Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ1995 27
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MARKMIÐI
RÍKISFJÁRMÁLUM
RÍKISSTJÓRNIN hefur mótað þá stefnu í ríkisfjár-
málum, að ríkissjóður verði hallalaus á árinu
1997, en með lítilsháttar tekjuafgangi árin 1998 og
1999. Verulegur halli verður á ríkissjóði i ár, eða
7,5 milljarðar samkvæmt áætlun, en 4 milljarða halli
á næsta ári. Það verður að teljast eðlilegt, að nokk-
urn tíma taki að eyða ríkissjóðshallanum, jafnmikill
og hann hefur verið um árabil. Óraunhæfar yfirlýs-
ingar ráðamanna þar um hafa aðeins valdið vonbrigð-
um skattgreiðenda og viðskiptalífs.
Þrennt er það, sem ríkisstjórnin og stuðningsflokk-
ar hennar þurfa að hafa í huga við umbætur í ríkis-
fjármálunum, að nota aukin efnahagsumsvif til að
eyða ríkissjóðshallanum, niðurskurð á útgjöldum og
ráðstafanir til að draga úr sjálfvirkri (kerfislægri)
útgjaldaaukningu. 0g síðast en ekki sízt á það að
vera eitt meginmarkmiðið að lækka beina skatta.
Tekjur ríkissjóðs héldu áfram að aukast fyrstu
mánuði þessa árs, eða um tvo milljarða á fyrsta árs-
fjórðungi. Það stafar af vaxandi efnahagsumsvifum,
sem hófust síðari hluta liðins árs. Við afgreiðslu gild-
andi fjárlaga í desember sl. ákvað þáverandi stjórnar-
meirihluti að slaka á klónni og nýta tekjuaukann að
miklu leyti til útgjaldahækkana, enda kosningar þá
í nánd. Það er gömul saga. í upphafi kjörtímabils
eru minni líkur á útgjaldasprengingu, en samt skal
undirstrika nauðsyn þess, að stjórnarflokkarnir noti
ekki efnahagsbatann til gæluverkefna heldur til að
ná ^yfirlýstum markmiðum i ríkisfjármálum.
Óhjákvæmilegt er draga úr ríkisumsvifum, sem
vaxið hafa síðustu árin, þrátt fyrir aðgerðir síðustu
ríkisstjórnar til að vinna gegn því. Mikill darraðar-
dans varð í þingsölum og í þjóðfélaginu vegna að-
gerða þeirrar ríkisstjórnar til að koma böndum á sjálf-
virka útgjaldaaukningu í ríkiskerfinu, ekki sízt á
sviði heilbrigðis- og menntamála. Þeir málaflokkar,
svo og tryggingabætur, gleypa langstærsta hluta rík-
isútgjaldanna. Tilraunir til að minnka ríkisútgjöld eru
því andvana fæddar, ef ekki verður tekið á þessum
málaflokkum. Hins vegar kallar það á pólitískt þrek,
sem ráðherrar og stuðningslið nýrrar ríkisstjórnar
hafa vonandi til að bera. Það mun koma í ljós í fyll-
ingu tímans.
Þótt skattalækkun sé öndverð því markmiði að
eyða ríkissjóðshallanum þá þurfa ríkisstjórnarflokk-
arnir samt að taka hana með í reikningin. Skatta-
áþjánin er orðin óþolandi og leidd hafa verið að því
sterk rök, að hún sé orðin vinnuletjandi. Skattgreið-
endur létu hana yfir sig ganga til að rétta atvinnulíf-
ið við og sigrast á kreppunni. Þeir skildu rök síðustu
ríkisstjórnar fyrir flutningi skattabyrði frá atvinnu-
fyrirtækjunum yfir á einstaklinga vegna efnahags-
samdráttarins og vaxandi atvinnuleysis. Skattgreið-
endur vænta hins vegar lækkunar skatta aftur í efna-
hagsuppsveiflu.
I drögum að langtímaáætlun í ríkisfjármálum kem-
ur glögglega fram, hversu alvarlegur vandinn er sem
við er að glíma. An aðgerða mun ríkissjóðshallinn
tvöfaldast á næstu fjórum árum og skuldir ríkisins
aukast um þriðjung. Þær eru þegar alltof miklar og
vaxtagreiðslur ríkissjóðs af þeim nema nú þegar ein-
um milljarði á mánuði. Vaxtagreiðslurnar munu
hækka í 1500 milljónir á mánuði á tímabilinu verði
ekkert að gert, eða í 18 þúsund milljónir á ári. Mik-
ið mætti gera fyrir það fé.
