Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 9. JLINÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIVIGAR + Björn Gunnars- son var fæddur 2. maí .1903 að Skógum í Öxarfirði. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli aðfaranótt 29. maí sl. Foreldr- ar hans voru Gunn- ar Árnason, bóndi á Skógum í Öxarfirði, og Kristveig Björnsdóttir, hús- móðir. Systkini hans eru Rannveig (d. 1991), Sigurveig, Arnþrúður (d. 1977), Árni (d. 1937), Sigurður, Jón Kristján (d. 1938), Þórhalla og ÓIi. Björn kvæntist Ólöfu Guðrúnu Krisljánsdóttur, f. 12.5. 1892, d. 17.7. 1969, 20. júní 1925. Þau eignuðust tvær SÓLIN gengur til viðar og afi kveð- ur þennan heim. Hjá honum er nýtt upphaf eins og hjá blómunum á vorin. í dag erum það við sem kveðjum hann, sem var stór hluti af lífi okkar. Margar minningar ikoma upp í hugann og er amma okkar Guðrún, samofín þeim. Þau hófu sinn búskap árið 1925 að Vík- ingavatni í Kelduhverfi og bjuggu þar í fjögur ár. Þaðan fluttu þau að Skógum í Öxarfirði og áttu þar skamma dvöl. Afí byggði reisulegt hús á Kópaskeri, Steinnes, og kom fjölskyldan sér þar vel fyrir, afi, amma og dæturnar tvær. Ekki höfðu þau búið þar lengi er veikindi ömmu hófust, árið 1935. Þau þurftu að koma dætrum sínum tveimur í jóstur og flytjast suður til Reykja- víkur. Amma var lömuð og eftir tveggja og hálfs árs þrautagöngu sameinaðist fjölskldan á ný er dæt- umar komu til Reykjavíkur og fjöl- skyldan stofnaði heimili á Fjölnis- vegi 13. Erfitt er að setja sig í spor þessara hjóna og ímynda sér hvem- ig lífið var eftir þessi miklu um- skipti. Alla þá erfíðleika sem mættu þeim og þau þurftu bæði að ganga í gegn um. Einstaklingarnir í þess- ari litlu fjölskyldu, hjónin og dæt- umar tvær hafa svo sannarlega verið hetjur hvunndagsins. dætur, þær Krist- veigu, f. 1926 og Ástu, f. 1927. Krist- veig giftist Jóhanni Finnssyni tann- lækni, d. 1973 og eignuðust þau 4 börn, Björn, Sigríði, Svein og Guðrúnu. Ásta giftist Haraldi Guðjónssyni lækni og eignuðust þau einn son, Gunnar. Þau skildu. Barna- barnabörn Björns eru átta talsins. Björn var lengst af starfsmaður Sambands _ ís- lenskra samvinnufélaga. Útför Björns fer fram frá Áskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar dæturnar voru uppkomnar var ákveðið að fá tilbreytingu í lífið og voru fest kaup á lóð í Mosfells- sveit. Á hverju vori fluttumst við barnabömin fjögur með foreldrum okkar og afa og ömmu upp í sumar- bústað og dvöldum þar í þrjá mán- uði ár hvert. Það eru mikil forrétt- indi að hafa sem börn búið með þeim í sumarbústaðnum öll þessi sumur. Þarna vom kynslóðirnar þrjár saman við leik og störf og afí og pabbi sóttu vinnu til Reykjavík- ur. Afí undi hag sínum mjög vel í sveitinni og var sumarbústaðurinn honum mikils virði. Ásta móður- systir okkar annaðist afa og ömmu af mikilli alúð og umhyggju alla tíð og hélt síðan heimili með afa frá árinu 1969 er amma dó, þar til hann fluttist á hjúkrunarheimilið Skjól fyrir fjómm árum. Kunnum við henni ómetanlegar þakkir fyrir það. Afi var mikill hagleiksmaður og þúsundþjalasmiður. Hann