Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 15 * Islensk fjallagrös hf. Nýjar heilsu- vörur Nýtt íslenskt fyrirtæki hyggst setja á markað um miðjan júní heilsuvörur sem unnar eru úr ís- lenskum fjallagrösum. Fyrirtækið er íslensk ijallagrös hf. og var því komið á fót árið 1993. Samkvæmt því sem fram kemur í Púlsinum, fréttablaði Iðn- tæknistofnunar, er ætlunin að framleiða þrjár afurðir úr fjalla- grösum fyrst um sinn, en þar er um að ræða hálstöflur sem fylltar eru með möluðum fjallagrösum, húðkrem og fjallgrasasnafs sem er bitter drykkur um 38% að styrk- leika. Hrein náttúra Kveikjan að þessari starfsemi hér á landi var aukin eftirspum eftir íslenskum fjallagrösum frá evrópskum lyfjaframleiðendum í kjölfar Chemobyl-slyssins árið 1986. Því þótti full ástæða til þess að reyna að framleiða þessar af- urðir hér á landi og vora íslensk fjallagrös stofnuð árið 1993 í þeim tilgangi. Fyrirtækið er í eigu Hvatningar hf., Iðntæknistofnun- ar, Blönduóssbæjar og Iðnþró- unarfélags Norðurlands. Öll fram- leiðsla fyrirtækisins fer fram hér á landi og mun markaðssetning fyrst um sinn miðast við innlendan markað en stefnt er að markaðs- setningu erlendis þegar í sumar. Allra meina bót Fjallagrös innihalda hátt hlut- fall af vatnsleysanlegum fjölsykr- um sem hafa mýkjandi áhrif á slímhúðina og draga því úr særind- um og óþægindum í hálsi. Hál- stöflurnar nefnastSoprano og em, líkt og nafnið bendir til, einkum ætlaðar söngvurum og öðmm þeim er reyna mikið á raddböndin. Snafsinn er bragðbættur með fjallagrösum og verður eingöngu á boðstólum í fríhöfninni í Leifs- stöð. Einnig er ætlunin að fram- leiða húðkrem ætlað fólki með þurra húð. (Wseagate Seagate® er skrásett vörumerki Seagate Technology Inc. Hágæðadiskar á betra verði VIÐSKIPTI ________ Verðbólguhraðinn 0,7% sl. þijá mánuði VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í júníbyrjun reyndist vera 172,3 stig og hafði hækkað um 0,1% frá maímánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í júni reyndist vera 175,9 stig og hafði hækkað um 0,1% frá því í maí, skv. tilkynningu Hagstofu íslands. I síðasta mánuði hækkaði bensín um 3,0% sem olli 0,12% hækkun vísitölunnar. Þá hafði 3,8% hækkun á orlofsferðum erlendis í för með sér 0,11% hækkun vísitölunnar. Hins vegar olli 25% lækkun á grænmeti 0,20% vísitölulækkun. Af einstökum breytingum á græn- meti má nefna að tómatar lækkuðu um 46,9% sem olli 0,09% lækkun vísitölunnar og agúrkur lækkuðu um 36,0% sem olli 0,07% vísitölu- lækkun. Dilkakjöt, nýtt eða frosið, lækkaði um 5,7% sem hafði í för með sér 0,06% lækkun á vísitölu neysluverðs. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,2%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 0,2% sem jafn- gildir 0,7% verðbólgu á ári. Sam- bærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu neysluverðs án húsnæðis svarar til 1,6% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs í júní, sem er'172,3 stig, gildir til verðtrygging- ar í júlí. Vísitala fyrir eldri fjárskuld- bindingar, sem breytast eftir lán- skjaravisitölu, er 3402 stig fyrir júlí. Fossháls 1 110 Roykjavik Slmi 563-4000 ) skutbíll .337.000.- nlegur sjálfskiptur Opel Astra er tilbúinn í feröalagib enda einstaklega rúmgóöur og bjartur er allt aö 1630 lítra. Opel Astra er einn öruggasti bíllinn á markaöinum meö tvöfalda styrktarbita í I öllum hliöum. Eigum örfáa Astra Joy og Corsa Joy á sérstöku tilboðsverði vorum aö fá nýjan sendibíl Opel combo sendibíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.