Morgunblaðið - 31.05.1995, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
/ Sí SBMDEK
Alinnréttingar
Hönnum og smíðum eftir
þínum hugmyndum
t.d. skápa, afgreiðsluborð,
skilti, auglýsingastanda,
sýningarklefa o.mfl.
öKjt&DSH *
Faxafeni 12. Sími 38 000
SLATTUORF
... sem^lá í gegn!
ÞOR HF
Reykjavík - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 - Simi 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - Sími 96-11070
14 k gull Verðkr. 3.400
Stúdentastjarnan
hálsmen eða prjónn
jön Sipunisson
Skarlgripdverzlun
Laugavegi 5 - sími 551 3383
FYRIR BÖRNIN OKKAR
SANDKASSAR. Einfaldar, gððar og ódýrar lausnir fyrir, Baþiaheiiniú,
fjoibýhshus og i garðmn þmn Verð frá kr. 9 800 - -
Einnig rólur, rennibrautir, kastalar, leikrammar og míkið fleira!
í**NA®Pam
letktækjasmíðastofa ;
Skemmuvegi 16 (bleik gata) • 200 Kópavogur • Sími 587 0 441
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
hentir í félagsstarfi
aldraðra í Gerðubergi
og einnig er hægt að
fá upplýsingar í síma
5579020.
Barnakerra
tapaðist
Óþrif af illgresi
Góði Velvakandi
VILTU benda garðeig-
endum á hve mikil óprýði
er af illgresinu og öðrum
gróðri sem vex upp með
garðveggnum götumegin.
Allskyns gróður þrífst þar
vel í skjólinu og í þessum
illgresisgróðri festist allt
mögulegt drasl. Það er
ósköp einfalt að ná þessu
í burtu með sköfu. Síðast
en ekki síst veldur þessi
gróður smátt og smátt
skemmdum á steypunni í
veggnum. Upplagt væri að
verkstjórar sem fara nú
senn að láta snyrta hina
ýmsu garða í borginni
kenndu unglingunum að
hreinsa meðfram garð-
veggnum götumegin.
Garðeigandi
Heiðarleg
hjólreiðakona
Þú, sem hjólaðir á bílinn
minn (rauðan Toyota) á
mótum Skipholts og Rauð-
arárstígs föstudaginn 26.
maí sl. um kl. 17.30, vild-
irðu gjöra svo vel að hafa
samband við mig í síma
5513726.
Tapað/fundið
Frakki tapaðist
Svartur frakki var tekinn
í misgripum á stúdentaaf-
mæli MS sem haldið var í
Valhöll á Þingvöllum laug-
ardaginn 27. maí sl. í
frakkanum var lyklakippa
sem er eigandanum dýr-
mæt. Þeir sem kannast við
málið vinsamlega hringið í
síma 5682265.
Hjólreiðahjálmur
tapaðist
Ljósgrænn Hardtop barna-
hjólreiðahjálmur tapaðist
seinni part sl. laugardags
frá Fífuborg í Grafarvogi
og er hans sárt saknað.
Finnandi vinsamlegast
hafíð samband í síma
5676252
Lyklar fundust
Lyklar fundust á lóð við
Grýtubakka fyrir síðustu
helgi. Lyklamir fást af-
Blá og hvít barnakerra tap-
aðist við Stekkjarbakka í
Breiðholti. Hennar er sárt
saknað. Finnandi vinsam-
legast skili sem fyrst, fund-
arlaun. Upplýsingar í síma
5678323.
Giftingarhringur
fannst
Giftingarhringur með
áletrun fannst í Kolaport-
inu 20. maí sl. Upplýsingar
í síma 5671168.
Gæludýr
Kettlingar fást
gefins
Tveir gullfallegir bröndóttir
fresskettlingar, 2ja mánaða
gamlir, fást gefíns. Upplýs-
ingar í síma 5884843.
Köttur tapaðist
Skrítin, loðin, brún kisa
hvarf frá heimili sínu að
Njálsgötu 30 á fímmtu-
dagskvöld. Finnandi, viltu
vinsamlegast koma henni
heim til sín eða hringja í
síma 5514855.
Kettlingar fást
gefins
3ja mánaða svartir og hvít-
ir, kassavanir kettlingar
fást gefnir á góð heimili.
Upplýsingar í síma
5537151
Kettlingur
fannst
Lítill, gulbröndóttur fress-
kettlingur fannst neðst á
Langholtsveginum. Upp-
lýsingar í síma 5531393.
SKAK
Um.sjön Margelr
Pétursson
HVÍTUR á leik.
Staðan kom upp á stór-
móti í Madrid í maímán-
uði. Gamla brýnið Viktor
Kortsnoj (2.635) hafði
hvítt og átti leik, en Eng-
lendingurinn Nigel Short
(2.640) stýrði svörtu
mönnunum.
27. Hxb6! - Rxb6 28.
Bxf6 (Hvítur hefur tvö peð
fyrir skiptamun og dá-
góð sóknarfæri. Nú
hefði Short átt að
reyna að blíðka goðin
með 28. - Hxe4, en
leikur í staðinn af sér:)
28. - Kf7? 29. Dh4!
