Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Skrifstofustjóra Slysavarnafélags Islands sagt upp störfum Félagið ber við trúnaðarbresti SKRIFSTOFUSTJÓRA Slysa- varnafélags íslands hefur verið sagt upp störfum. Garðar Eiríks- son, gjaldkeri félagsins, sagði að ástæða uppsagnarinnar væri trún- aðarbrestur milli skrifstofustjór- ans, Guðbjörns Ólafssonar, og stjórnar SVFÍ auk samstarfsörð- ugleika. Guðbjöm kveðst engar skýringar hafa fengið á uppsögn- inni og segir að svo sé komið inn- an SVFÍ, að menn megi ekki hafa eigin skoðanir. Starfsmenn vildu leita sátta milli stjómar og starfsmanna Þá hafa Þór Magnússon, sem m.a. stýrir björgunarskóla SVFÍ og Kristján Friðgeirsson, fulltrúi í björgunardeild, sagt upp störfum. Guðbirni og Kristjáni var gert að hætta áður en lögboðinn uppsagn- arfrestur var liðinn þar sem stjórn SVFÍ túlkaði það sem trúnaðar- brest að þeir skýrðu frá starfs- mannamálum í viðtali í útvarpi í fyrradag. Á blaðamannafundi sem SVFÍ gekkst fyrir í gær kom fátt nýtt fram í málinu annað en það að á starfsmannafundi sem hald- Þrjátíu metra hár reykháfur INNAN skamms verður settur upp við hús fiskinyölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar hf. á Fá- skrúðsfirði nýr þrjátíu metra hár reykháfur úr stáli sem smíðaður var og settur saman á mettíma, þremur vikum. Guðmundur Sveinsson hjá Héðni hf. segir að reykháfurinn verði eftir upp- setningu hans með stærstu stál- reykháfum í landinu. Reykháfurinn var fluttur í fyrrakvöld á stórum flutningabíl frá Héðinshúsinu í Vesturbænum niður í Sundahöfn þaðan sem hann verður fluttur með skipi til Fáskrúðsfjarðar. Reykháfurinn er engin smásmíði. Hann er um 30 metrar á hæð, vegur um 25 tonn og er mest 2,5 metrar í þvermál. inn var í fyrradag var stjórn fé- lagsins falið að leita sátta milli stjórnar og starfsmanna SVFÍ. Garðar Eiríksson sagði að skrif- stofustjórinn væri nákvæmur og ágætur starfsmaður en ef ekki ríkti fullur trúnaður með starfs- mönnum og stjórnarmönnum, eins og í þessu tilfelli, yrðu að koma til einhveijar breytingar. Trúnað- arbrestur hefði orðið milli skrif- stofustjórans og stjórnar SVFÍ og var það einróma ákvörðun stjórn- arinnar að segja honum upp störf- um. Vinnur ekki út uppsagnarfrestinn Stjóm SVFÍ óskaði eftir því að Guðbjörn ynni ekki út uppsagnar- frest sinn og sagði Garðar að ástæða þess væri hin opinbera umræða sem hefði farið í gang um uppsögn hans. Hið sama ætti við um Kristján Friðgeirsson. Garðar sagði að á starfsmanna- fundi sem haldinn var í fyrradag hefði Þór Magnússon lagt fram uppsagnarbréf sitt vegna undan- genginna atburða. Á fundinum hefði verið ákveðið að vinna að lausn mála, bæði innanhúss og innan félagsins. Garðar sagði að stjórnin vonaði að sú vinna leiddi til þess að Þór Magnússon drægi uppsögn sína til baka. Stjórn- arfundur hefur verið boðaður 1. júní nk. og þar verða tillögur í þessum efnum lagðar fram. Garðar bað fyrir hönd stjórnar SVFÍ um vinnufrið og kvaðst ekki geta greint nánar frá því í hveiju trúnaðarbrestur Guðbjörns væri fólginn. Hann sagðí að það