Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- nr FRÉTTIR MS brautskráir 163 stúdenta Morgunblaðið/Jón Svavarsson UPPHLUTURINN stendur fyrir sínu. Vel rættist úr þrátt fyrir verkfall MENNTASKÓLANUM við Sund var slitið við hátíðlega athöfn í Háskóla- bíói, laugardaginn 3. júní, og lauk þar með 26. starfsári skólans. Að þessu sinni voru brautskráðir 163 stúdentar. Hæstu einkunnir á stúdentsprófí hlutu Vigfús Bjarni Albertsson, stúd- ent frá náttúrufræðideild, 9,3, Bjarki Stefánsson, einnig af náttúrufræði- deild, 9,1, og Ólöf Eiríksdóttir, stúd- ent úr máladeild, 9,0. í máli rektors skólans, Sigurðar Ragnarssonar, kom fram að vel hefði gengið að vinna bug á vandamálum er komu til vegna verkfalls kennara í vetur og þakkaði hann það sam- stilltu átaki nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Þá sagði hann frá vel heppnaðri upp- færslu á söngleik sem nemendur skól- ans höfðu veg og vanda af, en þeir sömdu bæði tónlist og texta hans. Rektor ávarpaði nýstúdentana og sagðist vona að þeir hefðu eflt með sér gagnrýna hugsun, umburðarlyndi og víðsýni og fengið í veganesti hald- góða þekkingu og færni sem gæti orðið þeim til góðs í námi sem starfí. Dúxinn frá MS Listaverk og sveitasæla DÚXINN frá Menntaskólanum við Sund er að þessu sinni Vigfús Bjarni Albertsson. Hann er farinn í tíu daga ferð til Lundúna þar sem hann ætlar, ásamt tveimur vinum sínum, að skoða listaverk og önnur djásn í söfnum stórborgarinnar. Vigfús Bjami hefur tekið stefn- una á læknisfræði að hausti. „Það er stór brekka og brött,“ segir hann en hann ætlar að nota sumar- ið til að undirbúa sig. Sveitin hefur líka segulmagnað aðdráttarafl en afi Vigfúsar Bjarna er bóndi á Laxamýri í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Laxamýri er hlunnindajörð en þar er einnig stórt fjár- og kúabú. Þangað ætlar dúxinn að fara í sumar eins og undanfarin sumur. Morgunblaðið/Júlíus Vigfús Bjarni Albertsson, dúx frá MS. & Guðjón Guðmundsson um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða Styður frumvarp- ið ekki óbreytt GUÐJÓN Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera andvígur einstökum ákvæðum frum- varps um breytingar á lögum um stjórn fískveiða og hefur fýrirvara um stuðning sinn við frumvarpið sem hann segist ekki geta samþykkt nema gerðar verði á því breytingar. Bindur hann vonir við að þær náist fram við umfjöllun sjávarútvegs- nefndar Alþingis. Við fyrstu umræðu um frumvarp- ið á Alþingi í síðustu viku kom fram í máli Guðjóns að hann væri ósáttur við úthlutun 5.000 tonna viðbótar- kvóta sem frumvarpið gerðir ráð fýrir'að skipt verði milli allra afla- marksskipa annarra en fullvinnslu- skipa. Sagðist hann telja eðlilegra að viðbótarkvótinn kæmi eingöngu til báta upp að ákveðinni stærð og að sá viðbótarkvóti sem kæmi til úthlutunar á yfirstandanandi fisk- veiðiári væri óframseljanlegur og kæmi eingöngu til þeirra báta sem ætluðu að veiða þennan afla í sumar. Vill koma á róðrardagakerfi strax í annan stað telur Guðjón ekkert því til fyrirstöðu að tekið verði upp róðrardagakerfi strax og er ósam- mála sjávarútvegsráðherra um að nauðsynlegt sé að bíða eftir að tek- ið verði upp fiskveiðieftirlit með sjálfvirkum eftirlitsbúnaði um gervitungl. Guðjón kveðst einnig vera and- vígur því að krókabátar verði settir á aflamark og er með miklar efa- semdir um það ákvæði frumvarps- ins sem gerir ráð fyrir að krókabát- ar geti valið á milli aflahámarks eða viðbótarbanndaga. Samband íslenskra sveitarfélaga Samstarf við sveit- arfélög í Lettlandi SAMBAND íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga i Lett- landi hafa tekið upp formlegt sam- starf sín á milli, en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þórður Skúlason framkvæmdastjóri þess heimsóttu Lettland 22. og 23. maí sl. Á fundum þeirra með forystu- mönnum'Sambands sveitarfélaga í Lettlandi var undirrituð viljayfirlýs- ing milli sambandanna þar sem fram kemur að þau hyggist leita tækifæra tii að efla samstarf milli landanna á sviði sveitarstjórnar- mála með samskiptum sveitar- stjórnarmanna og formlegum tengslum milli einstakra sveitarfé- iaga í Lettlandi og á íslandi, auk viðskiptatengsla þar sem við á. Sameiginlegar umsóknir Hita- og fjarvarmaveitur í Lett- landi, fiskveiðihafnir í Lettlandi og tilraunaverkefni í stjórnsýslu sveit- arfélaga eru þau verkefni sem munu hafa forgang í þessu sam- starfi og verður unnið í sumar að frekari