- h6 30. f5 (Önnur
vinningsleið var 30.
Dxh6! - Kxf6 31. Rf5!
30. - Hg8 31. Bd8 -
Ddl+ 32. Kh2 - g5
33. Dxh6 - Hxd8 34.
f6 - Hg8 35. Dh7+ -
Kxf6 36. Dxg8 og Short
gafst upp. Það er erfítt að
gagnrýna leik sem knýr
andstæðinginn til uppgjaf-
ar, en 36. e5+! var mát í
næsta leik.
Með morgunkaffinu
að leggja hann
varlega niður.
TMRag U S. Pw. Of». — al righu rMwvad
(c) 1996 Los Angelee Timos Syndicalo
Ást er...
ÞETTA er mjög gott
skallalyf. Ég notaði
það sjálfur í mörg ár.
VERSLUNARLÁNASJÓÐUR
FJÁRFESTINGARLÁN
-afl til athafna!
Verslunarlánasjóöur
(þ.m.t. fyrrum Vebdeild íslandsbanka)
hefur flutt á Kirkjusand
ÍSLANDSBANKl
- í takt v/ð nýja tíma
Víkveiji skrífar...
AÐ UNDANFÖRNU hefur viðr-
að sérdeilis vel fyrir íbúa Suð-
vestur-hornsins til útivistar. Vík-
veiji og kunningjar hans hafa ós-
part nýtt sér veðurblíðuna til sund-
ferða, hjólreiðartúra og göngu-
ferða. A uppstigningardag í síð-
ustu viku var veður ómótstæðilega
yndislegt og því Iagði Víkveiji við
þriðja mann í umtalsverðan hjól-
reiðartúr um höfuðborgarsvæðið.
Áð var í Vesturbæjarsundlauginni
um miðjan dag, þar sem margt var
um manninn. Raunar svo margt,
að heita mátti að uppselt væri í
heitu pottana! En þegar líða tók á
daginn og til stóð að hjóla aftur
heim á leið, eina 11 kílómetra og
marga þeirra upp í móti, kom á
daginn að þrek 2/3 ferðalanganna
var ekki meira en svo, að þá óaði
við áframhaldandi hjólreiðum og
þá voru góð ráð dýr.
xxx
OG ÞO, ekki svo dýr, því vagn-
stjórinn hjá SVR aumkaði sig
yfir uppgefna hjólreiðarmenn og
ieyfði þeim góðfúslega að kippa
fararskjótunum inn um afturdyr
vagnsins og fá þannig flutning til
síns heima. Auðvitað er ekki hægt
að sýna svona lipurð dag hvern,
þegar vagnarnir eru troðnir af fólki
á háannatíma, en Víkveija þótti
ánægjulegt að slíkur sveigjanleiki
er fyrir hendi hjá vagnstjórunum,
þegar aðstæður leyfa, þótt strangt
til tekið sé ekki leyfilegt að heim-
ila farþegum að flytja reiðskjóta
sína með vögnum SVR.
xxx
EN ÞAÐ er eins með vagnstjór-
ana og annað mannfólk, þeir
eru eins misjafnir og þeir eru
margir. í samskonar erindagjörð-
um voru örþreyttir hjólreiðargarp-
ar tveir á ferð sl. sunnudag, Vík-
veiji og ungur félagi hans og bein-
línis sprungu á limminu, á gatna-
mótum Lönguhlíðar og Miklu-
brautar, eftir að hafa lagt eitthvað
á annan tug kílómetra að baki á
hjólum sínum. Því lá beinast við
að brosa til vagnstjóra SVR og
spyrja hann, þar sem hann ók nán-
ast tómum vagni sínum í austur-
átt, hvort ekki væri nú hægt að
skjótast með reiðskjótana inn um
afturdyr vagnsins. Manninum
stökk ekki bros, og sagði út um
herptar varir: „Nei, slíkt er strang-
lega bannað,“ og lokaði við svo
búið dyrunum og ók á braut. Svo
stranglega bannað getur það nú
varla verið, fyrst það var minna
en ekkert mál að fá að notfæra
sér þjónustu SVR með þessum
hætti þremur sólarhringum fyrr.
Víkveija varð á að hugsa, er hann
var aftur kominn af stað á hjóli
sínu: „Skyldi maður mega fara inn
í vagna SVR með barn í kerru eða
bamavagni?!
xxx
ÉR VERÐUR víst að fljóta
með niðurstaðan af þessu
hjólreiðarævintýri, sem var á þann
veg, að þegar hjólreiðargarparnir
voru loks komnir heim, ótrúlega
löngu síðar, þá voru þeir heldur
stoltir af kílómetrafjöldanum og
brekkunum sem þeir höfðu lagt
að baki sér, og hugsuðu nánast
hlýlega til vagnstjórans grimma,
sem hafði orðið til þess að þeir
áttu engan annan kost en bíta á
jaxlinn og hjóla alla leið heim.