Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT * Aformum um að sökkva borpalli mótmælt Brussel. Reuter. RITT Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmda- sljórn Evrópusambandsins, segir nauðsynlegt að hætta að sökkva hlutum á borð við olíu- borpalla í hafið eftir að notkun þeirra er hætt. „Hvernig eigum við að skýra það fyrir borgurum Evrópu að brýnt sé að þeir hendi gler- flöskum í sérstaka gáma að lok- inni notkun ef við leyfum á sama tíma olíufyrirtækjum að farga stórum vinnupöllum á úthöfunum,“ sagði Bjerrega- ard. „Það er því kominn tími til að við tökum pólitíska ákvörðun um að banna förgun af þessu tagi,“ bætti hún við. Hart er nú deilt um áform Shell í Bretlandi að farga ónýt- um olíuborpalli í Norðursjóinn. Ottast umhverfisverndarsam- tök að ef Shell láti verða af því að sökkva borpallinum geti það orðið öðrum olíufélögum for- dæmi. Um fjögur hundruð olíu- borpalla þarf að úrelda á næstu árum. Angela Merkel, umhverfis- ráðherra Þýskalands, sagði í Reuter gær að þýska stjórnin væri and- víg þvi að borpallinum yrði sökkt en hins vegar sæu menn engan lagalegan möguleika á að stöðva áform Breta. A myndinni má sjá félags- menn í Greenpeace-samtökun- um klifra upp á olíuborpallinn Brent Spar til að mótmæla áformum Shell. Svíþjóð sækir um áheyrnaraðild að Schengen-samkomulaginu Leggja áherzlu á „norræna lausn“ Stokkhólmi. Reuter. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, tilkynnti formlega á miðvikudag að Svíþjóð hygðist sækja um áheyrnaraðild að Schengen-samkomulaginu um af- nám vegabréfaeftirlits' á landa- mærum ESB-ríkja. í umsókn Svía verður lögð áherzla á að „norræn lausn“ finnist þannig að ísland og Noregur geti tengzt Schengen- samstarfinu og þannig verði nor- ræna vegabréfsfrelsið varðveitt. Carlsson skýrði utanríkismála- nefnd sænska þingsins frá ákvörð- un ríkisstjórnar sinnar á miðviku- dag. Búizt er við að stjórnin leggi tillögur sínar fyrir nefndina í dag og að í næstu viku verði þingum- ræða um málið. Norræni samningurinn reynzt vel í yfírlýsingu sænska utanríkis- ráðuneytisins segir að í umsókn Svíþjóðar verði ákvæði um að skil- yrði fyrir fullri aðild að Schengen og þar með afnámi vegabréfaeftir- lits, sé að áfram verði ftjáls för án vegabréfs milli Norðurlandanna tryggð. „Norræni samningurinn um afnám vegabréfsskyldu hefur reynzt vel í 40 ár og er mikilvæg- ur hluti evrópsks samstarfs,“ seg- ir í yfirlýsingunni. Finnland hefur þegar sótt um áheyrnaraðild að Schengen og Danmörk hefur verið áheyrnarað- ili um nokkurt skeið. Búast má við að viðræður við norrænu ESB- ríkin þijú um þátttöku þeirra í samstarfinu hefjist á næstu mán- uðum. Síðan yrði rætt við ísland og Noreg, en bæði ríkin hafa sýnt áhuga á að taka að sér gæzlu ytri landamæra Evrópusambands- ins. Græningjar á móti Flokkur umhverfisverndarsinna í Svíþjóð hefur mótmælt áformum ríkisstjórnarinnar og telur að með Schengen-aðild muni „fíkniefni flæða frjálst yfir landamærin." Dómstóll í Afríkuríkinu Kenýa leitar til Interpol Vilja láta handtaka tvo blaðamenn frá Noregi Ósló. Morgunblaðið. DÓMSTÓLL í Kenýa hefur gefið út handtökutilskipun á hendur tveimur