undirbúningi á þessuin sviðum ásamt gerð vinnuáætlunar. í haust er síðan stefnt að því að j« haida ráðstefnu fyrir sveitarstjórn- armenn í Lettlandi um sveitar- fe' stjórnarmál og reynslu af tilrauna- p verkefnum um stjórnsýslu sveitar- félaga á íslandi. Samböndin tvö munu undirbúa sameiginlega umsóknir til alþjóð- legra stofnana, sjóða og banka um fjármögnun samstarfsverkefn- anna. Skiptar skoðanir um brú á Eyvindará Akvörðun um brú- arstæði frestað Egilsstöðum. Morgunblaðið Á FUNDI bæjarstjórnar Egils- staðabæjar í vikunni var frestáð að taka ákvörðun um brúarstæði á Eyvindará. Bæjarstjórn hafði áður haft orð um það á borgara- fundi að endanleg ákvörðun yrði tekin um val á brúarstæði á þess- um bæjarstjórnarfundi. Þegar kom að fundinum kom í ijós að undirbúningsvinnu bæj- aryfirvalda og annarra opinberra aðila væri ekki lokið samkvæmt lögum og reglugerðum um fram- kvæmdir og umhverfismat. Þuríð- ur Backman, forseti bæjarstjórn- ar, lagði því fram tillögu þess efn- is að ieitað yrði til skipulagsstjóra um að mat umhverfisáhrifa færi fram skv. lögum. „Þar verði fullt tillit tekið til þeirra valkosta sem til umfjöllunar hafa verið, þ.e. til núverandi fyrirhugaðs brúarstæð- is og brúarstæðis við Melshorn." Tillagan var samþykkt með fjór- um atkvæðum gegn þremur. Á borgarafundinum í síðustu viku komu fram skiptar skoðanir varðandi þetta mál og höfðu hags- munaðilar í atvinnurekstri áhyggjur af og Iögðu fram til- mæli til bæjarstjórnar að velja brúarstæði við hlið gömlu brúar- innar. Ennfremur kom fram að þetta mál er nokkuð gamalt í umræðu því það var á borðum sveitarstjórnar þáverandi Egils- staðahrepps fyrir 12 árum en var ekki leitt til lykta þá. Samkvæmt áætlun Vegagerðar ríkisins á að byggja umrædda brú árið 1998. Klofningur í bæjarstjórninni Meirihluta bæjarstjórnar mynda tveir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og tveir alþýðubanda- lagsmenn gegn tveimur frá Fram- sóknarflokki og einum af H-lista óháðra. Alþýðubandalagsmenn eru með skýra afstöðu til þess að flytja brúarstæðið á Melshorn, sjálfstæðismenn og Framsókn vilja gamla svæðið en H-listi er óákveðinn að svo stöddu. „Meiri- hlutinn er klofinn í þessu máli,“ sagði Einar Rafn Haraldsson, for- maður bæjafráðs og oddviti sjálf- stæðismanna, „en vegna vanþekk- ingar okkar á nýjum reglum um umhverfismat höfðum við ekki lokið þeirri vinnu sem til þurfti til að ákvörðun yrði tekin. Vegagerð ríkisins hafði gert mat á arðsemi og umhverfisáhrifum, sem síðar reyndust einungis gilda sem frum- mat, því verðum við að klára málið og hvort það kemur til með að enda með falli meirihlutans er ekki hægt að segja um,“. Breyting á aðalskipulagi Þuríður Backman, forseti bæjar- stjórnar og oddviti Alþýðubanda- lagsins, sagði afstöðu þeirra þannig að með flutningi brúarstæðis við Melshorn væri hægt að breyta aðal- skipulagi fyrir bæjarfélagið og huga að nýju iðnaðarsvæði í hagkvæm- ara byggingarlandi, en nú stendur til boða. Ennfremur finnast okkur rök mæla með flutningi í Ijósi greið- ari umferðar og ekki sama um- ferðarþunga þjóðbrautar í gegnum bæinn,“ sagði Þuríður. Þjóðhátíðarsj óður Úthlutað í átjánda sinn LOKIÐ ER úthlutun styrkja úr Þjóð- hátíðarsjóði fyrir árið 1995 í átjánda sinn. Til úthlutunar í ár komu 6 millj- ónir króna. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal fjórðungur úthlutunarfjárins, 1,5 milljón króna, renna til Friðlýsingar- sjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruvemdarráðs. Annar fjórðung- ur skal jafnframt renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og ann- arra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. 21 verkefni hlaut aftur á móti styrki samkvæmt um- sókn að upphæð samtals 3 milljónum króna. Alls bárust 76 umsóknir um styrki að ljárhæð um 38 milljónir króna. Styrk Náttúruverndarráðs í ár verður varið til gerðar fræðsluefnis fyrir gestastofu við Mývatn og rann- sókna á jarðhitasvæðinu við Geysi í Haukadal. Einnig er stefnt að því að auka vernd votlenda hér á landi með framlagi sjóðsins. Þjóðminjavörður hefur tilkynnt að styrk Þjóðminjasafns verði varið að hluta til útgáfu á rannsóknarverkefni dr. Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um forn leirkerabrot sem fundist hafa á íslandi. Að öðru leyti verður styrkur- inn nýttur til annari'a verkefna sem samræmist tilgangi sjóðsins. I 6, I i r I i 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.