Ríkisstjórnarinnar, og þá sérstaklega Friðriks
Sophussonar, fjármálaráðherra, bíður mikið og erfitt
hlutverk, sem getur ráðið úrslitum um efnahagslega
velferð þjóðarinnar í nánustu framtíð. Ríkisstjórnin
þarf að ganga rösklega til verks til að ná markiniðum
sínum í-ríkisfjármálum og láta ekki kveinstafi sér-
hagsmunahópa hrekja sig af réttri leið.
Verð innfluttra landbúnaðarvara skv. útreikningi Neytendasamtakanna
eða verð á hafnarbakkanum sé að ræða.
Allar tölurnar miðast við heildsöluverð, og er þá
eftir að bæta smásöluálagningu við.
Miðað er við að vörurnar séu keyptar í Danmörku,
með öllum niðurgreiðslum og útflutningsbótum
Evrópusambandsins. í dálkunum sem merktir eru
„innflutt verð án tolla“ er ráð fyrir því gert að búið
sé að bæta við innkaupsverðið flutningskostnaði
og tryggingum, þ.e. að um svokallaða cif-verð,
Svínakótilettur
Svínalæri m. beini
Svínalundir
Svínagúllas
Nautahakk
Nautagúllas
Nautafile
Nautalundir
Lambalæri
Lambahryggur
Egg
Kjúklingur
Kalkúnn
Brauðostur
Gouda ostur
Brie ostur
Smjör
Hlutfallslegur samanburður, innl. heild- söluverð = 100 InHflLitt m. Innflutt m. Innflutt lágmarks- hámarks- umfram Innflutt tolli skv. tolli skv. lágmarks- Heildsöluverð Innflutt m. lágmarks- Innflutt tolli skv. í k r ó n u m Innflutt m. Innflutt hámarks- umfram tolli skv. lágmarks-
Innlent verð án Gatt-tilboði Gatt-tilboði aðgang skv. Innlent verð án Gatt-tilboði Gatt-tilboði aðqanq skv.
verð tolla íslands Islands frumvarpi verð tolla íslands íslands frumvarpi
100 55 147 344 166 824 453 1.214 2.831 1.364
100 35 93 218 150 480 167 448 1.044 721
100 70 187 436 204 1.050 732 1.962 4.575 2.147
100 40 108 252 160 950 383 1.026 2.394 1.520
100 68 152 232 173 600 408 909 1.936 1.040
100 56 121 253 144 851 480 1.032 2.155 1.223
100 56 120 252 152 1.285 720 1.548 3.233 1.950
100 61 131 275 159 1.845 1.128 2.425 5.065 2.928
100 50 114 246 130 595 300 681 1.461 772
100 75 169 363 161 595 444 1.008 2.162 959
100 24 60 136 124 262 63 157 357 325
100 31 77 172 124 524 162 403 899 650
100 23 60 135 116 703 162 420 948 814
100 66 189 441 165 545 360 1.030 2.401 898
100 64 184 429 160 560 360 1.030 2.401 898
100 73 208 485 146 986 720 2.052 4.781 1.436
100 80 254 608 340 265 213 673 1.612 900
Stendur GATT undir
væntingum neytenda?
Neytendasamtökin og innflytjendur telja verð
innfluttra landbúnaðarvara verða miklu hærra
en ríkisstjómin hefur sagt að það yrði.
-->---—----------------------------------
Olafur Þ. Stephensen segir líklegt að út-
færsla GATT-samningsins muni ekki standa
undir væntingum neytenda.
ROBERT Suff og Osmo Vanska.
Morgunblaðið/Sverrir
Leitin að tón-
listarhúsinu
Að mati Roberts Suff, upptökustjóra sænsku hljómplötuútgáfunnar Bis
sem hyggst gefa út geisladisk með leik Sinfóníuhljómsveitar íslands á
verkum Jóns Leifs, er Hallgrímskirkja eina húsið á íslandi sem hefur viðun-
andi hljómburð fyrir leik Sinfóníuhljómsveitarinnar. í samtali við Þröst
Helgason segja Suff og Osmo Vánská, stjómandi hljómsveitarinnar, að
þeir hafi orðið fyrir verulegum óþægindum sökum þessa.