tíðkað- ist ekki að gefa mönnum skýring- ar á slíku í smáatriðum. Hann sagði að ágreiningur innan félags- ins snerist hvort tveggja um starfsaðferðir og persónur. Engar skýringar fengið Guðbjöm sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði farið fram á skýringar á uppsögninni en ekki fengið þær. „Eg skrifaði stjórn félagsins 2. júní og fór fram á viðhlítandi skýringar á uppsögn- inni og óskaði eftir svari innan tveggja vikna. Á miðvikudag fékk ég það svar frá stjórninni að ekki væri óskað eftir því að ég ynni út uppsagnarfrestinn." Guðbjörn sagði að slíkt ástand væri að myndast innan SVFÍ að félagið yrði að taka á því innan frá. „Það hefur ekki valist til for- ystu í félaginu fólk sem veldur sínu hlutverki. Það er mín reynsla að menn megi ekki hafa andstæð- ar skoðanir innan félagsins," sagði Guðbjörn. Morgunblaðið/Egill Egilsson VESTURBÆINGAR máttu vara sig þegar reykháfurinn risastóri var fluttur úr Héðinshúsinu í fyrrakvöld um Vesturbæinn og um borð í skip í Sundahöfn. Nýr aðstoð- aryfirlög- regluþjónn HILMAR Þorbjörnsson tók við starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík í gær. Hilmar tekur við af Magnúsi Ein- arssyni, sem skipaður var yf- irlögregluþjónn í Kópavogi fyrir nokkru. Hilmar sagði, aðspurður í gær hvort hann hygðist standa fyrir breytingum í umferðardeild- inni, að nýjum mönnum fylgdu alltaf nýjar áherslur og markmiðið væri að bæta ástandið í umferðinni. „Mein- ingin er að reyna að stjórna deild- inni með þessum góðu mönnum, sem hér eru. Við gerum það í sam- einingu. Ég vona að okkur takist í samvinnu við ökumenn og aðra að koma á betri umferðarmenningu í borginni," sagði Hilmar. Hilmar Þorbjörnsson er fæddur 23. október 1934. Hann hóf störf í lögreglunni í Reykjavík árið 1958. Eiginkona hans er Ágústa Guð- bjartsdóttir. ------♦ ♦ <------ Havel með viðdvöl á Islandi VACLAV Havel forseti Tékklands hafði klukkustundarlanga viðdvöl hérlendis um hádegi á miðvikudag, á leið sinni til Bandaríkjanna ásamt um 12 manna fylgdarliði i flugvél forsetaembættisins. Fulltrúar flugvallaryfirvalda og lögreglustjóraembættisins á Kefla- víkurflugvelli tóku á móti forsetan- um, ásamt ræðismanni Tékklands hérlendis. Jón Ólafsson ræðismaður Tékk- lands á íslandi segir að Havel hafi verið á leið til Bandaríkjanna í bæði opinberum erindagjörðum og einkaerindum. Megintilgangur far- arinnar hafi verið að veita viðtöku nafnbót heiðursdoktors við Har- vard-háskóla. I ) i j Andlát EIRÍKA ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR EIRÍKA Anna Frið- riksdóttir hagfræðing- ur lézt mánudaginn 6. júní sl. 84 ára að aldri. Eiríka fæddist í Ess- en í Þýzkalandi þann 23. desember 1911. Stúdentspróf tók Ei- ríka í Berlín árið 1930 og hagfræðiprófi lauk hún í Prag 1936. Ei- ríka stundaði nám í tölfræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1936-38, og fram- haldsnám í hagfræði í Birmingham 1941- 1944. Á árunum eftir stríðið starfaði Eiríka hjá Sameinuðu þjóðunum, fyrst í London 1946-1947, síðan í New York 1947-1953. Þá flutti hún til íslands og gerðist íslenzkur