blaðamönnum norska blaðsins Aftenposten og farið þess á leit við alþjóðalögregluna Interpol að hún lýsi eftir þeim og komi þeim í hendur yfirvalda í Kenýa. Blaðamaðurinn Jan Gunnar Fur- uly, sem er fréttaritari Morgun- blaðsins í Noregi, og ljósmyndarinn Finn Eirik Stromberg, voru teknir til fanga í Nakuru í Kenýa fýrir hálfum mánuði er þeir fylgdust með réttarhöldum yfir andófsmanninum Koigi wa Wamwere. Norska stjórnin mótmælti á sín- um tíma handtöku Wamwere, sem búið hafði í útlegð í Noregi og þar býr kona hans og börn ennþá. Stjórnin í Kenýa svaraði mótmæl- unum með því að slíta stjórnmála- sambandi við Norðmenn 1990. Wamwere er fyrrverandi þing- maður sem barist hefur fyrir mann- réttindum í Kenýa. Hann á yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir meinta árás á lögreglustöð. Alþjóð- Tíma- móta- heimsókn FORSETI Taiwan, Lee Teng- hui, með blómvönd sem hon- um var færður við komuna til Bandaríkjanna á miðvikudag. Lee er í einkaheimsókn og hafa Bandaríkjamenn reynt að gera sem minnst úr póli- tískri hlið heimsóknarinnar. Ferð forsetans hefur vakið hörð viðbrögð stjórnvalda í Kína, sem eru andvíg auknum tengslum Bandaríkjamanna og Taiwan. Lee er fyrsti for- seti Taiwan sem heimsækir Bandaríkin og í gær hugðist hann heimsækja Cornell- háskóla í New York-ríki, en þar var Lee áður við nám. Blaðamannafundi, sem ætlun- in var að Lee héldi eftir að hafa flutt ræðu í háskólanum, var aflýst. Búist er við að Lee muni, á einkafundum með bandarískum þingmönnum og ef til vill ríkisstjóra New York, le&gja áherslu á að Taiwan fái að gerast meðlimur í Samein- uðu þjóðunum og aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Reuter Reuter JAN Gunnar Furuly (t.v.) og Finn Eirik Stromberg. Mynd- in var tekin er þeir mættu fyrir dómara í bænum Nak- uru í Kenýa. leg mannréttindasamtök segja að ákæran sé upplogin, hann sé í raun samviskufangi. Blaðamönnunum hefur verið gef- ið að sök, að hafa farið inn á bann- svæði, tekið ljósmyndir af þremur lögreglustöðvum í heimildarleysi, fyrir að hindra lögreglumann í starfí og streitast gegn handtöku. Voru þeir látnir lausir gegn tryggingu en gert að mæta fyrir rétt sl. mið- vikudag. Þangað mættu Furuly og Strem- berg ekki og gaf dómarinn William Tuiyot þá út handtökutilskipun á hendur þeim og lýsti eftir þeim í gegnum Interpol. Staðfesti hæsti- réttur Kenýa handtökutilskipunina og Interpol verði við óskinni eiga mennirnir í versta falli yfir höfði sér handtöku fari þeir út fyrir land- steinana. Tuiyot hundsaði allar til- raunir lögmanna blaðamannanna til að lesa upp bréf frá þeim þar sem skýringar voru gefnar á fjar- veru þeirra og óskað eftir því að þær yrðu til greina teknar. Norska utanríkisráðuneytið hef- ur brugðist hart við úrskurði Tuiy- ots dómara og lýst réttarhaldi yfir blaðamönnunum sem skrípaleik. Norsk stjórnvöld geta óskað eftir því við Interpol að ekki verði lýst eftir þeim þar sem pólitískar ástæð- ur liggi að baki ákvörðun dómar- ans. Glæpsamlegu athæfí sé ekki fyrir að fara. Keating vill ekki verða forseti Canberra. Reuter. Hvergi slak- að á Evró- klónni • EVRÓPSKA rafmagnsstaðl- aráðið (CENELEC), sem