
Ég og fjölskylda mín öll kveðjum
Önnu frænku með söknuði og virð-
ingu og þökkum henni samfylgdina
í lífinu. Blessuð sé minning hennar.
Sigrún I. Sigurðardóttir.
OSKAR
KJARTANSSON
+ Óskar Kjartans-
son bókbindari
var fæddur í Vest-
mannaeyjum 4.
febrúar 1925. Hann
lést í Landsspíta-
lanum í Reylyavík
23. maí sl. Foreldr-
ar Óskars voru Sig-
ríður Valtýsdóttir
og Kjartan Árna-
son. Systir hans var
Elín Kjartansdótt-
ir, en hún lést ung
að árum. Óskar
fluttist til Reykja-
víkur liðlega tví-
tugur og bjó þar til dauðadags.
Hann var ókvæntur og barn-
laus. Óskar verður jarðsunginn
frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum í dag, miðvikudag, og
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga.
Að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal)
ÞESSI orð skáldsins komu upp í
huga minn þegar mér var tilkynnt
andlát Óskars frænda míns. Hann
hefur kvatt þetta jarðlíf en eftir
lifir minningin, svipmyndir liðinna
daga i Vestmannaeyjum og síðar i
Reykjavík.^ Við vorum systkina-
börn, við Óskar. Hann var fæddur
í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans
voru Sigríður Valtýsdóttir frá Ön-
undarhorni undir Eyjafjöllum og
Kjartan Árnason. Eina systur átti
Óskar, Elínu, sem var ári yngri en
hann og voru þau mjög samrýnd.
Kjartan faðir þeirra
lést frá þeim ungum
og ólust upp systkinin. _
upp saman hjá móður
sinni. Einnig var Ósk-
ar mikið hjá föð-
urömmu sinni, Elínu í
Brekkuhúsi, en hann
var mjög hændur að
henni.
Þegar Elín systir
hans var aðeins 16 ára
gömul veiktist hún al-
varlega af heilahimnu-
bólgu og lést skömmu
síðar. Mikil og sár lífs-
reynsla var það fyrir
Óskar svo ungan að sjá á eftir
systur sinni. Eftir það bjuggu þau
saman mæðginin þar til Óskar
fluttist til Reykjavíkur, þá rúmlega- -
tvítugur. Hann lærði bókband og
vann við þá iðn í allmörg ár. Óskar
var mikill bókaunnandi. Síðar starf-
aði hann sem húsvörður hjá
Reykjavíkurborg og víðar.
Óskar var glæsilegur maður, stór
og mikill á velli, en fáskiptinn.
Hann var ókvæntur og barnlaus,
en barngóður og lét sér annt um
unga frændur sína og frænkur og
gladdist innilega þegar vel gekk
hjá þeim. Sendi hann þá gjarnan
gjafir og góðar óskir þeim til handa.
Óskar kvaddi heimili sitt 22. maí . -
sl. Leiðin lá upp á Landspítala þar
sem hann átti að gangast undir
erfíða skurðaðgerð á mjöðm að
morgni 23. maí. Áður en til þeirrar
aðgerðar kom var hann allur.
Með virðingu og þakklæti frá
mér og minni fjölskyldu kveð ég
kæran frænda og vin.
Svava Jónsdóttir.