skar út í tré, batt inn bækur og vann ýmiss konar handavinnu. Hann safnaði frímerkjum til margra ára og var það aðaláhugamál hans. Reglusemi og snyrtimennska einkenndi hann alla tíð. Hann var nýtinn mjög og engu mátti henda. Það má glöggt sjá í litla vinnuherberginu hans í sumarbústaðnum. Þar var öllu hag- anlega komið fyrir. Ekki vorum við nú alltaf sammála um hvað ætti að geyma en á tímum endurvinnslu og umhverfísverndar má okkar kyn- slóð ýmislegt læra af honum afa okkar. Afi var ekki mannblendinn mað- ur en alltaf þótti honum vænt um að fá heimsóknir. Hann var mjög skrafhreifínn við barnabörnin sín. Hann sýndi barnabarnabömum sín- um alltaf mikinn áhuga og spurði ætíð frétta af þeim. Hann var í nánu sambandi við Guð og voru öll andleg mál honum mjög hugleikin. Hann las mikið um andleg og trúar- leg málefni og var mjög fróður um ýmislegt sem ritað hefur verið í þeim efnum. Áttum við oft löng samtöl um lífíð og tilveruna. Afi las bækur, dagblöð og fylgdist með fréttum í fjölmiðlum allt fram að síðustu viku lífs síns. Hann var allt- af vel með á nótunum um hvað var að gerast í heiminum hverju sinni. Það er mikils virði að fá að halda slíkri meðvitund um umhverfi sitt eins lengi og hann gerði. Afí hefur lengi þráð að fá að yfirgefa þennan heim og ganga inn í hinn heiminn þar sem hann var viss um að hitta ömmu og alla hina ættingjana. Eitt sinn dreymdi afa draum. Hann var staddur í eyði- mörk. Móða var yfir öllu. Allt í einu sá hann hvítan blett í mikilli fjar- lægð. Hann stækkaði smám saman og færðist nær honum. Þetta var mannvera og dróst hann að henni og hún að honum. Hún var hvít- klædd og breiddi faðminn á móti honum og hann mót henni. Á næsta augnabliki voru þau í undurljúfum faðmlögum. Hann fann og vissi hver hún var. Konan hans. Loksins hefur afa orðið að ósk sinni. Við erum sannfærð um að endurfundir hans og ömmu urðu jafn fagrir og þeir birtust honum í drauminum. Guð blessi minningu afa okkar. Barnabörnin. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast með örfáum orðum Bjöms Gunnarssonar móðurbróður míns, sem nú er látinn. Björn ólst upp í Skógum sem í þá tíð voru mikið menningarheimili og alltaf mjög mannmargt og öllum opið, sem leið áttu um. Húsmóðirin spilaði á orgel — og var mikið sung- ið og glaðværð í hávegum höfð. í þessu umhverfi ólust bömin upp og mótuðust mikið í foreldrahúsum, þannig að þau bjuggu að því allt sitt líf. Þau vom öll vinnusöm, vand- virk og lagin til verka, enda ekki langt að sækja það, öll sveitin leit- aði til afa Gunnars ef eitthvað fór úrskeiðis á þeirra heimilum. Eftir að Björn giftist flyst hann til Guðrúnar að Víkingavatni og þau stunda þar búskap. Árið 1930 ákveða þau að hætta búskap og Björn fer með konu og dætur heim í Skóga. Þau ákveða að reisa hús á Kópaskeri og reisti Björn það að mestu sjálfur, með góðra manna hjálp, á einu sumri þannig að strax um haustið 1930 tekst þeim að flytja í nýja húsið sitt. Hann fær síðan vinnu hjá Kaupfélaginu, bæði við vélavörslu og allskonar viðgerð- ir á hinum ýmsu tólum og tækjum enda var Björn laginn