Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 19 LISTIR Hlaðvarpinn, félags- og menningarmiðstöð kvenna, tíu ára í dag KVENNABARÁTTAN reis hátt á íslandi árið 1985. Kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna var að ljúka og hver við- burðurinn rak annan í tengslum við þau tímamót. Konur voru ekki ein- ungis bjartsýnar og baráttuglaðar heldur jafnframt stórhuga. Þær sættu því lagi og settu félags- og menningarmiðstöð kvenna á lagg- irnar. Hlaðvarpinn var keyptur til að hýsa starfsemina. Vakti sú ráðstöf- un -nokkra undrun enda hafði tönn tímans unnið nokkuð á þeim hundr- að ára gömlu húsakynnum. Kon- urnar voru engu að síður vissar í sinni sök. „Sumir héldu að það yrði aldrei hægt að gera þessi hús al- mennileg en reyndin hefur orðið önnur,“ segir Sólveig Ólafsdóttir sem sat í stjórn Hlaðvarpans í átta ár. „Það gefur auga leið að mikið verk er enn fyrir höndum en þessi hús eiga eftir að verða rósir í Gróf- inni.“ Hlutafélag var stofnað um kaupin á húsum Hlaðvarpans en ríkisstjóm- in lét jafnframt fé af hendi rakna. Hlutafélagið er eingöngu opið kon- um en karlmenn mega festa kaup á bréfum ef þeir skrá þau á konur. í dag em hluthafar liðlega tvö þús- und og fer fjölgandi. Sólveig segir að stjóm Hlaðvarpans hafi alla tíð verið sparsöm en hafí þó þegið styrki til viðhalds á húsunum. Margrísleg starfsemi Hlaðvarpinn hefur hýst margvís- lega starfsemi kvenna á þessum áratug. „Það hefur heyrt til undan- tekninga ef einhveijir karlmenn hafa verið hér að vasast," segir Stefnt að menn- ingarviðburðum á hverju kvöldi Áratugur er liðinn frá því að konur eignuðust sína eigin félags- og menningarmiðstöð, Hlaðvarpann. Ása Richardsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir segjast í samtali við Orra Pál Ormarsson vera ákaflega stoltar og bjartsýnar á þessum tímamótum. Morgunblaðið/Sverrir SÓLVEIG Ólafsdóttir fyrrum stjórnarformaður og Ása Ric- hardsdóttir framkvæmdastjóri Hlaðvarpans fagna tíu ára af- mæli félags- og menningarmiðstöðvar kvenna í dag. Sólveig sposk á svip. Verslanir hafa staðið í blóma í framhúsinu og Stígamót hafa verið þar frá upp- hafi og Kvennaathvarfíð um hríð. Um skeið gátu konur leigt lítil her- bergi til að sinna hugðarefnunum sínum og Listmarkaður Hlaðvarp- ans var í bakhúsinu meðan hann var og hét. Þá hefur Hlaðvarpinn verið vettvangur fjölbreyttra list- sýninga í gegnum árin. Á liðnu hausti urðu hins vegar þáttaskil í sögu miðstöðvarinnar. Menningarstarfsemin í Hlað- varpanum var stokkuð upp enda hafði hún átt undir högg að sækja um nokkurra ára skeið. Kaffileik- húsi var komið á fót. „Við urðum að taka áhættu og hún var vel þess virði,“ segir Ása Richardsdótt- ir framkvæmdastjóri Hlaðvarpans sem haft hefur stjórn Kaffileik- hússins með höndum. „Kaffileik- húsið hefur slegið í gegn og þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í um ævina.“ Sólveig tekur í sama streng en hún var stjórnarformaður Hlað- varpans á þessum tíma. „Ég var í stjórn Hlaðvarpans í átta ár en held að hjartað i mér hafi ekki í annan tíma slegið hraðar en á opn- unarhátíðinni í Kaffileikhúsinu." Öðruvísi leikhús Meira en sjö þúsund manns hafa lagt leið sína í Kaffileikhúsið frá því í október síðastliðnum en það hefur á sama tíma verið vettvangur þrettán leiksýninga á vegum jafn margra leikhópa. „Viðtökurnar hafa verið aldeilis frábærar og allir eru á einu máli um að hér sé mjög gott að vera. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað við erum Framúrskarandi plata __________TÖNLIST_____________ Gcisladiskur POST , Post Bjarkar Guðmundsdóttur. Flest lög og textar eftir Björk, en ýmsir leggja hönd á plóginn, helst Graham Massey, Tricky, Howie Bemstein, Marius De Vries og Nellee Hooper. Hþóðfæraleikur er og i höndum þeirra auk Bjarkar. Sjón semur einn texta með Björk. Platan var hljóðrituð í Bretlandi og á íslandi, en lokafrágangur fór fram á Baliama- eyjum. Útsetningar eru í höndum Bjarkar, Nellee Hooper, Howie Bemstein, Marius De Vries, Gra- Iiam Massey og Tricky, en strengi útsettu Björk og Eumir Deodato. Einar Öm Benediktsson blæs á trompet í einu lagi. Björk Overseas á útgáfurétt- inn en leigir hann til Smekkleysu á Islandi, Electra í Norður-Ameríku og Mother Records í öðrum löndum. 46,17 mín., 1.899 kr. Kemur út 12.júní. FÁRRA platna hefur verið beðið með annarri eins eftirvæntingu og annarrar sólóskífu Bjarkar Guðmundsdóttur. Vísast hafa flestir beðið eftir álíka plötu og Debut og því hefur fyrsta smáskíf- an af plötunni, Army of Me, líklega komið á óvart. Lagið hefst með harkalegum rytma og drífandi og undirleikurinn er oft grófur. Björk syngur það líka með meiri drunga en önnur lög á plötunni og sem slíkt er það fyrirtaks upphaf; fær fólk til að leggja við hlustir og hrista af sér slenið sem er í góðu samræmi við inntak textans. Fleiri lög eiga örugglega eftir að koma mörgum á óvart, þar helst fjórða lagið, gamall sveifluslagari með fram- úrskarandi útsetningu. Þegar við fyrstu hlustun má heyra að Post er nokkuð frábrugðin Debut; hafi sú verið fjölbreytt þá gengur Post enn lengra í þá átt. Bestú lögin á plötunni, Hyper-ballad, The Modem Things, Iso- bel, Possibly Maybe, I Miss You og Cover Me, eru Post Bjarkar Guðmundsdóttur er framúr- skarandi plata vaxandi listamanns. þannig hvert öðru ólíkt; allt frá seiðandi hugleið- ingu með þungri undiröldu í nútímasalsa með þéttum hornablæstri. Það er og helsti kostur plöt- unnar að hún sýnir á sér sífellt fleiri hliðar, við hveija hlustun má greina eitthvað nýtt, og á henni er varla snöggan blett að finna. Lagasmíðar eru samfelldari og betur unnar; eins og Björk hafi gefið sér meiri tíma í að fægja lögin, eða þá að henni fer fram í því að koma hugsun sinni á band. Hljóðfæraleikur er hnökralaus og útsetningar líka. Sérstaklega er gaman að heyra strengjaút- setningar og víða bregður fyrir snilldartilþrifum í áslætti. Söngur Bjarkar er á lágum nótum í gegnum plötuna, utan í It’s Oh So Quiet, sem er áhrifameira fyrir vikið. Gaman er að heyra hve það fer henni miklu betur að syngja á íslensku, eins og heyra má í laginu The Modem Things, þegar íslenskt innskot leikur á allt aðra og við- kvæmari og innilegri strengi. Textar á plötunni fjalla um fólk og sambönd fólks frá ólíkum sjónarhornum og víða kemur Björk vel fyrir sig orði, til að mynda í Possibly Maybe: Eins og kann að meta einveruna / þá hefði ég kannski ekkert á móti því / að eyða smá tíma með þér / stundum, og I miss You, Ég sakna þín / en ég hef ekki hitt þig enn. Isobel, sem verður víst næsta smáskífa plötunnar, er einnig með skemmtilega