NEYTENDUR hafa vænzt breyt-
inga með gildistöku GATT-
samkomulagsins hér á landi.
Stjómmálamenn hafa lýst yfir að sam-
komulagið muni bæta hag neytenda
og eflaust hafa margir búizt við að
innlendur landbúnaður fengi einhveija
verðsamkeppni, þótt takmörkuð væri,
og þannig ykist þrýstingur á hagræð-
ingu í greininni.
Miðað við frumvarp ríkisstjómarinn-
ar um framkvæmd GATT-samkomu-
lagsins og túlkun Neytendasamtak-
anna og forsvarsmanna Hagkaups, sem
er sú verzlanakeðja hér á landi sem á
kost á einna hagstæðustu innflutnings-
verði landbúnaðarvara í krafti stærðar
sinnar, á frumvarpinu, mun GATT-
samkomulagið hins vegar skila afar
takmarkaðri verðlækkun á mjólkur- og
kjötvörum. íslenzkur landbúnaður
verður áfram í þægilegri stöðu gagn-
vart flestum innfluttum vöram og hætt
er við að GATT standi alls ekki undir
væntingum neytenda.
/
Neytendur blekktir?
GATT-samningurinn afnemur inn-
flutningsbann á landbúnaðarafurðir af
öðmm orsökum en vegna sjúkdóma-
hættu, en þess í stað er heimilt að
veita innlendum landbúnaðarvöram
tollvemd. Forystumenn ríkisstjórnar-
innar greindu frá því í síðasta mánuði,
er samkomulag hafði náðst milli stjóm-
arflokkanna um útfærslu samningsins,
að tollar á almennan innflutning land-
búnaðarafurða miðuðu að því að heild-
söluverð þeirra yrði um 30% hærra en
innlendra vara. Inn í þá tölu er þó
ekki tekinn flutningskostnaður og
tryggingar vegna innflutnings vörann-
ar, sem hækka verðið auðvitað umtals-
vert. Hins vegar kom fram að leyfður
yrði takmarkaður innflutningur á lægri
tollum. Sá tollkvóti myndi svara til 3%
af innanlandsneyzlu á viðkomandi af-
urð í fyrstu, og hækka í 5% á sex áram.
Margir hafa eflaust skilið málið sem
svo að þetta takmarkaða magn land-
búnaðarafurða ætti að standa neytend-
um til boða á lægra eða svipuðu verði
en innlendar landbúnaðarvörar era
seldar á. Þegar framvarpið lá fyrir lýstu
Neytendasamtökin því hins vegar yflr
að neytendur hefðu verið blekktir. Jó-
hannes Gunnarsson, formaður samtak-
anna, segir að þegar samtökin hafi
farið að reikna út hvert yrði líklegt
verð innfluttra landbúnaðarafurða,
miðað við forsendur framvarpsins, hafi
komið í ljós að í langflestum tilfellum
yrði það miklu ha:rra en verð innlendr-
ar vöra.
„Lágu“ tollarnir
Áður en vikið er að útreikningi Neyt-
endasamtakanna er rétt að leitast við
að útskýra hvernig tollum verður hagað
samkvæmt frumvarpi ríkisstjómarinn-
ar, þótt það verði fáum öðram en
áhugamönnum um tollalöggjöf til
skemmtunar.
Samkvæmt frumvarpinu er kvótinn
á „lágu“ tollunum tollaður þannig að
á innkaupsverð vörunnar leggst tollur,
sem svarar til 32% af „granntaxta"
hennar, samkvæmt viðauka við frum-
varpið. Sem dæmi má nefna að grann-
taxti tolla á nautalundir er 358%. Það
þýðir að flytja má inn sem svarar til
3% af innanlandsneyzlu nautalunda
árin 1986-1988 (sem era viðmiðunarár
GATT-samningsins) með tolli, sem er
„ekki nema“ 114,5%.
Málið er reyndar ekki alveg svona
einfalt, því að í framvarpinu er jafn-
framt gert ráð fyrir að leggja megi
magntoll á innfluttar landbúnaðarvör-
ur, þ.e. fasta krónutölu á hvert kíló.
