Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Forstjórí Eimskips um Ameríkusiglingar Samskip vilja ekkisamstarf HÖRÐUR Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir að viðræður við Samskip um samstarf í Ameríku- siglingum hafi enn staðið yfír þar til yfírlýsing annars eðlis kom fram af hálfu Samskipa í frétt í Morgunblaðinu í gær. Ljóst sé að raunverulegur samningsvilji Sam- skipa um samstarf í Ameríkusigl- ingum sé ekki fyrir hendi enda hafí þau verið í viðræðum við fleiri en Eimskip um Ameríkusiglingar. Samskip var í öðrum viðræðum Skipafélögin tvö gengu til samninga um það fyrir tveimur árum að Eimskip tæki að sér flutn- inga fyrir Samskip á milli íslands og viðkomuhafna Eimskips í Norð- ur-Ameríku. Samningur um flutn- ingana var gerður milli félaganna og gildir hann út júní 1995. Þar er kveðið á um að Eimskip taki að sér að flytja ákveðinn fjölda gáma gegn föstu gjaldi fyrir hvería flutta einingu. Þessa þjónustu hef- ur Eimskip veitt með tveimur skip- um í áætlanasiglingum félagsins á þessari leið og nú annast Skógar- foss og Goðafoss þessar siglingar á hálfsmánaðar fresti. Hörður segir að í viðræðum um endumýjun samningsins hafí Eim- skip lagt fram tillögur um endur- skoðun í ljósi reynslunnar. Eim- skip hafí boðið Samskipum áfram- haldandi hagkvæman samstarfs- samning um flutningana. Af um- ræddri frétt að dæma sé hins veg- ar ljóst að Samskip hafí ekki áform um áframhaldandi flutningasam- starf og kjósi fremur að ganga til samstarfs við erlent skipafélag. „Við höfum orðið þess varir á undanfömum vikum og mánuðum að þeir væm í viðræðum við aðra um áframhald þessara flutninga svo að það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þeir vilji ekki semja við okkur. Siglingamar em fíjálsar og það er auðvitað ekkert við það að athuga að þeir sigli sjálfír eða leysi flutningana með öðmm hætti. Það tryggir eðlilega sam- keppni á þessum flutningamarkaði eins og í öðram siglingum til og frá íslandi,“ sagði Hörður. BAÐMULLARFRAMLEIÐSLA HEIMSINS Auknar vinsældir baðmullar- fatnaðar í Asíu, samhliða minnkandi uppskeru þar, hafa valdið umframeftirspurn eftir baðmull í heiminum FRAMLEIÐSLA Heimslraml. Framl. I Asíu' NOTKUN Heimsnolkun Notkun í Aslu" ‘ Kina, Indland. Pakistan “ Kina, Indland, Pakislan, Japan og önnur ríki I SA-Asíu 20 FRAMLEIÐSLA OG NOTKUN BAÐMULLAR (Milljónir tonna, tölur fyrir 1995 byggjast á spá) 20,69 Wj' U.M- H 18,43 1? 94“ 18,78 “ 18,59 18.33 '8.63 1932 1920 B| Kgjt. ái 16,81 tjm 10,07 pi 10j45 BB 10,50 10,31 10,57 I I 1990 1991 1992 1993 1994 7,52 I 1995 Baðmullarverð hefur náð sögulegu hámarki og er komið yfir 1 dollar á pund. Því er spáð að verðið hækki í 1,15 dollara þegar umframbirgðir þrýtur í Bandaríkjunum í júlí BADMULLARVERÐ (Dollarar/pund, Cotlook A Index) 1990 1991 1992 1993 Sérfræðingar spá aukinni framleiðslu á þessu ári Heimild: Inlernalional Texlile Manufacturers Federalion / Collon Oullook Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár Lágmarkstími lengdur ÞAÐ er tvennt sem ber hæst í nýjum reglum Seðlabanka íslands um verð: tryggingu sparifjár og lánsfjár. I fyrsta lagi fela nýju reglumar í sér lengingu