með afbrigð- um og sannkallaður þúsundþjala- smiður. Lagni Björns og iðjusemi áttu síðan eftir að koma að góðu gagni við frímerkjasöfnun sem var hans helsta hugðarefni í fjöldamörg ár. Um haustið 1935 dynur óskap- legt áfall yfir okkur öll. Guðrún veikist af lömunarveiki og lamast svo til alveg. Hún liggur svo heima þar til í desember að læknir ákveð- ur að senda hana á Landspítalann. Þá var ekki um annað að ræða en skipsferð því ekki voru flugvélar til taks. En skipið sem hún fer með fær aftakaveður á leiðinni, hún fár- veikist, fær lungnabólgu, alltaf sjó- veik og var vart hugað líf í heila viku. Svo vont var veðrið að skipið beið heila viku á Siglufírði á leið suður. Alltaf var Björn við hlið hennar og gerði allt til að létta henni lífíð. Guðrún kemst á Land- spítalann og er þar í tvö og hálft ár, fékk lítinn bata, þó löguðust hendumar þannig að hún gat saum- að og prjónað, þó sumir vöðvar væru lamaðir. Mér verður hér tíðrætt um Guð- rúnu, en það var nú svo, að allt líf Bjöms á þessum árum snerist um hana. Hann var óþreytandi við að hjálpa henni á allan hátt og var hjá henni öllum stundum. Um þessar mundir fær hann vinnu hjá SÍS og er þar, þar til hann hættir vegna aldurs. Árið 1938 ræðst hann í að leigja og síðar kaupa sér íbúð í húsinu nr. 13 við Fjölnisveg í Reykjavík. Þangað flytja þau svo og dæturnar ásamt vinnukonu að norðan. Þetta var mikil breyting á þeirra högum, loksins gat fjölskyldan verið saman á ný, sem þau höfðu svo sannarlega þráð. Þetta var auðvitað ekkert auð- velt fyrir Björn. Þarna varð hann að bera Guðrúnu úr stólnum í rúm- ið og úr rúminu í stólinn á hveijum einasta degi. Síðan var hann óskap- lega duglegur við að keyra hana um allt, meira að segja norður, um Suðurland og hér um næsta ná- grenni og enn þetta sama, alltaf varð hann að bera hana úr stólnum í bílinn og aftur til baka. En svona var Björn, hann taldi aldrei eftir sér að gera allt sem hann gat fyrir hana. Hann hafði ekki mörg orð um hlutina, hann var rólegur, þrautseigur og traustur. Á Fjölnisveginum var mjög gest- kvæmt, þar var húsmóðirin hrókur alls fagnaðar og vel heima í öllu, en hann var rólegur að vanda og sagði minna. Þegar ég flutti suður, bjó ég lengi vel hjá þeim hjónum í góðu yfír- læti. Við dætur þeirra og ég höfum alltaf verið eins og systur og erum enn. Fyrir þennan tíma er ég þakk- lát. Eftir að Guðrún lést árið 1969 kaupir Björn íbúð í húsinu nr. 2 við Stigahlíð og þangað flytjast þau Ásta og hann og þar hugsaði hún síðan um pabba sinn í öll þessi ár og lét sér annt um hann eins og henni er lagið. Einnig höfðu þau bæði mikla stoð og styrk af Krist- veigu og öllum hennar börnum. 