Ef aftur er tekið dæmi af nautalundum
er grunntaxti magntolls á þær gefinn
upp sem 15,91 SDR (mynteiningin sér-
stök dráttarréttindi), sem svarar til um
1.580 króna, og 32% af þeirri upphæð
er 506 krónur. Velja má annaðhvort
verðtollinn eða magntollinn, og verður
sennilega auglýst fyrirfram við hvorn
verður miðað, að sögn Guðmundar Sig-
þórssonar, skrifstofustjóra í landbúnað-
arráðuneytinu. Stjómvöldum er heimilt
að velja þann kostinn, sem gefur hærri
toll.
Verðtollur, magntollur
og hámarkstollur
Ef vilji er fyrir hendi að flytja inn
meira kjöt en sem nemur tollkvótanum
á „lágu“ tollunum, era tollarnir yfir-
leitt mun hærri. Þannig er lagður á
nautalundir 30% verðtollur. Ofan á
hann bætist svo 1.462 króna magntoll-
ur á hvert kíló, sem er miðaður við
þann mun, sem stjórnvöld telja nú vera
á innanlandsverði og heimsmarkaðs-
verði á nautakjöti.
Skýring stjórnvalda á að magntollum
— sem era fastir tollar og breytast
ekki með verði vörunnar — sé beitt
með þessum hætti, er að þannig sé
tryggt „að umtaisverð vernd haldist
þótt innflutningsverð sveiflist verulega
og fari niður fyrir heimsmarkaðsvérð."
Hins vegar má tollurinn, þ.e. verðtollur-
inn að magntollinum viðbættum, aldrei
fara upp fyrir tollbindingu vörunnar
samkvæmt GATT-tilboði Islands.
Þetta þarf nánari útskýringar við.
Tollbinding er sá hámarkstollur, sem
íslerizk stjómvöld áskilja sér rétt til að
leggja á innflutta vöra. í tilboði því,
sem ísland gerði í GATT-viðræðunum
á sínum tíma, var reiknaður út munur
innanlandsverðs og heimsmarkaðs-
verðs árin 1986-1988 og þannig fundið
út „tollígildi" sem var margumrætt
hugtak meðan á viðræðunum stóð.
Þessi munur samsvarar „granntaxtan-
um“, sem lagður er til grundvallar í
framvarpi ríkisstjórnarinnar. Þannig er
grunntaxti tolls á nautalundir 358%,
eins og áður sagði, en dæmi eru um
að íslenzk stjórnvöld hafi reiknað út
tollígildi upp á 674% (fyrir smjör).
Frá því á viðmiðunaráranum 1986-
1988 hefur verð landbúnaðarvara inn-
anlands lækkað nokkuð, en heims-
markaðsverðið hækkað og munurinn
því minnkað. íslenzk stjómvöld telja
sig því ekki þurfa að nota grunntaxt-
ana eða tollígildin til fulls. Það er þetta,
sem átt hefur verið við þegar sagt er
að ekki hafi verið farin leið „ofurtolla"
við útfærslu GATT-samningsins. Þann-
ig er hámarkstollur á nautalundir á
árinu 1995 „ekki nema'' 349%. Stjórn-
völd hafa skuldbundið sig til að lækka
tollbindingarnar fram til aldamóta og
þannig verður hámarkstollur á nauta-
lundir kominn niður í 304% árið 2000.
Hins vegar er ekki víst að þessi lækkun
komi neytendum til góða, þar sem í
mörgum tilvikum eru rauntollamir, sem
ákveðnir eru í framvarpinu, líklega
heldur lægri en sem nemur tollbinding-
unni, þótt háir séu.
Furðuleg útkoma
Neytendasamtökin hafa reiknað út,
samkvæmt reikniformúlu frá fjármála-
ráðuneytinu, líklegt verð á ýmsum
landbúnáðarafurðum, miðað við þessar
forsendur. Sjá má þann útreikning í
töflunni hér í opnunni. Miðað er við
að vörarnar séu keyptar í Danmörku,
með öllum niðurgreiðslum og útflutn-
ingsbótum Evrópusambandsins. Flutn-
ingskostnaður og tryggingar era taldar
með. Að sögn Jóhannesar Gunnarsson-
ar er varlega reiknað og heildsöluálagn-
ing, sem gæti numið 15%, ekki reiknuð
inn í verð erlendu varanna. Jafnframt
er eftir að bæta smásöluálagningu við.