á lágmarkstíma verð- tryggðs sparifjár og lánsfjár og í öðm lagi breytingu á reglum um verðtryggingaijöfnuð lánastofnana. Fyrri breytingin á sér rætur í yfír- lýsingu ríkisstjómarinnar sem gefín var í tengslum við gerð kjarasamn- inga á almennum vinnumarkaði síð- asta vetur. Þar sagði að stefnt skyldi að því að draga úr verðtryggingu fjárskuldbindinga. Að beiðni við- skiptaráðherra gerði Seðlabankinn tillögu um afnám verðtryggingar á skemmri skuldbindingum í áföngum fram til aldamóta. Ríkisstjómin sam- þykkti þessa tillögu bankans og em breytingamar sem í henni fólust felldar inn í reglumar um verðtrygg- ingu sparifjár og lánsfjár eins og fram kemur í frétt frá Seðlabankan- um. Samkvæmt tillögu Seðlabankans era breytingamar á lágmarkstíma verðtryggðs sparifjár og lánsfjár þær að frá og með 1. janúar 1996 skulu verðtryggð lán vera að minnsta kosti til þriggja ára í stað tveggja eins og nú er. Frá og með 1. janúar 1998 skal lágmarksbinditími til verðtrygg- ingar sparifjár vera lengdur úr einu ári í þijú. Um leið verður lágmarksl- ánstími verðtryggðra skuldabréfa lengdur úr þremur ámm í fímm. Þá er tilgreint í reglunum að stefnt skuli að því að frá 1. janúar 2000 verði verðtrygging innlána óheimil og að lágmarkstími verðtryggðra skulda- bréfa lengist úr fímm áram í sjö. Breytingamar á reglunum um jöfnuð verðtryggðra eigna og skulda lánastofnana fela í sér nýjar skil- greiningar á því sem telja má til verð- tryggðra skulda. Einnig er um að ræða nýjar skilgreiningar á heimild til þess að telja bókfært eigið fé, a.m.k. að hluta, til verðtryggðra skulda við útreikning á verðtrygging- aijöfnuði. THE CHANGE GROUP THE CHANGE GROUP ICELAND EHL Opnun gjaldeyrisskiptistöðvar í Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2,101 Reykjavík 9. júní 1995. Önnumst allt sem viðkemur gjaldeyrisskiptum. Opið 7 daga vikunnar. Ábyrgjumst endurkaup á allt að 30% af erlendum peningaseðlum sem keyptir eru hjá okkur. Kaupum aftur á sama gengi! Engin þóknun! Nýtið ykkur þetta sérstaka tækifæri. Frekari upplýsingar veittar í síma 552 3735. ■ Skeljungur og Olís ísamvinnu á Neskaupstað? Bensínstöð Shell verðurlokuð meðan á viðræðum stendur SKELJUNGUR hefur lokað bensínstöð sinni á Neskaupstað og stendur nú í viðræðum við Olís um hugsanlegt samstarf í bensínsölu þar. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins kemur annars vegar til greina að Skeljungur selji Olís bens- ínstöðina og hins vegar að fyrirtæk- in sameinist um rekstur bensín- stöðvar í byggðarlaginu. Þijár bensínstöðvar í byggðarlaginu Um 1600 manns búa á Neskaup- stað og hingað til hafa þijár bensín- stöðvar verið reknar þar. Að sögn Árna Ólafs Lárussonar, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Skelj- ungs, er ástæða lokunarinnar sú að í raun sé aðeins rekstrargrund- völlur fyrir eina eða tvær stöðvar í svo litlu byggðarlagi. Skeljungur hafi því ákveðið að loka sinni stöð um stundarsakir vegna viðræðna um samstarf við Olís. Árni vildi ekki tjá sig um það hvort Olís myndi kaupa bensínstöð Skeljungs eða hvort Olís og Skeljungur myndu sameinast um rekstur einnar stöðv- ar en sagði það væntanlega skýrast