Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ1995 2ö Menning- arhátíð í Mun- aðarnesi Á ANNAN í hvítasunnu opnuðu Bryndís Jónsdóttir og Kristín Geirsdóttir myndlistarsýningu í Munaðamesi, orlofshúsabyggð BSRB í Borgarfirði. Við opnun- ina lék Blásarakvintett Reykja- víkur, Einar Ólafsson skáld las ljóð og KK og Þorleifur spiluðu. Þær Bryndís og Kristín stund- uðu nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og hafa haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Árið 1993 sýndu þær saman í Ólafs- vík og árið 1994 í Deiglunni á Akureyri. Kristín er þátttakandi í sýningunni Andinn sem nú stendur yfir í Hafnarborg í Hafnarfirði. Bryndís tók þátt í sýningunni íslensk leirlist á Kjarvalsstöðum fyrr á þessu ári. Á sýningunni í Munaðamesi sýnir Kristín málverk, pastel- myndir og tréristur. Bryndís sýnir leirverk úr steinleir og postulíni. Þetta er fimmta sumarið sem myndlistarsýningar eru haldnar í veitingasalnum í Munaðamesi. Sýningin stendur til 5. sept- ember. Krapp leikur Bach, Liszt og Bartholdy BACH, Liszt, Bartholdy og Reger eru á efnisskrá prófess- ors Edgars Krapps á tónleikum í Hallgríms- kirkju í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru liður í Kirkjulista- hátíð 1995. Edgar Krapp hefur í mörg ár verið einn af þekktustu organistum Þýskalands. Hann hefur þrisv- ar sinnum unnið til verðlauna fyrir hljómplötur sínar og leik- ið með mörgum frægum stjórnendum svo sem Kubelik, Davis, Stein og Inbal og farið í margar tónleikaferðir innan Evrópu, til Ameríku og Jap- ans. Edgar Krapp er nú kennari við Tónlistarháskólann í Múnchen. Guðni sólisti á Sólon GUÐNI Franzson verður „sólisti á Sólon" næstkomandi sunnudagskvöld. Guðni er einn af forsprökkum Caput-hóps- ins, sem nýlega hlaut menn- ingarverðlaun DV. Auk þess að leika hin marg- víslegu sóló á klarinettuna er Guðni einn af stofnendum Keltanna. Truin flytur fjöll KVIKMYNPIR Bí ó h ö11 i n ENGLARNIR (ANGELS IN THE OUTFIELD) ★ ★ Leikstjóri William Dear. Handrits- höfundur Dorothy Kingsley, byggt á samn. kvikmyndahandriti frá 1951. Kvikmyndatökustjóri Matthew Leo- netti. Tónlist Randy Edelman. Aðal- leikendur Danny Glover, Tony Danza, Brenda Fricker, Ben John- son, Christopher Lloyd, Jay O. Sand- ers, Joseph Gordon-Levitt. Banda- rísk. Caravan Pictures 1994. ENDURGERÐ vinsællar myndar frá 1951 segir frá litlum, munaðar- lausum snáða (Joseph Gordon- Levitt) sem biður Guð um gott gengi til handa uppáhalds hornabol- taliðinu sínu, bæði liðsins vegna og eins vonast hann til að velgengni þess geti orðið til þess að hann endurheimti föður sinn. Drottinn allsheijar svíkur ekki unga einstæð- inginn heldur færir liðinu hans sannkallaða himnasendingu og leysir fjölskyldumálin. Lítil og sæt mynd sem efnisins vegna á ósköp lítið erindi til okkar. íslendingar hafa ámóta mikinn áhuga og þekkingu á hornabolta og landamærum Burkina Faso. Boðskapurinn er ljúfur og í anda þeirra melódramatísku, létt væmnu og guði þóknanlegu fjölskyldu- mynda sem lengi settu svip sinn á alla framleiðslu Disney-fyrirtækj- anna. Ef þú trúir á Guð og sjálfan þig gerast kraftaverkin. Mundu það, stúfur minn. Nokkrir valinkunnir skapgerðar- leikarar hressa uppá framhliðina, en segja fátt af viti. Gordon-Levitt stendur sig prýðilega í hlutverki stráksa en hlutverk þjálfarans er of burðarlítið fyrir Danny Glover. Leikstjórnin er linjuleg, t.a.m. eru lykilatriði undir lokin ótrúlega bragðlaus, engu líkara en Rocky, og þær myndir allar, hafi farið gjör- samlega framhjá Dear, sem er gam- alreyndur B-myndasmiður. Sæbjörn Valdimarsson Aukasýninffar - „Mitt bælda líf “ LEIKFÉLAGIÐ Leyndir draumar hefur ákveðið að fjölga sýningum á leikriti sem nefnist „Mitt bælda líf“ og verða því aukasýningar i dag, á morgun og á þriðjudag. Leik- ritið er frumsamið af Hlín Agnars- dóttur, sem jafnframt er leikstjóri sýningarinnar, og leikhópnum. Leikritið fjallar um Baldur sem þorði ekki að lifa en átti 8.000 bækur, rithöfundinn Ragnar, fram- kvæmdakonuna Önnu Osk og ann- að fólk sem varð á vegi Baldurs í lífinu. Sýningar fram fram í Mögu- leikhúsinu við Hlemm og heijast kl. 20.30. ISLAND - UNGVER J ALAND Á LAUGARDALSVELLI SUNNUDAGINN 11. JÚNÍ KL. 20:00 Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson, Spörtu og hjá íslenskum getraunum. Einnig á Laugardalsvelli, laugardag kl. 11:00 - 18:00 og sunnudag frá kl 11:00. Verð aðgöngumiða: í stúku: 1.500 kr. í stæði: 1.000 kr. Börn og unglingar, 10-16 ára: 500 kr. Börn yngri en 10 ára fá ókeypis inn. Pakkatilboð í forsölu: 10 stúkumiðar á 12.000 kr. SAMSTARFSAÐILAR KSI íslandsbanki Prentsmiðjan | I íwr Isttak gks BMSXIR ES NÝHERJI #Ska,,<1ia S MUjW VISA /5LANO HEKLA QQTT FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.