13. maí 1991 flyst Björn svo á Skjól þar sem hann bjó síðan. Nú er þessi öðlingsmaður horfinn af sjónarsviðinu, þessi maður sem aldrei hafði sig í frammi og fórnaði sér fýrir aðra um áraraðir. Hann kvartaði aldrei en gerði það sem fyrir lá og var aðdáunarvert hversu vel hann stóð sig og hversu lengi kraftarnir entust, eftir allt sem á undan var gengið. Ég held að dauð- inn hafí verið honum kærkominn, hann var sárlasinn síðustu árin og þráði hvíldina. Ég þakka Birni frænda mínum fyrir öll liðnu árin og vona og veit að vel hefur veirð tekið á móti hon- um í nýju heimkynnunum. Elsku Kristveig og Ásta, ég og mín fjölskylda sendum ykkur, börn- um og bamabörnum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan mann mun lifa um ókom- in ár. Gunnþórunn Björnsdóttir. BJORN GUNNARSSON GUÐMUNDUR BJÖRN HARALDSSON GUÐMUNDUR Björn Haralds- son var fæddur 26. desember 1953 á FJateyri. Hann lést á Flateyri 28. maí sl. Foreldrar hans voru Haraldur Jónsson, f. 30. sept- ember 1924, d. 20. október 1988, og Gróa Guðmunda "^jörnsdóttir, f. 27. desember 1926. Eftirlifandi systkini Guðmundar eru Guðbjörg Kristín, f. 3. júlí 1955, Jóna Guðrún, f. 22. ÞÓ AÐ flestum okkar fínnist dauðinn sjálf- sagður hlutur er það alltaf jafn sorglegt þegar ungt fólk deyr. Mig langar að minnast í örfáum orðum Gumma bróður, sem lést 28. maí sl. Það er huggun harmi gegn að hugsa sér að nú sé hann í skjóli venslafólks sem áður hefur horfíð, sem hlúir að honum og styrkir. Lífið er ekki alltaf gjöfult og þar skiptast á skin og skúrir. Þetta átti nóvember 1956, Gunnhildur Halla, f. 29. mars 1958, Gróa Guðmunda, f. 25. ágúst 1961, og Hinrik Rúnar, f. 19. ágúst 1966. Eftirlifandi sambýliskona hans er Gróa Kristín Helgadótt- ir. Útför Guðmundar Björns fer fram frá Neskirkju í dag. og hefst athöfnin kl. 13.30. Hreinsum upp og gerum við eldri legsteina. Höjum einnig legsteina og krossa til sölu. Fjölbreytt úrvaL Góðfiislega hafið samband i sima 566-6888. Steinaverksmiðjan Korpó ekki síst við hjá bróður mínum og því var ekkert ljúfara en heyra að vel gengi. Ein af mínum fýrstu minningum af Gumma var þegar við systkinin fengum skauta í jólagjöf sem hægt var að festa á gúmmístígvél. Við fórum strax út að prófa og eftir smástund vildi hann endilega kalla á Eirík frænda og sýna hvað litla systir var orðin flink á skautunum, svona var Gummi, átti gott með að gleðjast með öðrum. Eg man líka eitt sinn er við vor- um að fara á ball á næsta fjörð, hann 19 ára og ég 16 ára, að við fengum lánaðan jeppa hjá mömmu og pabba. Þegar við vorum komin neðan við Breiðadalsbæ sá Gummi að lamb var fast í girðingu, bað hann mig að losa það sem ég og gerði, en þegar ég kom aftur að jeppanum og sagði honum að allt hefði gengið vel sagði hann „gott“ og keyrði aðeins áfram og yfir fót- inn á mér, þegar ég kallaði og sagði honum hvað hefði gerst, bakkaði hann aðeins og aftur yfír fótinn, svona hrakfallabálkur gat hann verið. Það er ekki hægt að minnast Gumma án þess að segja frá hvað hann var mikill dýravinur. Minnist ég þess er hann kom heim með hvolp, læsti sig og litla bróður okk- ar inn í herbergi og sagðist ekki koma út fyrr en mamma og pabbi gæfu leyfí fyrir honum, seinni part dags gáfust þau upp og það er skemmst frá því að segja að hvolp- urinn sem var gefið nafnið Kolur varð allra ýndi. Gummi átti alltaf hunda og ketti, og frekar svalt hann heldur en að geta ekki gefið fuglunum og dýrunum sínum að borða. En nú er hann horfínn frá okkur, orð fá engu um það breytt. Ég vona