Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Átakanleg
örlagasaga
LEIKOST
Ilallgrímskirkja
HEIMUR GUÐRÍÐAR
Höfundur og leikstjóri: Steinunn Jó-
hannesdóttir. Tónlist: Hörður Áskels-
son. Leikmynd og búningar: Elin
Edda Ámadóttir. Hljóðstjóm: Guð-
mundur Finnsson. Mánudagur 5.
júní.
SÍÐASTA heimsókn Guðríðar
Símonardóttur í kirkju Hallgríms
er undirtitill verksins sem hefst á
því að Guðríður, uppnefnd Tyrkja-
Gudda í íslenskri sagnfræði, stend-
ur yfír líki sonar síns í kirkjunni
í Saurbæ við Hvalfjarðarströnd.
Hún er háöldruð og hefur misst
allt.
Það er í kirkjunni sem hún rifj-
ar upp ævi sína. Ávarpar látinn
eiginmann sinn til að reyna að fá
svör við einhveijum af öllum þess-
um hvers vegna-spumingum. En
það er fátt um svör og gamla
konan röltir út, lotin í herðum. Á
ekkert nema trúna.
Það verður að segjast eins og
er að þessi kona er óvenjulega
áhugaverð. Það voru engin smá
örlög sem mættu henni í lífínu;
ekkert lítið sem Guð lagði á hana.
Og er næsta óviðeigandi hvemig
hún hefur verið afgreidd í ís-
lenskri sagnfræði.
Ævi Guðríðar er frásögn og
hefst þar sem hún er ung kona í
Vestmannaeyjum, gift með einn
son, þegar Tyrkir koma og fara
ránshendi um eyjarnar. Ræna,
rapla, nauðga, drepa. Flytja fólk
til síns lands og selja í ánauð.
Frásögnin er tvískipt. Annars veg-
ar segir hin aldraða Guðríður
(Helga Bachmann) frá, hins vegar
Guðríður yngri (Helga E. Jóns-
dóttir) og er það sú yngri sem
leikur samskipti við Hallgrím
(Þröstur Leó Gunnarsson). Soninn
Sölmund bamungan sem er num-
inn á brott með henni leikur Bjöm
Brynjólfur Björnsson og ungling-
inn Sölmund leikur Guðjón Davíð
Karlsson.
Þetta verk Steinunnar Jó-
hannesdóttur fínnst mér gott. Sag-
an er grípandi, textinn er fallegur
og vel skrifaður. Hún hefur valið
sér erfitt form; frásagnar- og upp-
rifjunarform en brýtur það upp
með því að færa frásögnina á
milli Guðríðar eldri og Guðríðar
yngri og vekja til lífs á sviðinu
samskipti Guðríðar við þá tvo
menn sem hafa haft dýpst áhrif á
hana í lífínu; soninn Sölmund sem
hún skildi eftir í Tyrklandi, af
óviðráðanlegum ástæðum, og
Hallgrím sem hún virðist hafa
verið hamingjusöm með, a.m.k.
um tíma.
Textinn er vel fluttur af þeim
Helgu Bachmann, Helgu E. Jóns-
dóttur og Þresti Leó Gunnarssyni.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
AÐSTANDENDUR í lok sýningar.
Fyrir mér munar þar mestu um
flutning Helgu Bachmann. Hún
hefur frásögnina þar sem Guðríður
eldri sest inn í kirkjuna þar sem
lík sonar hennar liggur. Sorgin,
tómleikinn og auðnuleysið í rödd-
inni er þvílíkt að tilfínningamar
sem liggja undir texta verksins
ná heljartökum á manni. Þetta er
eins og að hlusta á fagra tónlist.
Guðríður yngri, leikin af Helgu
Jónsdóttur, er öðravísi. Hún er
óþreyjufull og lengst af svo sterk-
ur vilji sem ber hana áfram, þótt
smám saman megi segja að æsku-
þróttur og vongleði dvíni. Þröstur
Leó Gunnarsson skilar sínu líka
vel. Þau koma öll tilfínningum
persónanna til skila, jafnvel þótt
þau þurfí að leika í gegnum hátal-
ara og allt bergmáli í kirkjunni.