margræðum texta, en hann semur Björk reyndar með Sjón, í rykfylltu hjarta / býr skepnan fýsn. Lokalag plötunnar er prýðilegur endir afbragðs plötu; einfalt lag og lágstemmt; tónlistin nánast fjarar út og textinn verður að sundurlausum til- búnum orðum, en þó er þar líkt og hvarvetna á plötunni heilmikið að gerast undir sléttu yfírborð- inu — það þarf að leita að því og sú leit borgar sig. Post er að mörgu leyti rökrétt framhald af Debut, en þó esérstök. Björk hefði eflaust getað valið auðveldari leið og söluvænlegri, en fyrir vik- ið á platan eftir að lifa lengur og endast betur. Björk hefur langt í frá sagt sitt síðasta og eins og Debut var vel heppnuð er Post enn betri; fram- úrskarandi plata vaxandi listamanns. Árni Matthíasson stoltar af þessum árangri," segir Ása. Stöllurnar segja að Kaffíleikhús- ið sé öðruvísi leikhús. Formið sé sérstakt, verðinu stillt í hóf og fólk þurfí ekki að setja sig í stellingar til að koma þar inn. „Fólki virðist líka þetta vel og okkur hefur með- al annars tekist að ná til hóps sem fer sjaldan eða aldrei á hefðbundn- ar leiksýningar," segir Ása. „Fólk kemur hingað til að slappa af, borða góðan mat og skemmta sér.“ Kaffileikhúsið hefur verið kær- kominn vettvangur fyrir fijálsa leikhópa sem fengið hafa þar inni gegn vægu gjaldi og vonast Ása til að Hlaðvarpinn verði helsta bækistöð þeirra þegar fram líða stundir. Sólveig og Ása telja ekki síður brýnt að hlú áfram að umhverfinu og útliti húsanna. Þeim þykir því miður að fjárframlög til slíkra verk- efna séu ekki í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að friða beri gömul hús. „Varðveisla gamalla húsa er spurning um menningararf- leifð þjóðarinnar.“ Hlaðvarpinn ætlar ekki að reisa sér hurðarás um öxl og mun því einbeita sér að rekstri Kaffileik- hússins á næstunni. „Við höfum hins vegar ýmsar hugmyndir um það hvernig þróa á starfsemina og eigum okkur þann draum að í fram- tíðinni verði menningarviðburðir í bakhúsinu öll kvöld vikunnar," seg- ir Ása. „Auk þessa höfum við verið að velta fyrir okkur hugmyndum um barnalistaskóla, listagallerí og dansklúbb.“ Sólveig og Ása líta því björtum augum til framtíðar enda sannfærðar um að Hlaðvarpinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Þrjú sýna í Gallerí Fold í GALLERÍ Fold við Rauðarárstíg verður opnuð sýning á olíuverkum Dóslu, Hjördísar G. Bergsdóttur. Jafnframt verður í galleríinu kynning á verkum Soffíu Sæmundsdóttur og Arnar Inga Gíslasonar. Dósla er fædd 1945. Hún stund- aði myndlist- arnám við Mynd- lista- og handíða- skóla Islands og lauk þaðan prófi úr textíldeild 1978. Árið eftir var hún í framhaldsdeild skólans. Síðar tók hún kennarapróf frá sama skóla, auk þess sem hún stundaði nám við málaradeild hans. Dósla hefur haldið nokkrar einka- sýningar, bæði á textílverkum og málverkum og tekið þátt í fjölda samsýninga. Soffía Sæmundsdóttir er fædd 1965. Hún stundaði myndlistamám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og lauk prófí frá grafíkdeild skólans 1991. Öm Ingi er fæddur 1945. Hann er sjálfmenntaður listamaður og hefur hann viða komið við á listabrautinni. Sýningamar standa til 25. júní. Opið er daglega frá kl. 10-18, nema sunnudaga frá kl. 14-18. DÓSLA við verk sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.