Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
r
D
D
SKÓLALOK
Iðnskólinn
braut-
skráði 370
nema á
skólaárinu
IÐNSKÓLANUM í Reykjavík
var slitið föstudag-inn 9. júní við
hátíðlega athöfn í Hallgríms-
kirkju. Alls útskrifuðust 112
nemendur á haustönn og 258 á
vorönn.
Verðlaun fyrir bestan náms-
árangur á buitfararprófi hlaut
Jóhannes Eggertsson, nemandi
í húsgagnasmíði, en auk ann-
arra veittu Iðnaðarmannafélag
Reykjavíkur og Samtök iðnað-
arins verðlaun.
Ingvar Ásmundsson skóla-
meistari greindi í ræðu sinni við
skólaslitin frá gæðastjórnun
sem unnið hefur verið að í skól-
anum. Með henni er reynt að
tryggja að allir starfsmenn
vinni að sama marki í því skyni
að gera starfið markvissara og
árangursríkara. Til að ná fram
settu marki hefur verið unnið í
gæðahópum, fræðsla um gæða-
stjómun hefur verið umfangs-
mikil og unnið hefur verið að
gerð gæðahandbókar í skólan-
um.
Ingvar greindi einnig frá af-
mælishátíð og sýningu á starf-
semi skólans í tilefni af 90 ára
afmæli hans. Unnið hefur verið
að ýmsum umbótum innan húss
sem utan og teknar hafa verið
upp nýjungar í skólastarfinu
s.s. iðnhönnunarbraut en nem-
endur voru í fyrsta skipti innrit-
aðir á hana nú í vor, nýbúanám,
lestrarátak, sumamám fyrir at-
vinnulausa og slátraranám.
MYNDARLEGUR hópur nýstúdenta frá Menntaskólanum í Kópavogi.
Menntaskólanum í Kópavogi siitið
Mikílla breytinga
er ad vænta á
starfi skólans
Morgunblaðið/Golli
Iðnnemar með dumbrauðu húfurnar
IÐNNEMAR settu upp í fyrsta skipti dumbrauðar húfur við braut-
skráningu víðs vegar um landið. Forsaga höfuðfatsins er sú að
iðnnemar Bjölbrautaskóla Suðurnesja settu upp hlífðarhjálma
þegar þeir útskrifuðust samhliða stúdentum sem að sjálfsögðu
settu upp sínar hefðbundnu hvítu húfur. Á 5Ö. þingi Iðnemasam-
bandsins árið 1992 lögðu fulltrúar FS fram tillögu um að iðnnem-
ar annars staðar á landinu myndu gera slíkt hið sama. Nokkrar
deilur urðu um málið því ekki undu t.d. hárgreiðslunemar og
matreiðslunemar við þessa lausn. Því var stofnað til hugmyndasam-
keppni um höfuðfat fyrir útskrift iðnnema. Á 52. þingi Iðnnema-
sambandsins voru kynntar 8 tillögur að húfu og varð sú sem hér
sést á höfði útskriftarnema fyrir valinu, dumbrauð að lit.
MENNTASKÓLANUM í Kópavogi
var slitið við hátíðlega athöfn í
Kópavogskirkju föstudaginn 2.
júní og lauk þar með 22. starfsári
skólans. Brautskráðir voru 42
stúdentar, 18 stúlkur og 24 piltar.
Fram kom í ræðu Margrétar
Friðriksdóttur, skólameistara, að
mikilla breytinga væri að vænta á
starfi skólans. Búið er að byggja
hús á lóð skólans en þar verður
Hótel- og veitingaskóli íslands til
húsa ásamt því að bakaraiðn, kjöt-
vinnsla og sérhæfðar matvæla-
greinar verða kenndar þar.
Þá nefndi hún að skólinn hefði
tekið að sér að vera til ráðgjafar
um menntun í ferðaþjónustu á
Grænlandi og að nú væru 30 kenn-
arar frá skólanum á förum þang-
að. Einnig hefur ferðamálaráð fal-
ið skólanum að annast menntun
leiðsögumanna.
Margrét minnti síðan á að Evr-
ópuráðið hefði tileinkað árið 1995
náttúruvernd og hvatti hún fólk
til að umgangast náttúruna af virð-
ingu og gleyma því ekki að við
erum börn hennar en ekki herrar.