Tónlistin sem verkinu var valin er
áhrifarík.
Ekki treysti ég mér til að fjalla
um sýninguna að öðra leyti en því
sem snýr að texta og flutningi
hans. Og er það vegna þess að ég
sá ekki sýninguna. Það er að segja,
ég sat svo áftarlega að ég sá ekki
neitt, utan tvö til þijú skipti sem
ég fékk lánaðan kíki hjá sessu-
nauti mínum og komst að raun
um að höfuðbúnaður og smink
Guðríðanna var mjög vel unnið.
Það er algert lágmark þegar
gagnrýnendur eru boðaðir á sýn-
ingu að þeir sjái hana. Ekki vegna
þess að við sem störfum við þetta
eigum að njóta forréttinda, heldur
vegna þess að það er varla hægt
að tjá sig um það sem maður sér
ekki. Ég sá aldrei búningana. Ég
sá ekki neina leikmynd. Ég sá
ekki hvernig persónurnar hreyfðu
sig á sviðinu. Ég hefði alveg eins
getað hlustað á verkið í útvarpi.
Þetta er skaði því efniviðurinn er
mjög áhugaverður og mér fínnst
hafa verið illa farið með hann að
setja hann upp í þessari kirkju
með sinn hroðalega hljómburð, þar
sem stærstur hluti áhorfenda sá
ekki neitt. Ég vona að við fáum
annað tækifæri til að sjá þessa
leikara vinna úr honum, við aðrar
aðstæður.
Súsanna Svavarsdóttir
Tímarit
• ÞRÍTUGASTI og þriðji árgangur
Sögu, tímarits Sögufélags, er kom-
inn út. Tímaritið er helsti vettvang-
ur í landinu fyrir greinar um sagn-
fræðileg efni og er fjölbreytt að
vanda.
Fyrsta ritgerð þessa bindis er
eftir Val Ingimundarson og ber
heitið „Áhrif bandarísks fjármagns
á stefnubreytingu vinstri stjómar-
innar í varnarmálum árið 1956“.
Ritgerð Vals hlaut verðlaun í rit-
gerðarsamkeppni sem Sögufélag,
Sagnfræðifélag íslands og Sagn-
fræðistofnun Háskóla íslands efndu
til í tilefrii 50 ára afmælis íslenska
lýðveldisins á síðastliðnu ári.
Þá eru birt erindi af ráðstefnu
sem Sagnfræðingafélag íslands
hélt snemma á árinu 1994 um sögu-
skoðun íslendinga og áhrif sögunn-
ar á sjálfsmynd Islendinga en þessi
mál hafa verið mjögtil umræðu á
undanföram áram.
Þorsteinn Helgason skrifar rit-
gerð sem hann nefnir „Hveijir voru
Tyrkjaránsmenn?" þar sem hann
veltir fyrir sér spurningunni um
uppruna ránsmanna hér á landi
árið 1627, auk þess sem hann setur
Tyrkjaránið í alþjóðlegt sögulegt
satnhengi.
í ritgerðinni „Ömmuskeytin"
ijallar Jón Þ. Þór um mikið hitamál
í íslensku þjóðlífí á árunum milli
stríða, loftskeytasendingar á dul-
máli um ferðir varðskipa. Ármann
Jakobsson skrifar greinina „Hákon
Hákonarson: Friðarkonungur eða
fúlmenni?"
Að venju birtir Saga fjölda rit-
dóma um verk sögulegs efnis. Að
þessu sinni er fjallað um 27 rit í
23 ritdómum.
