Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ1995 31 - AÐSENDAR GREINAR Alþjóðabankinn á Suðurlandsbraut 30 ÞANN 23. maí sl. birtist stór- furðuleg grein í Morgunblaðinu sem bar fyrirsögnina „Eiga lífeyris- sjóðimir að fjárfesta erlendis“, en höfundur var Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri SAL,_Sambands almennra lífeyrissjóða. Ég vil taka það fram vegna þess sem á eftir kemur að Hrafn er persónulega ágætis maður og það sem gerir mig enn sárari vegna þessara skrifa hans er sú staðreynd að hann er af góðum Dagsbrúnarættum. Hrafn er í grein sinni eitthvað að svara Birgi Isleifi, seðlabanka- stjóra, sem að mér skilst hefur varað við fjárfestingum lífeyris- sjóðanna erlendis. Kenning Hrafns er í stuttu máli sú að nú séu lífeyrissjóðimir aðeins búnir að fjárfesta í erlendum verð- bréfum og hlutabréfum fyrir um tvo milljarða króna. En í lok grein- ekki síðri en erlendis. Hrafn kvartar undan því að húsbréf hafí lækkað að raungildi um 3%, hvaðan sem hann nú hefur þá tölu, en hann sleppir að geta þess að milli 10-20% afföll voru af húsbréf- unum sem lífeyrissjóð- imir keyptu. Þetta minnir mig á að ég frétti af því í vetur að nokkrir for- ystumenn lífeyrissjóða hefðu laumast til London og verið á rölti í kauphöllinni þar. Að vísu var vel og ræki- lega þagað yfir þessu ferðalagi þeirra. Hvað er nú næst? Mega launþegar, sem jafnframt eru eig- endur lífeyrissjóðanna, vænta þess að sjá stjórnendur þeirra í tíðum ferðum á Saga Class með milljarðafúlgumar í kauphallarbraski er- lendis meðan okkur sárvantar fé til fram- kvæmda innanlands og verðum að hreinsa af okkur atvinnuleys- ið? Hrafn telur að í væntanlegum kaupum á skulda- og hluta- bréfum erlendis muni þeir sjóðastjórar hafa sér til fulltingis góða og trausta erlenda ráðgjafa. Það má víst ekki óska Hrafni og kollegum hans þess, að ráðgjafarnir verði í jafn miklu áliti fyrir snilli á fjármála- sviðinu og hann Leeson sem setti Guðmundur J. Guðmundsson Barings-bankann á hausinn hérna um daginn. Leeson þessi var „díl- er“ fyrir Barings-bankann í Singa- pore og talinn einn traustasti og hæfasti „díler" breskra banka og Barings-banki einn traustasti og besti banki Bretlands. Mér er minnisvert að þegar At- vinnuleysistryggingasjóður var stofnaður árið 1956 þá var sagt í stofnskrá sjóðsins að tilgangurinn væri í fyrsta lagi að lána fé með góðum tryggingum til að afstýra atvinnuleysi og i öðru lagi að greiða þeim bætur sem atvinnulausir væm. Þessi sjóður lánaði mjög vel mörgum atvinnufyrirtækjum frá 1960-1974 og afstýrði víða at- vinnuleysi. Að vísu eru samskonar ákvæði ekki í lögum lífeyrissjóð- anna. Hins vegar ef að lífeyrissjóð- irnir eiga ráðstöfunarfé svo millj- örðum skiptir umfram skuldbind- ingar þá er ekkert hagkvæmara lífeyrissjóðunum heldur en að ávaxta fé sitt á þann hátt að sem flestir hafí vinnu og greiði í lífeyris- sjóðina, ég tala nú ekki um þegar þeir eiga kost á góðri ávöxtun innanlands. Sjóðir lífeyrissjóðanna geta verið gott hjálpartæki til að tryggja at- vinnu í landinu og það er áhættu- laust fyrir þá með þeim kjörum sem í boði em hérlendis. Hvemig for- stjóra Sambands almennra lífeyris- sjóða getur yfirsést jafn einfalda hluti er mér hulin ráðgáta og ekki minnkar siðferðileg skylda við ríkissjóð um góð verðbréfakaup eftir að búið er að gera greiðslur til lífeyrissjóðanna skattfijálsar. Eigum við eftir að uppíifa það að sjá fulltrúa lífeyrissjóðanna á næstu árum í kauphöllum við að kaupa hlutabréf og skuldabréf í til dæmis í Bethlehem Steel, General Motors, IBM og Daimlier Benz og kannski má maður næst vænta þess að vitleysan taki á sig svo kátbroslega mynd að Lífeyrissjóður bænda taki að ávaxta fé sitt í dönskum ostagerðarfyrirtækjum, en ég hef heyrt að sá sjóður sé í þessu kompaníi? Stjórnendur lífeyrissjóða vil ég biðja um að halda sig heimavið, nema þegar þeir fara í venjulegar orlofsferðir til útlanda. Hrafn Magnússon, forstjóra SAL, vil ég að lokum aðeins ávarpa með orðum skáldsins sem sagði, „Ekki meir, ekki meir.“ Höfundur er formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Ekkert er lífeyrissjóðun- um hagkvæmara held- ur, segir Guðmundur J. Guðmundsson, en að ávaxta fé sitt á þann hátt að sem flestir hafí vinnu og greiði í þá. arinnar segir Hrafn: „Hitt er þó jafnljóst að lífeyrissjóðirnir munu hægt en örugglega feta sig áfram með fjárfestingar erlendis, enda mæla öll rök fyrir því að slíkt sé bæði hagkvæmt sjóðsfélögum líf- eyrissjóðanna og í reynd þjóðarbú- inu í heild sinni.“ Maður á bókstaflega ekki orð þegar maður les slíkt. Þúsundir manna ganga atvinnulausar á ís- landi. Greinilegt er að meira fé þarf að veita út í atvinnulífið og í einstakar framkvæmdir ef atvinnu- leysi á ekki að verða hér viðvar- andi. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- anna er nú um 50 milljarðar króna þegar undanskildar eru skuldbind- ingar þeirra fyrir sjóðsfélaga. Er ekki augljóst mál að hluta af þessu ráðstöfunarfé verður að lána í ís- lenskt atvinnulíf til þess m.a. að útrýma atvinnuleysinu og auka framleiðslu? Er hagkvæmara fyrir þjóðarbúið að ríkið taki erlend lán til að halda uppi atvinnu- og fram- kvæmdastigi, en lífeyrissjóðirnir á sama tíma veiji milljörðum til kaupa á hlutabréfum og skulda- bréfum erlendis? Allar tölur Hrafns í grein þess- ari eru rangar. Fram til þessa hafa lífeyrissjóðir getað lánað fé með góðum vöxtum og í dag geta þeir keypt vísitölutryggð ríkisskulda- bréf eða ríkisvíxla áhættulaust með fyllilega sambærilegum kjörum og Al.VEG ElNSTÖK ('ÆDI SUMARTHBOÐ Þegar gamla ryksugan sýgur sitt sí&asta, jbó er kominn tími til að endurnýja. Er jpá ekki tilvalið að skoða AEG möguleikana. AEG Ryksuga Vampyr 7400 1400 w. Þrjár sogstillingar. Sexföld síun.Ultrafilter skilar 99.97% hreinu lofti. PokastærS 4 L. Inndraganleg snúra. Lengjanlegt sogrör. Fylgihlutageymsla. Verb áður 18.720,- e&a 17.789,- stgr. Ver& nú 15.900,- stgr. BRÆÐURNIR Lágmúla 8, Sími 553 8820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.