að þú höndlir hamingjuna hinum megin, elsku bróðir. Man ég æskuárin yndisbros og tárin gleði og sviðasárin sól og daga langa vinarhönd á vanga (Stefán frá Hvítadal) Elsku Stína mamma, systkini og fjöiskyldur, góður guð veiti ykkur styrk og græði sárin. Jóna G. Haraldsdóttir og fjölskylda. Lífshlaup okkar mannanna er með ólíkindum misjafnt. Guð- mundur Björn, eða Gummi frændi, eins og hann var einatt kallaður í okkar fjölskylduhópi, er látinn að- eins rúmlega 41 árs gamall. For- eldrar okkar bjuggu hlið við hlið á Grundarstígnum á Flateyri. Haddi frændi og Ninna mamma okkar voru ennfremur fóstursystkini og bræðrabörn. Fjölskylduböndin voru því afar sterk og mikil sam- skipti milli fjölskyldnanna á upp- vaxtarárum okkar. Forlögin haga því hins vegar þannig til að lífs- hlaup okkar mannanna verður með misjöfnum hætti og eftir að námi í barnaskóla lauk, hafa leiðir okkar ekki legið jafn náið saman og áður. Guðmundur Björn leitaði hins veg- ar ætíð eftir því að viðhalda frænd- semis- og vinaböndum, en uppskar kannski ekki alltaf eins og sáð var. Það er ekki hvað síst þegar menn ganga á vit feðra sinna á besta aldri, að þá vakni fjölmargar spumingar í huga okkar eftirlif- enda. Hvers vegna höguðu örlaga- dísirnar til dæmis málum þannig, að Gummi þurfti að glíma við þau fjölmörgu vandamál sem raun bar vitni, allt frá unglingsárum? Þegar Gummi lést, vegna veikinda, var hann nýkominn úr aðgerð og var auk þess reiknað með að hann yrði að fara í aðra aðgerð fljót- lega. Veikindi mannanna eru af misjöfnum toga spunnin og leggj- ast misþungt á fólk. Það er hins vegar ekki okkar mannanna að dæma bræður okkar og systur, því okkur reynist undantekningarlítið erfitt að greina bjálkann í eigin auga, á meðan við hrópum og köll- um vegna flísarinnar sem við greinum í auga náungans. I hugskoti Guðmundar voru bernskuminningar ljóslifandi og ekki laust við að maður tryði því stundum, þegar hann rifjaði upp liðna atburði, að hann berði sjálf- viljugur í bresti minninganna - svo nákvæmlega gat hann lýst orðum og athöfnum okkar frá barnsaldri. Reyndar höfum við oft spurt sjálfa okkur að því hvort ekki megi von- ast til þess að eigin minningar komi skýrar fram þegar aldur og ár færast yfir okkur. Minningar- brotin eru samt sem áður fjölmörg, sem bijótast fram þegar leiðir skilja með svo ósanngjörnum og snöggum hætti, svo sem þau fjöl- mörgu skipti sem við fórum með Hadda og Gumma að vitja rauð- maganetanna á vorin. í minning- unni er ekkert nema birta yfir þeim ferðum og gleði. Hér er hins vegar ekki staður né stund til að tilgreina slíkt í smáatriðum. Þessum fátæklegu orðum okkar viljum við ljúka á bljúgri bæn til guðs um að hann taki Gumma frænda okkar opnum örmum, um- vefji hann elsku sinni og veiti hon- um sæluvist í hinni eilifu hirð sinni. Sambýliskonu Guðmundar Björns, móður hans, systkinum og vensla- fólki öllu vottum við fyrir hönd fjöl- skyldna okkar, okkar dýpstu sam- úð. Megi guð blessa Guðmund Bjöm Haraldsson að eilífu. Eiríkur Finnur og Hinrik Greipssynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.