á næstu dögum. Olís með sterka stöðu Bensínstöð Skeljungs á Neskaup- stað er nýleg og stendur í miðjum bænum en Olísstöðin er komin til ára sinna og stendur í bæjaijaðrin- um. Olís hefur þó sterkari stöðu í bænum enda sér fyrirtækið um þjónustu við Síldarvinnsluna. Gæti því komið til greina samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins að Olís keypti Shellstöðina og flytti bensínsölu sína þangað. Gengi það eftir myndi Skeljungur hætta rekstri á Neskaupstað en gæti vel stundað bátaþjónustu frá Eskifirði þar sem fyrirtækið hefur sterka markaðsstöðu. Samstillt markaðs- átak sveit- arfélaga FYRIRTÆKI í Stykkishólmi og nágrenni hafa tekið hönd- um saman um átak í markaðs- málum á svæðinu. Stofnfund- ur markaðsráðs Stykkishólms var haldinn í vikunni og er ætlunin að halda framhalds- fund í lok mánaðarins. Um 20 fyrirtæki á svæðinu hafa nú þegar ákveðið að taka þátt í þessu samstarfí. Að sögn Ólafs H. Sverrissonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi er ráðgert að einn starfsmaður verði ráðinn í hálft starf vegna þessa átaks til að byija með. í Borgarnesi hefur verið starfrækt sérstakt markaðs- ráð undanfarin 2 ár og hefur starfsemin gefíð góða raun að sögn Guðrúnar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Markaðs- ráðs Borgarness. Ráðið er rek- ið með framlagi atvinnulífsins I Borgarnesi og nágrenni en að auki hafa bæjaryfirvöld lagt fram fé til rekstursins. Árlegt rekstrarfé ráðsins heíur verið um það bil 2 milljónir króna. Ráðið hefur einkum fengist við útgáfu á ýmsum upplýsingum um Borgarnes og nágrenni en einnig hafa ýmis samstarfs- og gæðaverkefni einstakra fyrirtækja átt rót sína að rekja til ráðsins. Póstgíróstof- an þjónar Diners Club PÓSTGÍRÓSTOFAN hefur tekið að sér þjónustu fyrir Diners Club af Islandsbanka. Hún mun nú sjá um greiðslum- iðlun, þ.e. taka við greiðslum frá korthöfum og miðla greiðslum til þjónustuaðila. Hægt er að greiða kortareikn- inga á öllum pósthúsum. Þá mun Póstgíróstofan einnig greiða út reiðufé til korthafa og stendur sú þjónusta til boða í Póstgíróstofunum að Ármúla 8 og Pósthússtræti 5. Handsal hf. verður áfram þjónustufulltrúi Diner’s Club og hefur umsjón með umsókn- um vegna nýrra korthafa og þjónustuaðila. Að sögn Arnar Stefánsson- ar í alþjóðadeild íslandsbanka óskaði bankinn eftir því að hætta þjónustu við Diners þar sem hún svaraði ekki kostn- aði. Auk þeirrar þjónustu sem póstgíróstofan hefur tekið við sá íslandsbanki um skráningu greiðslukortanótna en sú þjón- usta hefur nú verið flutt til Danmerkur. Sigurður J. Hafsteinsson hjá Handsali hf. segir að Din- ers korthafar séu nú um 600 talsins á íslandi en þjónustuað- ilar um 700. Diners korthafar eru alls um sjö milljónir í heim- inum en þjónusta fyrirtækisins hefur einkum verið sniðin að þörfum þeirra sem ferðast mikið. Foster’s til íslands VÍFILFELL hefur fengið um- boð fyrir Foster’s, þekktasta bjór Ástrala og er gert ráð fyrir því að dreifing til veit- inga- og skemmtistaða hefjist fljótlega. í kjölfarið er ætlunin að geta boðið upp á þessa teg- und á öllum helstu útsölustöð- um ÁTVR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.