Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 15 AKUREYRI Með sól í hjarta * -g ^ • * * a 17. jum Morgunblaðið/Rúnar Þór SKÁTARNIR voru byrjaðir að koma upp tækjum á flötinni við Samkomuhúsið í gær. SKÁTARNIR munu sjá um hátíðarhöldin á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní, en hefð hefur skapast fyrir því að þeir haldi þau á þriggja ára fresti, en íþróttafélögin á Akureyri hin árin. „Þetta er svipuð dagskrá og við höfum verið með hingað til, segir Ásgeir Hreiðarsson, starfs- maður Skátafélagsins. Hátíðin hefst í bítið Hátíðardagskráin hefst kl. 8 þeg- ar fánar verða dregnir að húni. Þá munu Björg Þórhallsdóttir söng- kona og Daníel Þorsteinsson píanó- leikari fara í heimsóknir á Fjórð- ungssjúkrahús Akureyrar og Hlíð, dvalarheimili aldraðra, og leika fyr- ir viðstadda. Einnig mun blómabíll Bílaklúbbs Akureyrar aka um götur bæjarins og að því loknu verður opnuð árleg sýning Bílaklúbbsins við Oddeyrarskóla. Hornaflokkur Lúðrasveitar Ak- ureyrar mun hefja samkomu við styttu Helga magra á Hamarkots- klöppum kl. 10. Þá tekur við fána- hylling, Karlakór Akureyrar - Geys- ir flytur nokkur lög, Séra Birgir Snæbjörnsson annast helgistund, Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, flytur ávarp, blóm- sveigur verður lagður að minnis- merki lýðveldisafmælisins og loks munu krakkar frá Hlíðabóli syngja og sleppa blöðrum upp í loftið. Hjóla- og kassabílarallí Að þessu loknu verða keppendur ræstir í hjólarallíi á fjallahjólum við lögreglustöðina í Þórunnarstræti. Keppnisleiðin er fjórir og hálfur kílómetri að lengd og liggur yfir malbik, möl, mold og móa. Skráning byijar kl. 9:45 á klöppunum og verður keppendum líklega skipt í tvo flokka, 13-15 ára og 16 ára og eldri. Allir keppendur VERÐA að hafa hjálma. Þess má geta að þarnæstu helgi verður íslands- keppni á fjallahjólum haldin á Akur- eyri og þetta ætti að vera ágætis undirbúningur undir hana. Staðið verður fyrir kassabílarallíi í Þverholti og Langholti, sem hefst kl. 11. Þrír til fimm krakkar verða í hveiju liði og verður keppt í tveim- ur aldursflokkum. Einn fullorðinn ábyrgðarmaður verður að fylgja hveiju liði. Keppnin er fólgin í því að ýta kassabíl tvö til þrjú hundruð metra vegalengd og láta hann síðan renna niður brekku. Sá vinnur sem rennur lengst. Skrúðganga frá Ráðhústorgi Skátar munu fara fyrir skrúð- göngu frá Ráðhústorgi, sem hefst kl. 13.30. Lúðrasveit Akureyrar mun leika göngulög og marséra með skrúðgöngunni, en gengið verður að sviði á flötinni við Sam- komuhúsið. Þar hefst hátíðardagskrá kl. 14 á ávarpi fjallkonu, sem verður El- ísabet Eik Guðmundsdóttir úr M.A., og ræðu nýstúdents, Bjarma Guð- laugssonar úr V.M.A. Þá tekur við ávarp Jakobs Björnssonar bæjar- stjóra. Að því loknu verða veitt verðlaun fyrir hjólarallí og kassa- bílarallí, þ.e. fyrir bestan árangur 1 öllum aldursflokkum og fyrir frumlegasta kassabílinn, Vaxtar- ræktin heldur sýningu í þolfimi, Ingimar Björn Davíðsson flytur söng unga sveinsins, Rósmundína og Albertínó fara með töffarabrögð og börn frá Fimleikaráði Akureyrar halda sýningu. Okeypls í tívolí Ýmislegt fleira verður í boði á svæðinu og verður aðgangur ókeyp- is í alla dagskrárliði sem eru á veg- um skátanna þennan dag. Má þar helst nefna tívolíið „Með sól í hjarta“. Allir sem taka þátt í tívolí- inu fá sérstakan safnmiða fyrir punkta, en fyrir þátttöku í hverju atriði fæst einn punktur. Auk þess fær viðkomandi smá glaðning ef hann nær tilsettum árangri í tæk- inu. Ef lágmarks fjöldi punkta næst á safnkortið er hægt að skila honum inn og komast þannig í stóra pott- inn, þar sem stærri vinningar verða dregnir út eftir tívolíið. Auk tívolísins munu skátar, sem fara síðar í sumar á alheimsmót skáta til Hollands, sýna tjaldbúð sína og Hjalti Úrsus Árnason og Torfi Olafsson verða í hópi afl- raunamanna sem munu keppa um nafnbótina aflraunameistari