Eins og sést vinstra megin í töflunni
eru fæstar þeirra vara, sem fluttar eru
inn á lágmarkstolli samkvæmt fram-
varpi ríkisstjórnarinijar, ódýrari en
sambærilegar innlendar vörar. Raunar
virðast þær sumar geta orðið tvöfalt
dýrari.
Undantekningarnar eru egg, kjúkl-
ingakjöt og kalkúnakjöt. Hvað eggin
varðar gæti böggull fylgt skammrifi.
Samkvæmt frumvarpinu er innflutn-
ingur á hráum eggjum bannaður.
Hugsanlega yrði því sú krafa gerð að
egg yrðu ekki flutt inn nema þau væru
sótthreinsuð eða gerilsneydd og þá
sennilega dýrari.
Þá kemur glögglega fram, miðað við
þær forsendur sem Neytendasamtökin
gefa sér, að innflutningur umfram hinn
takmarkaða kvóta á lágmarkstolli, yrði
í mörgum tilfellum miklu meira en 30%
dýrari en innlend vara. Þannig yrðu
svínalundir um 100% dýrari og smjör
150% dýrara.
í töfiunni má sjá furðulega útkomu
úr nokkrum reikningsdæmum. Þannig
yrði ostur dýrari með „lágmarkstolli"
en með þeim tollum, sem lagðir eru á
vörar, sem fluttar yrðu inn umfram
3% lágmarksaðganginn. Orsökin er sú
að grunntaxti tolls á ost er geysihár,
hátt í 600%, en magntollur á ostkílóið
almennum innflutningi „aðeins" 500
krónur.
Hvað fæst á
heimsmarkaðsverði?
Orsökin fyrir þessari óvæntu mynd
— miðað við fullyrðingar ráðherra rík-
isstjómarinnar — er sú, að í framvarp-
inu er stuðzt við heimsmarkaðsverð á
landbúnaðarafurðum, sem fengið er úr
alþjóðlegum töflum og gagnagrunnum.
Þetta verð er hins vegar oft miðað við
mjög mikið niðurgreidda vöra, sem
verið er að losa af innanlandsmarkaði,
eða vöra sem er framleidd með mjög
litlum tilkostnaði. Guðmundur Sigþórs-
son skrifstofustjóri segir að útreikning-
ar Neytendasamtakanna komi sér
spánskt fyrir sjónir. Eðlilegt sé að miða
við heimsmarkaðsverðið, enda sé hægt
að fá vörar á slíku verði, til dæmis
kjöt frá Bandaríkjunum eða Ástralíu.
Jóhannes Gunnarsson bendir hins
vegar á að miðað við þær kröfur, sem
íslenzkir neytendur geri um gæði land-
búnaðarafurða, sé augljóst að fyrst og
fremst verði verzlað við Vestur-Evrópu-
ríki. Sama segir Óskar Magnússon,
forstjóri Hagkaups. Hann segir fyrir-
tæki sitt hafa kannað hvaða verð standi
því til boða í Vestur-Evrópu á landbún-
aðarafurðum til innflutnings hingað og
segist í flestum tilfellum fá mjög svip-
aða útkomu og Neytendasamtökin.
Jóhannes og Óskar benda á að
heimsmarkaðsverðið gefi alls ekki rétta
mynd af því verði, sem í raun standi
til boða. „Það er í raun ekki til neitt,
sem heitir heimsmarkaðsverð á mörg-
um þessum vörarn," segir Óskar. „Það
getur vel verið að það sé til eitthvert
kjöt í Afríku, sem er hægt að fá á
hundraðkall, en það er bara ekki kjöt
sem verður flutt hér inn og troðið ofan
í neytendur.“
Hann andmælir því jafnframt að
vænlegt sé að flytja inn kjöt frá Ástr-
alíu vegna flutningskostnaðar eða frá
Ameríku, þar sem hormónagjöf sé mik-
il og varla íslenzkum neytendum þókn-
anleg.
Kom þingmönnum á óvart
Fulltrúar neytenda, verkalýðshreyf-
ingar, innflytjenda og bænda hafa und-
anfarna daga komið á fund efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis, sem hef-
ur framvatp ríkisstjómarinnar nú til
meðferðar. Hagkaup og Neytendasam-
tökin hafa þar greint frá verðútreikn-
ingum sínum og segir Óskar að það
virðist hafa komið nefndarmönnum á
óvart að heimsmarkaðsverðið, sem
gengið er út frá í framvarpinu, gæfí
alls ekki rétta mynd af þeim kostum,
sem innflutningsfyrirtækjum stæðu til
boða. Óskar segir að á fundum með
nefndinni og embættismönnum ráðu-
neyta hafi enginn getað hrakið þessa
útreikninga.
