Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Utanríkisráðherra um samninga við Norðmenn um norsk-íslenska síldarstofninn Ekki eingöngu byggt á veiði- reynslu heldur dreifingu Skumin brotnar brátt UNGAR eru að skríða úr eggjum um allt land um þess- ar mundir. Veröldin hefur ekki tekið þeim opnum örm- um alls staðar, því á mörgum stöðum, einkum á Vestfjörð- um og Norðurlandi, hefur verið frost um nætur og dæmi eru um að fuglar hafi orpið í svellilögðum klett- asyllum. En nú hefur ræst mjög úr alls staðar. Hlýindi og sólríkt var mestan hluta maímánaðar og júnímánaðar sunnan- og suðvestanlands og í gær voru mikil hlýindi norðanlands. Þessi svartbak- ur, sem búið hafði um sig við Markarfljótsós, átti þó eftir að liggja á í nokkurn tíma þegar ijósmyndari heimsótti hann. UTANRÍKISRÁÐHERRA sagði í umræðum á Alþingi í gær að í við- ræðum við Norðmenn um nýtingu á norsk-íslenska síldarstofninum væru ekki uppi hugmyndir um að byggja eingöngu á veiðireynslu frá þeim tíma er síldin veiddist heldur á dreifíngu síldarstofnsins í lögsögu þjóðanna. Þingmenn stjómarand- stöðunnar gagnrýndu þessa afstöðu og töldu óvarlegt að byggja á dreif- ingu síldarstofnsins sem enn væri ekki farinn að ganga inn í íslensku lögsöguna. Þetta kom fram í umræðu um tillögu til þingsályktunar vegna samnings íslands og Færeyja um stjóm veiða úr norsk-íslenska síldar- stofninum árið 1995. Halldór Ás- grímsson sagði að ekki væri rétt að byggja á veiðireynslunni þar sem langt væri um liðið og veiðin hefði verið mjög misjöfn frá ári til árs. Fyrir lægi vísindalegt líkan að dreif- ingu stofnsins og það væri mikil- vægt að styrkja það líkan með því að stuðla að vexti stofnsins eins og nokkur kostur væri og fylgjast með útbreiðslunni, þar sem stofninn væri ekki enn farinn að taka upp fyrri háttu og ganga inn í íslenska lögsögu. Dreifing stofnsins á sínum tíma væri það sem við byggðum á, en það gæti tekið aillangan tíma að ganga endanlega frá þessum samn- ingum við Norðmenn, jafnvel 2-3 ár. Norðmenn vildu ekki byggja á hegðan síldarinnar eins og hún hefði verið fyrr en síldin hefði tekið upp sitt fyrra mynstur. Þess vegna væri verið að tala um skammtímasamn- inga sem tryggðu það að ekki yrði ofveiði úr stofninum og hann byggð- ist upp. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Alþýðuflokksins, sagðist vera mjög ósáttur við að dreifing stofns- ins í lögsögu þjóðanna væri lögð til grundvallar í þessum viðræðum. Með því móti væru íslendingar að selja sig undir duttlunga náttúrunn- ar, en alls óivíst væri að síldin tæki upp fyrri hegðan. Þannig væri sjór- inn fyrir norðan og austan landið miklu kaldari en verið hefði. Síldin hefði ekki gengið inn í íslensku lög- söguna og alls óvíst væri hvað fram- tíðin bæri í skauti sínu hvað það varðaði. Nauðsynlegt væri að byggja á veiðireynslu okkar. Þar stæðum við vel og að minnsta kosti jafnfætis Norðmönnum. Fordæmi eða ekki Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess við umræðuna að upp- lýst yrði hvaða kröfur um síldar- kvóta Islendingar hefðu gert í upp- hafi viðræðnanna við Norðmenn í vor. Því var hafnað, en á það berit að upplýsingar hefðu verið lagðár fram í utanríkis- og sjávarútvegs- nefnd. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði að aðilar hefðu verið sammála um að nefna ekki tölur í þessu sambandi til að þrengja ekki möguleika á að taka upp við- ræður á nýjan leik. í umræðunni komu fram efa- semdir hjá þingmönnum stjórnar- andstöðunnar varðandi það að í samningnum við Færeyinga væri heildarkvóti þjóðanna ákvarðaður 250 þúsund tonn. Töldu þeir hættu á því að sá kvóti gæti orðið fordæmi í samningaviðræðum í framtíðinni. Utanríkisráðherra sagði að samn- ingurinn tæki einungis ti! ársins 1995 og hefði ekkert fordæmisgildi varðandi framtíðina. Morgunblaðið/SHS Samningafundir FÍ A og Flugleiða Afturkippur kom í viðræðumar ENGINN árangur varð af viðræðum samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða um gerð nýs kjarasamnings í gær, að sögn Kristjáns Egilssonar, for- manns FÍA. Deiluaðilar komu sam- an til fundar kl 13 og lauk honum síðdegs, en ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar á mánudag. Björn