Stefanía Guðlaug Baldursdóttir
ávarpaði samkomuna fyrir hönd
nýstúdenta. Pétur Már Ólafsson
var fulltrúi 10 ára stúdenta og
færði hann skólanum margmiðlun-
ardiska að gjöf. Þá afhenti forseti
bæjarstjórnar Kópavogs, Guðni
Stefánsson, fimm nýstúdentum
viðurkenningar fyrir góðan náms-
árangur og störf að félagsmálum
úr viðurkenningarsjóði sem stofn-
aður var af Kópavogsbæ í tilefni
af 20 ára afmæli skólans.
ÚTSKRIFTARNEMENDUR frá Iðnskóla Reykjavíkur þiggja verðlaun fyrir góðan námsárangur.
Brautskráning frá Kennaraháskólanum
Menntun til sjálfstæðis
BRAUTSKRÁNING kandídata frá
Kennaraháskóla íslands fór fram
í Hallgrímskirkju í Reykjavík
laugardaginn 10 júní. Að þessu
sinni luku 123 kennarar B.Ed
námi, 107 konur og 16 karlar.
Auk kandídatanna lauk 31
kennari af framhaldsskólastigi
námi í uppeldis-og kennslufræð-
um, fjórir luku viðbótarnámi fyrir
kennara, einn lauk námi til kenn-
araréttinda og annar námi fyrir
stjórnendur grunn- og framhalds-
skóla.
Þórir Ólafsson rektor gerði fjár-
veitingar til menntamála að um-
talsefni í brautskráningarræðu
sinni og var það mál hans að ís-
lendingar hefðu dregist nokkuð
aftur úr nágrannaþjóðum sínum á
þessu sviði. Þá minnti hann kandí-
data á hve þýðingarmikið kenn-
arastarfið væri í uppeldi og mennt-
un hverrar þjóðar og að framtíð
Islendinga sem sjálfstæðrar þjóðar
væri einmitt undir því komin
hvemig þeir hlúðu að menntun,
menningu sinni og tungu.
Dr. Guðrún P. Helgadóttir, fyrr-
verandi skólastjóri Kvennaskólans
í Reykjavík, flutti ávarp fyrir hönd
afmælisárganga en hún lauk
kennaraprófi fyrir hálfri öld, vorið
1945. Vigdís Jóhannsdóttir og
Vilhjálmur H. Gíslason ávörpuðu
samkomuna fyrir hönd kandídata.
Veitt var viðurkenning úr Minn-
ingarsjóði Ásgeirs S. Björnssonar
en hana hlutu Anna Hedvig Þor-
steinsdóttir og Inga Þóra Þóris-
dóttir fyrir framúrskarandi B.Ed
ritgerð.
Tímamóta og tækninýjunga minnst
SJÓMANNASKÓLAHÚSIÐ
Útskrift á 80 ára
afmæli Vélskólans
VELSKOLA Islands var slitið laug-
ardaginn 27. maí. Áttatíu ár eru
liðin frá því skólinn var stofnaður.
Brautskráðir voru 24 vélfræð-
ingar og hafa þeir þar með lokið
4. stigs vélstjóranámi. Auk þeirra
lauk einn nemandi 3. stigs námi,
fjórir luku 2. stigs námi og níu
nemendur 1. stigi. Stigin veita
mönnum mismikil atvinnuréttindi.
Skólameistari, Björgvin Þór Jó-
hannsson, minntist hálfrar aldar
afmælis Sjómannaskólahússins í
ræðu sinni. Hann gat þess að hús-
ið hefði verið vígt skömmu eftir
að síðari heimsstyrjöldinni lauk og
væri minnisvarði þeirra sjómanna
sem létu lífið í hildarleik stríðsár-
anna.
Hann minnti einnig á að um 100
ár væru frá því fyrsta dísilvélin
var markaðssett og fyrstu tilraunir
voru gerðar með þráðlaus boð-
skipti. Aukin þekking og tækni
hefði gert sjómönnum kleift að
sækja á fjarlæg fiskimið, þeir
þyrftu ekki lengur að dorga við
strendur iandsins. Ofveiði, mengun
og umhverfisspjöll væru hins vegar
fylgifiskar tækninnar og hvatti
hann nemendur sína til að gera
allt sem í þeirra valdi stæði til að
sporna gegn þeim.
Þá vitnaði hann í íslandsljóð
Einars Benediktssonar, þar sem
segir m.a. „líttu út og lát þér segj-
ast, góður/ líttu út, en gleym ei
'vorri móður“, nemendum sínum til
áminningar um að varðveita og
ávaxta þær guðsgjafir sem væru
fólgnar í gróðri jarðar og lífinu í
sjónum.