lengi hefur barizt árangurslaust fyrir því að rafmagnsklær og -innst- ungur í Evrópuríkjum yrðu sam- ræmdar, segist munu halda ótrautt áfram og setur sjálfu sér nú frest til ársloka 1996 til að (júka ætlunarverki sínu. Ráðið hafnaði í april síðastliðnum til- lögum um nýja Evró-kló, sem koma átti í stað 20 mismunandi tenginga, sem valda ferðamönn- um og kaupendum rafmagns- tækja í Evrópu miklum óþægind- um og hugarangri. Fulltrúar Bretlands og Þýzkalands eru á meðal þeirra, sem voru á móti nýju klónni. Brezka raftækni- nefndin hafnaði tillögunni vegna þess að liún var ekki ánægð með innstungurnar. • ÞINGMENN úr öllum flokkum hafa endurvakið hreyfinguna „Bretland í Evrópu“, sem lagði að kjósendum fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um EBE-aðild árið 1975 að greiða atkvæði með áframhaldandi veru Breta í bandalaginu. Giles Radice, for- maður brezku Evrópuhreyfing- arinnar, segir að „fornesþjutaut" ESB-andstæðinga skaði ekki að- eins tengsl Bretlands við önnur ESB-ríki, heldur stofni það sjálfri ESB-aðiId landsins í hættu. Radice, sem er þingmaður Verkamannaflokksins, sagði að kæmi til nýrrar þjóðaratkvæða- greiðslu um ESB-aðiId, vildu Evrópusinnar vera tilbúnir til bardaga. PAUL Keating, forsætisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki sækjast eftir emb- ætti forseta ef Ástralir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að stofna lýðveldi. Keating kynnti á miðviku- dag áform um að ástralskur forseti tæki við embætti þjóðhöfðingja af Elísabetu Bretadrottningu árið 2001. Konungssinnar hafa margir hveijir gagnrýnt Keating harðlega og saka hann um að sækjast eftir embættinu sjálfur. „Ég myndi aldr- ei gefa kost á mér, aldrei,“ sagði Keating við ástralska útvarpið í gær. „Ég er þeirrar skoðunar að maður sem tengist stjórnarskrár- breytingum með þetta nánum hætti megi á engan hátt reyna að nýta sér þær sjálfum sér í hag.“ Jákvæð viðbrögð fjölmiðla við lýð- veldishugmyndum Samkvæmt tillögu Keatings yrði forseti kjörinn af þinginu og yrði að hljóta tvo þriðjuhluta atkvæða til að ná kjöri. Stjórnmálamenn sem gæfu kost á sér mættu ekki hafa haft afskipti af stjómmálum í fímm ár. Er ætlunin að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið annað- hvort 1998 eða 1999. Skoðana- kannanir hafa undanfarin ár bent til að 50-60% íbúa séu hlynnt því að Ástralía verði lýðveldi. Ástralskir fjölmiðlar fögnuðu til- lögunum og sögðu óhjákvæmilegt að stofna lýðveldi. Leiðarahöfundur The Daily Telegraph Mirror sagði þetta vera spurningu um þroska. „Við eru orðin að fullvaxta þjóð og rétt eins og öll börn verða að sýna fram á sjálfstæði sitt þegar þau ná unglingsaldri er orðið tímabært að við vörpum hinum táknrænu tengsl- um við Bretland fyrir róða. Stofnum lýðveldi," sagði í forystugrein blaðs- ins; I leiðara Sydney Morning Herald sagði að óhjákvæmilegt væri að stofna lýðveldi en að miklu skipti hvemig nýr forseti yrði kjörinn. Ef ekki næðist samstaða um það væri hætta á að málið yrði tekið upp að nýju ef Keating og Verkamanna- flokkur hans héldi ekki völdum í þingkosningunum á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.