Hagkaup hefur sent þingnefndinni
skriflega greinargerð, þar sem fram
kemur að fyrirtækið telji, eftir nánari
skoðun, að ekki muni verða um inn-
flutning á landbúnaðarvörum að ræða
að neinu marki vegna þess hvað tollarn-
ir séu háir. Einhveijar vörar kunni að
fínnast, sem borgi sig að flytja inn, til
dæmis kjúklingar, en það sé ekki í
samræmi við það sem almennt hafí
verið gert ráð fyrir.
Óskar segir að framvarpið virðist
því miða að mestu leyti að óbreyttu
ástandi á matvöramarkaðnum hvað
verðið varðar, en úrvalið muni vissulega
aukast. Hugsanlegt sé að flytja inn
kæfur, osta og annan „sælkeramat"
sem verði keyptur af smekkfólki á
mat, sem láti sig verðið litlu skiptá.
„En það verður þá eitthvert fínirí, sem
er ekki í þágu almennra neytenda,"
segir hann.
Formaður og varaformaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis —
sem era báðir doktorar í hagfræði —
era sammála því að heimsmarkaðsverð
á landbúnaðarvöram gefí ekki rétta
mynd af því, sem íslenzkum innflutn-
ingsfyriitækjum stendur til boða. Vil-
hjálmur Egilsson, formaður nefnd-
arinnar, segir að höfuðviðfangsefni
nefndarinnar verði nú að átta sig á
því, hvort í raun eigi að opna fyrir
þann lágmarksaðgang landbúnaðar-
vara, sem hafi verið ætlunin að opna
fyrir, eða hvort búvörar eigi að vera
það dýrar að hann verði óraunhæfur.
Enginn hafi hins vegar búizt við stór-
kostlegum innflutningi utan hins tak-
markaða kvóta.
Ágúst Einarsson, varaformaður
þingnefndarinnar, segir að þær upplýs-
ingar um fáanlegt verð, sem fulltrúar
innflutningsfyrirtækja hafi lagt fyrir
nefndarmenn, séu hinar réttu markaðs-
upplýsingar en ekki viðmiðunin við
heimsmarkaðsverð. Þetta hafi komið
mönnum nokkuð á óvart, og tollvernd-
in fyrir íslenzkan landbúnað sé miklu
meiri en ætlunin hafi verið. „Það er
alveg ljóst að menn era að skoða þetta
út frá þeirri hugsun að GATT átti að
leiða hér til vissra breytinga. Enginn
lagði upp með það að framvarpið hefði
næstum því engin áhrif," segir Ágúst.
ROBERT Suff hafði eina viku
til að ljúka upptökurn á leik
Sinfóníuhljómsveitar íslands
á nokkrum verkum Jóns Leifs sem
Bis ætlar að gefa út. Bis-útgáfan
hafði komið hingað í fyrra til að taka
upp Sögusinfóníuna eftir Jón Leifs í
Hallgrímskirkju og þótti sú hljóðritun
takast vel. Kirkjan var hins vegar
upptekin í þessari viku og því ekki
hægt að hljóðrita þar í þetta skiptið.
Suff skoðaði þvi aðrar kirkjur sem
gætu komið til greina sem upptöku-
staður og að endingu var ákveðið að
gera tilraun til upptöku í Langholts-
kirkju. „Það gekk hins vegar engan
veginn,“ segir Suff, „Langholtskirkja
er einfaldlega ekki nógu stór og
hljómmikil fyrir jafnstór verk og við
erum að vinna með.“
Háskólabíó hálfu verra
Að sögn Suff var því ekki um
annað að ræða en að reyna að hljóð-
rita verkin í Háskólabíói. „Það kom
hins vegar í sama stað niður. Hljóm-
burður Háskólabíós er alls ekki við-
unandi, hann er raunar hálfu verri
en í Langholtskirkju." Suff segir
vandamálið vera fólgið í því að verk
Jóns Leifs kreljist mikils rýmis.