Theódórsson, fram- kvæmdastjóri flugrekstrar- og stjórnunarsviðs Flugleiða, varðist allra frétta af gangi viðræðnanna. Kristján Egilsson, sagði að við- ræðurnar hefðu ekki verið komnar langt á veg og í gær hefðu mál heldur færst aftur á bak. Kristján vildi ekki greina frá kröfugerð flugmanna á hendur Flugleiðum en sagði að flugmenn hefðu ekki sett fram beinar kaup- hækkunarkröfur, heldur vildu m.a. skilgreina nánar ýmis atriði í sam- bandi við vinnutímareglur. Aðgerðir hugsanlegar ef næsti fundur verður árangurslaus Kristján sagðist telja að samnings- vilja skorti af hálfu viðsemjendanna og aðspurður hvort aðgerðir væru fyrirhugaðar af hálfu flugmanna til að fylgja kröfum eftir sagði hann að flugmenn ætluðu að bíða og sjá hvaða árangur yrði af fundinum á mánu- dag. „Ef ekkert gerist þar, þá getum við ekki beðið fram á sumaráætlun. Það skaðar alla aðila. Okkur er vel ljóst að okkar hagsmunir fara saman við hagsmuni félagsins og okkur er jafn óljúft að sjá illan gang þess eins og stjórnendum ætti að vera, þannig að ef ekkert gengur á mánudag, verðum við að sjá hvaða aðferð við beitum til þess að þeir skilji okkur,“ sagði Kristján. Morgunblaðið/Þorkell íðir í Perlunni SÝNINGIN íðir, sem Rósa Ingólfsdóttir hefur haft veg og vanda af, var formlega opnuð í Perlunni klukkan 17 í gær. Vemdari sýningarinnar, Böðvar Bragason lög- reglustjóri, opnaði sýninguna, en hann sést hér tala við Rósu. Sýningin stendur fram á sunnudag og verður margt til skemmtunar og fróðleiks alla dagana. Tísku- sýningar verða á boðstólum og skartgripir sýndir, svo eitthvað sé nefnt. New York. Morgunblaðið. ., KRISTJÁN Tómas Ragnars- son, forstöðumaður endurhæfing- ardeildar Mount Sinai sjúkrahúss- ins í New York, tók við mannúð- arverðlaunum Dr. Howard A. Rusk við hátíðlega athöfn á Marriott Marquis hótelinu sl. mið- vikudagskvöld. Alþjóðlegi endurhæfingarsjóð- urinn, WRF, sem á 40 ára afmæli um þessar mundir, veitir verð- launin og er Kristján Tómas 33. einstaklingurinn sem þau hlýtur. í umsögn WRF kemur fram að Kristjáni Tómasi sé veitt viður- kenningin þar sem líf hans og starfsferill endurspegli andatrú- mennsku og mannúðarstefnu Dr. Rusks og samtaka hans, Alþjóð- lega endurhæfingarsjóðsins, sem gefið hefur fjölda fólks nýja von um betri heilsu um heim allan. Kveðjur frá Clinton Kristjáni bárust kveðjur víða að, meðal annars frá Bill Clinton Bandaríkjaforseta, sem sagði að markviss vinna Kristjáns sem læknis og uppfræðara hefði þróað endurhæfingarvísindi og fært ótölulegum fjölda fólks vonir og aukin lífsþægindi. Kristján Tómas komst á forsíð- ur dagblaða í Bandaríkjunum fyr- ir rúmum tveimur árum, þegar hann meðhöndlaði kunnan ruðn- ingsleikmann, Dennis Byrd, sem hafði hálsbrotnað á leikvelli. Byrd Islenskur læknir verð- launaður í New York var lamaður fyrst eftir slysið en undir handleiðslu Kristjáns auðn- aðist honum að ganga að nýju. Byrd var heiðursforseti athafnar- innar í fyrrakvöld og greindi frá því hvemig Kristján hefði gefið sér nýja von og kraft, komið sér á fætur þegar lífinu hefði virst lokið, og gæti hann aldrei þakkað Kristjáni nægilega fyrir það sem hann hefði gert. í þakkarávarpi sínu minntist Kristján Dr. Howard A. Rusk, en hann var kennari Kristjáns og síðar samstarfsmaður við end- urhæfingardeild New York há- skólans. Þá sagði hann viðurkenn- ingu þessara virtu samtaka vera mikinn heiður sem hvetti sig til frekari átaka á sviði endurhæf- ingar bæklaðra sjúklinga. í fremstu röð Kristján Tómas útskrifaðist frá læknadeild Háskóla íslands árið 1969. Hann var við framhaldsnám og kenndi einnig við New York háskólann á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann starfaði á Landspítalanum í eitt ár, 1976, en hvarf síðan aftur til starfa í New York. Árið 1986 var Kristján skipaður prófessor og stjórnandi endurhæfingardeildar Mount Sinai sjúkrahússins þar sem hann hefur starfað síðan. Deildin þykir hafa vaxið undir hans stjóra og telst nú í fremstu röð á sínu sviði í Bandaríkjunum. Þá hefur Krist- ján haldið fyrirlestra víða, sent frá sér yfir 100 vísindagreinar og ritgerðir, og hlotið fjölda styrkja fyrir rannsóknir sína á sviði endurhæfingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.