Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 10
10 ■ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I FRÉTTIR Lagning Garðskagavegar í bígerð U mh verfisáhrif- in verði metin Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Sig. Jóns. RÍKISSALUR Votta Jehóva í byggingu á Selfossi. Vottar Jehóva byggja í Keflavík og á Selfossi Selfossi. Morgunblaið VEGAGERÐ ríkisins hefur fengið verkfræðiskrifstofuna Hönnun til að meta umhverfisáhrif vegna lagningar Garðskagavegar. Gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lagður í tveimur áföngum. Fyrst er áætlað að leggja veg milli Reykjanesbrautar og núver- andi vegar til Garðs með tveimur hringtorgum sem koma vestan við Rósaselsvötn og við Mánagrund suðaustan hesthúsa Keflvíkinga. I seinni áfanga er ráðgert að leggja veg frá hringtorgi við Reykjanes- braut að Víknavegi til Sandgerðis, en nokkurra ára bið verður þar á. Minni umferð gegnum Keflavík-Njarðvík Markmið vegargerðarinnar er að bæta samgöngur og umferðar- öryggi á svæðinu en áætlað er að umferð milli höfuðborgarsvæðis og Sandgerðis og Garðs muni færast frá byggð í Keflavík-Njarð- vík. Lög um mat á umhverfis- áhrifum komu til framkvæmda 1. mai 1994 og hefur Skipulag ríkis- ins umsjón með framkvæmd þeirra. Lögunum er, eins og nafn- ið bendir til, ætlað að tryggja að metin séu áhrif tiltekinna fram- kvæmda á umhverfið, svo sem á lífríki, vatn, andrúmsloft, lands- lag, fornminjar, mannlíf og fleira. Skýrslan kynnt á skrifstofum sveitarfélaganna Á vegum framkvæmdaraðila, sem þessu tilviki er Vegagerð ríkisins, er skrifuð matskýrsla en í henni er gefíð yfirlit yfir fram- kvæmdina og umhverfísáhrif hennar metin. Skýrslan er síðan tekin til athugunar hjá Skipulagi ríkisins þar sem hún er m.a. kynnt almenningi sem getur komið fram með athugasemdir. Matsskýrsla um Garðskagaveg liggur frammi til kynningar á skrifstofum sveitafélaganna á svæðinu. Einnig óskar Skipulag ríkisins umsagnar viðkomandi sveitarstjórna og ýmissa ríkis- stofna s.s. Náttúruvemdarráðs, Þjóðminjasafns og Hollustuvernd- ar. Kynningartíma fyrir almenn- ing vegna Garðskagavegar lýkur 17. júlí og þurfa athugasemdir að hafa borist Skipulagi ríkisins fyrir þann tíma en úrskurður skipulags- stjóra liggur fyrir í síðasta lagi 8. ágúst í sumar. I gogginn LÍFSBARÁTTAN getur verið hörð á Tjörninni eins og annars staðar og tekið á sig margvísleg- ar myndir. Margur bitinn hverf- ur í gogg fuglanna úr höndum mannfólksins, sem seint fær leið á að fylgjast með fuglalífinu. -----» ♦ ♦---- Karlremb- ur safna liði Hveragerði. Morgunblaðið KARLREMBUR landsins eru boðn- ar velkomnar til Hveragerðis nk. sunnudag en þá fer fram fyrsta karlrembuhlaupið. Að sögn Gísla Garðarssonar, eins aðalforsprakka karlrembuhlaups- ins, er ætlunin að vega uppá móti kvennahlaupinu sem ráðgert er á sama tíma. „Karlrembum líkar illa þegar þær eru skildar útundan eins og konur hafa gert í kvennahlaup- inu undanfarin ár og munum við núna koma með krók á móti bragði og hlaupa öfugan hring og mæta konunum á miðri leið.“ Karlrembur í Hveragerði vonast til þess að skoðanabræður þeirra í nágrannsveitarfélögum komi og taki þátt í hlaupinu. Skráning fer fram í Sundlauginni í Laugarskarði og er þátttökugjald 700 kr. og er bolurinn innifalinn í því. VOTTAR Jehóva reistu Ríkissal sinn, sem er samkomuhús þeirra, við Miðt- ún 1 á Selfossi á þremur dögum. Annað sams konar hús var reist í Keflavík. Húsið á Selfossi er 143 fermetrar að fiatarmáli sem í er samkomusalur fyrir 60 manns. Húsið er byggt af Vottum Jehóva á íslandi með aðstoð trúbræðra og -systra frá Noregi. Efniviður í húsið er að langmestu leyti gjöf Norðmannanna sem sáu um efnisöflun og skipulagningu byggingarinnar og sendu 120 sjálf- boðaliða til að byggja húsin á Sel- fossi og í Keflavík. 