„Þetta eru stór verk fyrir stóra
hljómsveit. Slagverk er t.d. mikið og
til að það njóti sín þarf hús með
góðan hljómburð.“
En hafa geisladiskar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar sem hafa verið
teknir upp í Háskólabíói ekki fengið
ágætar viðtökur? Suff segist vita að
gerðar hafi verið upptökur í bíóinu
og að þær hafi fengið ágætar viðtök-
ur; „það er hægt að taka upp tónlist
þótt hljómburður. sé lélegur en það
er ekki æskilegt, tónlistin líður fyrir
það. Auk þess er tónlist Jóns Leifs
óvenju kraftmikil og litrík og krefst
góðs hljómburðar. Það myndi bara
vera málamiðlun að taka þessi verk
upp í Háskólabíói og við hjá Bis
sættum okkur ekki við slík vinnu-
brögð. Annaðhvort verður þetta gert
almennilega eða við hættum við.“
Upptökum frestað um ár
Ljóst er að fresta þarf hljóðritun
á verkum Jóns Leifs um eitt ár sökum
þessa húsaskorts og segir Osmo
Vánská, aðalstjórnandi Sinfóniu-
hljómsveitarinnar, það mjög baga-
legt, bæði fyrir hljómsveitina og út-
gáfufyrirtækið, svo ekki sé minnst á
það fjárhagslega tjón sem af þessu
hlýst. „Þessi vika hefur farið til ónýt-
is og það er ekki hlaupið að þvi að
fá annan tíma hjá útgáfufyrirtækinu.
Það er þó ætlunin að Suff komi hing-
að aftur að ári og taki þessi verk upp
í Hallgrímskirkju.“
Það er ætlun Bis að gefa út eins
mikið af tónlist Jóns Leifs og mögu-
legt er en mörg verka hans hafa aldr-
ei verið flutt opinberlega. Vánská
segir að Jón Leifs sé miklu betra
tónskáld en íslendingar hafa haldið
hingað til. „Tónlist hans er mjög
kraftmikil og framandi, hún er öðru-
vísi en maður á að venjast og ég
held að ef upptökurnar á þessum
geisladiski ganga vel gæti hann hæg-
lega náð verulegri útbreiðslu á al-
þjóðlegum markaði.“
Betri hljómsveit í betra húsi
Suff segir að enginn vafi leiki á
því að Sinfóníuhljómsveit íslands sé
mjög góð hljómsveit enda hafi hún
hlotið góðar viðtökur hvar sem hún
hefur komið en það leiki hins vegar
enginn vafi á því heldur að hún
myndi hljóma miklu betur ef hún
hefði annað hús en Háskólabíó til
að vinna í. „Góð hús orka mjög sterkt
á hljómsveitir, þau auka sjálfstraust
þeirra og þar með gæði tón-
listarinnar. Það er staðreynd að bestu
sinfóníuhljómsveitir í heiminum eiga
líka bestu tónlistarhúsin, Vínar-
fílharmónían og hljómsveitin í
Amsterdam eru til dæmis um þetta.“
Vánská tekur undir þetta: „Fólk
verður að geta heyrt þegar það er
að gera góða hluti en Háskólabíó
býður ekki upp á það.“
Tónlistarhús, ekki fjölnota hús
Aðspurðir hvernig hús þeir teldu
að ætti að byggja hér eru Suff og
Vánská báðir á því að óráðlegt væri
að byggja einhvers konar fjölnota
hús eins og oft er talað um. Suff
segir réttast að miða hönnun hússins
við þarfir Sinfóníuhljómsveitarinnar
því þótt svo sé gert sé alltaf hægt
að laga húsið eftir þörfum annarra
notenda. „Það er hægt að flytja fyrir-
lestur í tónlistarhúsi en það er ekki
hægt að flytja tónlist í ráðstefnusal,“
bætir Vánská við, „svo einfalt er það
nú.“
Að lokum vildu þeir benda á að
það væri auk þess mjög eftirsótt af
erlendum hljómsveitum að fá að spila
í góðum tónlistarhúsum. „Það gæti
því ekki síður orðið góður fjárhags-
legur ávinningur af því að eiga gott
tónlistarhús en af því að eiga fjöL
nota hús sem aldrei getur uppfyllt
öll skilyrði“, segir Suff, „fjölnota hús
er alltaf versti kosturinn".