ríkisborgari árið 1955. Fyrst eftir að hún settist að á íslandi starfaði Eíríka sem hag- fræðingur hjá SÍS, var síðan kenn- ari og starfsmaður Fram k v æmd astof n - unar. Á árunum 1961-62 og 1963-65 kenndi hún - tölfræði við Australian Nati- onal University. Frá árinu 1965 var Eiríka starfsmaður Efna- hagsstofnunar og Þjóðhagsstofnunar, þar sem hún lauk starfsævi sinni 1981. Eiríka var meðal annars kunn fyrir störf sín að neytenda- málum. Hún var um árabil í stjórn Neytendasarntak- anna (1972-1977) og hún tók virk- an þátt í norrænum samvinnu- verkefnum á sviði neytendamála, allt til ársins 1985. Eftir Eiríku liggja meðal annars rit um slys í heimahúsum og varn- ir gegn þeim, en Eiríka beitti sér mjög fyrir verndun barna gegn slysum. Nýtt tölvukerfi kynnt á ráðstefnu uni ávanalyf Virkara eftirlit með aukaverkunum lyfja NÝTT tölvukerfi verður kynnt á ráðstefnu um ávanalyf sem nú stendur yfir á Grand Hótel Reykja- vík. Kerfið verður sett upp á öllum heilsugæslustöðvum á landinu á næsta ári og með notkun þess kom- ast læknar ekki hjá að skrá þær aukaverkanir af lyfjum sem þeir verða varir við hjá sjúklingum sín- um. Á ráðstefnunni, sem lýkur í dag, er fjallað um lyf sem hafa ávana- hættu í för með sér þótt þau séu tekin í venjulegum skömmtum. Þau lyf sem einkum er um að ræða eru róandi lyf svo sem díasepam eða valíum, þunglyndislyf, verkjalyf, sýklalyf og anabólískir sterar. Skráning aukaverkana Erfitt reynist að safna upplýsing- um um aukaverkanir lyfja því lækn- ar láta undir höfuð leggjast að til- kynna þær til heilbrigðisyfirvalda. Að sögn Matthíasar Halldórsson- ar aðstoðarlandlæknis er ástæðan sú að aukaverkanir lyfjanna eru flestar vel þekktar og að skráning þeirra er viðbótarvinna fyrir lækn- ana. Tölvukerfið ætti að auðvelda eftirlit með óæskilegum áhrifum lyfja á fólk og að fylgjast með að læknar fylgi þeim reglum sem gilda um lyfjaávísanir. Hamingjupillan Á ráðstefnunni kemur fram að heilbrigðisyfirvöld hafa vaxandi áhyggjur af notkun nýrra þung- lyndislyfja svo sem Fontex en lyfin hafa verið nefnd „Hamingjupillan". Fyrrverandi landlæknir í Svíþjóð, Bror Rexed, segir að markaðssetn- ing lyíjanna minni á markaðssetn- ingu amfetamínskyldra lyfja á fimmta áratugnum en þau áttu að vera nokkurs konar töfralausn. Hætta sé á að enn og aftur séu komin á markað lyf sem verði gróf- lega misnotuð. Notkun lyfjanna hefur aukist mikið á undanförnum tveimur árum en markaðssetning þeirra hefur gengið út á að þau séu án aukaverkana. Minnt er á að það sama var sagt um díazepam og skyld lyf þegar þau voru fyrst sett á markað en reyndin varð öll önn- ur. Nú þegar er komið í ljós að Fontex hefur ýmsar aukaverkanir, til dæmis getuleysi. Bíla/lyfjaauglýsingar Að sögn Ólafs koma 95 hundr- aðshlutar þeirra upplýsinga sem til eru um lyf frá lyfjaframleiðendum en einungis 5% frá yfirvöldum eða óháðum vísindamönnum og segir hann að nauðsynlegt sé að breyta þessu. Brögð séu jafnvel að því að framleiðendur auglýsi lyf eins og um bifreiðar sé að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.