Sú nýbreytni var tekin upp á
þessu ári að skipa sameiginlega rit-
stjórn fyrir bæði tímarit Sögufé-
lagsins og var ákveðið að Saga
kæmi út að vori en Ný saga að
hausti. í ritstjórninni sitja Anna
Agnarsdóttir, Guðmundur J. Guð-
mundsson, Guðmundur Jónsson,
Ragnheiður Mósesdóttir og Sigurð-
ur Ragnarsson.
LÍNA langsokkur fer í Ævintýrakringluna á morgun til að
frelsa börnin sem þar eru í gæslu.
Lína í Ævintýra-
kringlunni
LEIKFÉLAG Reykjavíkur
gengst í samvinnu við forráða-
menn átaksins Island - sækjum
það heim og Kringluna til
skemmtunar við Borgarleik-
húsið og á Kringlutorginu á
morgun, laugardag. Skemmt-
unin hefst kl. 13 við Borgar-
leikhúsið, þar sem snýr út að
Kringlutorginu.
Til skemmtunar teflir Leik-
félagið fram söngatriðum úr
söngleiknum Jesús Kristur
Súperstar, sem áætlað er að
frumsýna um miðjan júlí, og
fyrir yngri kynslóðina mætir
Lína Langsokkur á staðinn.
Heyrst hefur að Lína ætli í
Ævintýrakringluna til að
frelsa börnin, sem þar eru í
gæslu og taki þau með sér út
í sumarið.
Sýning á óþekktum
myndum
Á SÍÐASTA ári fannst
safn af ljósmyndaplötum í
risinu á Laugavegi 46 í
Reykjavík. Plöturnar vora
afhentar Þjóðminjasafn-
inu til varðveislu. Eftir að
búið var að gera eftirtökur
eftir plötunum kom í ljós
að þetta var safn af plöt-
um frá ljósmyndastofu
Bjarna Kristins Eyjólfs-
sonar (1883-1933) frá
Hofsstöðum í Hálsasveit.
Bjami rak ljósmyndastofu
undir heitinu Atelier Mod-
erne í Templarasundi í
Reykjavík árin 1904-
1910. Stofan þótti ein sú
fínasta í landinu á þeim
tíma.
Alls fundust 800 ljós-
myndaplötur frá stofunni,
nær eingöngu manna-
myndir. Allt var fólkið óþekkt þeg-
ar eftirtökurnar voru gerðar, en
búið er að bera kennsl á fáeina
einstaklinga.
Nú er leitað til gesta safnsins
til að sjá hvort unnt reynist að
þekkja fleiri. Safnið hefur áður
SÝNING verður áóþekktum myndum
í Þjóðminjasafninu 8.-25. júní.
gengist fyrir sýningum á óþekkt-
um myndum með góðum árangri.
Sýnmgin í Bogasal Þjóðminja-
safns íslands frá 8.-25. júní og
er opin á opnunartíma safnsins
alla daga frá kl. 11-17 nema
mánudaga en þá er lokað.
Leiksýning við Vogaskóla
FYRSTA sýning Sumarleikhúss
barnanna verður við Vogaskóla í
dag, föstudag, og hefst hún kl.
16. Þar munu börnin sýna þijá
frumsamda sjónleiki, götuleikhús
Hins hússins kemur í heimsókn
og skemmtivagn ÍTR verður á
staðnum með útval leiktækja.
Þátttakendur í Sumarleikhúsinu
eru á aldrinum 6-12 ára og hafa
þeir undanfarna viku unnið hörð-
um höndum við að semja og æfa
leikþætti og búa til leikbúninga
og leikmunu. Allir íbúar hverfís-
ins, sem og aðrir Reykvíkingar,
eru velkomnir á sýninguna.
Sumarleikhúsið er opin leik-
smiðja fyrir börn og er starfstími
þess á hveijum stað frá mánudegi
til fimmtudags kl. 10-16. A
fimmtudögum sýna börnjn síðan
afrakstur verka sinna. í næstu
viku, 12.-15. júní, verður Sumar-
leikhúsið við Grandaskóla.