Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERIIMU
Morgunblaðið/Liney Sigurðardóttir
ÓLÖF Jónsdóttir við hrognaskiljuna í
fiskverkunarhúsi þeirra hjóna.
Tuttugn vertíðir
við hrognasöltun
Morgfunblaðið. Þórshöfn.
VORIÐ er tími grásleppunnar,
segja menn hér um slóðir og gera
nú um tólf bátar út á grásleppu
héðan. Gæftir hafa verið slæmar
og hafa einkum minni bátarnir
goldið þess.
Gott verð fæst fyrir grásleppu-
hrogn núna og er brúttóverð um
73 þúsund á tunnuna hjá þeim sem
salta sjálfir. Nokkrir salta sjálfir
en aðrir leggja upp hjá Hraðfrysti-
stöðinni og er verðið þar 480 kr.
á lítrann, ofan af hellt. Að sögn
grásleppukarlanna er aflinn ýmist
svipaður og í fyrra eða ögninni
skárri en netaskemmdir mun
minni núna.
Hreinlæti og snyrtimennska
í myndarlegu fiskverkunarhúsi
í einkaeign stóð frúin sjálf við
hrognaskiljuna en hjónin Ólöf
Jónsdóttir og Sigurður G. Jónsson
eða Siggi Jóns eins og hann nefn-
ist í daglegu tali heimamanna,
gera sjálf að sínum afla með
sóma. Sigurður er einn af hinum
rótgrónu útgerðarmönnum . í
plássinu og byggði saltfiskverk-
unarhús fyrir nokkrum árum og
hafa þau hjón gert þar sjálf að
sínum afla, stundum með aðstoð
barna sinna.
Við komuna í húsið var ein-
stakt hreinlæti og snyrtimennska
það sem fyrst vakti athygli frétta-
ritara, svo og örugg vinnubrögð
Olafar en hún hefur saltað hrogn
í u.þ.b. tuttugu vertíðir. Fimmtíu
tunnur er aflinn orðinn það sem
af er þessari vertíð og segir hún
það vera svipað magn og í fyrra.
Þegar grásleppuvertíð lýkur tekur
saltfiskverkunin við og kann Ólöf
vel til verka þar - ekki síður en
í hrognavinnslunni.
Markaðurinn fyrir úthafskarfa í Austurlöndum
Verkfall sjómanna hefur
ekki skaðað markaðinn
„ÞÓTT verkfall sjómanna hafi auð-
vitað verið bagalegt fyrir fisk-
vinnslu og útflutning, er ekki hægt
að segja að það hafí haft neikvæð
áhrif á karfamarkaðinn í Japan.
Mesta tjónið er hins vegar tekju-
missir útgerðar og sjómanna við
þessar veiðar, því reikna má að
tveggja vikna veiðistopp þýði um
200 tonnum minni afla á skip. Sala
á úthafskarfa gengur annars vel
og verð er heldur hærra en á sama
tíma í fyrra,“ segir Halldór G. Eyj-
ólfsson, markaðsstjóri hjá SH, í
samtali við Morgunblaðið.
Þær fréttir hafa borizt hingað til
lands, hafðar eftir japönsku sjávar-
útvegstímariti, að verkfall sjó-
manna hér hafí haft mjög slæm
áhrif á úthafskarfamarkaðinn í Jap-
an. Kaupendur þar geti ekki lengur
treyst Islendingum og muni því
snúa sér til Norðmanna með kaup
á þessum físki, til að tryggja sér
stöðugt framboð. Halldór segir
þessa frétt koma sér á óvart og hún
geti tæpast átt við rök að styðjast.
Enginn karfaskortur í Japan
„Það er enginn karfaskortur í
Japan og auk þess hafa Norðmenn
ekki verið afkastamiklir í úthafs-
Staðan á mörkuð-
unum góð og verð
ívið hærra en á
sama tíma í fyrra
karfaveiðum, svo ekki er mikið
þangað að sækja. Staðreyndin er
sú, að fram eftir þessu ári var eftir-
spurn eftir úthafskarfa í Japan
mjög lítil, enda töluverðar birgðir
þar frá árinu áður. Því fór karfasal-
an mjög hægt af stað og verð var
lágt í upphafí vertíðar. Það hefur
hins vegar hækkað síðan og er nú
ívið hærra en á sama tíma í fyrra
eða um 105 krónur á kíló að meðal-
tali.
Allur karfinn seldur
Salan hefur tekið ágætan kipp
síðustu vikurnar og SH hefur selt
allan sinn karfa og liggur því ekki
með neinar birgðir nú. Við gætum
því selt meira, fengist karfínn og
vonandi er þessu verkfalli að ljúka,
þannig að veiðin hjá íslenzku skip-
unum komist í gang á ný. Staðan
á flestum mörkuðum fyrir afurðir
af úthafskarfa er góð um þessar
mundir og því rétt að sæta lags,
sé þess kostur,“ segir Halldór.
Halldór segir að umrætt tímarit
um sjávarútveg í Japan sé aðeins
eitt margra sem þar sé gefíð út.
Helzta tímaritið á þessu sviði,
Tókýó Seafood, hafi ekkert fjallað
um markaðsmál úthafskarfa og
verkfall sjómanna hér heima hafi
ekki borið þar á góma.
Fleiri markaðssvæði
Heildarafli af úthafskarfa á
Reykjaneshrygg í fyrra var um
100.000 tonn og hlutur okkar ís-
lendinga þar af rúmlega 50.000
tonn. Úthafskarfaafli okkar hefur
aukizt mjög hratt ár frá ári frá því
veiðar hófust fyrir fáum árum.
Fyrst í stað var karfinn nær ein-
göngu heilfrystur um borð fyrir
markaði í Austurlöndum fjær, en
síðan hefur hann einnig verið flak-
aður um borð. Þá hafa ísfisktogar-
ar, bæð innlendir og erlendir, aukið
þessar veiðar verulega og landað
aflanum til vinnslu hérlendis. Mark-
aðssvæðin eru orðin fleiri en Aust-
urlöndin, svo sem Þýzkaland, sem
tekur flök og Kanada, sem kaupir
heilfrystan karfa til frekari vinnslu
og endurútflutnings.
TROLLIÐ tekið á úthafskarfamiðunum.
Morgunblaðið/Svavar
QMI rallycross keppnin verður haldin sunnudaginn 11. júní, kl. 14.00
á Rallycross-brautinni við Krýsuvíkurveg (við Hafnarfjörð).
Aðgangseyrir 500 - kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Rallycross æfing og sýning á laugardaginn 10. júní, kl. 16.00 á Bílanaustplaninu
við Borgartún 26.