ís- lands. Þá mun siglingaklúbburinn Nökkvi bjóða upp á skútusiglingar frá Höfnersbryggju og hesta- mannafélagið Léttir sjá um hesta- ferðir fyrir ungu kynslóðina. Loks mun hljómsveit leika Týrólatónlist í veitingatjaldi, sem komið verður upp á svæðinu. Dansað fram á nótt Um kvöldið verður haldin skemmtidagskrá á Ráðhústorgi sem hefst kl. 21. Til að byija með koma fjórir fjörugir fram á Týrólabuxum. Þá tekur við söngur Bjargar Þor- hallsdóttur við undirleik Dam'els Þorsteinssonar, atriði úr Hárinu í flutningi nemenda úr Gagnfræða- skóla Akureyrar, fimleikar og þol- fimisýning. Þá skjóta vandræða- skátar upp kollinum og bregða á leik og Zúluman fursti og Hermína prinsessa sýna töfrabrögð. Loks leikur Bítlahljómsveitin Sixties á sviðinu og harmóníkuhljómsveit í göngugötunni fyrir dansi fram á nótt. Búist er við að dagskránni ljúki kl. 2. Dómur kveð- inn í hníf- stungumáli ÞRÍTUG kona var dæmd í tólf mán- aða fangelsi, þar af níu mánuði skil- orðsbundið, í Héraðsdómi Norð- urlands í gær. Auk þess var hún dæmd til greiðslu sakarkostnaðar. Málsatvik voru þau að konan stakk samstarfskonu sína þrívegis með hníf eða í vinstri öxl, vinstra hné og vinstri hönd, eftir að þeim hafði lent saman. Atvikið átti sér stað á mótum Eyrarvegar og Norðurgötu á Akur- eyri í lok nóvember í fyrra. ----........- Minjasafnið opið á þjóðhátíðardag MINJASAFNIÐ á Akureyri, Aðal- stræti 58, er opið daglega frá 11-17 og gildir það einnig um þjóðhátíðar- ardaginn. Sýningar safnsins hafa verið end- urnýjaðar á síðustu árum og nú í vor var sýning á íslenskum búningum og textílum endurbætt. í safninu stendur yfir sýning á verðlaunagripum úr minjagripasam- keppni Handverks og h'ður að næst- síðustu sýningarhelgi. Aðgangseyrir að safninu er 250 kr. en frítt er fyrir börn að sextán ára aldri og eldri borgara. -----» * ■■■*- Menntasmiðja kvenna fær styrk MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur lýst yfir stuðningi sínum við Menntasmiðju kvenna á Akureyri sem þróunarverkefni í tvö skólaár, 1995-1996 og 1996-1997. Hvort ár mun ráðuneytið leggja fram þijár milljónir króna til verkefnisins að því tilskildu að félagsmálaráðuneytið og Akureyrarbær geri slíkt hið sama. Morgunblaðið/Rúnar Þór Rennt fyrir fisk á pollinum SIGLINGAKLUBBURINN Nökkvi stendur fyrir árlegu sigl- inganámskeiði fyrir krakka á pollinum á Akureyrijim þessar mundir. Vegna þess hve vinda- samt hefur verið undanfarna daga hafa nemendur lítið getað siglt skútum klúbbsins og því kynnt sér aðrar liliðar sjó- mennskunnar. í gær fóru þau í róður með trillubát út á pollinn og renndu fyrir fisk. * > Kvennahlaup ISI á sunnudag SAFNAST verður saman fyrir kvennahlaup ÍSÍ á Ráðhústorgi milli klukkan 11 og 12 sunnudaginn 18. júní, en skráning fer fram klukkan 10.30 og létt upphitun klukkan 11.45. Leikin verður lifandi tónlist á staðnum. Þátttökugjald er 550 krónur og fær hver þátttakandi bol við skrán- ingu, en verðlaunapening og Blöndu eða Frissa fríska frá mjólkursam- lagi KEA að hlaupi loknu. For- skráning verður föstudaginn 16. júní kl. 15-18 fyrir utan Sporthús- Attaius binding-laminating ✓ Plasthúðun - innbinding ✓ Allur vélbúnaður - og efni ✓ Úrvals vara - úrvals verö J. tiSTVRlDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík, simi 552 3580 ið, við Hrísalund, Hagkaup, Nettó og í Sunnuhlíð. Markmiðið með hlaupinu er að leggja áherslu á þátttöku kvenna í almenningsíþróttum og hollum lífs- háttum. I fyrra tóku 1078 konur þátt í hlaupinu. Það eru engin ald- urstakmörk og hver og ein velur sinn hraða í göngu eða skokki. Þá er hægt að velja um að fara 2,4 eða 4,5 kílómetra. Þær konur sem eiga ósótta boli frá því í fyrra geta fengið þá afhenta á Ráðhústorginu 18. júní kl. 10.30 - 12. Hin geysivinsozla hljómsveit heCdur uppi fjörinu áföstudagskvöCd. ‘JíóteC ‘KEA - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.