Morgunblaðið - 31.05.1995, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
^in -
PSSST! VtLTÚ, ,
SKBMMTA pBZ.
SVOLiTtp?
1--------------------
jr 01995Tribur>eMediaSefvteet, Inc.
J'H Al Right» Reserved.__________
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
'THE VETERINARIAN 5AV5
IT'5 TIME FOR YOUR
ANNUAL CHECKUP..
Dýralæknirinn segir að
það sé tími til kominn að
þú farir í hina árlegxi
skoðun...
Hann segir Nú sérðu hann, nú
að við ... sérðu hann ekki ...
BREF
UL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Simi 569 1100 • Símbréf 5691329
Lúpínan - mjöl-
skemma Islands?
Frá Reyni Eyjólfssyni:
LÚPÍNAN (úlfabaunin) er nýlegur
þegn í gróðurríki landsins. Hún var
flutt hingað fyrir um sextíu árum
og hefur verið sáð víða til sandbind-
ingar og jarðvegsbóta. Mikið er t.d.
af henni í Heiðmörk ofan höfuð-
borgarsvæðisins, en hún er annars
víða um land og dafnar vel, jafnvel
of vel segja sumir. Að
mínu mati er lúpínan
stór, falleg, dugleg og
harðgerð planta, sem
er til mikillar prýði í
íslenskri náttúru. Megi
hún eiga eftir að
græða upp sem flesta
eyði- og uppblásturs-
mela!
Lúpínan gerir litlar
kröfur til veðráttu og
jarðvegs. Hún þolir allt
að 15 stiga frost án
þess að falla og þrífst
við mjög erfíð loftlags-
skilyrði eins og á Is-
landi, í Alaska og í
Patagóníu við suður-
odda Suður- Ameríku.
Lúpínan sem hér vex
er raunar Alaska-
GREINARHOFUND-
UR telur að hægt sé
að nýta lúpínu til mat-
vælaframleiðslu.
lúpína (Lupinus nookatensis) en alls
þekkjast um 150 tegundir. Hún er
af belgjurtaætt (Leguminosae) eins
og t.d. baunir, kjúklingabaunir og
flatbaunir.
Lúpínan vinnur köfnunarefni úr
andrúmsloftinu sér til viðurværis
og nær í fosfórsambönd og önnur
steinefni úr jarðveginum fyrir at-
beina sítrónusýru, sem rætumar
gefa frá sér. Þessir eiginleikar valda
því að hún er þurftalítil um jarð-
veg. Hún ver sig líka vel gegn örver-
um, grasætum og öðrum plöntum
þar sem hún inniheldur eitraða alk-
alóíða (plöntubasa, lýtinga). Aikaló-
íðamir hindra spímn grasfræs og
annars illgresis sem vex nærri lúp-
ínunum og þeir em líka vöm gegn
ágangi snigla og ýmissa skordýra.
Sum dýr (t.d. svín) hafa lært að
láta lúpínuna í friði, enda er hún
beisk á bragðið vegna alkalóíðanna.
Lúpínu-alkalóíðarnir tilheyra
flokki kínólízidínalkalóíða en helstir
þeirra em spartein, lúpanín,
hýdroxýlúpanín, anangýrín, sýtísín,
múltíflórín, matrín og angústífólín.
Þeir valda eituráhrifum í hryggdýr-
um með áhrifum á asetýlkólin-við-
taka (receptor) og á samtengingu
próteina (eggjahvítuefna). Séu þeir
gefnir kvendýrum með fóstri valda
þeir stökkbreytingum og fóstur-
skemmtum. Alkalóíðarnir em lítt
notaðir til nútímalækninga; þó er
sparteíni svolítið beitt gegn hjart-
sláttartmflunum (arytmíum).
Lúpínuplantan býr til heilmikið
af fræjum, sem em í fræbelgjum
þar til þau em fullþroskuð. Fræin
(úlfabaunirnar) innihalda fræskum,
olíu og mjöl. Lúpínumjölið er mjög
próteinauðugt; inniheldur tvöfalt
meira en baunir, kjúklingabaunir
og flatbaunir. Það er þó ekki galla-
laust frekar en annað belgjurtapró-
tein vegna þess að lítið er í því af
hinum svonefndu brennisteins-
amínósýrum (sýstíni og metíóníni).
Úr þessu er þó auðvelt að bæta,
annaðhvort með því að blanda korn-
mjöli eða fyrmefndum amínósýmm
í lúpínumjölið.
Olían inniheldur mikið af ómett-
uðum fítusýmm líkt og sojaolía og
hefur því álíka næringar- og holl-
ustugildi en magn hennar i fræjun-
um er ekki mjög mikið. Fræskurnin
geymir mikið af trefja-
efnum en hollusta
þeirra er ótvíræð.
Lúpínur hafa verið
ræktaðar í Nýja heim-
inum í sex þúsund ár
og í Gamla heiminum
í þrjú þúsund ár.
Egyptar, Rómveijar og
Grikkir ræktuðu hvíta
lúpínu (Lupinus albus)
vegna fræjanna og sem
jarðvegsbætandi jurt.
Menningarþjóðir An-
desfjallanna í Suður-
Ameríku ræktuðu Lup-
inus mutabilis í miklum
mæli og steiktu eða
suðu fræin til þess að
gera þau æt. Hvít lú-
pína var flutt til Þýska-
lands á 18. öld og var
fyrst aðallega notuð til jarðabóta á
söndunum við Eystrasalt. í fyrri
heimsstyrjöldinni tókst þýskum vís-
indamönnum að búa til alkalóíða-
laus afbrigði af hvítum lúpínum og
voru þau síðan notuð til manneldis.
Rannsóknir síðustu áratuga hafa
einkum beinst að því að framþróa
afbrigði, sem ekki innihalda alkaló-
íða í fræjunum (sweet lupins; mild-
ar lúpínur) en hins vegar vilja menn
gjaman halda þeim í öðrum hlutum
plantanna til þess að þær geti áfram
varið sig sjálfar fyrir óvinum og
keppinautum. Þessi markmið hafa
tekist og eru Þjóðveijar og Síle-
menn þar fremstir í flokki. Lúpínu-
afurðir eru nú framleiddar með iðn-
aðaraðferðum.
Náttúra íslands er einstök á
jarðarkringlunni en landið er harð-
býlt. Kornrækt hefur verið reynd
hér í langan tíma en árangurinn
er takmarkaður þótt vissulega hafi
talsvert áunnist. Hér er alls ekki
verið að kasta rýrð á þessa við-
leitni, síður en svo. Alla kosti lands-
ins ber að skoða og kanna gaum-
gæfilega. Mögulega nýtingu lúpín-
unnar til matvælaframleiðslu
(mjöl, olía og trefjar) ber því að
taka til alvarlegrar athugunar.
Ræktun hennar verður að teljast
mjög vistvæn þar sem ekki þarf
að nota plágueyða (pesticides) og
áburð nema í litlum mæli þar sem
plantan er svo sjálfbjarga í þeim
efnum. Þá skal á það minnt að is-
lenskur landbúnaður á í vök að
veijast og ekki veitir af að hafa
vakandi auga fyrir nýjum atvinnu-
skapandi tækifærum.
Hafa ber hugfast, að það sem
hér hefur verið gert að umtalsefni
er alls ekki neitt akademískt fræði-
legt hjal eða sérviskuraus heldur
staðreyndir sem þegar hefur verið
hrundið í framkvæmd erlendis.
REYNIR EYJÓLFSSON,
lyfjafræðingur.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.