160 íslenskir sjálf- boðaliðar komu líka að byggingunum og alls unnu 140 manns á hvorum stað. Kjell Geelnard, einn sjálfboðalið- anna á byggingastaðnum á Selfossi, sagði að bygging hússins væri áætl- uð þriggja daga verk en þar sem ísienskir staðlar gerðu meiri kröfur en þeir norsku tæki það tveimur dögum lengri tíma að ganga frá húsinu. Hann sagði að öll vinnan væri mjög vel skipulögð. Fólkið ynni í ákveðnum hópum við viss verkefni og húsið yrði fullklárað ásamt því að gengið yrði frá lóðinni. Bygging hússins vakti eftirtekt vegfarenda en þeir sem fóru framhjá byggingastaðnum að morgni urðu steinhissa er þeir komu aftur að kvöldi því þá var húsið risið. Áform- að er að sýna húsið sunnudaginn 18. júní. €i i <§ K < í Hugmyndir OECD til að sporna við áhrifum vegna fjölgunar lífeyrisþega Hærri eftirlaunaaldur - hert skilyrði til bóta HÆKKUN eftirlaunaaldurs, lækkun lífeyrisbóta og hert skil- yrði til bóta eru meðal hugmynda sem koma fram í nýlegri greinar- gerð Efnahags- og þróunarstofn- unarinnar (OECD), og eiga að miða að því að sporna við þeim áhrifum sem hærra hlutfall lífeyr- isþega og hækkandi meðalaldur hefur á hagkerfíð. Bolli Þór Bollason, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að þessar hugmyndir séu meðal þeirra sem eru til umræðu hér á Iandi. Á vegum ríkisstjórnarinnar séu nú starfandi vinnuhópar sem í lok júní eigi að skila sameigin- legu áliti varðandi spamað í ríkis- rekstrinum. Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segir þess- ar hugmyndir OECD ekki eiga heima hérlendis. Allt aðrar að- stæður séu fyrir hendi hér en í hinum aðildarlöndum OECD. Fjórar megin- hugmyndir Alls eru í greinargerðinni nefnd- ir fjórir aðalpunktar sem eiga að sporna við aukningu ríkisútgjalda í kjölfar hækkandi meðalaldurs. Fyrstan ber að nefna fjölgun laun- þega á vinnumarkaði með því að hverfa frá aðgerðum sem stuðla að fækkun hlutastarfa. Einnig mælir OECD með að eftirlaunaaldur hækki. Það sé raunhæft því meðalaldur fari hækkandi og fólk komi seinna úr námi á vinnumarkaðinn en áður. Með þessu móti lækki lífeyrissjóðs- greiðslur og framlög í lífeyrissjóði aukist. Einnig væri hægt að lækka bætur eða herða skilyrði til bóta. Loks er bent á að koma beri á sjóðakerfi til lífeyrisgreiðslna, en mörg OECD-ríkjanna búa við svo- kallað gegnumstreymskerfi þar sem samtímaskattar eru notaðir til bótagreiðslna, líkt og í al- mannatryggingakerfínu hér á landi. Hugmyndirnar ræddar hér Bolli Þór segir að allir þessir punktar séu til umræðu hér á landi. „Þetta er viðkvæmt mál og verður ekki gert í neinum stökk- um,“ segir hann. „Rauði þráðurinn í ábendingum OECD er að ríkið eigi að draga sig sem mest út úr afskiptum af atvinnurekstri." Hann segir að hækkun á eftir- launaaldri og breyting á aðgangi að lífeyrisgreiðslum séu atriði sem eigi jafnt við okkur sem aðra. Hins vegar hvað varði uppbygg- ingu sjóðakerfis, þá sé það þegar gert í lífeyrissjóðakerfinu hér á landi. „Vandamálið í lífeyrismálum er fyrir hendi hér á landi,“ segir hann. „Sérstaklega hjá hinu opin- bera. Að því leyti erum við að glíma við svipuð vandamál og aðr- ar þjóðir." Hann segir að eftirlaunaaldur hafi upphaflega verið lækkaður í öðrum OECD-ríkjum til að reyna að minnka atvinnuleysi. Þessi leið hafi einungis aukið halla ríkissjóðs og ekki minnkað atvinnuleysi. Því hafi þróunin snúist við. „Það er almennt viðurkennt að þetta er ekki leið til að minnka atvinnuleysi,“ segir hann. „Hins vegar dregur halli í ríkisfjármálum úr hagvexti og skapar atvinnu- leysi. Bolli segir tvennt unnið við að hækka eftirlaunaaldurinn. Annars vegar lengist tímabilið sem laun- þegar eru virkir í atvinnulífinu og góðir skattgreiðendur. Það þýði siðan meiri pening í kassann hjá ríkinu. Hins vegar styttist sá tími sem lífeyrisþegar eru á bótum frá rík- inu. Bolli segir að þetta tvennt vegi upp á móti neikvæðum áhrif- um, sem til dæmis fælust í auknu atvinnuleysi. Óraunhæfar hugmyndir Benedikt Davíðsson kveður fæstar þessara hugmynda OECD eiga við hér á landi. „Við höfum þegar byggt upp okkar lífeyris- sjóði, andstætt því sem er í öðrum löndum sem búa við gegnumstrey- miskerfi," segir hann. Hann segir það vera grundvall- aratriði að koma fleirum á vinnu- markaðinn þannig að ekki sé at- vinnuleysi. „Að öðru Ieyti held ég að yfirfærsla á þessum tillögum frá OECD þurfi skoðunar við í hverju einstöku tilfelli fyrir sig. Hér eru allt aðrar aðstæður,“ seg- ir hann. „Bregðast verður við hærri útgjöldum til heilbrigðis- og lífeyrismála með auknum tekjum en ekki með því að skerða réttindi þess fólks sem er að hverfa út af vinnumarkaðinum. “ Hvað varði hækkun eftirlauna- aldurs, segir Benedikt það ekki vera fýsilegan kost. „Það getur verið rétt og eðlilegt þar sem starfslokaaldur er kominn niður í 60 ár eða eitthvað slíkt,“ segir hann. „Hér er starfslokaaldurinn hins vegar um 70 ár og er því nær að lækka hann fremur en lenga. Það er ekki hægt að flytja inn svona tillögur heldur verður að skoða íslenskar aðstæður." I I; I € € i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.